Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 28

Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Jón Jónsson verk- stjóri — Minning Fæddur 26. febrúar 1914 Dáinn 26. febrúar 1993 „Fregn af andláti góðs vinar fylg- ir ávallt þungur hljómur jafnvel þótt hún hafi ekki komið á óvart.“ Svo ritar skáldið Ólafur Jóhann Sigurðsson í fögrum minningarorð- um um vin sinn og velgjörðarmann Kristján Jónsson (Kidda), en hann var bróðir þess sem hér er í virðing- arskyni minnst. Þeir bræður þoldu báðir þá raun að líða árum saman af sjúkdómi - asma - sem einung- is linun fékkst á en lækning ei. Baráttu Jóns við asmaveikina verð- ur ekki lýst, en þolgæði og æðru- leysi hans verður skyldfólki og vin- um minnisstætt. Þegar ég kom á sjúkrastofu aðeins tveim dögum fyrir andlát hans var hann hug- hraustur og andlega heill sem ávallt fyrr. En það mark sem sjúkdómur hafði nú sett á þennan fyrrum svo hraustlega mann var dapurleg sjón. Jón fæddist í Reykjavík 26. febr- úar 1914 og var því réttra 79 ára er hann lést. Hann var yngstur fjög- urra systkina, en þau voru í aldurs- . röð: Alfreð, f. 25. júlí 1906, býr í Reykjavík; Bára, f. 19. desember 1908, býr á Hellu; Kristján, f. 20. september 1911, d. 1. maí 1979; Jón, f. 26. febrúar 1914, d. 26. febrúar 1993. Kristján rak um árabil fyrir- myndar matvörubúð í Reykjavík og Alfreð átti ljósmyndastofu á Lauga- vegi 23, þekktur fyrir listaáhuga. Jón, sem hér er minnst, var sem áður var sagt yngstur systkina. Aðstæður réðu því að hann fór í frumbemsku í fóstur að Þúfu í Landsveit á myndarheimili hjóna Íar, Hans Brynjólfssonar og Guð- únar Jónsdóttur. Jón ólst upp við dálæti, yngstur barna á bænum, þar til hann ásamt fjölskyldunni fluttist til Reykjavíkur 16 ára gam- all. Jón kvæntist 30. maí 1942 glæsi- legri mannkostakonu, Sigríði Odd- leifsdóttur frá Langholtskoti í Hrunamannahreppi, þá verslunar- stjóra hjá Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Þau eignuðust þrjú börn: Guðna, Rút og Bjarnheiði (Heiðu). Bræð- urnir reka eigin fyrirtæki í borg- inni, en Heiða er húsmóðir á Álfta- nesi og ritari á stofu lögmanna í Reykjavík. Þegar Kaupfélag Reykjavíkur og 'nágrennis var stofnað gerðist Jón bifreiðastjóri þar. Samstarfsmenn lýsa honum svo: Hann var ágætur starfsfélagi, glaðsinna, fróður og skemmtilegur í viðræðu. Honum lét ekki hversdagshjal um annað fólk, en ef þar kom tali var hann svo umtalsfrómur að þess fundust eng- in dæmi að hann legði neitt illt til nokkurs manns. Jón minntist áranna hjá KRON með einlægri virðingu og hlýju. Starfsandi þar var að hans skapi, einkenndist af vinsemd og vandaðri framkomu fólks innbyrðis - allir umgengust sem jafningjar - sendill og forstjóri. í starfinu hjá KRON Jíynntist Jón konuefni sinu, Sigríði, sem var verslunarstjóri í einni af búðum félagsins, en þangað átti bifreiðastjórinn daglega erindi. Að loknum árunum hjá KRON gerðist Jón verkstjóri í vöruhúsi og afgreiðslu Sambandsins, fyrst í Hafnarhúsi og síðar í Holtagörðum. Samstarfsfólk hans þar ber honum sömu sögu sem fyrr var tjáð. Ljúft var Jóni að minnast tímans hjá Sambandinu. Hann bar einlæga virðingu fyrir hugsjón upphafs- manna, dáði látlausa framkomu þcirra og þann sjálfsaga sem fékk stjórnandann til þess að greiða sjálfur frímerki á einkabréfin ef þau fóru um skrifstofuna. Hann minntist Jónasar Jónssonar sem gaf sér tíma til að koma í heim- sókn á vinnustaðinn, sitja í bifreið Jóns á ferð um bæinn og ræða á minnisverðan hátt um hugstæð efni og fræði. Mjög harmaði Jón örlög hins áður virðulega fyrirtækis, sem hann svo lengi hafði þjónað af trú- mennsku og dyggð. Sá sem hér leitast við að setja saman fáein minningarorð um lát- inn vin kynntist honum fyrst er hann leiddi inn í fjölskyldu okkar brosmilda og hjartahlýja dóttur sína, Heiðu - sem giftist Þorgeiri syni okkar Margrétar. Þessum yfirlætislausa dreng- skaparmanni verður ekki betur lýst en með orðum Ólafs skálds um bróður hans: „Öllum sem kynntust honum eitthvað að ráði hlaut að þykja vænt um hann og láta sér annt um hann.“ Á síðustu starfsár- um sótti að Jóni sjúkdómur sem áður var á minnst. Fráfall kærrar eiginkonu varð honum áfall sem hann beið ekki bætur. Hann leysti upp heimili sitt, seldi allt nema bækur og listmuni. Hann fluttist til Heiðu dóttur sinnar og tengdasonar í Norðurtún á Álftanesi. Þar bjó hann við ástríki og virðingu, naut gleði yfir fríðum hópi barnabarna. Oft lét hann í ljós ánægju og þakk- læti fyrir árin þar. En sjúkdómur þrengdi meir að, oft þurfti skyndi- lega að fá lækni um langan veg. Honum fór að þykja sem byrði væri að sér á heimili, sótti um og fékk vist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar bjó hann um sinn við hýbýla- prýði og reisn sem fyrr. Síðar varð sjúkradeild með margri hjálpardvöl á Vífilsstaðaspítala athvarf. Oftlega rómaði Jón með þakklát- um huga allt það sem gert var á þessum stöðum til þess að létta honum sjúkdómskvöl. Áhorfandi að starfí þessa frá- bæra fólks sem þar vinnur, komu mér margsinnis í hug orð séra Sig- urðar Haukdal á Bergþórshvoli í útfararræðu um fóstursystur mína Margréti, fýrrum húsfreyju að Ytra-Hóli í Landeyjum: „Ef ég hefði verið fátækur, munaðarlaus dreng- ur hefði ég viljað vera hjá henni.“ Einlæg þökk og virðing sé öllu þessu fólk færð. Samúð vottast börnum Jóns og bamabörnum. Þessum fátæklegum orðum lýk ég með því sem fínnst á fornri bók: Láti guð honum nú raun lofi betri. B.V. Lítil telpa læðist á tánum inn í herbergi til að horfa á afa sinn hlusta sofandi á hádegisfréttirnar. Litla telpan situr gegnt afa sínum við borðstofuborðið og horfir að- dáunaraugum á hann borða sviða- kjamma. Sjálf með allar tungurnar á sínum diski, enda fær hún alltaf bestu bitana. Litla telpan fer í bíltúra með afa og ömmu út um allan bæ og jafn- vel austur í sveitir en verður þó ekki bílveik því að afabíll er ekki þannig. Litla telpan situr í fangi afa sem þreytist aldrei á að lesa með henni Öldina okkar og útskýra það sem henni þykir skrýtið. Nú er hann elsku afí dáinn og allar yndislegu minningamar sem ég á um hann og ömmu Siggu renna eins og myndir í gegnum hugann. Allt eins og það hefði gerst í gær. í mínum huga vom afi og amma sem eitt, fastur punktur í tilverunni þótt allt annað virtist geta brostið. Þau áttu óendanlega ástúð og um- hyggju til að gefa öðrum og héldu traustum höndum utan um fjöl- skylduna. Afi og amma báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og drógu fram það besta í fari hvors annars. Það varð því afa mínum mikið áfall þegar amma dó, hinn 4. apríl 1984. Lífsneistinn dofnaði og líkamlegur styrkur þvarr. Hann fluttist til Heiðu, dóttur sinnar, og fjölskyldu hennar og bjó þar í góðu yfirlæti í nokkur ár, eða þar til hann fór á Hrafnistu í Hafnarfirði. Afi lét sér áfram umhugað um fjölskylduna þótt veikur væri. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem hans fólk tók sér fyrir hendur, hvort sem var í leik eða starfi. Framandi hluti, s.s. í námi okkar bamabam- anna, lagði hann sig fram við að skilja og tengja við það sem við unnum að. Hann fylgdist vei með litlu langafastrákunum sínum, fannst gaman að sjá hversu hratt þeir stækkuðu og þroskuðust og spurði í hvert sinn sem við töluðum saman um líðan þeirra. Ég er afar þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með afa í lífi mínu og þá ekki síst þær sem ég fékk notið með honum á mínum fullorðinsárum. Það var gott að geta, eftir amstur og streitu dags- ins, sest í ruggustólinn hjá afa og slakað á. Þá varð æðaslátturinn rólegri, klukkan gekk einhvern veg- inn hægar þegar ég var hjá honum. Afi naut þess að rifja upp liðna tíma og samferðarfólk sitt á árunum áður. Hann sagði mér frá því þegar hann kynntist ömmu, tilhugalífinu og stofnun heimilisins. Hann sagði mér ótal sögur frá því er hann ók lejgubíl í Reykjavík og vann hjá SÍS, og honum fannst gaman að ræða sögulega atburði og stjórn- mál. Afi var trúaður maður þótt hann hefði ekki hátt um það. Oft talaði hann um hversu gott honum fynd- ist að vinna fyrir nálægð ömmu og stuttu áður en hann dó fannst hon- um hann sjá hana eins og hún var sem ung kona. Ég er viss um að afi var tilbúinn til að fara í þessa ferð, amma var komin til að leiða hann á ný og hann var hvíldinni feginn. Lítill sonur minn sagði við mig daginn sem afi dó: „Nú er hann afi Jón að hjálpa ömmu Siggu að passa litlu börnin hjá Jesú.“ Ég trúi því líka og veit að við hittumst aftur seinna þar sem við getum haldið spjalli okkar áfram. Þangað til orna ég mér við þær minningar sem ég mun alltaf eiga. Guð blessi minn- ingu afa. Hanna Fyrir um 60 árum, þegar ég kynntist Nonna-Stóra, var lífið í föstum skorðum á Bárugötunni sem víðar. Líf, sem er horfið og við þekkjum ekki lengur. Fjármagnið, sem knýr hjól atvinnulífsins í heim- inum, hafði horfið og hjólin því stöðvast. Það ástand var kallað „heimskreppa". Heimur í fátækt var að rísa upp aftur og lífið sner- ist um að hafa atvinnu. Tryggingakerfi var ekki til. Karl- menn voru fyrirvinna heimilis, en konur sáu um allt innanhúss og höfðu jafnvel vinnukonu til hjálpar. Engar heimilisvélar nema kolavél í eldhúsinu og síðar gas. Það var lúxus þeirra tíma. Þvottur þveginn í bala á báróttu glerbretti og soðinn í kolapotti í þvottahúsi í kjallara, þar sem vart sáust handa skil fyrir gufu, og hengdur út á snúru til þerris. Sami matseðill alla vikuna um allan bæ, alltaf steikt læri og ávaxtagrautur með ijóma á sunnu- dögum, saltkjöt eða kjötbollur á miðvikudögum hjá þeim efnaðri, aðra daga fískur, nýr, steiktur, salt- aður eða bollur. Þetta var formúl- an. Fisksalar fóru um bæinn með kerru og hrópuðu: „Glæný ýsa, þorskur og skata.“ Húsmæður þeirra tíma höfðu meira en nóg að gera innanhúss. Allar flíkur saum- aðar eða pijónaðar heima, nema sparifötin. Fótabúnaður krakka var oftast gúmmískór úr ónýtum bíla- slöngum. Þjóð, sem ekkert hefur að selja, getur ekkert keypt. Hún verður að gera allt sjálf. Hag- kvæmni verkaskiptingar við útlönd og vöruskipta er þá ekki til. Svona var heimurinn í þá daga, þegar húsin á Bárugötunni voru byggð og ég sem barn kynntist Pabba- Jóni. Fátæktin getur komið aftur, hvað sem tækni líður, og í raun nálgast hún óðum. Vesturgatan var upphaflega röð af torfbæjum útvegsbænda með- fram sjónum, en nú hafði byggðin teygt sig í átt til sólar og færst upp Landakotshæðina. Stýrimannastíg- urinn lá upp frá Vesturgötunni með falleg timburhús, sem nú eru frið- lýst. Sama byggingarform og fyrir austan læk. Byggingarfróðir út- lendingar reka upp stóru augun sín, þegar þeir sjá bárujárnsklæddu húsin, sem hvergi þekkjast annars staðar. Frá Stýró að Doktorshúsi á Ránargötu 13 var Ólsenstún og náði frá Vesturgötu og upp að gamla Landakotsspítala. Þessi reit- ur var skipulagður 1919, alls 23 lóðir. Hér hófst nýtt tímabil í bygg- ingarsögu Reykjavíkur, heilt hverfi skipulagt, flest steinsteypt íbúðar- hús, og göturnar kenndar við sjóinn. Á þessum tíma, árið 1926, voru hús byggð á einu sumri, fimm mán- uðum, blandað á staðnum og steyp- an hrærð og hífð á höndum. Engar vélar. Unnið frá sjö til sjö, nema sunnudaga, vinnuvikan 66 tímar og húsið tilbúið eftir 153 daga. Þessu trúa menn ekki í dag. Göturnar voru möl og moldryk með raflínum á ljósastaurum. Útvarp kom fjórum árum síðar, 1930, og 1931 var lagð- ur í götuna sími með jarðstreng. Það er stundum hollt að hugsa til þess hve mikið við eigum forfeð- rum okkar að þakka og hve mikið þeir gátu gert úr engu og með engu nema eigin atgervi, sem nóg var af og dugði til alls. Þá skrifuðu menn ekki víxla á börnin sín til að geta lifað eftir amerískum kvik- myndaformúlum. Þjóðin var fátæk, lífið barátta í alvöru og stríðsgæfan óþekkt fyrirbæri. Pabbi byggði 1926 húsið sitt sjálfur, enda smiður, en næsta hús, nr. 22, byggði 1927 Þormóður Guð- mundsson, kvæntur Jóninu Hans- dóttur. Systkini Jónínu, Guðrún og Stefán (f. 25. september 1904), móðir þeirra, Guðrún, og uppeldis- bróðir þeirra, Jón Jónsson (f. 26. febrúar 1914), bjuggu öll í húsinu. Jónína og þessi systkini hennar eru nú öll látin. Þetta var ein stór fjöl- skylda komin frá Þúfu í Landsveit í Rangárvallasýslu. Stína systir var rúmu ári eldri en ég. Hjá okkur sem öðrum voru fastir liðir eins og venjulega. Á sunnudögum fórum við í sparifötin og út í stofuglugga og gáðum, hvort einhveija hreyfíngu væri að sjá hjá Nonna-Stóra. Við máttum fara ein í heimsókn, svo mamma fengi frið til að steikja lærið og pabbi og amma til að hlusta á messuna í friði. Útvarp og sími voru tækninýj- ungar og undur þeirra tíma. Þegar loksins var dregið upp og þeir bún- ir að raka sig og komnir í fínu föt- in trítluðum við út, ég í matrósaföt- um og Stína í blúndukjól, bæði í lakkskóm. Ferðinni var heitið út til Stebba og Nonna-Stóra. Þetta var stóra stundin, sunnudagurinn okk- ar, og við hlökkuðum til alla vik- una. Þá var Nonni-Stóri innan við tvítugt. Þeir tóku okkur opnum örmum, sögðu okkur sögur, léku við okkur og lögðu okkur lífsregl- urnar. Þeir bókstaflega kepptust við að skemmta okkur og fræða um heim, sem við þekktum ekki, sveitalífið. Það var eins og þeir hefðu aldrei séð krakka fyrr. Aldrei sluppu þeir við að sýna okkur, hvað þeir væru sterkir. Við fórum í krók og sjómann og tókum urh úlnliði þeirra og svo var okkur svipt á loft og við svifum á grúfu uppi undir lofti í herberginu. Þvílíkur kraftur! Við vorum með stjörnur í augunum af aðdáun. Nú skyldi maður halda, að þetta hafí bara verið grín og leikur, en annað kom í ljós síðar. Eitt fræðslu- efnið var vín og tóbak. Slæmar reynslusögur þeirra, sem fallið höfðu, voru víti til varnaðar. Svo fylgdu gulltryggð heilræði: Aldrei fyrsta glasið! Aldrei fyrstu sígarett- una. Þetta lærðist og gekk eftir. Það höfðu ekki allir átt svona góða vini, sem mótuðu framtíðina og gáfu lífsreglur, sem entust ævi- langt. Að vísu féll ég tvisvar. Ég missti í hálfan sólarhring ferðatösku með aleigunni, skólabókunum og 50 kalli, á leið yfir Dýraijörð með mótorbáti. Þá var ég 14 ára á leið heim í jólafrí frá Núpi, stríðið í al- gleymingi, þýskir kafbátar biðu fyr- ir utan eftir fórnardýrum. Strand- ferðaskipið Súðin sigldi ljóslaust og án loftskeyta. Farþegar urðu að vaka og vakta komu skipsins til Þingeyrar. Ég vakti alla nóttina og þá fór einn pakki, en um morguninn fannst taskan og ég tók gleðina aftur. Þessa nótt féll reglan góða smástund fyrir óhamingjunni sem yfir dundi. Á peysufatadaginn í Verzló fann ég svo stærsta vindil í heimi, 7 tommur. Mér fannst hann vera eins og símastaur. Þetta fór svo vel við kjólföt af fyrrverandi glímukóngi og harðan hatt, sem hægt var að bijóta saman og stinga inn á sig. Þetta þrennt var meiri- háttar. Þarna fékk reglan góða frí í einn dag. Nú hafði ég mína eigin reynslu og þeir dagar urðu ekki fleiri. Stríðshættan var ekki ímyndun. Vinur minn um borð í Súðinni, sem hafði gætt mín á heimleiðinni, féll síðar í loftárás fyrir vélbyssukúlu úr þýskri flugvél í Seyðisfirði. Sjálf- ur var ég að veiða dúfur við Stýri- mannaskólann, þegar þýsk flugvél flaug yfir og loftvarnarskotin birt- ust sem litlar kolsvartar flyksur á himni, sem stækkuðu og urðu grá- ar. Hvellir og drunur komu löngu senna. Á heimleiðinni fann ég púð- urlykt af sprengjubroti, sem flaug framhjá. „Virkið í norðri" bauð hættunni heim að bæjardyrum í þá daga. Nonni-Stóri var stórt hugtak og átti mikið pláss í litlu höfði. Hann var fyrst og fremst vinur minn, en líka bílstjóri hjá KRON, ók flagg- skipinu sjálfu. Þetta var stór yfír- byggður, ljósgrænn vörubíll, sá stærsti á landinu, og ég fékk oft að sitja í, jafnvel bíltúra út á land. Það fengu nú ekki allir. Svo var allt í einu komin kærasta í bílinn — úr KRON. Nonni-Stóri átti kærustu! Þetta fékk aðeins mamma að vita, því að þetta var leyndarmál og ég ætlaði ekki að fara að kjafta frá. Þegar kjallaraíbúðin losnaði var stofnað heimili og svo komu börnin, Guðni, Rútur og Heiða. Móðir mín, Halldóra, átti margar sögur um þessa krakka, þegar ég kom heim. Þau voru hennar líf og yndi á dag- inn, þegar ég var í skólanum. Eftir það var friðurinn úti. Þessar sögur væru efni í heila bók og hún væri góð og kæmi sér vel núna. Sú bók verður aldrei skrifuð. Það er svo margt, sem hverfur með fólki. Einu sinni ætlaði Rútur „bara að giftast henni Halldóru, þegar hann væri orðinn stór“. I annað skipti ætlaði Rútur „bara að gefa henni Halldóru ísskáp, þegar hann væri orðinn stór“. Tengslin voru nánari í þá daga en nú er, þegar fólk talar fjarrænt um „þennan á rauða Skódanum". Það stóð á endum, að Elfa dóttir mín þurfti gæslu, þegar Heiðu lang- aði að fara að passa. Það var nú meiri gæfan. Elfa var á heimilinu hjá Mömmu-Siggu og Heiðu í væg- ast sagt góðu yfirlæti og ljómaði af hamingju, þegar heim kom. Hún hafði þá margt að segja. Mamma- Sigga var gull af manni á sama hátt og Pabbi-Jón. Það var ekki ég, sem var Pabbi-Jón hjá dóttur minni. Það var Nonni-Stóri. Nú var breytt nafni, enda ný kynslóð. Ég held, að fólk geri sér ekki grein fyrir þeim djúpu og varanlegu áhrifum, sem barn verður fyrir, þegar það fer út í heiminn í fyrsta skipti, út af vernduðu umhverfi heimilisins til ókunnugra, í sveit eða í gæslu. Heimurinn opnast, barnið mótast og sér traust til hægri og vinstri. Umhyggjan, tillitssemin og öryggið er ekki bara heima. Svo mikið er víst, að dóttir mín býr alla ævi að dvölinni á heimilinu hjá Mömmu-Siggu og Pabba-Jóni. Þar lærði hún margt, sem ekki verður lært í skóla. Sú dvöl var stór þáttur í uppeldi hennar. Hún býr núna í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.