Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 23

Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Barátta Jeltsíns við „sovéska“ kerfið Hatrömm barátta Boris Jelts- íns Rússlandsforseta og rússneska þingsins minnir um margt á síðustu mánuðina, sem Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sov- étleiðtogi, var við völd. Báðir hófu þessir leiðtogar feril sinn fullir baráttuvilja og að því er virtist staðráðnir í að koma á víðtækum umbótum. Báðir urðu þeir hins vegar smám saman að láta undan vegna harðrar and- stöðu afturhaldssamra afla við efnahagslegar og pólitískar um- bætur. Jafnvel nánustu aðstoðar- menn Jeltsíns viðurkenna nú op- inberlega að forsetinn sé orðinn allt að því áhrifalaus, rétt eins og Gorbatsjov á sínum tíma. Rússneska þingið hefur frá upphafi verið Þrándur í Götu þeirra efnahagslegu umbóta, sem Jeltsín hefur barist fyrir og hefur sótt í sig veðrið í þeirri rimmu upp á síðkastið. Er þess skemmst að minnast að Jegor Gajdar, sem Jeltsín hafði skipað sem forsætis- ráðherra síðasta sumar, var hafn- að af þinginu í desember. í hans stað tók við embættinu Viktor Tjemómyrdín, sem var þinginu meira að skapi. Það er hins vegar hæpið að líta á deilur Rússlandsforseta við þingið sem hefðbundnar deilur framkvæmdavaldsins við löggjaf- arvaldið líkt og við verðum dag- lega vitni að á Vesturlöndum. Jeltsín var kjörinn lýðræðislegri kosningu á síðasta ári og sækir því vald sitt til þjóðarinnar. Rússneska þingið var aftur á móti kjörið fyrir valdaránið í ág- úst 1991 samkvæmt þeim gömlu ólýðræðislegu reglum sem þá voru í gildi. Þingmenn geta því ekki gert þá kröfu að litið sé á þá sem löglega kjörna fulltrúa fólksins. Þeir eru miklu frekar fulltrúar hinnar gömlu sovésku valdastéttar og sinna hagsmuna- gæslu í hennar þágu. í því sambandi ber hæst efna- hagslega valdastétt hins sovéska áætlanakerfis, forstjóra gömlu ríkisfyrirtækjanna og fulltrúa hergagnaiðnaðarins. Þessi öfl hafa einnig notið óvænts stuðn- ings frá rússneska seðlabankan- um sem hefur haldið áfram að dæla fjármagni til gömlu ríkisfyr- irtækjanna, sem mörg hver væru dauðadæmd, næðu efnahagsum- bæturnar fram að ganga. Línur munu væntanlega skýr- ast í þessari valdabaráttu í kjöl- far neyðarfundar rússneska þingsins í dag, þar - sem tekin verður afstaða til þeirrar kröfu Jeltsíns, að haldin verði ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðsla 11. apríl nk. Vill Jeltsín að þjóðin segi álit sitt á því, hver eigi að fara með völdin í Rússlandi, for- setinn eða þingið. Nái tillaga Jeltsíns fram að ganga verður rússneska þjóðin spurð hvort hún vilji hafa forseta- vald í Rússlandi, hvort deildaskipt þing verði æðsta löggjafarsam- kunda landsins, hvort semja beri nýja stjórnarskrá og hvort landa- kaup skuli vera öllum heimil. Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins og helsti andstæðingur Jeltsíns, hefur lýst sig andsnúinn hugmyndum forsetans um valda- skiptingu og sagði í gær að hann teldi að þinginu bæri að hafna tillögunni um þjóðaratkvæða- greiðslu. Jeltsín hefur þó áður lýst því yfir að hann muni hugs- anlega halda þjóðaratkvæða- greiðslunni til streitu, jafnvel þótt þingið hafni tillögunni. Líklega voru það afdrifarík- ustu pólitísku mistök Jeltsíns að mynda ekki flokk í kringum sig og stefnu sína þegar vinsældir hans voru sem mestar á síðasta ári og boða að því búnu til þing- kosninga. Nú stendur hann í stað- inn uppi án baklands í þinginu og án flokks sem gæti aflað stefnu hans stuðnings í hinu víð- feðma Rússlandi. Það er mikið áhyggjuefni hversu erfiðlega gengur að koma á umbótum í Rússlandi og hversu stjórnlaust þetta fyrrum risaveldi virðist vera. Hjá því verður held- ur ekki litið að þær efnahagslegu umbætur, sem Jeltsín hefur verið talsmaður fyrir, eru eina færa leiðin til að bæta lífskjör í Rúss- landi til lengri tíma litið. Við sjáum það af reynslu annarra ríkja í austurhluta Evrópu hversu sársaukafullt það er að koma á markaðshagkerfi í stað sósíalísks áætlunarbúskapar. Reynsla Pól- veija, Tékka og Ungveija, sem lengst eru komnir á þeirri braut, er hins vegar ótvíræð sönnun þess að öðru vísi verður hagvöxt- ur ekki að raunveruleika. Búlgar- ar og Rúmenar, sem slegið hafa óhjákvæmilegum umbótum á frest, horfa hins vegar upp á áframhaldandi stöðnun og vax- andi örbirgð. Það væri mikil ógæfa og myndi ýta enn frekar undir óstöðugleika í Evrópu, ef Rússar ákvæðu að fara rúmensku leiðina. Svo gæti farið að Jeltsín hrökklaðist frá völdum. Þó að sú verði raunin er þar með ekki út- séð um hvort umbótunum verður slegið á frest í lengri eða skemmri tíma. Rétt eins og áfram var haldið í átt til markaðshagkerfis þótt Gorbatsjov færi frá völdum gæti vel farið svo að umbæturnar héldu áfram þótt Jeltsín hyrfí af opinberum vettvangi. Forsenda þess er hins vegar að endanlega verði skorið úr um hver fari með völdin í landinu og að þing jafnt sem forseti sæki umboð sitt til kjósenda en ekki hins gamla sov- éska kerfis. Yfirlýsing aðila vinnumarkaðarins um markmið í atvinnumálum sem kynntar voru ráðherrum í gær Lægri raunvextir forsenda árangurs í atvinnumálum Forsætisráðherra segir tillögurnar umfangsmiklar og spennandi og ætlar ríkisstjórn örfáa daga til að skoða þær Nesbraut: Miklabraut-Höfðabakkí Siglufjarðarvegur. Siglufjörður - Olafsfjarðarvegur lusturlandsvegur: —' Ikógarhlíð -/ Fellabær Þingvallavegur: á--—Pingvauavegur ■yL.v / Grafningsvegur efdri- '(j- Gjábakkavegur '>XV'Í'Þjórsárdalsvegur: '— Árhe&ÁsólfsSfaðii Reykjanesbraut: \/'''''Vífilsstaðavegur- i Breiðholtsbraut Reykjanesbraut: -A Krisuvík - Grindavík - Njarðvik ■p: <•' V !l\ I \A w ■'V (• .1" FULLTRÚAR aðila vinnumarkaðar áttu í gær fund með ráð- herrum og lögðu fram sameiginlega yfirlýsingu um markmið í atvinnumálum þar sem dregnar eru saman ítarlegar tillög- ur þeirra átta umræðuhópa fulltrúa ASÍ og VSÍ sem undan- farið hafa ræðst við um atvinnumál. í yfirlýsingunni segir meðal annars að það sé sjálfstætt markmið til atvinnuupp- byggingar að kjarasamningar náist til allt að tveggja ára og yfirstandandi samningsgerð miði að því en forsenda þess sé að full samstaða náist um efnisatriði. Tillögurnar eru mjög ítarlegar og sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að hugmyndirnar væru spennandi en umfangsmiklar og menn þurfi að skoða þær mjög vandlega enda sé mikilvægt að aðhafast ekkert sem gæti raskað þeim efnahagslegu forsend- um sem atvinnuvegirnir byggi á. Hann sagði að málið yrði rætt innan ríkissljórnarinnar í heild og áskildi hún sér örfaa daga til þess en fara þyrfti fram á ákveðnar viðbótarupplýs- ingar áður en tillögurnar í heild væru metnar. Morgunblaðið/Kristinn Sest við fundarborðið Á ANNAN tug karla og kvenna frá aðilum vinnumarkaðar og ríkisstjórn ræddu málin í Ráðherrabústaðnum í gær. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra og Davíð Oddsson forsætisráðherra skipa mönnum hér til sætis í upphafi fundarins. Auk þeirra mættu fyrir hönd ríkissljórnarinnar Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Lengst til vinstri eru Björn Grétar Sveinsson og Hervar Gunnarsson sem voru meðal þeirra sem sátu fundinn fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar. í hinni sameiginlegu yfirlýsingu samninganefnda Alþýðusambands Is- lands, Vinnuveitendasambands ís- lands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna segir að þær hafi á undangengnum vikum fjallað ítarlega um áátand og horfur í atvinnumálum. Starfið hafi tengst þeim samningavið- ræðum sem nú standa yfir milli sam- taka atvinnurekenda og launafólks og sé veigamikill hluti þeirra markmiða sem aðilarnir hafi orðið ásáttir um að leggja til grundvallar samningsgerð- inni. Grundvallarmarkmið Þá segir: „Vaxandi atvinnuleysi og versnandi afkoma heimila og fyrir- tækja hljóta að ákvarða meginvið- fangsefni hagstjómar á næstunni. Þessar aðstæður setja mark sitt á kjarasamninga, umhverfi þeirra og forsendur. í þessu felst að efnahags- stjóm verður að stuðla að auknum vexti og verðmætasköpun til lengri tíma með áframhaldandi stöðugleika og bættri samkeppnisstöðu fyrirtækja. Jafnframt þarf að skapa ný störf með markvissum aðgerðum sem skila árangri á næstu mánuðum og misser- um. Samningsaðilar hafa því orðið ásáttir um að leggja eftirgreind meginmarkmið til grundvallar viðræð- um sínum á næstö dögum og beita áhrifum sínum eftir mætti til þess að þeim verði náð. Raunvaxtalækkun. Veruleg og varanleg lækkun raunvaxta er for- senda þess að úrbætur í atvinnumálum skili árangri. Hún er þannig stórvirk- asta breytingin sem stuðlað getur að auknum fjárfestingum einstaklinga og fyrirtækja, nýjungum og aukinni verðmætasköpun, sem fjöigun at- vinnutækifæra og traust kjör hljóta að byggjast á. Stöðugleiki í verðlagsmálum hef- ur sannað gildi sitt með því að sam- keppnin hefur orðið virkari, hagræð- ingartilefni skýrari og kaupmáttur traustari. Því er stöðugt gengi og verðlag eitt mikilvægasta markmið efnahagsstjórnar og forsenda raun- hæfra kjarasamninga. Stöðugleiki á vinnumarkaði. Að- ilar eru samdóma um mikilvægi þess fyrir efnahagsþróunina að fyrirtæki, einstaklingar, fjármálakerfi og stjórn- völd hafi örugga vissu um hvað sé framundan á vinnumarkaði um nokk- uð langan tíma. Því er það sjálfstætt markmið til atvinnuuppbyggingar að kjarasamningar náist til allt að tveggja ára. Yfirstandandi samnings- gerð miðar að því, en forsenda þess er að full samstaða náist um efnisat- riði.“ Óásættanlegt atvinnuleysi Þá segir að þótt ofangreind mark- mið náist verði atvinnuleysi á þessu og næsta ári óásættanlegt. Því sé fjölgun atvinnutækifæra eitt mikil- vægasta viðfangsefni hagstjómar næstu mánuði og misseri. Móta þurfi öfluga atvinnumálastefnu í þríhliða samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda til að það markmið náist. í slíkri stefnu þurfi annars vegar markvissar breytingar á ýmsum starfsskilyrðum, skipulagi og starfs- aðferðum sem skila muni árangri til lengri tíma. Hins vegar þurfi sú stefna að beinast að aðgerðum sem skilað geti árangri hratt og geri aðilar sam- eiginlegar tillögur til stjórnvalda um þau efni. í ljósi þessara markmiða vilji samtökin leita samstarfs við stjórnvöld um sókn í atvinnumálum á grundvelli þeirra tillagna sem unnar hafa verið í starfí fjölda þátttakenda í samtals átta umræðuhópum, sem fjölluðu um sjávarútvegsmál, verkleg- ar framkvæmdir, orku og nýtingu hennar, ferðaþjónustu, fiskeidi, ný- sköpun, þjónustumiðstöð í Atlantshafi og erlendar fjárfestingar. Tillögur þessar voru lagðar fram í ítarlegum skjölum en hér á eftir er út úr þeim dregið það sem fram kemur í sameig- inlegri yfirlýsingu aðila vinnumarkað- arins, auk nánari útskýringar á nokkr- um atriðum með tilvísun til álits um- ræðuhópanna: Sjávarútvegsmál Aðilar telja að auka þurfi rannsókn- ir á möguleikum sjávarútvegs sem byggi á átaki í rannsóknum á lífríki sjávar, átaki í framleiðslumálum og sókn í markaðsmálum. Því eru gerðar tillögur um að: a. veitt verði auknum fjármunum til rannsókna á lífríki fiskveiðilögsög- unnar og stærð og vexti ýmissa van- nýttra fisktegunda." Vannýttar tegundir I tillögum atvinnumálahóps um sjávarútvegsmál segir nánar að brýnt sé að efla rannsóknir á úthafskarfa, langhala, litla karfa, gulllaxi, búr- fiski, blálöngu, háffískum, skrápflúru, sandkola og langlúru. Einnig hrygg- Ieysingjum, svo sem beitukóng, tijónukrabba og kúfiski. Jafnframt verði nýttir frekar vinnslumöguleikar hörpudisks, ígulkera og kúfisks sem þegar séu fyrir hendi. I yfirlýsingu aðilanna segir: ,,[Þ]ró- unardeild Fiskveiðasjóðs verði efld og Fiskveiðasjóður heimild til að leggja 1% af eigin fé til deildarinnar. Deildin fái það hlutverk að styðja verkefni á sviði vöruþróunar, vinnslutilrauna, markaðsrannsókna og veiðarfæra- rannsókna. Aukin síldveiði og bættar bræðslur c. sendiráð íslands fái aukna mögu- leika til að aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðsleit og markaðssetningu.“ Þá segir að sérstaka áherslu þurfi í upphafí að leggja á aðstoð við mark- aðssetningu á síldarafurðum en vænta megi að síldveiðar hér geti stóraukist á næstu árum. Einnig segir að mikil- vægt sé að ljúka endurnýjun loðnu- verksmiðja og auka rannsóknir á öðr- um hugsanlegum bræðslufisktegund- um, svo sem spærlingi, kolmunna og sandsíli svo að lengja megi árlegan starfstíma bræðslnanna. Þá er lagt til að raforka til fiskvinnslu verði lækkuð í verði um 30% og hafin verði kynning á nauðsyn þess að veiða sjávarspen- dýr. 2. Nýting vannýttrar fjárfestingar I yfirlýsingunni segir að á meðan offramboð er á orku hér á landi sé lagt til að verulegur afsláttur verði veittur til aðila sem hyggjast taka í notkun orku eða auka orkunotkun sína. Tímabundin vildarkjör á slíkum orkusamningum geta orðið til þess að ný framleiðsla komist á laggirnar sem síðar verði fær um að greiða hærra verð. í niðurstöðum vinnuhóps segir að Ijóst sé að raforka sé í beinni sam- keppni við aðra orkumiðla og hækk- andi verð á raforku hafi þegar valdið aukinni olíunotkun í iðnaði og sjávar- útvegi. Eina lausnin sé að stækka markaðinn fyrir rafmagn, bæði til skemmri og lengri tíma, í stað þess að bregðast við eins og orkusölufyrir- tækin hafa gert hingað til, að hækka verð á raforku. Setja verði Landsvirkj- un það takmark að ná fram verulegri nýrri notkun á raforku í stað olíu, m.a. eigi það við um rafmagn til skipa í höfnum sem brenni olíu meðan um- framorka sé til í raforkukerfinu. í yfirlýsingu aðila vinnumarkaðarins segir ennfremur: „Framleiðslugeta fískeldisstöðva er vannýtt um þessar mundir og hætta er á að sú þekking og aðstaða sem þar er fari fyrir lítið. Brýnt er að fjárfestar og lánardrottnar viðurkenni að stærstur hluti þessarar fjárfestingar er í raun tapað fé en eft- ir standa mannvirkin sem í mörgum tilvikum geta staðið undir rekstrar- kostnaði og skilað nokkru fé upp í fastakostnað. Tekið er undir tillögur Rannsóknarráðs ríkisins um að veitt verði samtals 200 m.kr. á ári til físk- eldisrannsókna á næstu fímm árum.“ I áliti vinnuhópsins segir meðal annars að hafi yfirleitt verið möguleikar á að stunda fískeldi hér hafí þeir aldrei ver- ið meiri en nú og nota eigi lærdóm þann sem draga þurfí af mistökum fortíðarinnar til að sækja fram. Mikil- vægt sé að fískeldi leggist ekki af. Hin sameiginlega yfirlýsing fjallar næst um vannýtta fjárfestingu í sjáv- arútvegi og þar segir: „í sjávarútvegi er einnig um vannýtta fjárfestingu að ræða, jafnt í vélum, búnaði sem skipum, enda hefur afli dregist stór- lega saman frá því í þessar fjárfesting- ar var ráðist. Brýnt er að greiða fyrir endurskipulagningu í greininni og út- flutningi vinnslubúnaðar og veiði- skipa, m.a. með fjárfestingum í sjávar- útvegi annarra þjóða. d. Mikið vantar á eðlilega nýtingu gistihúsa og ljóst virðist að samkeppni um ferðamenn fari harðnandi. Því er sérstaklega varað við álagningu VSK á gistingu eins og áformað er frá næstu áramótum. 3. Átak í markaðsmálum Breyta þarf skipulagi kynningar- mála á íslenskri framleiðslu, þjónustu og möguleikum til fjárfestinga hér á landi. Lagt er til að þær stofnanir sem starfa á þessum sviðum verði samein- aðar og komið verði á fót nýrri, öflugri stofnun sem auk núverandi verkefna sinni eftirtöldum málaflokkum: a. Greiði götu áhugasamra íjárfesta um sem flesta þætti viðvíkjandi stofn- un og starfrækslu fyrirtækja hér á landi ogUyoðið upp á heildarlausnir." Stefna um hlunnindi erlendra fjárfesta Vinnuhópur um erlendar fjárfest- ingar segir að marka verði skýra stefnu varðandi erlendar fjárfestingar og í kjölfarið verði hafíð markvisst starf til að laða erlenda aðila til at- vinnurekstrar hér á landi. Tryggja þurfí að starfsskilyrði fyrirtækja hér- lendis séu í engu verri en best gerist annars staðar. Að marka verði stefnu um hugsanleg hlunnindi til handa er- lendum fyrirtækjum sem hér hefji starfsemi. Hlunnindin verði að ákvarð- ast af þeim þjóðhagslega ávinningi sem hljótist af starfseminni og megi ekki bitna á þeirri starfsemi sem fyrir sé í landinu. Næst segir í yfirlýsingunni að kynna þurfi möguleika á notkun jarð- gufu í iðnaði og einnig samræma starf þeirra aðila sem vinna að kynningu á Islandi sem ferðamannalandi. Vinnu- hópur um ferðaþjónustu gerir tillögu Um að þess verði farið á leit við Sam- band íslenskra sveitarfélaga og stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs að hluta af þeim 500 milljónum sem fara eiga til atvinnuskapandi verkefna verði varið til nauðsynlegra úrbóta á ferða- mannastöðum en skýrsla um þörfina liggi fyrir og framkvæmdir strandi eingöngu á fjárskorti. Þá er bent á að ferðaþjónusta afli 9,8% gjaldeyris- tekna en njóti ekki sambærilegra skil- yrða og aðrar útflutningsgreinar varð- andi vsk. Fijáls aðgangur erlendra skipa að höfnum Hin sameiginlega yfírlýsing aðila vinnumarkaðarins fjallar lauslega um nauðsyn þess að vinna markvisst að því að greiða fyrir viðskiptum við erlend skip þannig að Island geti orð- ið þekkt þjónustumiðstöð í Norður- Atlantshafi. Lækka þurfi álögur á olíuvörur til skipa þannig að íslensk olíufélög geti verið samkeppnishæf við erlend og afnema takmarkanir á löndunum úr fískiskipum. Vinnuhóp- ur um möguleika íslands sem þjón- ustumiðstöðvar í N-Atlantshafi legg- ur til að leyfður verði óhindraður aðgangur erlendra fískiskipa að ís- lenskum höfnum. Leitað verði leiða til að lækka olíuverð til að bæta sam- keppnisstöðu landsins sem olíubirgjar fiskiskipa. Komið verði á fót frísvæð- um sem selji skipum vistir og toll- fijálsar vörur. I fjórða lið sameiginlegu yfirlýsing- arinnar er fjallað um nýsköpunarstarf og samkeppnisstöðu: „a. Lítið eigið fé íslenskra fyrirtækja stendur ný- sköpunarstarfi fyrir þrifum. Ein leið til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækja er að efla markaðshlutdeild þeirra. Herferð samtaka iðnaðar og verka- lýðshreyfingar nýverið skilaði ótví- ræðum árangri og er brýnt að áfram verði veitt fjármunum til að efla skiln- ing almennings á samhengi atvinnu- stigs og þess að kaupa íslenskar vör- ur. b. Áhættufjármagn til nýsköpunar er af skomum skammti. Ein mikil- vægasta forsendan fyrir því að fram- boð aukist er að lífeyrissjóðir og aðr- ir aðilar færi fjárfestingar í vaxandi mæli inn á þennan markað.“ í skýrslu vinnuhóps segir að áhættufjármagn af stærðargráðunni 400 millj. gæti hleypt fjölmörgum atvinnuskapandi og arðvænlegum verkefnum af stað. Áfram er fjallað um þessi mál í yfirlýsingu aðilanna og sagt að breyta þurfi skipulagi þjónustustofnana at- vinnuveganna þannig að þær sinni þjónustuhlutverki sínu við minni framleiðslufyrirtæki betur en nú er þannig að þau geti sótt upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð við að hrinda hugmyndum og áætlunum um ný- sköpun í framkvæmd. Mikilvægt sé að stjórnvöld jafni samkeppnisstöðu þeirra atvinnu- greina hér á landi sem eru í harðri samkeppni við styrktar atvinnugrein- ar í öðrum löndum. Kavíar, fjallagrös, þurrkuð söl og fleira í skýrslu vinnuhóps segir að ætla1 megi að með kaupum á innlendri iðn- aðarframleiðslu í stað samsvarandi innflutts iðnvarnings sem unnt sé að framleiða í landinu megi skapa um 1.800 störf. í skýrslu sinni rekur vinnuhópurinn einnig eftirfarandi dæmi um nýsköpun í arðbærum verk- efnum og atvinnuaukandi: vinnsla og sala á þorskkavíar; úrvinnsla fjalla- grasa; vörur úr steinsteypu; fram- leiðsla á gæludýrafóðri; framleiðsla á samsetningarhlutum til jeppagerðar; smyrslagerð úr lýsi; úrvinnsla á þang- mjöli; þurrkuð söl til útflutnings; úr- vinnsla margs konar hugmynda um aukinn tæknibúnað fyrir álfram- leiðslu; innleiðing nýrrar tækni við framleiðslu á hlutum úr plasti sem hiutar í aðra framleiðslu. Tveggja milljarða fram- kvæmdir fyrir erlend lán í lokakafla hinnar sameiginlegu yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um markmið í atvinnumálum er fjall- að um verklegar framkvæmdir: „a. Gerð er tillaga um flýtingu til- tekinna mjög arðbærra fjárfestinga í vegagerð og samgöngumannvirkjum á þessu og næsta ári sem nemur sam- tals 2,2 milljörðum króna. Þessar framkvæmdir verði fjármagnaðar með erlendu láni sem endurgreitt verði af mörkuðum tekjum til vega- gerðar á árabilinu 1995-2000. b. Gerð er tillaga um átak í við- haldi opinberra bygginga sem m.a. verði fjármagnað með svigrúmi sem skapast getur með frestun á end- urnýjun ýmiss konar innfluttra tækja og búnaðar. Þeim tilmælum er beint til sveitarstjórna að þær íhugi hvort ekki sé mögulegt að flýta þegar höfn- um framkvæmdum sem ætlað er að dreifa á næstu ár.“ Starfshópur legg- ur til að frestað verði öllum kaupum og endurnýjunum á innfluttum tækj- um og þeim fjármunum sem þannig sparast verði veitt til viðhalds bygg- inga viðkomandi stofnana. Yfirlýsingunni lýkur svo með því að gerð sé tillaga um tilteknar breyt- ingar á húsnæðislánakerfinu með það að markmiði að auka nýbyggingar, ívilna fyrstu íbúðarkaupum, bæta nýtingu fjármuna og minnka lánsfjár- eftirspurn. Óskað eftír nið- urfellingu 300 milljóna skulda Hagrirki-Klettur leitar nauðasamninga HAGVIRKI-Klettur hf. leggur árdegis í dag fram hjá Héraðs- dómi Reykjaness beiðni um heimild til nauðasamninga við kröfuhafa. Boðin er greiðsla á 40% almennra krafna sem, þýðir að farið er fram á niðurfellingu á tæplega 300 milljón- um af skuldum félagsins sem eru rúmlega 900 milljónir kr. Hafa forsvarsmenn félagsins aflað tilskilinna meðmæla kröfuhafa til að láta reyna á vilja kröfuhafa um nauðasamn- inga. Náist nauðasamningar eru nýir hluthafar tilbúnir til að leggja fram 100 til 120 milljónir kr. til að standa við þá, að sögn Jóhanns Bergþórssonar, forstjóra og aðaleiganda Hagvirkis-Kletts hf. Jóhann Bergþórsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stjórnendur fyrirtækisins hafi að undanförnu far- ið yfir stöðu fyrirtækisins’ og skoðað afleiðingar kyrrsetningar- og riftun- armálanna sem bústjóri Fórnar- lambsins hf. höfðar á hendur fyrir- tækinu. Sagði Jóhann að fyrirtækið hefði misst af verkefnum vegna málaferlanna, verið hindrað frá út- boðum og þau hefðu truflað lánar- drottna iyrirtækisins. Hann sagði að jafnframt hefði verið unnið að endur- mati eigna og skulda. Niðurstaðan hafi verið sú að verðmæti eigna væri nú 785 milljónir og skuldir 915 milljónir kr. Það þýddi að ef ýfir 200 milljóna kr. kröfur Hagvirkis-Kletts á hendur Fórnarlambinu hf., sem óvissa væri með, væru ekki taldar með eignum ætti fyrirtækið 18% upp í almennar kröfur. Jóhann sagði að í ljósi þessa hefði verið sett upp frumvarp að nauða- samningum þar sem kröfuhöfum væri boðin greiðsla á 40% krafna sinna. Gert væri ráð fyrir 10% greiðslu í peningum strax og 10% með verðtryggðu skuldabréfí. Þá væru kröfuhöfum boðin 20% til við- bótar með skuldabréfi til fimm ára, en án verðtryggingar og vaxta. Jó- hann sagði að litið væri á síðari 20% sem verðmæti sem hægt væri að halda í með því að halda fyrirtækinu í rekstri. Jóhann sagði að með tilliti til endurgreiðslu virðisaukaskatts af töpuðum kröfum þýddi þetta að kröfuhafar fengju 52% kraftia sinna. Þeim kröfuhöfum sem eiga 25 þús- Islendingur sigrar danskt skrifræði Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í DAGBLAÐINU Politiken í gær var sagt frá sigri íslensks arkitekts, Hafsteins Óskarssonar, á danska skrifræðinu eftir níu mánaða glímu við skólamálayfirvöld í Kaupmannahöfn. Málið snerist um rukkun sem hann fékk fyrir hönd sonar síns vegna ljósritunarkostnaðar í menntaskólanum er hann var í. vildi losna við málið var honum gert að borga sem svarar fimm þúsund ÍSK, auk fjögur þúsundanna. Tvisvar skrifaði Hafsteinn yfirborgarstjóra vegna málsins, en á endanum var honum stefnt fyrir borgardóm. Dómarinn ráðlagði bæjarlögfræð- ingi að láta málið niður falla, en áður en til þess kom ákvað lögfræðistofan að láta málið falla niður. Ekki hefur tekist að fá upplýst hve mörg mál af þessu tagi liggja fyrir, en Haf- steinn er aðeins einn af mörgum sem lent hafa í þessu. Hafsteinn sagði að fáránlegt væri að kerfíð legði sVo mikla vinnu í að rukka inn lágar fjár- hæðir. Hann hefði ekki getað fellt sig við framgang málsins, en margir hefðu hins vegar kosið að borga til að sleppa við umstangið. Nú hefur hins vegar verið tekin upp sú regla að ef nemendur undir 18 ára aldri greiða ekki ljósritunargjöldin, eru for- eldrarnir rukkaðir, áður en lögfræð- ingum er sigað á þá. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Hafsteinn að menntaskólanem- um og þar á meðal Stefáni syni sínum hefi verið gert að greiða ljósritunar- kostnað upp á sem samsvarar þúsund íslenkar krónur veturinn 1991-1992. Samtök danskra menntaskólanema hvöttu til að greiðslan yrði hundsuð. Hvernig sem í pottinn var búið virðist Stefán aldrei hafa fengið rukkun fyr- ir gjaldinu og vissi Hafsteinn ekki fyrr en rukkun barst fyrir upphæð- inni í júní sl. frá lögfræðistofu á veg- um fræðsluyfirvalda borgarinnar, auk fjögurþúsund króna innheimtukostn- aðar. Hafsteini þótt óeðlilegt að málið hefði verið sent beint í innheimtu hjá lögfræðingi, áður en foreldrunum hefði verið gert viðvart. Hann borg- aði þúsund krónurnar í júlí, en skrif- aði jafnframt til yfirborgarstjóra og skólamálaborgarstjóra að hann hefði ekki í huga að borga innheimtukostn- aðinn. Nokkrum vikum seinna kom svarið. Honum var stefnt og ef hann und kr. inneign í fyrirtækinu verður greitt að fullu. Við þetta bætist, að sögn Jó- hanns, að ef Fórnarlambið hf. vinnur þau mál sem gegn því eru rekin fái kröfuhafar helming peninganna sem það skilaði til Hagvirkis-Kletts. Sömuleiðis ef Hagvirki-Klettur ynni skaðabótamál vegna riftunar- og kyrrsetningarmálanna. Með ósk sinni um heimild til nauðasamninga leggja Hagvirkis- menn fram meðmæli 40% kröfuhafa sem eiga yfir 25% krafna í fyrirtæk- ið. Er það yfir þeim lágmörkum sem lög áskilja. Ef heimild fæst til samn- inga þurfa 60% kröfuhafa, bæði að fjölda og fjárhæðum, að samþykkja þá. Nýir hluthafar Jóhann sagði að ef nauðasamning- ar næðust væru nýir hluthafar til- búnir til að leggja fram 100-120 milljónir kr. til að gera fyrirtækinu kleift að standa við greiðslur sam- kvæmt samningunum. Jóhann sagði að þar væri um að ræða starfsfólk og aðra aðila sem óskuðu nafnleynd- ar að svo stöddu. I dag á að taka kyrrsetningarmál bústjóra Fórnarlambsins fyrir hjá Héraðsdómi Reykjaness. Jóhann sagði að ef nauðasamningar fengjust félli kyrrsetningarmálið niður á með- an á þeim stæði og bætur sem fyrir- tækinu yrði hugsanlega gert að greiða samkvæmt riftunarmálinu féllu undir nauðasamningana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.