Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 28

Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Leikklúbbur VMA HL-stöðin „Fyrir aust- an mána“ frumsýnd LEIKKLÚBBURINN Locos í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri frumsýnir á mánudagskvöld í fyrsta sinn á íslandi leikritið „Fyrir austan mána“ (Cloud nine) eftir Caryl Churcill í þýðingu og leikstjórn Jóns Bjarna Guð- mundssonar, leikara hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Leikritið er tvíþætt og gerist fyrri hluti þess í Afríku árið 1880 og sá síðari í London árið 1980, en sögu- persónur upplifa þennan tíma ein- ungis sem 25 ár. Þetta er „meló- dramatísk kómedía", eins og segir í fréttatilkynningu frá leikklúbbn- um, og við allra hæfi, en bömum undir 10 ára aldri er þó ekki ráð- iagt að sjá sýninguna. Sýnt verður í Gryflunni í Verk- menntaskólanum og frumsýning verður á mánudagskvöld, 15. mars -t og hefst hún kl. 20.30 og er miða- sala við innganginn, en gestum er ekki hleypt inn í salinn eftir að sýningar heijast. ■ KVIKMYNDAKLÚBBUR Ak- ureyrar sýnir myndina Einiberja- tréð næstkomandi mánudag, 15. mars, kl. 19 í Borgarbíói. Myndin Einibeijatréð er íslensk-amerísk kvikmynd gerð eftir kunnu ævin- týri Grimsbræðra með sama nafni. Með öll aðalhlutverkin fara íslensk- ^ir leikarar, Björk Guðmundsdótt- ir, Bryndís _ Petra Bragadóttir, Valdimar Orn Flygenring og Geirlaug Sunna Þormar. Tilbúnar ÁKVEÐNAR stúlkur úr MA tilbúnar í hörkukeppni í bandý við stúlkumar í Verkmenntaskólanum. Iþróttadagur framhaldsskóla Árlegur íþróttadagur þar sem nemendur fram- haldsskólanna á Akureyri, Menntaskólans á Akur- eyri og Verkmenntaskólans á Akureyri, reyna með sér í ýmsum greinum íþrótta var haldinn í fyrradag, en jafnframt lauk sameiginlegum listadögum skól- anna sem staðið hafa síðustu tíu daga. Það hefur því mikið verið um að vera í skólunum á sviði menn- ingar og lista að undanfömu og því mál til komið að reyna á líkamann. Keppt var í sundi, fijálsum íþróttum, blaki, borðtennis, körfubolta, fótbolta, handbolta, skák og bandý og fór keppnin fram í íþróttahöllinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigri fagnað STÚLKUR i Uði Verkmenntaskólans fögnuðu sigri yfir stöllum sínum í MA í handknattleik. Stærstu kröfuhafar K. Jónssonar fara yfir stöðuna á fundi í dag Freistað að finna nýja aðila til að reka verksmiðjuna Akureyrarbær tapar 45 milljónum STÆRSTU kröfuhafar í þrotabú Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co munu hittast á fundi með skiptastjóra, Ólafi Birgi Arnasyni, í dag, laugardag. Á fundinum verður farið yfir stöðuna og teknar ákvarðanir um framhaldið, en strax eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota var farið að leggja á ráðin um endurreisn þess. Ljóst er að Akureyrarbær tapar tugum milljóna á gjaldþrotinu. Starfsfólk mætti til vinnu í gær, föstudag og ábyrgðist Landsbanki íslands laun þess, en að sögn Ólafs Birgis Ámasonar skiptastjóra lá ekki annað fyrir síðdegis í gær en 'að þrífa tæki og Ioka fyrirtækinu. Hann sagði að aðilar í skyldum rekstri bæði innanbæjar og utan hefðu sýnt því áhuga að koma inn í reksturinn og sagði hann afar mikilvægt að einhvers konar rekstr- arfélagi yrði komið á fót. Kröfuhafar funda „Það er mjög mikilvægt að rekst- urinn stöðvist ekki, m.a. vegna við- skiptasamninga sem gerðir hafa verið. Það var allt sett á fulla ferð strax eftir að fyrirtækið var úr- skurðað gjaldþrota til að leita að áhugasömum aðilum til að leigja þennan rekstur og það mál er í gangi,“ sagði Ólafur Birgir. Hartn hefur kallað fulltrúa stærstu kröfuhafa búsins til fundar í dag, laugardag, til að ræða málið og má búast við að ákvörðun um framhaldið verði tekin á fundinum. Á fundinn koma fulltrúar Lands- banka Islands, Iðnþróunarsjóðs, Iðnlánasjóðs, Byggðastofnunar og Akureyrarbæjar. „Málin verða að ganga hratt fyrir sig, við megum engan tíma missa," sagði Ólafur Birgir. Tugmilljóna tjón Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri sagði að bæjarsjóður yrði fyrir tugmilljóna tjóni í lqölfar gjaldþrotsins. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir láni upp á 30 milljónir króna og þá sagði Halldór að aðrar kröfur bæjarins á hendur fyrirtækinu væru um það bil 25 milljónir króna, en þar af eru tæpar 10 milljónir vegna fasteignagjalda sem eru með lög- veði og því ekki tapað fé. „Ég gæti trúað að beint tap bæjarins vegna gjaldþrotsins væri um 45 milljónum króna, en þar við gæti óbeint tap orðið nokkuð. Við væntum þess hins vegar að það finnist einhver flötur á því að gerð- ur verði leigusamningur um áfram- haldandi rekstur til að byija með. Menn einbeita sér í fyrstu að skammtímalausn til að halda þessu gangandi enda mikið í húfi og síðan verður hægt að leita langtíma- lausna. Að engu að hverfa „Þetta er mjög alvarlegt mál, þetta er stór vinnustaður á okkar mælikvarða," sagði Bjöm Snæ- bjömsson formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar en um 60 af 70 starfsmönnum K. Jónssonar vom í Einingu. Bjöm sagðist halda í þá Keypt nýtt þrekhjól AÐALFUNDUR HL-stöðvar- innar, endurhæfingarstöðvar hjarta- og lungnasjúklinga, var haldinn fyrir skömmu. Rekstur stöðvarinnar hefur gengið vel, fullskipað er í alla þijá þjálfunarhópana, alls um 60 manns og fáeinir bíða eftir plássi. Árangur af þjálfuninni er mjög góður en það kom fram í erindi sem Jón Þór Sverrisson yfirlæknir stöðvarinnar hélt. Verkalýðsfélagið Eining gaf HL-stöðinni fjögur þrekæfingahjól sem tekin voru í notkun í haust. Þessi hjól eru hið mesta þarfaþing, því hægt er að hjóla á þeim með bæði höndum og fótum sem kemur sér vel fyrir þá þrekminnstu. Þrekmælingalyól Á næstunni verður tekið í notk- un nýtt þrekmælingahjól með fylgibúnaði sem bætir aðstöðu tii muna og gerir þrekmælingar og yfirfærslu þeirra á þrekhjól auð- veldari. Hjarta- og æðavemdarfé- lag Akureyrar og nágrennis gaf 150.000 kr. til kaupa á þessum tækjum í minningu Baldvins Þor- steinssonar skipstjóra. Alls kostar þessi tækjabúnaður um 400.000 krónur. ♦ ♦ ♦----- ■ FORELDRAFÉLAG blásara- deildar Tónlistarskólans á Akur- eyri efnir til fjáröflunartónleika á morgun, sunnudag 14. mars, kl. 15 í Sjallanum. Fram koma eldri og yngri blásarasveitir ásamt minni hópum, saxófónkvartett, tromp- ettríói, slagverkssveit og tréblást- urshópi. von að einhverjir tækju að sér að byggja reksturinn upp að nýju, ann- ars væri ljóst að starfsfólkið missti vinnuna og hefði ekki að neinu að hverfa. Þegar væru á þriðja hund- rað Einingarfélagar á Akureyri án atvinnu, en alls eru um 540 manns skráðir atvinnulausir nú. Eining tapar um 500 þúsund krónum á gjaldþrotinu vegna fé- lagsgjalda og greiðslna í sjúkra- og orlofssjóð. Þá nema skuldir vegna lífeyrisiðgjalda um 2,5 milljónum króna. Messur á Akureyri: AKUREYRARKIRKJA Helgistund verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 10 á morgun, sunnudagaskólinn heimsækir Glerárkirkju. Messað verður kl. 14. Þorgrímur Daníelsson pred- ikar. Messað í Seli kl. 14. GLERÁRKIRKJA Biblíulestur og bænastund í dag kl. 13. Kirkjuhátíð barnanna verður haldin í kirkjunni kl. 11 og munu þá börn úrsunnudaga- skólum af Eyjafjarðarsvæðinu koma saman. Messað verður kl. 14 og eru fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta. Krossanesverksmiðjan stendur ekki undir greiðslubyrði Bærinn eykur hlutafé um 100 nulljónir króna MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar hefur samþykkt að auka hlutafé í Krossanesi um 100 milljónir króna. Ljóst þykir að verksmiðj- an stendur ekki undir greiðslubyrði sinni og fjármagnskostnaður er mikill. Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði að Akureyrarbær yfirtæki lán sem Krossanesverksmiðjan væri með upp á 191 milljón króna, en lánið er með bæjarábyrgð. Þá mun bærinn greiða 100 milljónir kr. í nýtt hlutafé og síðan verður 91 milljón kr. skuldbreytt, þannig að Krossanesverksmiðjan mun skulda Akureyrarbæ þá upphæð. Gengur vel Halldór sagði að rekstur verksmiðjunnar hefði gengið vel og nægt hráefni hefði borist til vinnslunnar á vertíð- inni, en annað væri upp á teningnum er kæmi að fjár- magnskostnaði og greiðslubyrði, stofnkostnaður hefði verið meiri en áætlað var og eins hefði ekki tekist að selja öll tæki sem selja átti. Fyrsta árið eftir að búið var að endurbyggja verksmiðjuna eftir bruna fyrir nokkrum árum var svo til loðnulaust og setti það strik í reikninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.