Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 16

Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Opið bréf til rektors Háskóla Islands frá Kristni Péturssyni Síðari hluti í fyrri hluta þessa opna bréfs til háskólarekstors reyndi ég að rökstyðja það að þau gögn sem eru til um „ástand “ þorsks og loðnu gæfu ekki tilefni til þess að álíta að sú fiskveiðistefna sem hér hefur verið rekin væri í reynd ein- hver „vísindi" eins og haldið hefur verið fram. Þvert á móti er frekar hægt að draga þær ályktanir af skoðun þessara gagna að til skaða hafí verið hvað varðar nýliðun og þrif þorskstofnsins að reyna að þvinga fram stækkun í þorskstofn- inum umfram 800 þúsund tonn. í þessum hluta hyggst ég koma inn á víðara samhengi þessa mála- flokka, nýtingu fískistofna, eins og hlutimir koma mér fyrir sjónir. Alþjóða hafrannsóknarráðið reynir að halda vemdarhendi yfír stærsta ránfiskstofni í Norður-Atl- antshafi, kolmunnastofninum. Síð- ast þegar ég vissi var kolmunna- stofninn um 6 milljónir tonna. Fiskistofn þarf af fæðu ca. 7 sinn- um þyngd sína á ári og er fæðu- þörf kolmunnastofnsins því um 42 milljónir tonna á ári. Því er verið að friða þennan stóra ránfískstofn? Að mínu mati ætti að rannsaka hvort vemd á kolmunnastofninum er ekki jafnvel orsök að bágbomu ástandi fískistofna við Færeyjar og víðar í Atlantshafinu, nú frekar en veiði Færeyinga (,,ofveiði“) á nytjastofnum sem sífellt er fullyrt að sé orsök lítillar veiði í Færeyj- um. Er sama sagan á ferðinni, rangt uppbyggt reiknimódel sem leiðir menn á fræðilegar villigötur? Af hveiju er alltaf spiluð sama platan með sömu nálinni: ofveiði, ofveiði, ofveiði þegar rökstuðninginn vant- ar? Lundinn var að drepast úr hungri í Færeyjum 1991. Jú, hver vom viðbrögðin? Friða matarlaus- an lundann! Finnst yfírmönnum Háskóla íslands þetta skynsamleg ráðstöfun? Er hægt að leysa vandamál sveltandi þriðja heimsins á vísindalegan hátt með því að friða fólkið? Kolmunni hrygnir að- allega fyrir vestan Bretlandseyjar og kemur síðan vaðandi hér norð- austur í haf eins og „engisprettu- faraldur" og skilur eftir sig „sviðna jörð“, en ég hef orðað þetta svo. Yfirmenn hafrannsókna á Skúlagötu 4 hafa helst orðið vond- ir þegar ég hef reynt að koma sjón- armiðum mínum á framfæri. Hvað er svona vísindalegt við það að verða vondur þótt leikmenn hugsi upphátt? Væru ekki einmitt meiri möguleikar á frumþróun ef bæði leikmenn og lærðir væru hvattir til þess að leggja rökstudd sjónar- mið til málanna? Hvort hafa fleiri uppgötvanir átt sér stað í iðnaði og vísindum á vettvangi eða við skrifborðin? Samanburðar „fjölstofnaskoð- un“ (mynd 2) sem ég lét gera gef- ur til kynna að neikvætt samband sé milli stækkaðra veiðistofna og nýliðunar sex samanlagðra fiski- stofna (þorsks, ýsu, ufsa, loðnu, síld og kolmunna) þó Hafrann- sóknarstofnun vilji ekki rökræða þessa staðreynd, eða koma með gagnrök. Hvar eru þeirra vísinda- legu röksemdir? Hvað fínnst yfír- mönnum Háskóla íslands? Fylgni sex fiskistofna og nýliðunar þeirra er neikvæð um 42% (mynd 2) við stækkandi stofnstærð þessara stofna. Síld gefur lítið eitt jákvæða fylgni ein og sér, en heildarsaman- burður er samt neikvæður. Og til hvers á að safna síld sem er illselj- anleg? Leyfa beitilönd nytjafíska að það sé verið að „lagera" físki- stofna að óþörfu vegna takmark- aðs fasðuframboðs? Getur þessi sfldarsöfnunarstefna ekki reynst háskaleg? Erfiðleikar við sfldveiðar (og að hluta við loðnuveiðar) und- anfarin ár fínnst mér einmitt benda á að eðli þessara mikilvægu nytja- físka sé að tvístra sér í ætisleit við fæðuskort, einkum á haustin. Þannig getur of mikil vemdar- stefna leitt til þess að mun dýrara verður að veiða fiskana, og jafnvel illgerlegt að fínna þá með berg- málsmælingum. Nú er talað um að flottroll þurfí til síldveiða. Hvers vegna? Hefur einhver betri tilgátu en að sfld tvístri sér nú í auknum mæli í fæðuleit vegna þess að stofninn sé of mikið vemdaður? Þessi tilgáta mín er raunhæf nema það komi önnur betri. Sfld étur þorsk og ýsuseiði og fleiri seiði. í hafínu éta nánast allir alla, sér- staklega við fæðuskort. Um það gildir engin „siðfræði" í hafinu. Hafrannsóknir hér á landi virð- ast í þokkalegu lagi t.d. hvað varð- ar krabbafisk og hörpufisk. Það er margt ágætt hjá Hafrannsókn- arstofnun og hún hefur ágætt starfslið að mínu mati. Ég vil að það komi fram. Það eru fullyrðing- amar, sem stofnunin gefur frá sér sem ekki standast. Það vantar samt nákvæmari og sundurliðaðar upplýsingar um þrif nytjafíska (t.d. hlutfall lifrar/lengd eftir aldri) á einstökum svæðum við landið eftir árstímum (skrá meðalvigt eftir grammavog en ekki vigta með tommustokk). Það má alltaf gera betur. Það á bæði við um mig og aðra. Minna má ennfremur á gengdar- lausa fjölgun sjávarspendýra og Kristinn Pétursson „Ég- vonast til þess að fá svar við þessu bréfi í Morgunblaðinu og hvað Háskóiinn hyggst gera til þess að fiski- fræði (og fiskihag- fræði) geti þróast sem alvöru vísindi í Háskóla íslands en ekki sem endurmenntunarnám- skeið í krónískum far- vegi sem afneitar stað- reyndum um einfalt samspil í sínu nánasta umhverfi.“ sjófugla og að ekkert tillit er tekið til þess í núverandi veiðiráðgjöf og fullyrðingum um „uppbyggingu“ og stækkun allra nytjastofna sé allsheijarlausn, án þess að skil- greina stærð beitilanda! í hveijum sveitarhrepp á íslandi eru forðagæslumenn sem hafa þann starfa að fylgjast með að nægar fóðurbirgðir séu til vetrar- ins. Hvar eru forðagæslumenn til þess að fylgjast með beitilöndum hafsins? Væri ekki áhugavert fyrir t.d. Líffræðideild Háskóla íslands að sinna starfí forðagæslu til eftir- lits með fæðuframboði handa ís- lenskum nytjastofnum í ljósi reynslunnar? A kannski að skilja það sem svo að Líffræðideild Há- skóla íslands komi þrif nytjastofna íslensku þjóðarinnar ekkert við? Er það ekki rétt skilið hjá mér að markmið með fískveiðistjómun sé nokkurs konar „náttúruleg físki- rækt“ og veiðar okkar og lífskjör flestallra íslendinga séu afrakstur þeirrar náttúrulegu fiskiræktar? Góð þrif nytjafiska hljóta að vera grundvallaratriði til hámörkunar afraksturs nytjastofna, eða hvað, og ég hafna því að frysta eigi alla umræðu um þetta og láta yfír- mönnum á Skúlagötu 4 það einum eftir hvort nytjastofnar íslensku þjóðarinnar svelti sig og sjálfát þeirra magnist mjög þess vegna. Líði fiskunum illa vegna hungurs þá verða lífskjör okkar lakari. Þetta er svona einfalt. Það er rétt að minna á alvöru- þunga þessa máls sem birtust nú, að mínu mati, í vaxandi gjaldþrot- um fyrirtækja og heimila vegna þess að núverandi stjórnkerfi físk- veiða er sniðið eftir reiknimódelum sem gera ráð fyrir að fæðuframboð hafsins sé ótakmarkað! Borgaði sig að geyma þorskinn í sjónum 1987 1991 miðað við takmarkað fæðu- framboð? Á alls ekki að fjalla um þetta sem málefni? Hvað með þá aðila sem keyptu kvóta fyrir fjórum árum og ætluðu að ávaxta fjár- muni sína en fá líklega, eftir næsta niðurskurð í þorskveiðum, úthlutað þriðjungi þess sem þeir keyptu þá? Kaupverð sem sagt 600 kr. „kvóta- kílóið" en ekki 200 kr. Hefði fjár- munum ekki betur verið varið í fjárfestingu í að ná tökum á veið- um, vinnslu og markaðssetningu vannýttra fiskistofna? Ógnvænleg miðstýring hefur verið innleidd í sjávarútveg reynt að þvinga veru- leikann að margnefndum reikn- imódelum. Stórfelldum verðmæt- um hefur verið kastað á glæ með „úreldingu" nýtanlegra veiðiskipa og verkefnalaus veiðiskip mega ekki nýta vannýtta fiskistofna. . i íHÉöóur Hl-jgi fJJ ▼ r V APAP ♦♦ V r a trmrn-ttn JjP? *,1 ■ (11 UIUl^UU v PjpTsiSSS! ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafnaðarfundur Bústaða- sóknar eftir messu. Pálmi Matthí- asson. DÓMKIRKJAN: Safnaðarfræðsla í safnaðarheimilinu kl. 10. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Föstumessa kl. 17. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Prest- ur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson flytur erindi um Biblíuna. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Dagskrá á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju kl. 17. Passíusálmadagskrá í samantekt Heimis Pálssonar cand. mag. Lestur, söngur og hljóðfæraleik- ur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðsþónustu kl. 11. Kirkju- bíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíð- ar á undan og eftir messu. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kristján Þorgeirsson prédikar. Gideonfé- lagar kynna starf sitt í messunni. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKiRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Jón D. Hróbjartsson. Organisti Ronald Turner. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjón- ustu. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. Organisti Ronald Turner. Tví- Guðspjall dagsins: (Lúk. 11.) Jesús rak út illan anda. söngur: Inga Þóra og Laufey Geir- laugsdætur. Boðið upp á akstur kl. 13.30 frá Hátúni 10 og Dal- braut 18-20. Kvennakirkjan held- ur guðsþjónustu kl. 20.30. Sr. Hahna María Pétursdóttir prédik- ar. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir þjónar fyrir altari. Orgelleikari Sesselía Guðmundsdóttir. Ingi- björg Lárusdóttir leikur á tromp- et. Iris Erlingsdóttir syngur ein- söng. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórs- son. Sr. Sigurður Pálsson flytur fjórða og síðasta erindi sitt um Biblíuna að lokinni guðsþjónustu kl. 15.15. SELTJARNARNESKIRKJA: Sam- kirkjuleg guðsþjónusta kl. 11 í beinni útsendingu í útvarpi. Jón Hjörleifur Jónsson prédikar. Full- trúar frá Hvítasunnusöfnuði, Hjálpræðishernum og kaþólsku kirkjunni lesa ritningarlestra. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari. Einar Jónsson leikur á trompet. Organisti Hákon Leifsson. Háskólakórinn syngur stólvers. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar og Erlu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Molasopi og ávaxta- safi eftir guðsþjónustuna. Sunnu- dagaskóli í Árbæjarkirkju, Ártúns- skóla og Selásskóla á sama tíma. Föstuvaka kl. 20.30 með fjöl- breyttri dagskrá í tali og tónum. Snorri Örn Snorrason og Camilla Söderberg leika saman á flautu og lútu. Flutt verður messa eftir Josquen Deprez, Schola cantor- um, undir stjórn Orthulfs Prunn- ers. Ritningarlestur, hugleiðing. Kirkjukórinn syngur vers úr Pass- íusálmunum. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Ing- ólfur Guðmundsson. Barnaguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma. Organisti Daníel Jón- asson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guð- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Violeta Smid. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í umsjón Sigfús- ar og Guðrúnar. GRAFARVOGSPREST AKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guð- fræðinemarnir Sveinn, Elínborg og Guðmunda aðstoða. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar Digranesskóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn aðstoða. Sóknar- prestur. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Stefán R. Gíslason. Ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til þátttöku í guðsþjónustunni. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum í Borgum strax að lokinni guðs- þjónustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Laugardag flautudeildin kl. 14. Sunnudag guðsþjónusta kl. 11. Miðvikudag morgunandakt kl. 7.30. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK/SÍK:Almenn sam- koma á Háaleitisbraut kl. 20.30. Yfirskrift: Vakning í vændum. Ræðumaður er Ragnar Gunnars- son. Kynning á samkomuátaki með Billy Graham og bænastund. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Guðný og drengirnir syngja. Barnagæsla. Barnasamkoma á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 samkirkjuleg samkoma og sunnu- dagaskólí í Seltjarnarneskirkju. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðis- samkoma í Herkastalanum. Anna og Daniel Óskarsson stjórna og tala. GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli kl. 13 í umsjá Hannes- ar og Hjördísar. BESSASTAÐASÓKN: Kirkjuskóli í dag í Stóru-Vogaskóla kl. 11- Fjölskylduguðsþjónusta í Kálfa- tjarnarkirkju kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Æskufólk að- stoðar. Organisti: Frank Herluf- sen. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 í Bessastaðakirkju. Skólanem- endur taka þátt. Aðalsafnaðar- fundur að athöfn lokinni. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organ-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.