Morgunblaðið - 13.03.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 13.03.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Minning Aðalsteinn Símon- arson á Laufskálum Fæddur 9. nóvember 1917 Dáinn 8. mars 1993 Hann Aðalsteinn á Laufskálum er búinn að kveðja. Svohljóðandi frétt barst okkur núna, mánudaginn 8. mars. Hann lést þá um morgun- inn eftir stutta legu í sjúkrahúsinu á Akranesi, hálfáttræður að aldri, fæddur 9. nóvember 1917. Aðalsteinn Símonarson, garð- yrkjubónd á Laufskálum í Staf- holtstungum í Borgarfírði, átti -bemsku sína og æsku í hinni fögru og sögufrægu Þingvallasveit, fædd- ur og uppalinn í Vatnskoti, næsta bæ við Þingvelli. Foreldrar hans voru Símon Pétursson, smiður og bóndi f Vatnskoti, og kona hans, Jónína Sveinsdóttir frá Torfastöðum í Grafningi. Símon var reyndar síð- asti bóndinn í þjóðgarðinum. Símon í Vatnskoti var mörgum kunnur sem hagleiksmaður og hugvitsmaður í senn, allt lék í höndum hans og hugkvæmni hans á verklega sviðinu var mikil og fijó. Aðalsteinn var yngstur fimm bama þeirra Jónínu og Símonar, en kveður fyrstur. Á æskuárum Aðalsteins var Jcreppa á íslandi. Fjárhagur alls al- *mennings var þröngur, atvinnuleysi var mikið og framtíðarhorfur ungra manna hvorki fjölbreyttar né glæst- ar. Heima í Þingvallasveitinni var ekki sjáanlegur starfsvettvangur fyrir tápmikinn og stórhuga strák. Þá var líka nýbúið að stofna þjóð- garð á Þingvöllum (1930) og banna fjárbúskap á nokkrum jörðum í sveitinni, þar á meðal í Vatnskoti, en í Þingvallasveit er landgæðum þannig háttað, að aðrar búgreinar koma naumast til greina. V En Aðalsteinn lét ekki hugfallast, hann lagði ekki á árar í bát, heldur reri á önnur mið. Hann braust I því við erfíðar aðstæður að afla sér þekkingar og hæfni á nýju sviði, svo að hann gæti staðið á eigin fótum. Garðyrkjustörf urðu fyrir valinu og þau hóf hann í Hveragerði skömmu eftir fermingaraldur. Síðan hélt hann áfram námi og störfum í Sví- þjóð, en hvarf heim, þegar heims- styijöldin síðari skall á, haustið 1939. Það var svo á stríðsárunum, nán- ar tiltekið 1942, að Aðalsteinn Sím- onarson, ungur garðyrkjufræðing- ur, sté það örlagaríka spor að flytj- ast upp í Reykholtsdal í Borgarfírði 'Util að hafja þar ævistarf. En í dal þessum er jarðhiti meiri og á fleiri stöðum heldur en á flestum, ef ekki öllum öðrum, byggðum bólum hér á landi. Á þessum tíma var farið að líta á jarðhitann sem hlunnindi, ekki bara til upphitunar húsa, held- ur og til ræktunar suðrænna ávaxta og grænmetis. Einn daginn barst sú fregn um sveitina, að ungur garð- yrkjufræðingur að sunnan væri að hefja byggingu gróðrarstöðvar á Kleppjámsreykjum og brátt risu þar hús af grunni og meðal þeirra eitt langt og mjótt úr gleri, svonefnt gróðurhús. Þessi ungi maður, sem þama var að verki ásamt nokkmm félögum sínum, var Aðalsteinn Sím- onarson frá Vatnskoti. Hlutafélag hafði verið stofnað um fyrirtækið, en Aðalsteinn var framkvæmda- stjóri þess og sá sem lagði til þekk- inguna og starfsréttindin, aðrir lögðu sjálfsagt fram meira fjármagn til framkvæmdanna. Gróðrarstöð þessa, þennan nýja bæ í dalnum, nefndu þeir Skrúð. Nú er löngu ris- ið heilt hverfí slíkra gróðrarstöðva á landi Kleppjámsreykja. Aðalsteinn og þeim félögum tókst vel til með alla uppbyggingu og rekstur gróðr- arstöðvarinnar frá upphafí. Fram- leiðslan var að vísu ekki fjölbreytt ~a þeim ámm, aðallega tómatar og gúrkur og svo nokkur útiræktun í volgum jarðvegi í nánd hveranna. En þama var nokkuð þröngt til at- hafna fyrir kappsfullan og stórhuga mann eins og Áðalstein og að nokkr- um ámm liðum flutti hann sig á annað athafna- og jarðhitasvæði, norður yfir Hvítá, að Brúarreykjum í Stafholtstungum. Þar fékk hann land undir nýja gróðararstöð og hitaréttindi, sem til þurfti, hjá bónd- anum á Brúarreykjum. Hér var í stórræði ráðist að byggja allt frá gmnni af eigin rammleik. En Aðal- steinn stóð ekki einn og óstuddur í þessu .öllu. Við hlið hans stóð hún Bagga, konan hans, Sigurbjörg Pálsdóttir frá Böðvarshólum í Húna- þingi. Þessum nýja bæ sínum gáfu þau nafnið Laufskálar. Smátt og smátt vom svo kvíamar færðar út, gróðurhúsum fjölgað, útiræktun aukin og meiri fjölbreytni tekin upp í ylrækt. Auk hinnar hefðbundnu gróðurhúsaræktunar lagði Aðal- steinn á síðari ámm vemlega stund á kaktusarækt og tijárækt. Var oft blómlegt um að litast í kaktusahús- inu hans og tijáplöntumar nutu natni og umhyggju hins áhugasama skógræktarmanns. Nú hefur Kári, yngsti sonur þeirra hjóna, tekið við gróðrarstöð- inni og rekur hana með myndar- brag. Annar sonur þeirra, Erlingur, býr einnig þar rétt hjá, og þriðji sonurinn, sá elsti, Símon Páll, rekur stórt og myndarlegt bifreiðaverk- stæði í Bæjarsveit. Þannig em þeir bræður allir athafna- og umsvifa- menn í Borgarfirði. Aðalsteinn á Laufskálum var ekki stór maður vexti, hann bar ekki höfuð og herðar yfír mannfjöldann, en hann þurfti samt ekki að tylla sér á tær til þess að eftir honum væri tekið á mannamótum. Lífsfjör og glaðlyndi leiftraði af honum og hann átti gnótt áhugamála og hugð- arefna til að ræða um, næstum því við hvem sem var og hann gerði sér ekki mannamun. Það ríkti sjald- an lognmolla í kringum hann og hann fór ekki dult með skoðanir sínar, ef því var að skipta. Best naut hann sín þó, þegar slegið var á léttari strengi, er gamanmál vom efst á baugi, bmgið var á leik eða lagið tekið á góðra vina fundi. Sjálf- ur átti hann harmoníku og lék tals- vert á hana á yngri ámm, m.a. fyr- ir dansi og nú á síðari ámm gerðist hann virkur þátttakandi í Félagi harmoníkuunnenda og tók þá aftur að ri§a upp gömlu gripin á nikkuna sinni. Hann átti þá líka góðan hlut að samskiptum við harmoníkuun- endur í Skandinavíu, bæði með því að efna til ferða á þeirra fund og bjóða þeim hingað og vom nikkum- ar þá dregnar sundur og saman, svo að undir tók í hljómleikahöllum. Hér kom það sér vel fyrir alla aðila, að Aðalsteinn var næstum jafn hraðmæltur á skandinavískuna og á íslensku, enda lá málanám sérlega vel fyrir honum. Aðalsteinn gekk, ekki með hálfum huga að þessu verki fremur en öðm, sem hann tók sér fyrir hendur, enda var það ekkert hálfkák. Skemmtilegt var að vera með þeim Laufskálahjónum á ferðalög- um, ekki síst er farið var til sér- stæðra afskekktra staða. Nefni ég í því sambandi staði eins og eyði- byggðimar „Fjörður" og Flateyjard- al í Þingeyjarsýslu og byggðir Sama í Nordkalotten nyrst í Skandinavíu. Aðalsteinn hafði glöggt auga fyrir sérkennum og fegurð náttúrannar og hann var fljótur að taka eftir myndamótívunum í kringum sig, enda var myndavélin sjaldan meira en í seilingarfjarlægð á slíkum ferðalögum. Eftir heimkomuna vom myndimar svo skoðaðar og ferða- gleðinnar notið á nýjan leik og margt fróðlegt og skemmtilegt rifj- að upp. Ég held það hafí verið með eindæmum, hve Aðalsteinn þekkti mikið af jurtum og blómum með nöfnum. Gilti það jafnt um heiti ís- lenskra fjallablóma og latnesk fræðiheiti suðrænna kaktusta. Ég notfærði mér það oft, er ég rakst á fágæt blóm á fjalli eða í haga að taka myndir af þeim og sýna Aðal- steini á Laufskálum. Þurfti ég þá ekki lengur að velkjast í vafa um hið rétta nafn. Mikið hlakkaði maður til, þegar von var á þeim Aðalsteini og Böggu í bæinn. Gistu þau þá jafnan eina nótt eða fleiri hjá okkur, þótt marga þyrfti að hitta og tala við. Þá fannst manni það eini gallinn á þeim, hve þau vom vinmörg. Aðalsteinn átti líka mörg erindi að reka í bænum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra og ekki síst fyrir félagasamtök stéttar sinnar. Margar vom ferðimar á fundi hjá Sölufélagi garðyrkju- manna og oft þurfti að ganga fyrir ráðamenn á hærri stöðum í þjóðfé- laginu til að leggja fyrir þá mál, ræða þau og vinna þeim fylgi og framgang. Til þess var Aðalsteinn á Laufskálum flestum betur fallinn. Nú hefur Aðalsteinn, þessi lífs- glaði og starfsami maður, lokið störfum sínum hér á jörð. Hann hefur kvatt og flust yfir á eilífðar- landið. Við vitum harla lítið um það land, hvemig það er og hvers konar lífi þar er lifað. Allar hugmyndir okkar um störf manna þar og hlut- verk, sem þeir kunna að gegna, em því ágiskanir einar. En ef við trúum því, að allt líf eigi að stefna í átt til aukins þroska, þá hljóta þar að vera unnin margs konar ræirtunar- störf. Þar er þá trúlega mikil mergð fagurra blóma til að hugsa um, hafa yndi af og læra að þekkja. Ég efast þá ekki um, að Áðalsteinn, mágur minn, fær þar verðugt verk- efni að vinna. Ég efa ekki heldur, að hvar sem hann kemur meðal manna verður honum vel tekið, því að þar, eins og hér, verður hann hrókur alls fagnaðar á vinafundum. Að lokum votta ég samúð mína öllum vinum hans hér, sem nú hafa séð honum á bak. ívar Björnsson. Mig langar til að minnast látins nágranna til nærri hálfrar aldar, Aðalsteins Símonarsonar garðyrkju- bónda. Hann reisti sér nýbýli í landi Brúarreykja og nefndi Laufskála og rak þar garðyrkjubú til skamms tíma, er sonur hans tók við. Aðalsteinn var mjög áhugasamur um hvers konar ræktun og kom sér upp skjólbeltum fyrstur manna hér, landi sínu og bústað til skjóls, einn- ig fallegum skrúðgarði. Hann var góður nágranni og hjálplegur við þá er til hans leituðu, en það gerðu margir, einkum þeir sem vom að raflýsa hjá sér með litl- um mótomm er oft vildu bila. Aðalsteinn var mikill félagsmála- maður og starfaði í mörgum félög- um, kátur og gestrisinn heim að sækja, hann spilaði á harmoníku og gítar og var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. Einnig vann hann mikið að mál- efnum Síðumúlakirkju og þar störf- uðum við saman um árabil. Fyrir þetta samstarf og fleira vilj- um við Kristjana og fjölskyldur okk- ar þakka að leiðarlokum. Áðalsteinn var fæddur í Vatns- koti í Þingvallasveit 9. nóvember 1917 og lést í sjúkrahúsi Akraness 8. mars sl. Kona hans, Sigurbjörg Pálsdóttir, studdi mann sinn af dugnaði við búskapinn. Þeim varð þriggja sona auðið og búa tveir þeirra á Laufskálum. Við sendum Sigurbjörgu, sonum þeirra og fjölskyldum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristjana og Þorsteinn. Góður granni og vinur er látinn. Aðalsteinn á Laufskálum var búinn að eiga við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin. Samt grun- aði mig ekki, þegar við vomm að spjalla saman í Sjúkrahúsinu á Akranesi um daginn að það yrðu okkar síðustu samfundir. Sú varð þó raunin á. Aðalsteinn var fæddur og uppal- inn við Þingvallavatn, sonur síðustu ábúendanna í Vatnskoti, Jónínu Sveinsdóttur og Símonar Péturs- sonar. Ungur stundaði hann nám í garðyrkju, sem síðar varð hans ævistarf. Hálf öld er nú liðin síðan Aðal- steinn og kona hans, Sigurbjörg Pálsdóttir, komu að austan og urðu Borgfírðingar. Fyrstu árin stund- uðu þau ylrækt á Kleppjámsreykj- um, en 1945 gerðust þau landnem- ar á norðurbakka Hvítár og byggðu gróðurhúsabýlið Laufskála við jarð- hita í landi Brúarreykja í Stafholts- tungum. Þar var heimili þeirra og starfsvettvangur æ síðan. Þessi ungu hjón vom ekki rík að veraldar- auði á fmmbýlingsámnum, en þau áttu það sem var gulli betra, nóg af bjartsýni, útsjónarsemi, dugnaði og nægjusemi. Aðalsteinn var mikill hagleiks- maður, svo að segja má að allt léki í höndum hans, ekki sízt í sam- bandi við ýmsar vélaar og verk- færi. Hann var hugmyndaríkur og‘ fljótur að tileinka sér nýjungar. Ræktunarstörfín vom honum ekki aðeins lifibrauð, heldur hjartans áhugamál. Ég tel að sá sem getur séð sér og sínum farborða með því að vinna við það sem hann hefur virkilegan áhuga á geti kallast gæfumaður, því að það segir sig sjálft að hann nýtur lífsins í miklu ríkara mæli en sá sem lítur á vinnuna sem tómt brauðstrit og illa nauðsyn. Aðalsteinn naut þess greinilega vel að umgangast gróðurinn, sinna um ungar plöntur af mikilli natni eftir öllum kúnstarinnar reglum og sjá þær vaxa og dafna. Ríkur þátt- ur í fari hans var að lofa öðram að njóta með sér yndisins af rækt- unarstörfunum. Gestir og gangandi vom leiddir í eftirminnilegar skoð- unarferðir um gróðurhúsin, nutu skemmtilegra samræðna við hús- bóndann, þáðu af honum ótal góð ráð og tóku auðvitað allt of mikið af tíma hans. Hlutdeild hans í að vekja og glæða áhuga fólks á skóg- rækt, blóma- og garðrækt verður ekki vegin né í tölum talin, en víst er að margir eiga honum þakkar- skuld að gjalda. Aðalsteinn var ákaflega greiðvik- inn og fljótur að bregða við_ þegar aðstoðar hans var leitað. Ótaldar em t.d. ferðir hans hingað að Kaðal- stöðum til að hjálpa okkur hjónun- um með ráðum og dáð við tijárækt- ina okkar. Ótaldar plönturnar og grænmetið sem við þáðum að gjöf í áranna rás. Ljúft er að minnast skemmtiferðanna sem við fórum með þeim hjónum, Aðalsteini og Böggu, hér fyrr á ámm. Betri og skemmtilegri ferðafélga er ekki hægt að kjósa sér. í þessum ferðum kynntumst við býsna stórum hluta af landinu okkar. Við fómm gjaman einhveijar öræfaleiðir og stundum um hraun og klungur eða aðrar vegleysur, þar sem bílstjórarnir þurftu að beita allri sinni ökusnilld og fullnýtakosti rússajeppanna sem fjallabfla. Ég held reyndar að þeir hafí haft ákaflega gaman að því, en okkur farþegunum þótti stund- um nóg um hristinginn. Aðalsteinn hafði alltaf svo lifandi áhuga á því sem fyrir okkur bar. Ég sé hann enn fyrir mér hlaupandi upp um hæðir og hóla til að skoða sig betur um, festa fagurt útsýni á fílmu eða leita að fágætum steinum. Oft var rásað um móa og mela, rýnt vand- lega niður í lautir og inn í kjarr í leit að sjaldgæfum gróðri. Væri stanzað nálægt vatni var lagt af stað með stöngina til að reyna að veiða. Á fullorðinsámnum varðveitti Aðalsteinn ennþá bamið í sjálfum sér. Hann var alltaf strákur sem gat bmgðið á leik og skynjað ver- öldina með barnslegum áhuga og forvitni. Aðalsteinn var félagslynd- ur og flutti með sér hressandi glað- værð hvar sem hann fór. Hann spil- aði á harmonikku og lék oft fyrir dansi á böllunum í gamla daga. Hann kom víða við sögu í félags- málum og var jafnan kosinn til trún- aðarstarfa. Mig minnir að hann hafí ýmist beitt sér fyrir stofnun þeirra félaga sem hann var orðaður við, verið formaður þeirra eða a.m.k. setið í stjórn. Stundum tókst honum að ná undraverðum árangri, enda átti hann ævinlega stóra hug- sjónir og metnað fyrir hönd síns félags og sparaði ekki krafta sína. Aðalsteinn vann mikið fyrir samtök garðyrkjumanna í Borgarfírði og sömuleiðis fyrir Sölufélag garð- yrkjumanna. Eftir að aðrir höfðu leyst hann af hólmi þar og aðeins var farið að hægjast um hjá honum tók hann við starfí formanns Skóg- ræktarfélags BorgarQarðar og gegndi því síðan alla tíð meðan kraftar hans entust. Ég var ritari félagsins lengst af þann tíma, en Ragnar Olgeirsson sá um fjárreið- urnar. Ánægjulegt var að starfa með þessum heiðursmönnum og fleiram, sem þar komu við sögu, og alveg ótrúlegt hvað Aðalsteinn fómaði skógræktarfélaginu miklum tíma og vinnu miðað við allar að- stæður. Hann var ekki að eyða tím- anum í úrtölur og barlóm, en var eldhuginn sem sá Borgarfjarðarhér- að í hillingnm þakið víðlendum skógum og hreif aðra með sér til að ]eggja því framtíðarverkefni lið. Á aðalfundum Skógræktarfélags íslands lagði Aðalsteinn ýmislegt til málanna og fór yfírleitt ekki troðnar slóðir. Samfundi skógrækt- armanna nýtti hann að öðm leyti jöfnum höndum til að afla sér þekk- ingar og til að leiðbeina öðmm, því að alltaf vom þeir margir sem leit- uðu til hans um slíkt. Á seinni ámm tók Aðalsteinn sig til ásamt fleiri áhugamönnum og stofnaði félag harmonikkuunnenda á Vesturlandi. Eftir það urðu fleiri slík félög til og loks landssamband. Þessi félög hafa orðið mikill gleðigjafí, bæði fyrir spilarana sjálfa og þá sem hafa sótt hin vinsælu harmonikku- böll. Það gefur augaleið, að oft urðu miklar frátafir frá bústörfunum hjá Aðalsteini og hann hefði ekki getað gefíð félagsmálunum svona mikinn tíma nema eiga styrka stoð heima fyrir. Það vill oft gleymast að þakka mökum „félagsmálatröllanna" fyrir að taka einatt á sig tvöfalda vinnu og ábyrgð. Mesta gæfa Aðalsteins var án efa hvað hann var vel kvænt- ur. Hjónin vom einstaklega sam- hent, Bagga tók virkan þátt í áhugamálum bónda síns og hélt öllu í góðu lagi heima. En vinnutími þeirra hjóna var tíðum bæði langur og strangur. Svo var stöðugur gestagangur. Fólk kom bæði til að skoða og kaupa plöntur, og til að blanda geði við húsráðendur. Bæði þau og heimilið þeirra vom svo ein- staklega aðlaðandi. Kaktusana, pottablómin og skrautsteinana gat maður skoðað endalaust, að ekki sé minnzt á garðinn þeirra á sumr- in. Gróðrarstöðin var smám saman stækkuð og öll aðstaða stórbætt. Loks var blómlegu búi skilað í hend- ur yngsta sonarins, Kára. Eldri em synirnir Símon í Bæ og Erlingur á Laufskálum 2. Síðustu árin urðu þeim hjónum erfið vegna vanheilsu Aðalsteins. Hann var nánast oarðinn eins og skugginn af sjálfum sér, gersam- lega útslitinn maður. Enn var það Bagga sem annaðist hann að mestu leyti. Nú er vegferð hans héma megin lokið, en hver veit nema andi hans fylgist áfram með gróðrinum sem honum var svo annt um og gleðjist við að sjá sem flesta unga sprota teygja sig upp á móti sólinni. Við hjónin þökkum fyrir liðna tíð og alla vinsemd í okkar garð og sendum fjölskyldu Aðalsteins inni- legar samúðarkveðjur. Þórunn Eiríksdóttir. Hugsjónamaður er fallinn frá, Aðalsteinn Símonarson, fv. garð- yrkjubóndi á Laufskálum í Staf- holtstungum, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 8. mars sl. Hann var fæddur 9. nóvember 1917 í Vatnskoti í Þingvallasveit. Foreldr- ar hans vom Símon Daníel Péturs- son, bóndi í Vatnskoti, og kona hans, Jónína Sveinsdóttir. Aðal-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.