Morgunblaðið - 10.03.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.03.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 31 Minning Sigríður Haralds- dóttir á Saltabergi Það er mikil hlunnindi að finna að maður sé velkominn, hvort sem er til húss, starfs eða leiks. Það voru mikil hlunnindi að kynnast henni Bíu á Saltó vegna mannkosta hennar og ekki síst vegna þess að í návist hennar fann maður alltaf á augabragði þá ánægju að vera velkominn. Hvort sem maður hitti hana eða talaði við hana í síma leyndi hún aldrei eftirvæntingu sinni eftir því að nú væri eitthvað skemmtilegt á næstu grösum. Þessi glæsilega kona hafði sérstætt fas og hlý rödd hennar rímaði við svip augnanna þar sem djúpt vinarþel og svolítill prakkaraskapur sungu saman dúett. Strax sem peyja var manni auðvelt að skynja þegar fundum bar saman við Bíu að mað- ur skipti einhveiju máli og hún fór aldrei í manngreinarálit. Saltaberg í Vestmannaeyjum var veröld Sigríðar Haraldsdóttur og Jóns Hlöðvers Johnsen, Bíu og Súlla, og það er ekki aðeins að húsið setji svip á umhverfi sitt, eitt- hvað íjarlægt og dularfullt, heldur var samhljómur húsráðendanna í samræmi við sérkenni hússins, opið hús með góðan anda þar sem úteyjastemmning ríkti allt árið, gaman og alvara í bland, en umfram allt það sjónarmið að gera gott úr hlutunum og græða þannig sporin til góðs. Bía minnti á sunnanblæ- inn, svo fögur og fínleg ævina alla, Súlli veiðimaðurinn og vísindamað- ur í eðli sínu, enda hafði núverandi háskólarektor orð á því fyrir skömmu að í Súlla lægju þræðir sem mikilvirtustu vísindamenn vildu gjarnan hafa og ljóst taldi hann að ef Súlli hefði á fyrra fallinu tekið skipulega kóssinn í þágu vísindanna þá hefði það verið bein braut. En veiðimaðurinn var sterkur í skap- miklum hugsjónamanni og það lét honum betur að vera villt barn nátt- úrunnar þó svo að vísindalegt eðli hans hafi látið margt gott af sér leiða. í öllu þessu tók Bía þátt af mik- illi alúð og ást við sinn síunga vin, sem átti svo blíða undiröldu þótt hvöss vindaldan ætti sér einnig far- veg í fasi hans. En heimavöllur Bíu var húsið þeirra og þar var hún við störfin sín þegar ólánið dundi yfir og eldur varð laus. Allt er umbreyt- anlegt, svo mikið er víst, en þótt Saltabergið verði endurbyggt af nýjum viðarstofnum þá mun það áfram búa við anda konunnar sem átti þar svo stóran hlut þótt blik augna hennar þessa heims sé slokknað. í stíl hússins er innbyggð- ur sterkur stíll þeirra Bíu og Súlla, spjallið um lífið og tilveruna, draumana, ævintýrin í hveiju fót- máli ef menn nenna að sinna þeim, söngurinn þeirra svo persónulegur og einlægur og þannig lögðu þau línuna börnum sínum og samferða- mönnum, gestkomandi nær eða ft'ær. Lundinn nálgast Bjamarey og vorið vaknar senn. Súlli er klár í bergið og bjástrið við tilraunir sínar og vangaveltur til farsældar fyrir framtíðina, en Bía er horfín á braut. En minningin um mikilsvirta per- sónu er magnaður máttur og þótt Súlli frændi minn sé ekki vanur að mæla sporin sín þá veit ég að hann mælir framhaldið við minninguna um stóru ástina sína, Bíu. Hún var hans mesta gæfa^ Arni Johnsen. Minning Guðni Sigþór Guðna- son, hljóðfæraleikari Fæddur 8. nóvember 1926 Dáinn 25. febrúar 1993 Hann Guðni er dáinn! Þessi alúðlegi, stillti og laun- háðski ljúflingur er horfínn okkur vinum hans. Mér, sem þessar línur skrifa, hlotnaðist þau forréttindi að eignast þennan hljóðláta höfðingja fyrir vin. Aldrei hafði Guðni svo mikið að gera að hann gæfi sér ekki tíma til samræðna. Guðni var mjög greindur maður og þótt ég gæti ekki fýlgt honum á fluginu, urðu samræðurnar oft nokkuð skondnar, skarpskyggni og meitlað innsæi var áberandi, en yfírlæti fann ég aldrei í fari hans, hann átti mikla en hljóðláta kímni og kunni manna bezt þá list að gera grín að sjálfum sér og gerði það ótæpilega, en einnig skopaðist hann, af greind og þekkingu, að samfélaginu, sem því miður hefur haldið heimsku sinni óskertri. Kímni hans var þannig, að manni dettur í hug nóbelskáldið íslenska svo hlað- ið fínháðsku að lengra verður vart komist, nema hjá bijóstvitrustu, lífsreyndustu og bezt sjálfmenntuðu alþýðustéttarmönnum. Aldrei minn- ist ég þess að hafa heyrt Guðna tala illa um nokkum mann, en vel um flesta. Liprari, bónbetri og elskulegri mann en Guðna hefí ég fáa þekkt. Á verkstæðinu hans fannst mér vera yndislegasta óreiða, sem ég hefí séð, en alltaf vissi hann hvar hvaðeina var að finna. Þótt hljóðfæraviðgerðir og still- ingar, ásamt hljóðfæraleik, væri uppistaðan í lífsstarfi Guðna, var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Allt leysti hann með prýði. Gaman þótti mér að sjá hann fara höndum um hljóðfæri, jafnt fjaðra og strengja, og færa allt í lag. Far þú í friði vinur, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir ljúf og mannbætandi kynni. Ástvinum Guðna og öðrum að- standendum, votta ég djúpa og inni- lega samúð mína. Þórarinn Samúelsson. DAGBÓK SKIPIN____________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag kom Selfoss af strönd og fór aftur samdæg- urs. Grænlandsfarið Arina Artica kom og fór aftur sam- dægurs. Björgunarskipið Goði fór í leiðangur og Brú- arfoss kom að utan. Andey kom. í gær fór Freyja á veið- ar og Kyndill og Viðey komu og fóru aftur samdægurs. Snorri Sturluson kom og Reykjafoss og Katla komu af strönd. Dettifoss, Stapa- fell og Skógarfoss eru vænt- anlegir í dag. H AFN ARF JARÐ ARHÖFN: í fyrradag kom Lagarfoss að utan til Straumsvíkur. Norski togarinn Remöy fór á veiðar í gær. KIRKJA__________________ ÁRBÆ J ARKIRK J A: Opið hús í dag kl. 13.30. Fyrir- bænastund kl. 16.30. Starf 10-12 ára TTT í dag kl. 17. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA: Félagsstarf aldr- aðra í Gerðubergi. Lestur framhaldsögu verður í dag kl. 15.30. Helgistund á morg- un kl. 10.30 í umsjón Ragn- hildar Hjaltadóttir. KÁRSNESSÓKN: Mömmu- morgun í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 9.30-11.30. 10-12 ára starf í safnaðar- heimilinu Borgum í dag kl. 17.15-19. GRINDAVÍKURKIRKJA: Bænastund í dag kl. 18. ÁSKIRKJA: Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnaðarheimilinu í dag kl. 17. Föstumessa kl. 20. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Fræðslukvöld kl. 20.30. Hvað er kristin siðfræði? Efni fyrir- lestrarins: Siðferðilegur grundvöllur fjölskyldunnar og hjónabandsins. Fyrirlesari dr. Siguijón Árni Eyjólfsson. Mömmumorgun fimmtudag kl. 10.30. Heitt á könnunni. DÓMKIRKJAN: Hádegis- bænir kl. 12.10. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu í dag kl. 13.30-16.30. Tekið í spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgistund. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Föstuguðsþjónusta kl. 18.30. Bryndís Elídóttir, guðfræði- nemi. GRENSÁSKIRKJA: Hádeg- isverður aldraðra kl. 11. Farið verður í heimsókn að Hótel Loftleiðum. HALLGRÍMSKIRKJA: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- bænir og fyrirbænir í dag kl. 18. NESKIRKJA: Föstuguðs- þjónusta kl. 20. Guðmundur Oskar Ólafsson. SELTJARNARNES- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. MINNINGARSPJÖLP MINNINGARKORT Flug- björgunarsveitarinnar fást hjá eftirtöldum: Flugmála- stjórn s. 69100, Bókabúðinni Borg s. 15597, Bókabúðinni Grímu s. 656020. Eiginmaður minn, lést 8. mars sl. t ÁGÚST SIGURÐSSON, Stykkishólmi, Rakel Olsen. Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG MARGRÉTGUÐMUNDSDÓTTIR frá Gemlufalli í Dýrafirði, síðast til heimilis \ i'Sólbrekkku 14, Húsavfk, lést í sjúkrahúsinu á Húsavík 8.mars. Börn hinnar látnu. t Móðir okkar og tengdamóðir, DÝRLEIF ÁRNADÓTTIR, Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga aðfaranótt mánudagsins 8. mars. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Anna Pála Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Hjördfs Þórðardóttir, Hallfrfður Guðmundsdóttir, Egill Einarsson, Stefán Guðmundsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSEUAJ. MAGNÚSDÓTTIR frá Borgarnesi, Þverárseli 10, Reykjavfk, lést í Landspítalanum þann 8. mars sl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL BJARNASON fornbóksali, Kópavogsbrautla, lést 7. mars sl. Gyða Siggeirsdóttir, Hrafnkell Egilsson, Anna Sigurjónsdóttir, Ólaffa Egilsdóttir, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Soffía Stefanía Egilsdóttir, Gunnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR BÖÐVARSDÓTTUR, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. mars kl. 13.30. Böðvar B. Sigurðsson, Hjördfs Ágústsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Sigfús B. Sigurðsson, Jóhanna Sumarliðdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigrfður Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir, Bryndís E. Sigurðardóttir, Einar Sigurjónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, KRISTÓLINU KRISTINSDÓTTUR frá Siglufirði. Guðmundur B. Guðmundsson, Asta Guðmundsdóttir, Ingvar Á. Guðmundsson, Kristfn Andersen, Margrét S. Guðmundsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Þóra B. Guðmundsdóttir, Kristinn I. Guðmundsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Kristján Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.