Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
33
Philip Morris, sem er 39 ára, Norska prinsessan Marta Lovísa
segist ekki vilja tjá sig um sam- er 21 árs.
band sitt við Mörtu Lovísu.
KONGAFOLK
Er Marta Lovisa 1 tygj-
um við giftan mann?
Erlenda pressan veltir því nú fyr-
ir sér hvort hneyksli sé í upp-
siglingn innan norsku konungsfjöl-
skyldunnar. Marta Lovísa, sem er
21 árs, er sögð eiga náinn kynni við
39 ára giftan breskan knapa, Philip
Morris. Þessu heldur eiginkona hans,
Irena Morris, fram og segir að hann
hafi farið fram á skilnað. Hún seg-
ist hins vegar ekki viija gefa honum
það eftir, enda sé hún sannfærð um
að prinsessan sé einungis að notfæra
sér manninn og muni aldrei giftast
honum.
Þau Philip og Marta Lovísa hitt-
ust í fyrsta skipti fyrir tæpum tveim-
ur árum, þegar þau tóku þátt í hesta-
mannamóti í Hollandi. En það mun
þó ekki hafa verið neitt alvarlegt á
milli þeirra fyrr en á móti sem hald-
ið var í janúar fyrir ári. Irena segir
að þaðan hafi þau farið saman til
Italíu og í júní hafi Philip tjáð henni
að Marta hafi boðið honum að koma
í heimsókn til Noregs og búa í höll-
inni. „Nú síðast í nóvember spurði
ég hann hvort eitthvað væri milii
hans og prinsessunnar og því svar-
aði hann játandi," segir Irena Morris.
Sjálfur segist Philip, sem er með-
al 70 bestu knapa Bretlands, ekki
vilja tjá sig um frásögn konu sinn-
ar. „Eg hef rætt við norsku hirðina
og við höfum orðið ásátt um að ég
ræði þessi mál ekki frekar,“ segir
hann.
SKEMMTANIR
Djassað í minningu
meistarans
Skemmtanir
Sveinn Guðjónsson
Veitingahúsin Café Ópera og
Café Romance standa nú fyrir
veglegri djasshátíð í minningu Guð-
mundar Ingólfssonar píanóleikara.
Hátíðin stendur út þennan mánuð,
frá sunnudegi til fimmtudags, og
þar koma fram flestir þekktustu og
virtustu djassleikarar landsins og
raunar nokkrir erlendir gestir líka.
Einn erlendu gestanna er þeldökkur
söngvari frá Færeyjum, James 01-
sen, og þannig vildi til að hann var
einmitt að þenja raddböndin er
blaðamaður Morgunblaðsins leit inn
á djasshátíðina fyrir skömmu.
Café Ópera býður upp á sér-
stakan „Óperu Jazz matseðil" í til-
efni hátíðarinnar og kennir þar
ýmissa grasa og margra gómsætra
rétta. Þar er leikin ljúf, lifandi tón-
list undir borðum og umrætt kvöld
var það tríó Björns Thoroddsen sem
HLAÐBORÐ
í HÁDEGINU
590 kr.
2 GERÐIR AF PIZZUM
OG HRÁSALAT
Hótel Esja Mjódd
68 08 09 68 22 08
sá um tónlistina, en auk Bjöms
skipa sveitina Guðmundur „papa
jazz“ Steingrímsson á trommur og
Bjarni Sveinbjörnsson á bassa. Víst
er að enginn var svikinn af þeirri
borðtónlist og er raunar full ástæða
til að hrósa þessu ágæta veitinga-
húsi fyrir viðurgjörning allan og
þjónustuna og ekki síst þann þægi-
lega anda sem þarna svífur yfir
vötnum.
Sjálfir tónleikarnir voru svo á
Café Romance og tókust með mikl-
um ágætum enda valinn maður í
hveiju rúmi, en þar var aftur kom-
ið tríó Björns Thoroddsen og söngv-
arinn James Olsen, sem átti marga
góða spretti þetta kvöld. Sam-
kvæmt dagskrá djasshátíðarinnar
mun hann koma fram aftur hinn
sextánda þessa mánaðar og er full
ástæða til að hvetja djassáhuga-
menn til að hlýða á piltinn og stór-
gott tríó Björns Thoroddsen.
BEINT FRÁ
FÆREYJUM!
Mjög lágt vcm'Ö!
Hæsti gæðal lokkur!
Lipur þjónusta!
Eldhúsinnréttingar!
Gnótt af hagnýtum lausnum
sem koma þér á óvart (einkum
á þessu verði). Handunnar og
vel hannaðar innréttingar -
með 5 ára ábyrgð /
að auki! * /
eldhus-
miðstöðin
Húsi Ormsson brœbra, Lágmúla 6.
Sími 68 4910.
KONGAFOLK
Fréttir af Margrétum
Margrét syst-
ir Elísabetar
Bretadrottn-
ingar fær
lægri fram-
færslueyri.
Margrét Danadrottning er nýkomin
frá Bandaríkjunum, en þangað
skrapp hún í heimsókn til Friðriks
prins sem nemur við Harvard-
háskóla. En hún lætur ekki þar við
sitja því í mars er á dagskrá skíða-
ferð til Noregs, þar sem hún og
Sonja Noregsdrottning munu slappa
af í heilar þijár vikur. Reiknað er
með að Hinrik prins noti tækifærið
og bregði sér á skíði í frönsku Ölpun-
um á meðan.
Framfærslueyrir Margrétar syst-
ur Elísabetar Bretadrottningar hefur
verið skorinn niður. Hefur
hún brugðið á það ráð að
leigja út sumarhús sitt sem
er á einhverri karabísku eyj-
unni. Vikuleiga í desember
til maí er sögð vera 400 þús-
und krónur, en yfir heitasta
tímabilið um 300.000 krónur.
Innifalið í verðinu eru tveir
jeppar, tvö mótorhjól og fjöldi
þjónustufólks.
Margrét fór í lungnaaðferð fyrir
nokkru, en nú hafa þær sögur feng-
ið byr undir báða vængi að hún sé
haldin lungnakrabba. Hún hefur
eitthvað dregið úr reykingum, en er
ennþá sögð reykja einn pakka á dag.
Margrét
Danadrottn-
ing ætlar á
skíði ásamt
Sonju Nor-
egsdrottn-
ingu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Færeyski djasssöngvarinn James Olsen ásamt tríói Björns Thorodd-
sen.
3M
Á lek þök
CLIPTEC rofarnir og
tenglarnir frá BERKER gegna
ekki aðeins nytjahlutverki,
þeir eru líka sönn
íbúðarprýöi! CLIPTEC fæst
I ótal litasamsetningum og
hægt er að breyta litaröndum
eftir því sem innbú, litir og
óskir breytast.
CLIPTEC er vönduð þýsk
gæðavara á veröi, sem
kemur á óvart!
Vatnagörðum 10 S 685854 / 685855
BOSCH
TILBOÐ, SEM ÞÚ
GETUR EKKI HAFNAÐ!
BOSCH
ÍSSKÁPAR Tilboðsverð
M. FRYSTI stgr.
KGV 2601 54.012
150 cm.
KGV 3101 56.794
170 cm.
KGV 3601 59.576
185 cm.
Síðast seldist allt saman upp!
Hvað gerist nú?
P Jóhann Ólafsson & Co
SIINDAHOIU. 1.1 • 104 KKYKJAVlK • SÍMIhKH SHH
Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18.
Lokað á laugardögum.