Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 24

Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Rjúfum þögnina Ifáum ríkjum eru almennir hluthafar í fyrirtækjum jafn meðvitaðir um hagsmuni sína og í Bandaríkjunum. Hluthafar fjölmenna á aðalfundi og hika ekki við að taka til máls um stöðu fyrirtækisins, gera at- hugasemdir við stjórnunarað- ferðir eða leita nánari upplýs- inga um reksturinn, telji þeir þess þörf. Þetta á ekki síst við þegar kreppir að í rekstri fyrirtækj- anna og hafa nokkur nýleg dæmi vakið mikla athygli, þar sem hluthafar lögðust eindreg- ið gegn himinháum launa- greiðslum stjómenda, þrátt fyrir verulegan taprekstur. Bandarískir fjárfestar eru nú einnig famir að láta til sín taka með þessum hætti utan Banda- ríkjanna en alls nema fjárfest- ingar Bandaríkjamanna í er- lendum fyrirtækjum 250 millj- örðum dollara. Nokkrar uppá- komur hafa orðið af þessum sökum enda ekki alls staðar staðið jafn fast á kröfunni um upplýsingaskyldu hlutafélaga og í Bandaríkjunum. Segja bandarískir fjárfestar að sækist fyrirtæki eftir erlendum fjár- festingum verði þau að sinna sjálfsögðum kröfum um upp- lýsingastreymi til erlendra fjár- festa og veita þeim atkvæða- vægi á borð við aðra á aðal- fundum félaganna. I athyglisverðri grein á Torg- inu í viðskiptablaði Morgun- blaðsins sl. fimmtudag er gerð- ur samanburður á í hve ríkum mæli bandarískir og íslenskir hluthafar láta sig rekstur fyrir- tælq'anna varða. Kemur þar fram að hér þurfi menn ekki að beijast fyrir réttu vægi at- kvæða, þar sem það sé yfírleitt í réttu hlutfalli við hlutafjár- eign, né heldur að almennri upplýsingaskyldu sé sinnt, þar sem ársreikningar liggi ávallt fyrir á aðalfundum. Hins vegar sé það áberandi, ekki síst á aðalfundum stærri hlutafélaga, að almennur doði virðist ríkja. Síðan segir í greininni: „Ef svo ólíklega vill til að einhver hluthafínn biður um orðið roðna menn fyrir hans hönd og gjóa augunum feimnislega hver til annars. Hugsanlega er ástæðan fyrir þessu sú að ís- lenskur hlutabréfamarkaður er ungur og óþroskaður og lítil hefð hefur skapast í kringum hluti eins og t.d. atkvæða- greiðslu. Einnig er hægt að álykta að hluthafar telji sig ekki hafa þekkingu til að tjá sig opinberlega um rekstur fyr- irtækjanna. Onnur ástæða gæti verið sú að á sumum aðalfund- um kæra stjómarmenn sig hreinlega ekki um almennar umræður. Þeir eru fulltrúar stærstu hluthafanna, og hafa þegar gert út um málin á stjómarfundum sín á milli; svara fálega þegar fyrirspurnir berast og draga jafnframt kjark úr hluthöfum til að koma með frekari fyrirspum- ir ... Rökin sem bandarískir hluthafar nota fyrir afskiptum af aðalfundum era þau að þeir hafí ekki efni á að láta stjóm- ina afskiptalausa. Þeir gera kröfur um meiri arðsemi fyrir- tækja og vilja afdráttarlaus svör ef þeim líkar ekki niður- staða ársreikninga.“ Þessi lýsing ætti að koma öllum kunnuglega fyrir sjónir sem einhvem tímann hafa fylgst með aðalfundi hjá stóra hlutafélagi hér á landi. Það er því miður undantekning að að- ilar utan stjómar fyrirtækjanna taki til máls. Hvers vegna? Á undanfömum áram hefur það færst mjög í vöxt, að al- menningur ávaxti sparifé sitt í formi hlutabréfa, og þá ekki sízt með aðild að hlutabréfa- sjóðum verðbréfafyrirtækj- anna. Þá er það einnig orðið algengara að fyrirtæki velji þann kost frekar að efna til hlutafjárútboðs en að taka lán, þegar fjármagn vantar inn í fyrirtæki. Þetta er að öllu leyti mjög jákvæð þróun. Hún hefur aftur á móti einnig í för með sér að fyrirtækin verða að vera undir það búin að svara undan- bragðalaust spumingum frá hluthöfum um rekstur fyrir- tækisins og taka tillit til vilja hluthafa við ákvarðanatöku. Þá verða sparifjáreigendur að gera þá kröfu til stofnanafjár- festa að þeir standi vörð um hagsmuni þeirra á aðalfundum fyrirtækja sem hlutabréfasjóðir eða lífeyrissjóðir eiga aðild að. Það verður vonandi brátt lið- in tíð að aðalfundir hlutafélaga séu einhvers konar afgreiðslu- samkomur þar sem mestu máli skiptir að sem fæstir taki til máls. Þetta er ekki síst nauð- synlegt ef menn sækjast eftir erlendu áhættufé inn í íslenskt atvinnulíf. Virkt aðhald hlut- hafa er fyrirtækjunum hollt og nauðsynlegt og gæti orðið til að efla rekstur þeirra sem og trú almennings á fjárfestingar í hlutafé. Þau verðbréfafyrir- tæki, sem sækjast eftir sparifé landsmanna í hlutafjársjóði sína og fulltrúar lífeyrissjóð- anna ættu að taka forystuna í þessum efnum og rjúfa þögnina á aðalfundum fyrirtækjanna. Morgunblaðið/Þorkell Heiðurslaunaþegar ÞEIR sem hlutu heiðurslaunin ásamt stjórn Brunabótafélags íslands að lokinni athöfninni í gær. Heiðurs- launBI til fimm manna HEIÐURSLAUN Brunabóta- félags íslands voru í gær veitt fimm manns úr fjöl- mennum hópi umsækjenda. Fjárhæð heiðurslaunanna jafngildir tæplega 135 þús- und krónum á mánuði. Heið- urslaunin í 2 mánuði hlutu að þessu sinni Adolf Frið- riksson, fornleifafræðingur, Inga Jóna Bachmann, sópr- ansöngkona og Olafur Arni Bjarnason, tenórsöngvari. Heiðurslaun til þriggja mán- aða hlutu Svava Hólmfríður Þórðardóttir, lyfjafræðing- ur og dr. Þuríður J. Jóns- dóttir, taugasálfræðingur. í fréttatilkynningu frá stjóm Brunabótafélags íslands segir að megintilgangur stöðugildisins sé að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heilla horfí fyrir ís- lenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menning- ar, íþrótta eða atvinnulífs. Þau verkefni ein komi til greina sem kostuð séu af viðkomandi ein- staklingi sjálfum. Hver sá sem heiðurslaun hlýtur skuldbindur sig til að gera stjóm BÍ grein fyrir því hveiju hann fékk áorkað meðan launanna naut við og áskilur félagið sér rétt til að greina frá því en krefst þó einskis annars af umsækjenda en að hann af alúð og samviskusemi takist á við verkefni sitt. Margvísleg viðfangsefni Adolf Friðriksson fomleifa- fræðingur hlaut heiðurslaun sín til að að þróa aðferðir sem hann vinnur að við kortlagningu fom- leifa á íslandi. Inga Jóna Bac- hmann hlaut launin í því skyni að auðvelda henni frekara söng- nám á Ítalíu og heiðurslaunum Ólafs Áma Bjamasonar er ætlað að auðvelda honum að fullnuma sig í list sinni. Svava Hólmfríður Þórðardóttir hyggst auka þekk- ingu sína á eiturefnum og aðferð- um við efnagreiningu brunarústa og Þuríður J. Jónsdóttir hlaut heiðurslaun í því skyni að geta sinnt rannsóknarstörfum er lúta að meðferð heilaskaddaðra á virtri rannsóknarstofnun erlendis. Formaður Landssamtakanna heimili og skóli um samræmdu prófin Hvatning og vísbending um starf kennara og skólanna UNNUR Halldórsdóttir formaður Landssamtakanna heimili og skóli, sem er samtök foreldra barna á grunnskólaaldri, segir það umhugsunarvert að milli 25 til 30% nemenda í grunnskólum lands- ins nái ekki lágmarkseinkunn á lokaprófi. Samræmd próf séu nauð- synleg bæði sem hvatning fyrir nemendur og sem sterk vísbending til kennara og skólanna um þeirra starf. Upplýsingar um prófin verði að kynna en hún viti til að fulltrúum í Skólamálaráði Reykja- víkur sé til dæmis ekki kynnt niðurstaða þeirra. Því hefur verið haldið fram að prófín segðu ekkert til um stöðu nemenda og sagði Unnur að ef svo væri ættu menn sjálfsagt að halda ró sinni en hún teldi að próf væru nauðsynleg bæði fyrir nemendur og kennara. „Próf virðast virka örv- andi á kennarana sem auðvitað er Lögmætur félagsfundur Læknafélags Reykjavíkur annt um sína nemendur og vilja koma þeim áfram,“ sagði hún. „Það gæti verið gott fyrir skóla- starfið að prófa tilviljanakennt í mismunandi fögum milli ára. Eins þyrfti að koma á samræmdum könnunarprófum miklu fyrr en núna fá nemendur fyrst lokaniður- stöðu eftir tíu ára nám.“ Kennsla miðuð við próf Ályktun gegn tilvísana- skyldu samþykkt einróma Á LÖGMÆTUM félagsfundi sem haldinn var í Læknafélagi Reykjavíkur á fimmtudaginn var samþykkt samhljóða álykt- un þess efnis að hver einstaklingur skuli eiga óskoraðan rétt á að leita sér lækninga hjá þeim lækni sem hann kýs, án þeirrar kvaðar að annar læknir hafi þar milligöngu. Þá álykt- ar fundurinn að ekki beri að taka upp tilvísanaskyldu fyrir sjúklinga þurfi þeir að leita sér læknisaðstoðar hjá öðrum en heimilislækni sínum. Ályktunin hefur verið send ráðherr- um ríkisstjórnarinnar, heilbrigðisnefnd Alþingis og land- lækni. Að sögn Högna Óskarssonar, formanns Læknafélags Reykjavík- ur, skráðu 79 sig á viðverulista á fundinum á fímmtudag, en fleiri félagsmenn hefðu þó mætt á fund- inn. Atkvæði greiddu 85 og sam- þykktu þeir allir tillöguna. Tillaga þessi hafði áður verið rædd á al- mennum félagsfundi 24. febrúar síðastliðinn og var ályktunin þá samþykkt með 90 atkvæðum en sex voru á móti. Þar sem sýnt var að á þeim fundi var innan við fjórð- ungur félagsmanna mættur taldist tillagan ekki samþykkt og var því boðað til annars fundar. Ákveðinn hópur óhress Högni sagði ljóst að ákveðinn hópur félagsmanna í Læknafélagi Reykjavíkur væri óhress með sam- þykkt ályktunarinnar, ogþað væru aðallega læknar innan heilsugæsl- unnar, en þó væri ekki einhugur um málið milli þeirra. Aðspurður um frekari viðbrögð af hálfu Læknafélags Reykjavíkur vegna hugsanlegrar tilvísanaskyldu sagði Högni að á það ætti eftir að reyna. „Það er ákvæði í samningum stofusérfræðinga við Trygginga- stofnun um að verði tilvísanir sett- ar á þá sé heimilt að segja samn- ingnum upp án fyrirvara. Samn- ingurinn byggir á því að það sé nokkuð fijálst flæði, en taxtinn er töluvert lægri heldur en væri í lok- aðra kerfí og það er sá hagur sem ríkisvaldið hefur af þessu kerfí. Ef mikill samdráttur verður hjá sérfræðingum yrðu þeir væntan- lega að segja upp samningum og sen\ja um miklu hærri taxta ein- faldlega til þess að geta haldið þessari aðstöðu sinni gangandi. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það og það verður bara að koma í ljós hvað verður,“ sagði Högni. Unnur sagðist sammála skóla- mönnum sem teldu samræmd próf í 10. bekk ekki gefa fullkomna mynd af stöðu nemenda. Sumir skólar miði kennsluna eingöngu við samræmdu prófín, sem verður til þess að nemendur með góða hæfíleika á öðrum sviðum en þeim sem prófað er í, væru aldrei metn- ir að verðleikum. Samræmd próf í lok fjórða bekkjar og lok sjö- unda bekkjar í niðurstöðu áfangaskýrslu nefnd- ar um mótun menntastefnu, er lagt til að samræmd próf verði haldin í lok fjórða bekkjar og í lok sjö- unda beklqar. Sagði Unnur að það yrði mjög til bóta að taka upp þessi próf sérstaklega ef þau nýtt- ust skólum til sjálfskoðunar og leiðbeiningar um frekari skólaþró- un. „Ég veit ekki hvort prófín hafí verið notuð innan skólanna til að bæta kennsluna," sagði hún. „Skólar fá niðurstöður nemenda á prófunum en ég veit ekki hvort þeir fá samanburð við aðra skóla eða upplýsingar um hvar þeir standa í einstökum fögum í saman- burði við aðra skóla. Og hvort þá fari sjálfkrafa í gang endurmat á kennsluháttum. “ MORGUlýBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 25 Hagfræðistofnun gerir athugun á notkun almenningsvagnakerfisins Ábati gæti veríð 4,7-6,2 milliarðar kr. á 12 árum ÞJÓÐHAGSLEGUR ábati af rekstri almenningsvagnakerfis gæti verið 4,7 til 6,2 milljarðar næstu tólf ár miðað við 6% reiknivexti og 50 króna meðálverð á farmiða, segir í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands fyrir samgönguráðu- neytið, Almenningsvagna bs., SVR og Vegagerð ríkisins. Ávinningurinn gæti orðið enn meiri ef farþegum fjölgaði í 19 milljónir á ári, þar sem 450 milljón króna niðurgreiðslur sveitarfélaga féllu niður. Kostnaður við hvern ekinn kílómet- er með almenningsvagni er talinn vera um 6 til 7 krónur en 15 krónur með einkabíl. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. hafí verið um 340 km árið 1990 en var 160 km árið 1960. Á sama tíma hefur bifreiðaeign aukist úr 7 þús. árið 1960 í 45 þús. árið 1990. Þá segir að: „Undanfarið hefur átt sér stað töluverð umræða um tap Stræt- isvagna Reykjavíkur og til að minnka það var gripið til þess ráðs að skerða þjónustu SVR, þ.e. tíðni ferða var breytt úr 15 mín. í 20 mín. að degi til. Eins og fram kemur í skýrslunni sýnir rekstrarreikningur almenn- ingsvagnafyrirtækjanna á höfuð- borgarsvæðinu 450 milljóna framlag sveitarfélaganna árið 1992, miðað við 50 kr. meðalmiðaverð og 9 millj- ónir farþega á ári. Ef, með markaðs- setningu og sambærilegum aðgerð- um og borgaryfírvöld í nágranna- löndunum hafa gripið til, væri hægt að fjölga farþegum í 19 milljónir á ári myndi niðurgreiðsla sveitarfélag- anna sem nemur 450 milljónum á ári falla niður.“ Pharmaco leitar eftir samvinnu um stofnun og rekstur lyfjabúða PHARMACO HF. hefur auglýst eftir lyfjafræðingum, apótekurum og iæknum með stofnun og rekstur lyfjabúða í huga. Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segir að það hljóti að standa starfsmönnum í þessum geira nær að standa að uppbyggingu lyfjaverslana en aðilum í almennum verslunarrekstri. Hann segir að í fram- haldi af væntanlegum lyfjalögum verði hugmyndin um lyfjaverslanir þróuð í samvinnu við þá aðila sem auglýst hafi verið eftir samvinnu við. Reksturinn verði ríkisstyrktur Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri í Garðabæ og formaður stjórn- ar Almenningsvagna bs., sagði að viðræður væru í gangi við fulltrúa ríkisstjómarinnar um þátttöku ríkis- ins í rekstrinum. Til þessa hefurþjón- ustan eingöngu verið í höndum sveit- arfélaga án þess að vera eitt af þeirra skylduverkefnum. „Við teljum að rík- ið eigi að leggja sitt af mörkum til þessarar þjónustu í stað þess að skattleggja og þar með að hagnast á henni," sagði hann. „Sveitarfélögin leggja fram um 500 milljónir í rekst- urinn á hveiju ári og þar af renna um 120 milljónir til ríkissjóðs." Farþegum fækkað um 10 millj. Farþegum Strætisvagna Reykja- víkur hefur fækkað úr 17,5 milljón- um árið 1962 í 7,1 milljón árið 1991 meðal annars vegna breytinga á efnahag manna og um leið fíölgun bfla. í könnuninni kemur fram að erlendis hafí hafí verið skorin upp herör gegn bílaumferð í miðborgum og um leið hefur almenningsvögnum verið gert hærra undir höfði. „Á meðan þessi þróun hefur átt sér stað erlendis hafa almenningssamgöngur átt undir högg að sækja á Islandi, það er í Reykjavík. Athyglisvert er að í stað þess að fylgja þróuninni erlendis hafa borgaryfírvöld í Reykjavík leitast við að gera bif- reiðaeigendum lífið léttara og er þá átt við það átak sem hefur átt sér stað í bflastæðismáium í miðborg Reykjavíkur." 45 þús. bílar Bent er á að lengd gatnakerfísins Apótekarar-lyfjafræð- ingar-læknar Pharmaco auglýsti eftir lyfja- fræðingum sem uppfylli skilyrði til þess að fá lyfsöluleyfí samkvæmt væntanlegum lyijalögum í Morg- unblaðinu í gær. Neðar í sömu auglýsingu er leitað eftir samvinnu við starfandi apótekara og lækna um stofnun hlutafélags um rekstur lyfjabúða. Standi fyrirtækinu nær Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sagði að með drögum að nýjum lyfjalögum opnaðist möguleiki á stofnun og rekstri lyíjaverslana. Forsvars- mann Hagkaups og Bónus hefðu lýst því yfir að þeir hygðust fara þessa leið og Pharmaco þætti rekst- ur af þessu tagi standa sér ná- lægt. „Það hlýtur að standa okkur og þeim stéttum sem hafa sérhæft sig í þessum geira nær að standa að svona uppbyggingu en almenn- um verslunum. Þannig teljum við að fagleg sjónarmið myndu betur njóta sín en í hinum verslununum," sagði Sindri. Keðja Aðspurður sagði hann að hug- myndin væri enn ómótuð enda væri ekki endanlega búið að ganga frá lögunum. „Víða erlendis er hins vegar þekkt að apótek séu rekin í keðjum í tengslum við lyfjafram- leiðslufyrirtæki eða lyijaheildsölur. Það á t.d. við í Bretlandi,“ sagði Sindri sagðist gera ráð fyrir að lyfjaverslanimir yrðu settar niður þar sem það þætti fýsilegt. Hann kvaðst reikna með að boð- ið yrðu upp á svipað vöruúrval og nú er boðið upp á í apótekum en bætti við að búast mætti við að þróunin hér heima yrði sú sama og erlendis að því leyti að farið yrði að bjóða upp á enn fleiri vöru- flokka. Hann sagðist hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunni. Sveppalyf í helmingi gnlróta- sýna í könnun Hollustuvemdar, Undir mörkunum í erlendum gulrótum en yfir mörkum í einu íslensku sýni AF 24 sýnum af gulrótum, þar af 9 innlendum, sem Hollustu- vernd ríkisins hefur tekið undanfarin tvö ár hefur sveppalyf- ið vinklozolin fundist í helmingi sýnanna, og er það eina vamarefnið sem greint hefur verið í gulrótum. Hollustu- vernd hefur fundið efnið í gulrótum frá einum innlendum framleiðanda, og í byrjun árs 1992 mældist efnið hjá honum yfir viðmiðunarmörkum. Af erlendum gulrótum hefur efnið fundist í 10 sýnum, en í litlu magni og undir viðmiðunargild- um í reglum og stöðlum um hámarksmagn þessa efnis í gulrótum. í Morgunblaðinu var fyrir skömmu haft eftir Guðmundi Sig- þórssyni skrifstofustjóra í landbún- aðarráðuneytinu að bannað væri að nota sveppa- og roteyðandi lyf á gulrætur, en allur innflutningur væri með slíkum lyfjum. Meðal ann- ars af þessu tilefni óskaði Gísli V. Einarsson framkvæmdastjóri Mata hf. eftir upplýsingum frá Hollustu- vemd ríkisins um það hve mörg sýni hefðu verið tekin af innfluttum gulrótum og í hve mörgum þeirra hafí fundist sveppa- og roteyðandi efni, og í hve mörgum sýnum þessi efni hefðu verið yfír hættumörkum. Jafnframt var óskað eftir samskon- ar upplýsingum um innlendar gulr- ætur. Þá var óskað eftir upplýsing- um um það hve mörg sýni hefðu verið tekin af innfluttu grænmeti og hvað skoðun á þeim hefði leitt í ljós varðandi eiturefni og í hve mörgum tilvikum eiturefni hafí ver- ið umfram leyfileg mörk, en jafn- framt vár óskað eftir sambærilegum upplýsingum varðandi innlent grænmeti. Ekki ástæða til aðgerða í svari Hollustuvemdar ríkisins til Mata hf. kemur fram að þar hafí undanfarin tvö ár verið unnið að eftirliti með innfluttum ávöxtum og grænmeti með tilliti til varnarefna í samræmi við ákvæði laga um framkvæmd innflutningseftirlits. Einnig hefðu innlendar matjurtir verið töluvert skoðaðar. Skimað væri fyrir leifum af 32 vamarefnum, sem aðeins væri hluti af mögulegum efnum, en skimað væri fyrir þeim efnum sem algengast væri að fínna í ávöxtum og grænmeti. Af þeim níu innlendu gulrótarsýnum sem skoðuð voru, en þau voru frá 6 framleiðendum, fannst eins og fyrr segir sveppalyf í gulrótum frá einum framleiðanda, og mældist það yfír viðmiðunarmörkum í byijun árs 1992. Fram kemur að lyfið hafí verið notað til að veija vömna gegn skemmdum eftir uppskem, en ekki hafði verið sótt um skráningu lyfsins til þeirrar notkunar. Ekki hafi þótt ástæða til aðgerða þar sem þetta hafi verið í lok sölu á gulrótum frá þessum framleiðanda, og efnið ekki í það miklu magni að talið væri að heilsutjón stafaði af. Gulrætur frá þessum framleiðanda hafí síðan verið í lagi og sveppalyf langt undir viðmiðunarmörkum. í svari Hollustuvemdar kemur fram að þessa dagana sé unnið að heildamppgjöri varðandi sýnatöku á grænmeti fyrir árið 1992, en ljóst sé að í heildina hafi ástand þess grænmetis sem skoðað hafi verið með tilliti til þeirra 32 vartnarlyfja sem um ræðir verið mjög gott.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.