Morgunblaðið - 10.03.1993, Page 44

Morgunblaðið - 10.03.1993, Page 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJÓVÁI iÁLMENNAR MORGUNBLADW, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Mikill viðbúnaður vegna sprengjuhótunar í Leifsstöð Morgunblaðið/Kristinn Ollum leiðum lokað ÖLLUM leiðum til og frá Leifsstöð var lokað fyrir umferð meðan á neyðarástandinu stóð í kjölfar sprengjuhótunarinnar. Flugvélunum beint til lendingar í Reykjavík MIKILL viðbúnaður varð vegna sprengjugabba. í Leifsstöð í gærkvöldi og allt flug til landsins fór úr skorðum. Karl- maður hringdi á afgreiðslu Flugleiða í Leifsstöð kl. 18.57 a. og sagði að sprengja spryngi í flugstöðinni kl. 20.00. Flug- * stöðin var þegar rýmd af öllu fólki og sprengjusérfræðing- ar frá Landhelgisgæslunni og Varnarliðinu kallaðir til. Auk þess var allt öryggiskerfi Varnarliðsins sett í við- bragðsstöðu. Þrjár flugvélar voru á leið til Keflavíkurflug- vallar er hótunin barst og var ákveðið að láta tvær þeirra, Aldísi á leið frá Glasgow með 25 farþega og SAS-vél á leið frá Kaupmannahöfn með 64 farþega, lenda í Reykja- vík en neyðarástandi var aflétt áður en SAS vélin kom til landsins og Ienti hún því í Keflavík. Auk þessara flugvéla var stödd við Leifsstöð DC-8 þota frá Inter- national Cargo Express á leið frá Calgari í Kanada til Moskvu. Með henni voru 15 farþegar sem var hleypt inn í flugstöðina vegna mis- taka en síðan vísað strax út í vél aftur. Einnig var DC-9 fraktvél frá Flugleiðum á leið frá Ostende í Belgíu til Keflavíkur en hennar áætlun raskaðist ekki. Ekki unnt að rekja símtalið Samkvæmt upplýsingum frá Elíasi Jónssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Keflavíkuvelli, reyndist ekki unnt að rekja samtal það sem barst en það var erlendur starfsmaður Flugleiða sem tók á móti því. Alls voru tæplega 50 manns staddir í Flugstöðinni þegar hótunin barst. Þeim var vísað út úr stöðinni og kallað til slökkvilið og allt tiltækt lögreglulið. Sprengjusérfræðingamir fóru inn í stöðina um klukkan 20.30 og hófu leit að sprengjunni. Ekkert fannst og var neyðarástandi aflétt klukkan 21.50. Tilfærslur aflaheimilda milli útgerðarfyrirtækja frá síðasta ári Þau stærstu bæta við 3% ELLEFU stærstu sjávarútvegsfyrirtækin bættu hlutdeild sína í heildaraflaheimildum um 2-3% milli áranna 1992 og 1993. Er það áframhald á þeirri þróun að aflaheimildir safnist á færri hendur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Fiskistofu voru ellefu stærstu fyrirtækin með 28,6% af botnfiskkvótanum I byijun mars á móti tæplega 27% i maí í fyrra og 17% árið 1991. Af heildarkvóta höfðu fyrirtækin 25,6% hlutdeild á móti tæplega 23% hlutdeild I maí í fyrra og 13% hlutdeild árið 1991. Fimm stærstu fyrirtækin, Grandi hf., Útgerðar- félag Akureyringa hf., Samherji hf., Vinnslustöðin hf. og ísfélag Vestmannaeyja hf., ráða nú yfir ,1^.6% botnfískkvótans og tæplega 16% af heildar- kvóta landsmanna. A síðasta ári réðu þessi fyrir- Aflakvóti 11 stærstu utgenðarfypiptækjanna Botnfiskur 28,6% Allurafli 1992 mars 1992 mars 1993 1993 tæki yfir 16,6% botnfiskkvótans og um 14% af heildarkvótanum. Aflatölumar að baki hlutdeild- inni, mældar í þorskígildum, hafa hinsvegar lækk- að á milli áranna 1992 og 1993 vegna verulegs niðurskurðar á þorskafla. Þannig nemur botnfiskk- vóti ellefu stærstu fyrirtækjanna nú 88.403 tonnum en hann var 96.545 í maí í fyrra. Heildarkvóti þessara fyrirtækja er nú 106.425 tonn en var 117.345 tonn í fyrra. Grandi með mesta kvótann Þeim fyrirtækjum sem eiga yfír 1% af botnfískkvót- anum hefur fjölgað úr 16 í fyrra í 24 nú og þeim fyrirtækjum sem eiga yfir 1% af heildarkvótanum hefur fjölgað úr 12 í fyrra í 16 nú. Tvö stærstu fyrirtækin, Grandi og Útgerðarfélag Akureyringa, hafa bætt töluvert við hlutdeild sína af heildarkvótanum frá árinu 1991 en þá var hlut- deildin 2,3% hjá Granda en 2,6% hjá ÚA. Nú hefur Grandi 3,6% kvótans en ÚA er með 3,3%. Bolvfldng- ar stofna útgerðar- fyrirtæki Bolungarvík. BOÐAÐ hefur verið til stofnfundar nýs útgerðarfé- lags í Bolungarvík, Utgerð- arfélagsins Ósvarar hf., í kvöld. Félaginu er meðal annars ætlað að leita eftir leigusamningi og kaupum á skipum, veiðiheimildum og öðrum eignum þrotabús Ein- ars Guðfinnssonar hf. Á fjölmennum undirbúnings- fundi í gærkvöldi skrifuðu hátt í 100 einstaklingar sig fyrir hlut í félaginu, allt að 300 þúsund hjá einstaklingi, auk þess sem Bolung- arvíkurkaupstaður og verkalýðsfé- lögin gáfu fyrirheit um hlutafjár- kaup. Bæjarstjórn Bolungarvíkur boð- aði til undirbúningsfundarins, sem haldinn var í Víkurbæ. Hátt í 200 manns sátu fundinn. Stofnfé 2,5 milljónir Stofnfé Útgerðarfélagsins Ósvarar hf. verður í upphafí 2,5 milljónir kr. og eftir viðtökum í gærkvöldi að dæma má ætla að 'sala þess sé tryggð. Bærinn er tilbúinn að leggja fram allt að einni milljón, Verkalýðsfélagið 500 þús- und 0g Verslunarmannafélagið 200 þúsund, auk hlutafjárloforða einstaklinga. Menn geta skrifað sig fyrir hlutafé í dag. Á stofnfundinum í kvöld verður kosin stjóm hlutafélagsins. Verk- efni hennar verður að leita eftir leigusamningi og kaupum á eign- um þrotabús EG hf. og þegar þau mál skýrast verður boðað til nýs hluthafafundar og hlutafé vænt- anlega aukið. Gunnar Tap í fyrsta leik HEIMSMEISTARAR Svía höfðu betur gegn Islendingum í fyrsta leik HM í handknatt- leik, sem hófst í Gautaborg í gærkvöldi. íslendingar höfðu undirtökin til að byija með og jafnt var í hálfleik, 9:9, en Svíar tóku leikinn í sínar hend- ur síðasta stundarfjórðunginn, gerðu þá sex mörk gegn einu og unnu 21:16. Nánar um HM á bls. 41-43.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.