Morgunblaðið - 10.03.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
Eru erlend lán „lausn“
eða „gálgafrestur“?
eftir Árna Johnsen
2. grein
Okkar mestu möguleikar í at-
vinnusköpun byggjast á þeirri
reynslu og verkkunnáttu sem at-
vinnulíf okkar hefur öðlast. Þótt
syrt hafi í álinn eru möguleikamir
miklir með því að snúa vöm í sókn,
rétta fárhagsgrundvöllinn af og
liðka til fyrir að hjól atvinnulífsins
snúist hraðar á ný. Það liggur í
augum uppi að það er sjálfsagt að
taka lán ef verið er að byggja upp
arðvænlegan rekstur sem getur
staðið undir afborgunum og vöxtum
en öðm máli gegnir um lán sem
ríkið tekur eingöngu til þess að búa
til atvinnu án tillits til þess hvort
reksturinn er arðbær. Mörgum
hættir til að Iifa fyrir líðandi stund,
taka of mikla áhættu og treysta á
betri tíð í blindni. Skuldastaða þjóð-
arinnar hefur aldrei verið nær
hættumörkum og þótt við íslend-
ingar höfum fyrrum tekið erlend lán
til þess að brúa bilið milli góðu og
slæmu áranna emm við nú komnir
á tæpasta vað. Vandamálið er í
sjálfu sér ekki að afla peninga,
vandamálið er að afla haldgóðra
verkefna til atvinnusköpunar,
stjórnunar, markaðssetningar og
svo framvegis. Það vantaði ekki
fjármagn í minkaeldið, ekki heldur
í fískeldið, en það vantaði gmnd-
völlinn og hvað hefur það kostað
okkur? Það er skynsamlegra að
rasa ekki um ráð fram þegar rignir
í flekkinn eða harðnar í dalnum.
Erlend lán eru engar
gjafapakkningar
Það hljómar meira en lítið út í
Ámi Johnsen
hött að forystumenn í þjóðfélaginu
skuli ræða í alvöru um aukna er-
lenda skuldasöfnun upp á milljarða
sem leið út úr efnahagsvandanum,
ekki síst eftir alla umræðuna að
undanfömu um frændur okkar
Færeyinga sem geta nú í hvomgan
fótinn stigið vegna óhóflegrar er-
lendrar skuldasöfnunar og umfram-
eyðslu. Varla ætlum við okkur á
íslandi að verða amt í Danmörku
eða angi af Noregi á 50 ára af-
mæli íslenska lýðveldisins 1994.
Staðreyndimar em ekkert að
þvælast fyrir okkur í þessum efn-
um. Erlendar skuldir okkar hafa
aukist hraðbyrí undanfarin ár. Frá
1980 hafa þær tvöfaldast og liðlega
það og vöxturinn heldur áfram.
„Afturkippurinn marg-
faldast ef ekkert er að
gert og það er sann-
gjarnt að segja ríkis-
sljórninni það til lofs
að hún er að reyna
markviss vinnubrögð til
árangurs. Það verður
að gefa tíma til þess að
reyna þessa leið þótt
sjóði á keipum og syngi
í reipum um sinn.“
Hvert mannsbarn skuldar nú
880.000 krónur, en skuldaði rétt
um 400.000 krónur árið 1980. Það
em aðeins fá ár síðan Færeyingar
stóðu í sömu sporam og við. Það
er því aðeins um eitt að ræða fyrir
okkur, taka kóssinn á nótum skyn-
seminnar, fóma stundarhagsmun-
um fyrir farsæla framtíð með
grósku og góðu gengi sem er innan
seilingar ef við höfum rænu og þor
til þess.
Erlendu lánin þarf að greiða síð-
ar, þau era engar gjafapakkningar.
Eitt dæmi er milljarðalán sem var
Erlend lán; „lausn“ eða „gálgafrestur"?
f<ýMO ND
teikið 1984 og á að byija að greið-
ast niður árið 2010. Það gengur
ekki endalaust að senda reikninga
á framtíðina án þess að nokkur
trygging sé fyrir þvi að landsmenn
geti borgað brúsann. Það er ekki
aðeins ábyrgðarleysi á líðandi
stund, það er leið sem stefnir til
þjóðargjaldþrots.
Þótt sjóði á keipum
og syngi í reipum
Þess vegna ber okkur að trimma
til þjóðfélags, sníða uppsafnaða
vankanta af, laga það aðstæðum
og gera eins gott úr og unnt er.
Það kann að vera sársaukafullt um
sinn og það er viðkvæmt og mikil
hætta á að stjómvöld geri einhver
mistök þegar hratt þarf að vinna
við flóknustu aðstæður, en það er
nauðsynlegt að hafa þor til þess
að taka áhættu til árangurs og leið-
rétta þá síðar þar sem augljós mis-
tök kunna að koma upp. Afturkipp-
urinn margfaldast ef ekkert er að
gert og það er sanngjamt að segja
ríkisstjórninni það til lofs að hún
er að reyna markviss vinnubrögð
til árangurs. Það verður að gefa
tíma til þess að reyna þessa leið
þótt sjóði á keipum og syngi í reip-
um um sinn.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn & Suðurlandi
og á sæti í fjárlaganefnd Alþingis.
Um lestrarkeppni í
grunnskólunum
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Framtídarskipun líf eyrismóla
- frelsi til að velja?
Ráðstefna Félags vióskiptafræðinga og hagfræðinga
um ofangreint málefni veróur haldin fimmtudaginn 1 1.
mars nk, á Hótel Sögu - Ársal - kl. 15.00-18.00.
Fjallaó veróur um ýmsa þætti lífeyrismála svo sem:
- Lífeyriskerfi í Evrópu.
- Séreignasjóói - sameignasjóði.
- Rekstrarhagræðing í lífeyrissjóðakerfinu.
- Þátttaka lífeyrissjóóa í atvinnurekstri.
- Ávöxtun lífeyrissjóóa.
- Skattamál tengd lífeyrismálum.
Ráóstefnan veróur sett kl. 15.00 af Sigurjóni Péturssyni,
formanni Félags vióskíptafræóinga og hagfræóinga.
Erfndi flytja:
Jan Bernhard Waage, framkvæmdastjóri hjá Skandia
i Svíþjóó.
Arna Harðardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf.
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands íslands.
Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands.
Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri
Fjárfestingafélagsins Skandia hf.
Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoóandí.
Umræðustjóri: Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Talnakönnunar hf.
Ráðstefnustjóri: Árni Árnason, formaður fræóslunefndar
Félags vióskiptafræðinga og hagfræðinga.
Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um frorntíóarskipan
lífeyrismála að fá yfirlit yfir stöðu þeirra mála í dag og
hvers gæti verið að vænta í framtíðinni.
Ráðstefnugjald kr. 2.000,-
Allir velkomnir.
Félag vióskiptaffræðinga og hagf ræóinga.
eftir Guðrúnu
Jóhannsdóttur, Olöfu
Ingimundardóttur og
Valgerði Eiríksdóttur
Við undirritaðar sendum eftirfar-
andi bréf Stefáni Jóni Hafstein
framkvæmdastjóra lestrarkeppn-
innar miklu, Olafi G. Einarssyni
menntamálaráðherra, Bókasam-
andi Islands, Samtökum móður-
málskennara, Skólastjórafélagi ís-
lands og Kennarasambandi íslands.
Kennarar við Fellaskóla í Reykjavík
óska eftir að það verði birt í blaði
yðar:
„Til framkvæmdastjóra lestrar-
kepjjni í grunnskólum.
Agæti framkvæmdastjóri.
í bréfi dagsettu 19. febrúar 1993
frá menntamálaráðuneyti, undirrit-
uðu af Ólafí G. Einarssyni ráð-
herra, til fræðslustjóra, skólastjóra
og kennara í gmnnskólum, kemur
fram að efnt skuli til lestrarkeppni
í öllum grannskólum landsins, að
frumkvæði Bókasambands íslands.
Við undirritaðar, kennarar við
Fellaskóla í Reykjavík, viljum af
þessu tilefni gera nokkrar athuga-
semdir sem snerta undirbúning
þessarar keppni.
Gunnskólakennarar hafa um ára-
bil haft miklar áhyggjur af minnk-
andi lestri og slökum lesskilningi
meðal íslenskra skólabarna. Af
þeim sökum hafa kennarar út um
allt land unnið markvisst með lestur
og lesskilning. Þessi vinna hefur
farið fram með ýmsum móti, s.s.
lestrarnámskeiðum og lestrarátaki
með margvíslegu sniði. Við fögnum
því að aðilar utan skólans sýni þessu
vandamáli áhuga.
Kennarar em fúsir til samstarfs
við aðila utan skólans um ýmis
málefni en með nokkrum skilyrðum
þó. M.a. að umræddir aðilar hafí
samband við skólastjórn skólanna
með góðum fyrirvara, helst í upp-
hafi skólaárs, og leggi þar fram
hugmyndir sínar um þau verkefni
sem þeir óska eftir að verði unnin
innan gmnnskólans. Kennarar gera
kennsluáætlanir ýmist fyrir löng
eða stutt tímabil í einu og er því
nauðsynlegt að slík erindi berist
skólanum tímanlega.
Með tilliti til þeirrar staðreyndar
að flestir kennarar hafa nú þegar
undirbúið og ákveðið kennslutilhög-
un í marsmánuði finnst okkur að
kennurum sé sýnd mikil óvirðing
með því að þeir frétti gegnum fjöl-
miðla hvað þeir eiga að gera/vinna.
Staðreyndin er sú að skólanum okk-
ar barst fyrrnefnt bréf 23. febrúar,
sama dag og fjölmiðlar skýrðu frá
þessari keppni. Kennarar fá sem
sagt upplýsingar í fjölmiðlum um
framkvæmd keppninnar. í dag, 26.
febrúar, hafa skólanum ekki borist
neinar upplýsingar um keppnina
annað en þetta bréf sem er í raun
einungis tilkynning.
Það virðist vera að nýleg könnun
„ Framtak Bókasam-
*
bands Islands er dæmi
um ómarkviss vinnu-
brögð. Fyrirvari að
lestrarkeppninni er
stuttur. Ætlast er til að
kennarar breyti
kennsluáætlunum með
stuttum fyrirvara.“
Þorbjöms Broddasonar um ólæsi
meðal íslenskra skólabarna hafi
hleypt af stað miklu fjölmiðlafári.
Framtak Bókasambands íslands er
dæmi um ómarkviss vinnubrögð.
Fyrirvari að lestrarkeppninni er
stuttur. Ætlast er til að kennarar
breyti kennsluáætlunum með stutt-
um fyrirvara. Kennurum er stilit
upp við vegg þvi nemendur heyra
talað um verðlaun og þeir kennarar
sem kjósa að fylgja sínum kennslu-
áætlunum þykja ósamvinnuþýðir og
leiðinlegir. Það vill þannig til í skól-
anum okkar að fyrirhugað var lestr-
arátak í 3.-7. bekk í marsmánuði
sem byggir á samvinnu heimila og
skóla. Vinna hefur verið lögð í að
undirbúa þetta lestrarátak en við
teljum mjög erfitt að sameina það
lestrarkeppninni.
Þetta framtak, lestrarkeppnin,
er góðra gjalda vert en það hefði
þurft að vinna í fullri samvinnu við
þá sem eiga að sjá um framkvæmd-
ina, þ.e. kennarana. Við ítrekum
að skólunum berist með góðum fyr-
irvara beiðnir um samvinnu vegna
hinna ýmsu verkefna. Staðreyndin
er nefnilega sú að með niðurskurði
á tíma nemenda og í tvísetnum
skóla reynist kennurum erfitt að
sinna öllu því sem námskráin kveð-
ur á um, hvað þá öllu því sem hin
ýmsu fyrirtæki og stofnanir óska
eftir samstarfi um.“
Höfundar eru kennarar við
Fellaskóla í Reykjavík.
Lýst er eftir óheppnum ökumanni og vitni
Neðst á Barónsstíg, á móts við Síríus og Nóa, var ekið á
kyrrstæðan bíl, rauðan Subaru. Þetta var fimmtudaginn
4. mars síðastliðinn .kl. 16.45. Gulum eða drapplituðum
skúffubíl var bakkað af bílastæði Síríus og Nóa, yfir Baróns-
stíginn og á kyrrstæða bílinn, sem lagt hafði verið við gang-
stéttarbrún. Sá óheppni ökumaður, sem í þessu lenti, er
vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 25810 eða 31369.
Ungur piltur á reiðhjóli, sem var á gangstéttinni við Síríus
og Nóa og horfði á atburðinn, er einnig beðinn um að hringja
í uppgefin símanúmer eða koma á teiknistofuna Stálhönnun
á Barónsstíg 5.