Morgunblaðið - 10.03.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 10.03.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 3S Hvað heitir þú? Frá Páli Þorgríms Jónssyni: HEITIR þú nafni sem Manna- nafnanefnd hefur samþykkt í fyrstu atrennu, eða þurftu foreldr- ar eða forráðamenn þínir að breyta fyrirhuguðu nafni eins og t.d. Belinda í nafnið Bella eða nafninu Bogga í Sveinborg. Belinda og Bogga eru nöfn sem hefur verið hafnað, en aftur á móti var nafnið Bella samþykkt, þó svo að það sé ungt í málinu og á þjóðskrá 1989 voru aðeins fjórar konur sem báru það sem einnefni eða sem fyrra af tveimur. Bella er ítalskt lýsing- arorð eða stytting af nafninu ísa- bella. Belinda er líka ungt í málinu og á þjóðskrá 1989 voru átta kon- ur sem hafa það einnefni eða sem fyrra af tveimur. Um uppruna þess er óljóst en giskað á að hann sé einnig ítalskur. Hins vegar er nafnið Bogga ungt í málinu og á þjóðskrá 1989 voru tvær konur sem báru það einnefni eða sem fyrra af tveimur. Það er talið, at- hugið, það er talið vera, ekki stað- hæft, að það sé stytting af t.d. Sveinborg eða Borghildur. Aftur á móti eru leyfð tökuorð eins og t.d. Lissý sem er stytting á orðinu Elísabet, en þessu nafni hét ein kona að einnefni eða fýrra af tveimur samkvæmt þjóðskrá 1989. Annað nafn sem aðeins ein kona bar samkvæmt þjóðskrá 1989 og er stytting er nafnið Jara. Jara er stytting af nafninu Jar- þrúður. Annað nafn sem er ungt í málinu og tvær konur báru sem einnefni eða fýrra af tveimur, er Tekla, sem nefndin hefur sam- þykkt. Styttingin á Dóróthea og síðar Theodóra, en þessi nöfn voru samþykkt, er nafnið Thea, en því var hafnað, en á þjóðskrá 1989 var ein kona skráð með þessu nafni sem einnefni eða fyrra af tveimur. Það er heldur ekki sama hvort nafnið er með ritháttinn á reiki. T.d. má láta skíra bam gælunafni Margrétar, en það er Maggý, og er ýmist ritað -í eða -ý. En í þjóðskrá 1989 voru sextán konur skráðar með þessu nafni þ.e. með -ý að einnefni eða fyrra af tveimur. Annað nafn, Vibekka, enþað bar ein kona 1989, er ýmist ritað -í- eða -i-, eða -k- eða -kk-. Svo er ekki leyft að rita Est(h)er, það er með -h-, vegna þess að það er að erlendri fyrirmynd. Aftur á móti má nota Dorothea, sem ýmist er ritað -o- eða -ó- eða -t- eða -th-, en á þjóðskrá voru einungis fjörutíu og fjórar konur skráðar Dóróthea árið 1989. En nafnið Theódóra var einnefni eða sem fyrra nafn af tveimur á eitt hundr- að og fjórum konum. Hvað má þá blessað barnið heita ef það má heita ónefni, en ekki góðu nafni, sem hefur verið gegn- umgangandi síðan á 18. eða 19. öld? Þurfum við að sætta okkur við alræðisvald Mannanafna- nefndarinnar? Hver er munurinn á að heita Belinda eða Bogga eða Bella. Bogga og Bella eru stutt- nefni en Belinda er fallegt nafn og lætur betur í munni en mörg önnur orð sem heyrast nú í mál- inu. Heldur fólk virkilega að böm- in okkar muni ekki spyija: „Hvers vegna fékk ég svona ónefni, sem hinir krakkarnir stríða mér á?“ Eigum við þá að segja þeim að það vom þrír einstaklingar sem sögðu að þú mættir heita þessu nafni, en ekki í höfuðið á henni ömmu þinni. Munu börnin þá ekki fá minni tiltrú á hið háa Alþingi, sem samþykkir svona lög? En það er þó einn ljós punktur í þessum lögum. Hann er sá, að það er hægt að breyta nafninu án þess að um eiginlega nafnbreytingu sé að ræða, þ.e. að breyta ritun þess. En þó fylgir böggull skammrifi, en hann er sá, að Nefndin þarf að samþykkja. Og þá eram við komin á upp- hafspunktinn aftur. Við fáum ekki ritháttarbreytingu frekar en að nota nafnið upphaflega við skím- ina. Þannig er þessi grein, sem er sú tuttugasta og fyrsta í lögun- um, til lítils. Hún er bara til þess að gefa falska von um ritháttar- breytingu á nöfnum. Einnig gefur hún blessuðum stúlkunum sem áttu að heita Be- linda eða Bogga falska von vegna þess að grein tuttugu og eitt seg- ir að heimilt sé að fá slíka breyt- ingu aðeins einu sinni, en með samþykki nefndarinnar. Hins veg- ar segir í handbókinni „Meginregl- ur um mannanöfn" samkvæmt lögum um mannanöfn nr. 37/1991, að samkvæmt sérstök- um ákvæðum sé hægt að breyta eiginnafni. Hvaða sérstöku ákvæði leyfa slíkt? Ekki hef ég séð þau. Er það kannski grein tuttugu og fimm, en þar er dómsmálaráðherra heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd þessara laga. Annað sem ég hef velt fyrir mér er það vald, sem þremenning- amir hafa í þessari nefnd. Þeir ráða því hvað við heitum. Vonandi era ekki allir sammála því sem kemur frá nefndinni og láti okkur hin vita og hið háa Alþingi. Það er ekki allt svo slæmt að ekki megi breyta því til betri vegar. Annað sem nefnin er fræg fyrir er neitun hennar að heimila karl- mannsnöfn sem enda á -berg, þó svo að þau hafi fyrst komið í þjóð- skrá 1870, og era á skrá 1989. Nöfn eins og t.d. Guðberg og Ingi- berg og fleiri. Hvað veldur þessari ákvörðun annað en geðþótti? Á þjóðskrá 1989 vora þrjátíu og fimm karlar með nafnið Guð- berg, þar af vora tuttugu og fimm skráðir svo að síðara nafni. Sama ár voru skráðir þrjátíu og níu með nafnið Ingiberg, þar af vora tutt- ugu og einn að síðara nafni. En flestir einstaklingar á þjóðskrá 1989 er bára nafn með -berg, og nefndin hefur hafnað, heita Svan- berg, þeir vora fimmtíu og tveir, þar af voru tuttugu og fjórir með .það sem síðara af tveimur. Ég get talið upp fjórtán nöfn sem enda á -berg og nefndin hefur hafnað, þar af níu sem era að fínna í skráðum heimildum og sótt var um notkun á. Þessar heimildir eru í bókinni „Nöfn íslendinga". Einungis er hægt að rökstyðja synjun á fimm, en ekki hinum níu. Hver er tilgangur nefndarinnar með þessari afgreiðslu annar en sá, að sýna vald sitt. Vald, sem fólk þarf að hlíta, þó svo að ekki séu allir sáttir við úrskurðinn. Sótt var um nafnið Esther hinn 4. janúar 1993 til nefndarinnar, og því var hafnað í bréfi dagsettu 13. janúar 1993, þ.e. með rithætt- inum -h-, og aftur 27. janúar 1993. í nafnaskrá frá Hagstofunni frá 19. febrúar 1993 er ekkert minnst á nafnið, hvorki synjun né sam- þykki, þó nefndin segi að afrit sé sent Hagstofu íslands. Hvað þarf maður eiginlega að bíða lengi áður en nafnið birtist á skránni til þess að geta sótt málið áfram á erlend- um vettvangi? PÁLL ÞORGRÍMS JÓNSSON, Reykjavík. Pennavinir Frá Ghana skrifar 22 ára piltur með áhuga á knattspyrnu, tónlist og kynnast fólki af öðru þjóðerni: Sebastian Turkson, P. O. Box 46, Cape Coast, Ghana. Frá Prag í Tékkneska lýðveldinu skrifar 25 ára karlmaður, virðist verkfræðingur og kveðst eiga margvísleg áhugamál: Ing. Jirí Markuci, Bimova 529, 108 00 Praha 8, Czech Republic. Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á bókalestri, matargerð, kvikmyndum: Kami Miyashita, 2514 Arai Matsukawa-machi, Shimoina-kun Nagano-ken, 399-33 Japan. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist og dansi: Jennifer Cook Connelly, P. O. Box 835, Jackson Street, Cape Coast, Ghana. Tvítug þýsk stúlka með mikinn íslandsáhuga auk þess sem ferðalög heilla hana og hefur gaman af dansi: Michaela Jacob, Sulzburgstr. 23, D-7318 Lenningen 1, Germany. Tvítugur tékkneskur piltur með margvísleg áhugamál: Roman Krivanek, U Kaplicky 442/5, 412 01 Litomerice, Czhechoslovakia. Frá Ghana skrifar 22 ár karlmað- ur með margvísleg áhugamál: Adu Yeboah Clement, P. O. Box 1061, Sunyani Brong-Ahafo, Ghana. Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist: Yumiko Kojima, 9-4 Hirono 5 chome, Shizuoka-shi, Shizuoka, 421-01 Japan. VELVAKANDI GÆLUDÝR TAPAÐ/FUNDIÐ Páfagaukur tapaðist GRÆNN páfagaukur flaug út um glugga í Vogahverfí föstu- daginn 5. mars sl. Upplýsingar i síma 37151. Týndur köttur EINS árs gamall grábröndóttur högni tapaðist frá Hverfísgötu í Reykjavík (ofarlega) fimmtu- daginn 4. mars. Hann er eyrna- merktur og er á skrá hjá Katt- holti og í Dýraspítalanum í Víði- hlíð. Upplýsingar í síma 687720 á daginn og 13811 á kvöldin. Fundarlaun. Læða fæst gefins MJÖG fallega rósótta 2 ára læðu vantar heimili. Mjög góð í um- gengni. Upplýsingar í síma 37542 og 683894. Vasareiknir tapaðist VASAREIKNIR, Texas Instra- ments, tapaðist í strætisvagni nr. 111 sl. mánudag eftir kl. 19.30. Eigandinn er skólastúlka og er missirinn mikill fyrir hana. Upplýsingar gefur Auður í síma 691399 á daginn og 77805 á kvöldin. Taska týndist í Tunglinu LÍTIL brún handtaska með skil- ríkjum og öðrum persónulegum munum tapaðist í Tunglinu sl. föstudagskvöld. Upplýsingar í síma 611752. Armband tapaðist ÞYKKT silfurannband (keðja) tapaðist, líklega í miðbænum, föstudaginn 19. febrúar sl. Finnandi vinsamlega hafí sam- band í síma 51525. Mjög falleg 2ja herbergja íbúð við Víkurás með bílskýli til sölu. Flísalögð, þvottahús pg geymsla á hæðinni, suðursvalir. Áhv. ca 2,9 millj. íbúðin er laus. Verð 5,950 millj. Upplýsingar veitir Fasteignamarkaðurinn í síma 91-11540. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Námskeió fyrir leiöbeinendur Kennarar: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Kristjáns- son og Margrét Guðnadóttir. 26., 27. og 28. mars. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. 1 jr * m " ' m ■ m i • __ ■ _ I J NY FRIMERKI 3000 I dag koma út ný frímerki. Fyrstadagsumslög fást á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni. PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Slmi 63 60 51 Við vorum 3 Ódýrastir í fyrra og erum það enn Misstu ekki af ódýrustu fermingarmyndatökunni í vor, innifalið í myndatökunni er: 12 myndir allar stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa vinum og ættingjum, tvær stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Þessari myndatöku má skifta þannig, að meuihlutinn sé af fermingarbaminu og hluti af því og foreldrum þess, eða af fermingarbaminu og tveim til þrem systkinum saman. Verð aðeins kr. 14.000,oo Ljósmyndastofan Mynd sími: 6 542 07 Bama og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 p 4V$UfÍWI | Metsö/ub/aó á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.