Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 11

Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 T»Tj-t—TT"-:~r T"T'? ’T— ' ; 't' : "■■-ff'"’"" r11-' Glæsilegnr blokk- flautuleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Camilla Söderberg blokk- flautuleikari og Bachsveitin í Skálholti héldu tónleika í Hall- grímskirkju sl. þriðjudag. Á efn- isskránni voru blokkflautukon- sertar eftir Telemann og Vi- valdi. Leikið var á upprunalegar gerðir barokkhljóðfæra en þeir sem léku á þessi hljóðfæri voru; Ann Wallström, Lilja Hjaltadótt- ir, báðar á fiðlu, Svava Bem- Harðsdóttir á lágfíðlu, Ólöf Ses- selja Óskarsdóttir á selló, Páll Hannesson á violone (barokk- bassi), Helga Ingólfsdóttir á sembal og Snorri Öm Snorrasson á lútu og theorbo, sem er bassa- lúta. Hljómsveitin lék mjög vel og var samstilling hljóðfæra ein- staklega góð, bæði í styrk' og samleik. I forustuhlutverki var þó einleikarinn, Camilla Söder- berg, sem lék þijá konserta á altflautu en éinn á sópraníno (litla sópran-flautu). Camilla lék alla konsertana af hreinni snilld. Tveir þeirra em eftir Telemann en hann samdi alls 98 konserta, fyrir einn og upp fjóra einleik- ara. Blokkflautukonsertarnir í a-moll og F-dúr eru sérlega skemmtilegar tónsmíðar og þar gætir þeirra sjónarmiða, sem ein- kenna rókókótónlist, að léttleik- inn skuli leysa af hólmi þungof- inn barokk-kontrapunktinn. Eft- Camilla Söderberg ir Vivaldi vom einnig leiknir tveir konsetrar og annar þeirra var fyrir sópranínó-blokkflautu og er í raun undravert hve miklum möguleikum þetta pínulitla hljóð- færi ræður yfír. Stíll Vivaldis er ítalskur, opinskár og léttur og var leikur Camillu og Bachsveit- arinnar einstaklega glæsilega útfærður. Það er góð venja að vera spar á stóru orðin en þegar fjallað er um leik Camillu Söderberg á slíkt ekki við, því leikur hennar var með þeim formerkjum sem að- eins er að fínna hjá „virtúósum", bæði í tækni og mótun forms og lagferlis. Vitinn á ysta odda Mykines, sem heimildarkvikmyndin Þrjú blik til vesturs, sækir nafn sitt til. V erðlaunakvikmynd sýnd á lokadögum fær- eyskrar menningarviku í NORRÆNA húsinu hafa staðið yfir færeyskir dagar frá laugardeg- inum 6. mars og hefur aðsókn verið góð. Dagskrá færeysku menning- arhátíðarinnar lýkur nú um helgina, en myndlistarsýningin, Fimm Færeyingar, stendur til 28. mars næstkomandi. í dag kl. 14.00 verð- ur sýnd heimildarmyndin „Þrjú blik til vesturs“ eftir Ullu Boje Ras- mussen, en myndin hlaut sérstök verðlaun Norðurlandaráðs „Nord- pris ’92“ á nýafstöðnu þingi ráðsins í Osló. Kvikmyndin „Try blunk vestireft- ir“ fjallar um eyjuna Mykines, sem er vestasti útvörður Færeyja og meðal annars þekkt fyrir að þaðan er hinn þekkti, færeyski málari S.E.J. Mikines. Þema myndarinnar er annars vegar hið fjölskrúðuga fugla- og mannlíf að sumri til og fuglaföngun og hins vegar fámenni og fábreytni vetrartímans. Myndin dregur nafn sitt af vitanum í Myki- nes-eyjunni sem reistur var árið 1909 og sendir leiftur á tuttugu sekúnda fresti í vesturátt. Á sjötta áratug aldarinnar bjuggu u.þ.b. 200 manns í eyjunni, en nú búa þar aðeins um 10 allt árið og flestir nokkuð við aldur. Á morgun er síðasti dagur fær- eysku menningarhátíðarinnar, og verður þá sýnd bamamyndin Hann- is eftir Katarinu Ottarsdóttur. Lúðrasveitin Havnar Homorkestur heldur síðan tónleika kl. 16.00, en hún fagnar níræðisafmæli um þess- ar mundir. Dagskrá Færeyskra daga lýkur síðan með tónleikum vísnasöngvarans og leikkonunnar Anniku Hoydal, við undirleik Gary Snider, bassaleikara. Þau flytja meðal annars lög af nýjustu hljóm- plötu Gary Snider sem heitir Dulc- inea og eru lögin samin af Anniku, en bróðir hennar, Gunnar, hefur samið textana. Annika Hoydal og Gary Snider hafa leikið á Akureyri og Isafírði síðustu daga, en í kvöld, laugardaginn 13. mars, leika þau í Munaðarhöll í Fellabæ, Egilsstöð- um, og heQast þeir tónleikar kl. 21.00. II EIGNAMIDUMN Sími 67*90‘90 • Síduim’ila 21 Stuðlasel Glæsilegt 270 fm einb- hús með innb. tvöf. bílsk. Á 1. hæð eru m.a. 4-5 svefnh., bað, þvottaherb. o.fl. Á 2. hæð eru stofur með arni, eldhús, snyrting og 30 fm sólstofa. Mjög vönduð eign. Verð 19,5 millj. 2940. Verslunarpláss óskast til leigu Traustur aðili.hefur beð- ið okkur að útvega 150-250 fm verslpláss í Kvosinni eða sem næst henni. Einbhús óskast - staðgr. í boði Traustur viðskiptavinur (sem er búinn að selja) hefur beðið okkur að útvega einbhús til kaups. Æskileg stærð 250-300 fm. Æskil. staðs. Þingholt/Vestur- bær. Húsið má kosta allt að 30 millj. Stað- greiðsla í boði aAndvirði greitt v/samn., enda gert ráð fyrir tíðkanleg- um staðgreiðsluafsl.) :: V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsmgamiðill! 120 fm íbúðir til sölu Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru til sölu íbúðir með 2-3 svefnherb., stórum stofum, sérþvotta- húsi, svölum á móti suðri og bílskúr. íbúðirnar henta vel fyrir eldra fólk og eru til sýnis fullbúnar. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. Q1 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I jU“LlÚ/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Fellsmúli - sérhiti - sólsvalir Stór og góð 3ja herb. ib. á 3. hæð 86,7 fm nettó. Vel með farin sam- eign. Mikið útsýni. Laus strax. Gott verð. Skriðustekkur - steinhús - ein hæð Vel með farið einbhús 136 fm. Bilsk. 30,2 fm. Ræktuð, falleg lóð 812 fm. Laus fljótl. Sanngjarnt verð. í suðurenda - nýendurbyggð Giæsil. 4ra herb. íb. á 3. hæð um 90 fm v. Álftamýri. Danfosskerfi, góðir ofnar. Bílskréttur. Góð sameign. Glæsileg eign við Selvogsgrunn Einbhús, ein hæð, 171,2 fm, töluv. endurn. Bílsk. 26,8 fm. Glæsil. trjá- garður. Úrvalsstaður. Endaraðhús í syðstu röð í Fellahverfi grunnfl. um 160 fm. Kj. u. öllu húsinu. Að mestu nýendur- byggt. Sérbyggður bílsk. Blóma- og trjágarður. Eignaskipti mögul. Mjög gott verð. Skammt frá Menntask. við Hamrahlíð glæsil. sér neðri hæð 140 fm nettó í þríbhúsi. Öll eins og ný. Geymslu- og föndurherb. í kj. Góður bílsk. Hagkvæm skipti möguleg Leitum að 2ja-3ja herb. íb. ekki í úthverfi í skiptum fyrir 4ra herb. mjög góða endaíb. m. bílsk. skammt frá Fjölbraut í Breiðholti. • • • Opiðídag kl. 10-14 Fjöldi góðra eigna í makask. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGM/EGHIB SÍMAR 21150 - 21370 Gullpálmi Aðeins kr. 598,- islenskir Rósadagar Allar afskornar rósir með * 5% afslætti. Alparós 25% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.