Morgunblaðið - 10.03.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 10.03.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Mikill óróleiki og þrýstingur á verð einkenna evrópsku fiskmarkaðina Þúsund franskir sjómenn börð- ust við lögreglu ÓÁNÆGJA sjómanna í Evrópu með mikið framboð af ódýr- um fiski magnast enn. Um 100 manns réðust í gær um borð í rússneskt verksmiðjuskip í Peterhead í Skotlandi og helltu olíu yfir farminn og í Grimsby komu sjómenn í veg fyrir; að flutningabílar með franskan fisk væru afgreiddir. I Nantes í Frakklandi slösuðust sjö lögreglumenn í átökum við um 1.000 sjómenn, sem unnu gífurlegar skemmdir á fiskmarkaði borgarinnar. Sjómennimir í Peterhead helltu um 70 lítrum af dísilolíu yfir fiskinn um borð í rússneska verksmiðju- skipinu Romb til að mótmæia inn- flutningi á ódýrum fiski en fyrir nokkrum dögum olli farmur úr öðm rússnesku skipi miklu verðhmni á markaðnum þar. Til aðgerðanna í Grimsby gegn franska fisknum var hins vegar gripið í hefndarskyni en franskir sjómenn hafa oft komið í veg fyrir sölu breskra skipa í Frakk- landi. í yfirlýsingu, sem samtök breskra sjómanna gáfu út í gær, sagði, að það væri ódýr fiskur frá Noregi og Rússlandi, sem hefði valdið verðfallinu, og gegn þessum innflutningi yrði að beijast. Átökin I Nantes í Frakklandi vom miklu alvarlegri en þar gengu um 1.000 sjómenn berserksgang á fiskmarkaði borgarinnar. Varð að gera að sámm sjö lögreglumanna eftir viðureignina við sjómennina en þeir létu ekki undan síga fyrr en beitt var táragasi gegn þeim. Reuter Milljónatjón FRÖNSKU sjómennirnir réðust meðal annars inn í frystigeymslu og skemmdu þar mikið af rækju en talið er, að með aðgerðunum hafi þeir valdið tjóni, sem metið er á meira en 10 milljónir króna. Afmæli Barbie Barbie-dúkkan átti 34 ára af- mæli í gær. Efnt var til veislu í sendiráði Bandaríkjanna í Lond- on af því tilefni. Til hennar var boðið þijátíu bömum sem eiga sama afmælisdag og Barbie, þ. á m. Charlotte Hutchinson, fjögurra ára, sem hér sést. Rússarnir bjóða fiskinn á nánast hvaða verði sem er - segir Páll Sveinsson hjá umboðsfyrirtækinu Fylki hf. í Grimsby MÓTMÆLI sjómanna í Frakklandi og Bretlandi gegn inn- flutningi á ódýrum fiski hafa ekki beinst gegn íslenskum fiski að sögn talsmanna íslensku sölusamtakanna en þeir eru sammála um, að ástandið á markaðinum almennt ein- kennist af óvissu og þrýstingi á verðið. Að því er fram kem- ur hjá Páli Sveinssyni hjá umboðsfyrirtækinu Fylki hf. í Grimsby beindust aðgerðirnar, sem gripið var til í Bretlandi í gær, aðallega að innflutningi á ódýrum fiski frá Noregi og Rússlandi en Páll segir, að Rússarnir virðist tilbúnir til að selja fiskinn á nánast hvaða verði sem er. Elísabet Óskars- dóttir, sem starfar hjá uppboðsfyrirtækinu Unipeche í Bou- logne-sur-Mer, segir aftur á móti, að frönsku sjómennirnir beini spjótum sínum fyrst og fremst að lýsu og ufsa, sem flætt hafi yfir franska markaðinn frá írlandi og Bretlandi. Spánveijar boða tafir á afgreiðslu EES-samkomulagsins Kom flatt upp á menn Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Yfirlýsingar Spánverja um Evrópska efnahagssvæðið (EES) að loknum fundi utanríkisráðherra Evrópubandalagsins (EB) í Brussel á mánudag komu flestum í opna skjöldu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu Spánverjar ekki gert neinar athugasemdir við viðbótarbókun sem samið hefur verið um vegna fráhvarfs Svisslendinga. Spánveijar staðfestu bókunina Maastricht-sáttmála EB. Yfírlýs- ásamt öðrum aðildarríkjum EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) 26. febrúar og samþykktu hana athugasemdalaust á utanrík- isráðherrafundinum I Brussel á mánudag. Heimildum um umræður á fundinum ber ekki saman en tal- ið er að utanríkisráðherra Spánar hafi lesið hluta þeirrar yfirlýsingar sem dreift var til blaðamanna eftir fundinn a.m.k. þann sem íjallar um háleit markmið evrópskar samvinnu en þar er EES-samingurinn tengdur ingin var hins vegar ekki formlega lögð fram á fundinum. í henni eru tekin af öll tvímæli um óánægju Spánveija með EES- samninginn og afgreiðsla hans tengd samþykkt Maastricht-sátt- mála aðildarríkja EB. Óánægja Spánveija með landbúnaðarþátt EES er vel kunn en tenging þess samnings við Maastricht-samning- inn kemur mönnum hér í borg veru- lega á óvart, þau tengsl þykja ekki augljós. í yfírlýsingunni þykir leyn- ast hótun um að tefja afgreiðslu EES þar til Maastricht-samningur- inn er í höfn auk þess sem þess er krafist að framkvæmdastjórn EB beiti sér tafarlaust fyrir endurbót- um á landbúnaðarþætti EES-samn- ingsins. Flestir viðmælenda Morgun- blaðsins í Brussel töldu að lítið mark væri á yfirlýsingu Spánveija takandi. Þeim hefðu gefist ærin tækifæri til að koma athugasemd- um sínum formlega á framfæri undanfarnar vikur. Þeir hefðu hins vegar kosið að þegja og samþykkt viðbótarbókun við EES í tvígang. Það væri þess vegna ljóst að þeir gerðu ekki tilkall til þess að athuga- semdir þeirra væru teknar alvar- lega. Halldór Bernódusson hjá IFP, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Englandi, og Aðalsteinn Gottskálksson, for- stöðumaður framleiðslusviðs hjá íslenskum sjávarafurðum hf., sögðu, að aðgerðir sjómanna í Evrópu hefðu ekki bitnað á ís- lenskum fiski en ástandið á mark- aðnum einkenndist hins vegar af miklum óróa og þrýstingi á verðið. Sagði Aðalsteinn, að í Frakklandi kæmi þetta til dæmis fram í því, að harðar væri tekið á ýmsum formsatriðum eins og skoðun og tafir væru á afgreiðslu. Héðan hefði hins vegar ekkert farið af rússáfiski inn á Evrópu þannig.að Frakkar eða aðrir hefðu ekkert upp á það að klaga við okkur. „Það er óvissan, sem er allsráð- andi, og menn lifa fyrir hvem dag. Nú er steinbítsvertíðin að hefjast hér við land en kaupendur halda að sér höndum og þora ekki að gera samninga til langs tíma,“ sagði Aðalsteinn. Lýsa og ufsi frá írlandi og Bretlandi „Ólgan meðal franskra sjó- manna hefur ekki haft nein áhrif gagnvart íslenska fiskinum," sagði Elísabet Óskarsdóttir í við- tali við Morgunblaðið. „Þeir beina spjótunum aðallega að öðrum teg- undum en við erum með, fyrst og fremst lýsu og ufsa frá Bretlandi og írlandi. í Bretlandi hefur orðið mikið verðfall á lýsu og nú er búið að kaffæra franska markað- inn líka. Það hefur ekki orðið neitt uppistand hér í Boulogne ennþá en sjómenn annars staðar frá hafa þó verið að hóta aðgerðum hér síðustu tvær vikurnar. Við erum reyndar dálítið hrædd um, að það kunni einmitt að sjóða upp úr nú í kvöld og eftir því sem við vitum best þá verða þessar tvær tegund- ir, lýgan og ufsinn, leitaðar uppi.“ Elísabet sagði, að það yrði að segja það eins og væri, að norski þorskurinn væri til vandræða. Hann væri boðinn á allt of lágu verði og drægi annan físk niður, 'ekki bara þorskinn. Hún vildi þó fremur tala um, að verðið hefði sigið en fallið. Enginn botn hjá Rússum Páll Sveinsson hjá Fylki í Grimsby sagði, að ólgan, sem væri meðal breskra sjómanna; bitnaði ekki á íslenskum fiski. I Grimsby hefðu sjómennimir verið að gjalda Frökkum líku líkt en með Rússana gegndi hins vegar öðru máli. Þeir virtust tilbúnir til að selja bara á einhveiju verði, lækkuðu það endalaust og drægju um leið niður verð á öðrum fiski. Páll kvaðst hafa verið að selja íslenskan físk, steinbít, kola og ýsu, sem fengist hefði þokkalegt verð fyrir, en þorskurinn hefur heldur lækkað. Þó hefðu fengist um 130 kr. fyrir íslenskan neta- þorsk og taldi Páll það ágætt mið- að við, að netafískurinn væri ekki eftirsóttur. Páll sagðist annars furða sig mest á því hve breski markaðurinn tæki við miklu magni án þess að fiskur færi í gúanó eins og í Þýskalandi. Þá sagði hann, að töluvert bærist nú af físki frá Færeyjum vegna ástandsins þar og gjaldþrots margra frysti- húsa. Fufl búi) at nýjum, ítiHskum vor- og sumarfatnaði f- > 20% staögreiðsluafsláttur næsfu daga eneon- w w Krinqlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.