Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 38
-88
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
„1/íS erum butn ob venx,gift i meira, en
i>jö márxubo, Begga. IBttiréu ekkl <xé
vtrtx otb straujCL eSa eitthuab ? "
Sjáðu nú til: Engin hlaup með
þungt tæki í eftirdragi, engar
leiðslur, enginn rafmagns-
reikningur og engin rör sem
fara í sundur!
Ast er
að loka ekki tilfinningam-
ar ofan í krukku
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
• 1993 Los Angetes Times Syndicate
BRÉF TTL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
ffljómburður
Frá Sigurði Þór Sigurðssyni:
GREINARHÖFUNDUR er mikill
kvikmyndaáhugamaður og vill því
ólmur og uppvægur fagna þeim
áfanga sem náðst hefur í kvik-
myndahúsamenningu okkar ís-
lendinga. Hver er svo þessi merki-
legi áfangi? Jú, Sambíóin hafa
tekið upp eitthvert magnaðasta
hljóðkerfi okkar tíma hvað kvik-
myndahús viðkemur, svokallaða
Dolby Stereo Digital kerfí sem
ásamt THX kerfí þeirra Lucas-
manna gerir hljómburðinn í Bíó-
borginni svo magnaðan að með
ólíkindum er, jafnvel fyrir þaulvön-
ustu áhugamenn á þessu sviði.
Bravó Sambíó!
Það vill nefnilega oft gleymast
að við kvikmyndahúsgestir höfum
fullkomið heymarskynkerfí (sem
er ekki síður merkilegt en sjón-
skynkerfí okkar) og að fullkomin
hljóðrás er samfara flestum þeim
kvikmyndum sem framleiddar eru
í dag. í þessu sambandi vísa ég
einkum til þjónustu Laugarásbíós
sem hvað eftir annað hefur sýnt
fram á það bíóstjórar gera sér
enga grein fyrir þessari staðreynd.
Það hefur nefnilega viljað loða við
starfsemi þessa kvikmyndahús að
svo mikið er dregið niður í hljóm-
burðinum að menn á aftasta bekk
þurfa að ræða við næsta mann við
hliðina á sér til þess að sannfæra
sig um það að þeir séu ekki orðn-
ir heymarlausir. Þeir Laugarás-
bíósmenn verða að fara að gera
sér grein fyrir því að nýjustu kvik-
myndirnar era gerðar með það í
huga að hljómburðurinn skili sér
til fullnustu í stereó, í „surround"
og með það háum hljóðstyrk að
þessir þættir njóti sín til fulls sem
þeir svo sannarlega gera ekki í
Laugarásbíói við núverandi að-
stæður. Nýjasta dæmi þessa er
gaman- og spennumyndin Raising
Cain sem eins og aðrar spennu-
myndir samtímans reiðir sig á
skyndihækkanir á hljómstyrk á
mögnuðum augnablikum. í Laug-
arásbíói verður þetta einungis til
þess að menn hugsa með sér „nú,
myndin er þá ekki þögul eftir allt
saman“ og hið fyrirhugaða sam-
spil hljóðs og myndar er fyrir bí.
Raising Cain á betra skilið. Aðrar
myndir sem greinarhöfundur man
sérstaklega eftir að vora vanvirtar
á þennan hátt í fyrmefndu kvik-
myndahúsi era Backdraft og The
Babe (á 9 sýningum?) og ekkert
þýddi að kvarta. Hefur greinarhöf-
undur og heyrt það frá öðram
kvikmyndaáhugamönnum að lítið
hefur þýtt að kvarta um þessi mál
á þeim bænum. Vaknið Laugarás-
bíómenn! Það ætti að hafast með
því að hækka í hljómflutnings-
tækjunum og troða steinull milli
kvikmyndahússins og elliheimilis-
ins. Eini ljósi punkturinn í þessu
máli er sá að flestar stórmyndim-
ar frá Universal era jafnframt
sýndar í Laugarásbíói og Sambíó-
unum og þeir sem virða heyrnar-
skyn sitt einhvers vita þá hvert á
að snúa sér. Þetta er þó þrauta-
lending þeirra sem alist hafa upp
við það að fara á kvikmyndasýn-
ingar í Laugarásbíói og vilja enn
líta á það sem fullgilt kvikmynda-
hús sem vert sé að sækja kvik-
myndasýningar í. Bent skal á það
að greinarskrif þessi era á engan
hátt ætluð til þess að valda vist-
mönnum Hrafnistu ama, heldur
er einungis bent á vandamál sem
er til staðar og eigendur Laugarás-
bíós verða að fara að gera sér
grein fyrir síharðnandi og tækniv-
æddri samkeppni. Hljóðeinangran
milli húsa er annað mál ef nálægð
elliheimilisins er þá á annað borð
ástæðan fyrir lágum hljóðstyrk
kvikmyndahússins. Ekki er heldur
verið að tala um aukinn „hávaða"
heldur það að kvikmyndahús nú-
tímans nýti sér þá tækni sem völ
er á. Þessi tækni er jú hönnuð
með það fyrir augum að áhorfend-
ur geti lifað sig betur inn ævin-
týri það sem þeir sjá á tjaldinu
með auknum og betur dreifðum
hljóðstyrk en áður þekkist án
nokkurra óþæginda fyrir áhorf-
endur. Það er aukin innlifun sem
er þungamiðjan í þessum málum.
Fyrst að greinarhöfundur er á
annað borð farin að benda á brota-
lamir í íslenskri skemmtanaþjón-
ustu hvað hljómflutning varðar þá
telur hann ekki síður vert að benda
þeim Stöðvar 2 mönnum á það að
það er hið mesta skemmdarverk
við heilsteypt kvikmyndaverk að
troða inn tilkynningum og tala inn
á erlendar kvikmyndir sem áskrif-
endur þessarar stöðvar hafa valið
að njóta samverustundar með.
Hljóðrásin í lok myndar er jafn-
mikill hluti kvikmyndaverksins og
hvað annað sem í henni er ber því
að líta á slíkan verknað sem
skemmdarverk á hljóðrás myndar-
innar. Það er óþolandi til þess að
vita að þegar heilvita fólk er að
búa sig undir lok myndar eins og
The Duelist að skjmdilega sé til-
kynnt ofan í afslappandi og vand-
aða hljómlist lokakafla myndar-
innar t.d. „dokið nú við því að
Patrekur Sæsni fer á kostum í
næstu mynd sem byrjar eftir örfá-
ar sekúndur". Auðveld lausn á
þessum málum fyrir málglaða fjöl-
miðlamenn sem greinilega álíta sig
ómissandi á öldum ljósvakans og
líta auk þess á áhorfendur sem
treggáfaða einstaklinga sem
hvorki geta lesið dagskrárblöðin
sé fylgst með dagskránni á annan
hátt er að lesa sinn „bráðnauðsyn-
lega“ boðskap annað hvort rétt á
undan kvikmyndinni eða strax á
eftir henni.
Að lokum til þess að enda grein-
arpistil þennan á sömu nótunum
og hann byijaði þá vill greinarhöf-
undur þakka Ríkisútvarpinu Sjón-
varpi fyrir að hafa haft dugnað
og þor í að koma Nicam hljóm-
burðinum í loftið. Þvílíkur munur
fyrir þá sem hafa samsvarandi
móttökubúnað og geta notað
heyrn sína til fullnustu. Nú er
bara að bæta tónlistar- og kvik-
myndaúrvalið á þeim bæ í sam-
ræmi við getuna. Ríkisútvarpið og
Sambíóin hafa sýnt fram á það
að þau fylgjast með því sem er
að gerast í tækniheiminum og láta
hendur standa fram úr ermum
þannig að sem flestir geti notað
tvö af höfuðskynfærum sínum til
fullnustu.
SIGURÐUR ÞÓR SIGURÐSSON,
Hverfísgötu 55.
Reykjavík.
Víkveiji skrifar
Víkveija brá í brún í gærmorg-
un þegar hann las frétt á
baksíðu Morgunblaðsins þar sem
greint var frá því að á milli 25 og
30% nemenda grannskólanna hafa
ekki náð lágmarkseinkunn á loka-
prófí undanfarin 4-5 ár. Lág-
markseinkunn sem framhaldsskól-
arnir miða við, þegar þeir ákveða
hvort viðkomandi nemandi fær að
hefja skólagöngu er miðuð við ein-
kunnina 5. Það sem enn válegra
virtist í þessari frétt var að greint
var frá því að á undanfömum áram
hefur hlutfall þeirra nemenda sem
ekki ná lágmarkseinkunn heldur
farið lækkandi. Hvert var þá eigin-
lega hlutfallið, þegar það var hæst?
Samkvæmt bestu vitneskju Vík-
veija, sem á böm á grannskóla-
aldri og reynir að fylgjast glöggt
með námsefni þeirra og námskröf-
um sem gerðar era til þeirra, þá
verður að segjast eins og er að
Víkveiji telur ekki að grannskólinn
geri miklar kröfur til nemenda
sinna. Raunar hefur Víkveiji talið
í langan tíma að auka bæri kröf-
umar til muna. Því er ekki óeðli-
legt að spurt sé á hvaða braut
grannskólastarfíð sé á íslandi?
Utilokað er að halda því fram að
fjórðungur íslenskra grannskóla-
nemenda sé svo tornæmur, að
hann geti ekki tileinkað sér náms-
efni grannskólanna á þann veg að
hann nái lágmarkseinkunninni 5,
sem vel að merkja þykir engin af-
burðaeinkunn, heldur miklu frem-
ur skussaeinkunn.
XXX
Nú þegar kennarar hafa haft
vit fyrir forystu síns stéttar-
félags og ákveðið að hafna verk-
fallshugmyndum forystunnar, tel-
ur Víkveiji tímabært að kennar-
arnir taki sig saman um að beina
nú sjónum sínum fyrst og fremst
að innra skólastarfi og kanna hvað
hefur farið úrskeiðis, fyrst grann-
skólinn stendur ekki undir meiri
kröfum en fregnin í blaðinu í gær
gefur til kynna. Fáist vitneskja um
það í megindráttum á hvaða hátt
skólastarfið hefur bragðist hlut-
verki sínu, er fyrst hægt að hefja
umbótastarf, sem skilar þjóðinni
betur undirbúnum grannskólanem-
endum inn í framhaldsskólana.
Ekki satt?
xxx
Fátt fínnst Víkveija jafnógeð-
fellt, þegar hann þarf að nýta
sér þjónustu opinberra stofnana
og banka, en að afgreiðslufólkið
jórtri tyggigúmmí í gríð og erg á
sama tíma og það veitir umbeðna
þjónustu. Víkveiji á nokkuð oft
leið í íslandsbankann og Lands-
banka íslands. í þeim fyrmefnda
sést það yfirleitt ekki að starfsfólk-
ið sitji og tyggi gúmmí sitt af stakri
áfergju, þar sem það vinnur sín
störf, en sömu sögu er ekki að
segja úr Landsbankanum, að
minnsta kosti ekki úr aðalaf-
greiðslustað bankans við Austur-
stræti. Væri ekki tilvalið að opin-
berar stofnanir og hverskonar
þjónustufyrirtæki bættu við eins
og einni starfsreglu, sem beinlínis
bannaði notkun tyggigúmmís?