Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 43

Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 43
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 Hræðilegur lokakafli Svíar völtuðu yfir íslendinga síðustu 15 mínúturnar - skor- uðu þá sex mörk í röð HEIMSMEISTARAR Svía hófu heimsmeistarakeppnina 1993 eins og þeir luku þeirri síðustu, með sigri. Að þessu sinni voru það við íslendingar sem urðum að lúta ílægra haldi fyr- ir þeim, viðtöpuðum 16:21 eftir að staðan f leikhléi hafði ver- ið 9:9. Leikurinn var hægur framan af en Svíar gerðu út um leikinn á síðasta stundarfjórðungnum og hreinlega völtuðu yfir íslenska liðið sem gerði ekki mark i' rúmar 12 mfnútur en Svíar gerðu þá sex mörk í röð. Islendingar byrjuðu vel og léku ágætlega alían fyrri hálfleikinn. Engu að síður hefði liðið átt að ■■■■■■I hafa forskot því Skúli Unnar Svíar léku alls ekki Sveinsson vel, en samt tókst skrifar frá okkur ekki nema að Sviþjóð haldajöfnu. Sóknar- leikurinn var í lagi en dálítið öðru- vísi en liðið er vant að leika. „Við lögðum áherslu á að halda boltanum og leika agaðan sóknarleik og það kemur niður á „fegurðinni" ef svo má að orði komast,“ sagði Geir Sveinsson fyrirliði eftir leikinn. Mikilvægur sigur Svíarnir virtust einnig þungir auk þess sem þeir gerðu mikið af mis- tökum, eins og íslenska liðið. Bengt Johansson þjálfari Svíanna sagðist vonast til að bæði lið léku betur í næstu leikjum, en sigurinn hefði verið mikilvægur. Tók ðhættu Þorbergur tók áhættu með því að breyta „hefðbundnu“ byrjunar- liði. Sigmar Þröstur var í markinú og varði mjög vel í fyrri hálfleik en náði sér síðan ekki á strik í þeim síðari. Gunnar Beinteinsson var eini vinstri hornamaðurinn og Geir eini línumaðurinn í hópnum. Dæmið virtist ætla að ganga upp hjá þjálfaranum því það kom Svíum greinilega á óvart að sjá Sigmar Þröst í markinu. En þeir létu það ekki á sig fá þó illa gengi í byrjun, léku eins og þeir eru vanir og um miðjan síðari hálfleik bar þolinmæði þeirra árangur. Okkar menn skutu úr lélegum færum og Svíar brunuðu upp og gerðu út um leikinn á skömmum tíma. Mats Olsson varði einnig mjög vel á þessu tímabili, en það breytir því ekki að lokakafl- inn var hreint hræðilegur af hálfu íslenska liðsins. Hægri vængurinn Það hefur ekki verið oft að und- anförnu sem hægri vængurinn er vandamál í sóknarleiknum en að þessu sinni var það. Sigurður Sveinsson náði sér alls ekki á strik, gerði aðeins eitt mark og það með gegnumbroti vinstra megin undir lok leiksins. Lítið kom einnig út úr Bjarka í hominu. Héðinn iék vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, Geir var sterkur á línunni en aðrir ekki nógu sannfærandi. Vömin var sterk lengst af en það var sóknarleikurinn sem brást. íslendingar stjómuðu hraðanum í fyrri hálfleik en réðu síðan ekki við það í þeim síðari þannig að fimm marka tap var stað- reynd. Besti maður Svía var Ola Lind- gren (nr. 5) en hann lék svo til án þess að gera mistök. Magnus And- erson var einnig mjög góður og Mats Olsson hrökk í gang undir lokin. Ungverjar burstuðu Bandaríkjamenn Ungveijar, sem era í C-riðli eins og íslendingar, áttu ekki í neinum vandræðum með slakt lið Bandaríkj- anna og unnu, 33:18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16:8. Stórskyttan Kertesz var í aðalhlutverki og gerði 9 mörk fyrir Ungveija, sem mæta íslendingum annað kvöld. Mörk Ungrerja: Kertesz 9, Eles 7/1, Sotnyi 4, Gyurka 4, Horvath 3/1, Mohacsi 2, Mezei 1, Kalman 1, Csokhyai 1, Pastor 1. Mörk Bandaríkjanna: Parat 4, Withtow 3, Travins 3, Fitzgerald 4/1, Ryan 2, Heath. Helena Stefánsdóttir Héðinn Gilsson átti mjög góðan leik í fyrri hálfleik og gerði þá fímm mörk. Hér reynir hann að bijótast í gegnum vörn Svía. Svíþjóð - ísland 21:16 Scandinavium íþróttahöllin I Gautaborg, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, c-riðill, þriðjudaginn 9. mars 1993. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 3:3, 3:4, 4:4, 5:5, 6:6, 7:7, 8:8, 9:9, 9:11, 11:11, 12:12, 14:12, 14:14, 15:15, 21:15, 21:16. Mörk Svíþjóðar: Magnus Andersson 9/4, Ola Lindgren 6, Per Carlén 3, Magnus Wisland- er 2, Per Thorsson 2. Varin skot: Mats Olsson 13 (þaraf fimm til mótheija). Utan vallar: Pjórar mínútur. Mörk íslands: Héðinn Giisson 5, Geir Sveinsson 3, Gunnar Beinteinsson 3, Júlíus Jónas- son 3/3, Sigurður Bjaranson 1, Sigurður Sveinsson 1, Bjarki Sigurðsson, Gunnar Gunn- arsson, Einar G. Sigursson. Valdimar Grímsson kom ekki inná. Bergsveinn Bergsveins- son, Patrekur Jóhannesson, Gústaf Bjamason og Konráð Olavson hvfldu. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 12 (þaraf 3 aftur til mótheija). Guðmundur Hrafnkelsson 4/1 (þaraf 1 aftur til mótheija). Utan vallar: Sex mínútur. Dómarar: Stefan Jug og Herbert Jeglic frá Slðveniu. Vora ails engir heimadómarar, eins og margir höfðu óttast. Áhorfendur: 10.017. 37,2% sóknamýting Leikkerfin gáfii mörk - sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins Sóknamýting íslenska liðsins gegn Svíum var 37,2%. Alls voru 43 sóknir og enduðu 16 þeirra með marki. í fyrri hálfleik var nýtingin 40,9% og í síðari hálfleik 33,3%. íslenska liðið gerði 6 mörk með langskotum, 4 mörk af línu, 3 úr víta- köstum, 2 úr hornum og 1 eftir gegn- umbrot. Ekkert mark var gert úr hrað- aupphlaupi, en Geir Sveinsson fiskaði viti eftir eina hraðaupphlaup íslend- igna í leiknum. BÁrangur einstakra leikmanna: • Gunnar Beinteinsson gerði 3 mörk úr fjórum skotum (75% skotnýting) og viskaði eitt vítakast. • Bjarki Sigurðsson átti eitt skot sem misheppnaðist og eina línusend- ingu sem gaf mark. • Gunnar Gunnarsson átti 2 skot sem misheppnuðust, tapaði bolta tvisvar og rekinn útaf í 2 mín. • Sigurður Bjarnason gerði eitt mark úr tveimur skotum (50%). • Héðinn Gilsson gerði fimm mörk úr 9 skotum (55%), tapaði bolta fjórum sinnum, átti eina línusendingu sem gaf mark. • Geir Sveinsson gerði 3 mörk úr 4 skotum (75%) og fiskaði tvö vítaköst. • Júlíus Jónasson gerði þtjú mörk úr jafnmögum vítum og átti eitt skot utan af velli sem misheppnaðist (75%), tapaði bolta einu sinni og var rekinn útaf í 4 mín. • Sigurður Sveinsson gerði eitt mark úr 11 skotum (9%), tapaði bolta tvisv-. ar, átti tvær línusendingar sem gáfu mark. • Sigmar Þröstur varði samtals 12 skot; 5 langskot, 2 af línu, 2 eftir hraðaupphlaup, 2 úr hornum, 1 eftir gegnumbort. • Guðmundur Hrafnkelsson varði samtals 4 skot; 2 langskot, 1 úr homi og 1 úr víti. að var að vonum dauft yfir ís- lensku leikmönnunum eftir leikinn gegn Svíum. „Þegar maður lítur svona í fljótheitum á þetta þá voram við að skora þegar við lékum leikkerfin. Það vora þau sem gáfu mörkin, sérstaklega gekk vel að leika Héðin frían. Sóknarleikurinn var agaður þó svo hann hafi sjálf- sagt ekki verið neitt sérstaklega góður. Þegar fimmtán mínútur voru eftir var eins og menn töpuðu ein- beitingunni og við fóram að skjóta úr vonlitlum færam og þeir refsuðu okkur. Hausinn á okkur virtist bara einfaldlega ekki í lagi þarna í lok- in,“ sagði Geir Sveinsson fyrirliði. Hann bætti síðan við brpsandi: „Þetta er samt í áttina því á Ólymp- íuleikunum töpuðum við á síðustu fimm mínútunum í fyrri hálfleik, núna ekki fyrr en í þeim síðari!" í lagi í 45 mínútur „Við settum okkur það markmið að leika agaðan sóknarleik og það tókst okkur í 48 mínútur en þá fór allt í baklás. Strákarnir fóra að skjóta úr ótímabæram skotum og sóknimar voru allt of stuttar. A þessum tíma gáfum við þeim hrein- lega leikinn. Við voram búnir að ráða hraðanum í leiknum og þó svo sóknarleikurinn hafi ef til vill ekki verið áferðarfallegur þá skiptir það ekki máli. Þú getur leikið ljótasta handknattleik í heimi en unnið samt og það er það sem skiptir máli ekki fegurð sóknarieiksins. Þetta var of stórt tap miðað við gang leiksins, þegar staðan var 15:15 og fimmtán mínútur eftir misstum við einbeit- inguna og þar með var þetta búið,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari. Mjög óhress meó mig „Ég er ekki beint ánægður með sjálfan mig í þessum leik og raunar mjög óhress," sagði Sigurður Sveinsson eftir leikinn. „Það er langt síðan ég hef leikið svona illa en það þýðir ekkert að fárast yfír því heldur einbeita sér að næsta leik, við Ungveija, og vinna þá. Ég vona bara að svona leikur verði ekki viðvarandi ástand hjá mér. Ég held að við höfum ekki náð að halda ró okkar. Við áttum góða möguleika á að sigra, en klúðruðum því,“ sagði Sigurður. Svipað og á Ólympíuleikunum „Þetta var ágætt í fyrri hálfleik en slakt í þeim síðari. Leikurinn er ekki ósvipaður og á Ólympíuleikun- um en þar töpuðum við leiknum niður á stuttum tíma eins og núna,“ sagði Héðinn Gilsson sem átti einna bestan leik í íslenska liðinu. „Mér gekk ágætlega í fyrri hálf- leik enda held ég að Svíamir hafi búist við að leikið yrði uppá Sigga [Sigurð Sveinsson] og því miijni áhersla á að stoppa mig og því var ég alltaf dauðafrír. í seinni hálf- leiknum var ekki eins góð hreyfing á okkur og klippingar mun minni en í þeim fyrri. Síðan kom þessi slæmi kafli þar sem við voram að skjóta ótímabærum skotum og því fór sem fór,“ sagði Héðinn. Rólegt hjð mér „Ég man held ég bara ekki eftir leik þar sem það hefur verið svona lítið að gera hjá mér,“ sagði Bjarki Sigurðsson. „Það var leikið þannig að boltinn kom varia út í hornið óg" þeir klipptu líka vel á spil þangað og því var þetta svona rólegt. Við lékum vel í 45 mínútur en svo kom þessi „hefðbundni“ slæmi kafli hjá okkur. Við fóram að skjóta vonlaus- um skotum og þeir branuðu upp í hraðaupphlaup og fengu þannig ódýr mörk á stuttum tíma. Þa$, gleymdist hjá okkur á þessum kafla að nota höfuðið," sagði Bjarki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.