Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 31
steinn ólst upp við landbúnaðarstörf
eins og þau tíðkuðust á fyrri hluta
aldarinnar. Hann fékk snemma mik-
inn áhuga á gróðri og garðyrkju og
hóf nám sem garðyrkjumaður í
gróðurhúsum í Hveragerði 1933 og
stundaði þá vinnu alla tíð síðan.
í janúar 1938 fór hann í vinnu
og nám í garðyrkju og trjárækt til
Svíþjóðar, kom heim í nóvember
1939, var þar hátt í tvö ár. Þaðan
átti hann mjög góðar minningar.
Ekki mun hafa verið örgrannt um
að móðir hans hafi hvatt hann til
heimferðar vegna styijaldarinnar
sem þá var hafin.
Aðalsteinn kvæntist 3. október
1942 eftirlifandi konu sinni, Sigur-
björgu Pálsdóttur. Foreldrar hennar
voru Páll Guðmundsson, bóndi í
Böðvarshólum, og kona hans, Anna
Halldórsdóttir.
Sigurbjörg og Aðalsteinn eignuð-
ust þijá syni sem allir eru miklir
hagleiksmenn, eins og þeir eiga kyn
til. Þeir eru Símon Páll, fram-
kvæmdastjóri Vélabæjar, Erlingur,
á heima á Laufskálum, stundar
akstur og vélaviðgerðir, og yngstur
er Kári sem á og rekur gróðrarstöð-
ina Laufskála.
Árið 1942 var hafín bygging
gróðrarstöðvar á Kleppjámsreykj-
um í Reykholtsdal sem nefndist
Skrúður. Þar gerðust þessi hjón
hluthafar. Aðalsteinn starfaði að
uppbyggingu stöðvarinnar og vann
við hana fyrstu árin. Sigurbjörg kom
uppeftir nokkru seinna sem orsak-
aðist af því að þá var Símon sonur
þeirra að líta ljós þessa heims.
Þau hjónin létu ekki þama við
sitja. Árið 1945 fengu þau land-
spildu úr jörðinni Brúarreykjum í
Stafholtstungum og hófu þar upp-
byggingu gróðrarstöðvar sem þau
nefndu Laufskála. Þama byggðu
þau frá grunni, að vísu þegar frá
leið með aðstoð drengja sinna, þann
yndislega fjölbreytta gróðurreit sem
birtist okkur þegar við komum í
heimsókn að Laufskálum.
Aðalsteinn var mikill félagsmála-
maður, var einn af stofnendum
Sölufélags garðyrkjumanna, þar í
stjóm og um árabil formaður. Skóg-
ræktarfélag Borgarfjarðar var
stofnað 1938. Þar var framkvæmda-
stjóri frá fyrstu tíð mikill félags-
málamaður, Daníel Kristjánsson á
Hreðavatni. Hann var alla tíð leið-
beinandi um stjómarkjör í skóg-
ræktarfélaginu. Árið 1978 stóð
hann að kosningu Aðalsteins heitins
í stjóm og vissi áreiðanlega mjög
vel hvað hann var að gera. Aðal-
steinn var í stjóm Skógræktarfélags
Borgaríjarðar og formaður þess í
tíu ár. Þar sem annars staðar var
hann hinn ódeigi hugsjónamaður
sem hvatti til framkvæmda og gekk
á undan í þeim efnum.
Að hans tillögu var tekinn upp
sérstakur Skógardagur fjölskyld-
unnar fyrstu helgi í júní og hefur
síðan færst yfir á flest eða öll skóg-
ræktarfélög landsing.
Aðalsteinn lagði mikið starf í
Daníelslund og síðan í leigulandið í
Grafarkoti, þar sem hann var aðal-
driffjöðrin og sá fyrir sér stórfeng-
legan útivistarskóg framtíðar.
Aðalsteinn var mikill drengskap-
ar- og gleðimaður, hann lét ekkert
tækifæri ónotað til að fræða fólk
um undirstöðuatriði í garðyrkju og
trjárækt enda maðurinn hugkvæm-
ur í meira lagi. Það starf sem Aðal-
steinn heitinn vann í félagsmálum
fyrir garðyrkjumenn, Félag harm-
onikkuunnenda og síðast en ekki
síst fyrir Skógræktarfélag Borgar-
fjarðar hefði verið honum erfitt ef
ekki hefði staðið að baki honum
heima við hans ágæta kona, Sigur-
björg.
Á kveðjustund við þetta tækifæri
þakkar Skógræktarfélag Borgar-
fjarðar þessum ágætu hjónum alla
þeirra fyrirhöfn og framlag á liðnum
árum. Félagið sendir Sigurbjörgu,
sonum og ijölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Fjölskylda mín, sem þessar línur
ritar, sendir einnig sömu kveðjur
og þakkir fyrir margar ánægjulegar
samverustundir heima og heiman á
iiðnum árum.
F.h. Skógræktarfélags
Borgarfjarðar,
Ragnar Sv. Olgeirsson.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
31
Jóhann Hergils Stein-
þórsson - Minning
Fæddur 12. október 1923
Dáinn 8. mars 1993.
Jæja, pabbi minn, þá er stundin,
sem ég hef kviðið undanfamar vik-
ur, en ekki verður undan vikist,
runnin upp. Það er mér þó huggun
og okkur sem til þín hugsum á þess-
um degi, þegar þú ert til moldar
borinn, pabbi minn, að núna líður
þér loksins vel. Og þegar ég horfi
inn í eilífðina í hugskoti mínu sé ég
þig þar sem þú ert hress og kátur,
laus við helsi og kvöl sjúkdóma og
þess líkamlega slits sem óhjákvæmi-
lega fylgir því að hafa alla ævi unn-
ið hörðum höndum við þá atvinnu-
vegi sem byggðu upp þetta þjóðfé-
lag.
Alltaf þegar ég horfi út á hafið
verður mér hugsað til þín og fyrstu
áranna okkar saman, pabbi minn,
þegar þú fórst með mig, stubbinn,
niður á bryggju í Vestmannaeyjum
og um borð í Júlíuna til að sýna
mér þann undraheim sem sjó-
mennskan var litlum strák. Og þeg-
ar ég sat niðri í káetu og drakk
Baulu-dósamjólk úr sjómannafanti
með honum pabba mínum, þá var
nú gaman að lifa. Ekki var það nú
síðra, pabbi minn, að fá að baksa
með þér upp í Heimaklett með
lundaháfínn í kvöldsólinni.
Já, við gengum saman í gegnum
súrt og sætt, pabbi minn. Stundum
var líf okkar ekki neinn dans á rós-
um og ekki kom okkur alltaf vel
saman, enda vorum við ótrúlega lík-
ir og sáum okkar eigin veikleika
kannski um of hvor í öðrum.
En þegár ég hugsa til þín núna,
eftir að þú ert farinn, pabbi minn,
er mér efst í huga sú væntumþykja
og sorg sem ég finn til og segir
mér allt um það hver þú raunveru-
lega varst og hvað þú skiptir mig
miklu máli.
Það var mér óendanlega dýrmætt
að fá að veija svona mikium tíma
með þér síðustu dagana og létta þér
lífíð af mínum veika mætti. Og ég
mun seint gleyma því þegar þú baðst
mig að halda í höndina á þér kvöld-
ið sem þú þjáðist mest.
En nú er þessu lokið, pabbi minn,
og ég er þess fullviss, þegar ég
hugsa til friðsællar ásjónu þinnar,
að núna líður þér vel.
Ég þakka þér fyrir allt, pabbi
minn. Sjáumst að kveldi.
Heimir Laxdal Jóhannsson.
Þegar ég minnist látins vinar,
kemur fyrst upp í huga minn mynd,
þar sem ég hallast upp við stýrishús-
ið á „gamla Baldri" á leið yfír
BreiðaQörð. Sólin gyllir hafflötinn í
vestan andvara, undan Skorinni sést
í þokubakka til hafsins, smá skýj-
akúfur yfir Hagatöflunni og fann-
imar í Reiphólsfjöllum glitra sem
perlubönd. I suðri ber við bláan him-
inn tinda Snæfellsness, allt frá
Skyrtunnu og út á Jökul. Nær kúra
Elín Jónsdóttir frá
*
Olafshúsum - Minnii
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né veldið gilt,
í Kristí krafti eg segi:
kom þú sæll þá þú vilt
(H. Pétursson)
Elskuleg amma okkar er látin
eftir stutta sjúkrahússlegu, 82 ára
að aldri. Hún var tilbúin þegar kall-
ið kom og sofnaði hægt inn í eilífð-
ina, en það var einmitt þannig sem
hún vildi hafa það.
Á langri ævi hafði hún upplifað
bæði sorg og gleði. Hún giftist
Þorvarði Ingvarssyni og átti með
honum þijú böm, Jóranni Erlu,
Ríkharð Ingva og Hilmi. Ríkharður
Ingvi lést úr heilahimnubólgu sem
komabam og Þorvarður lést árið
1942. Með æðraleysi og dugnaði
tókst amma á við lífið á ný og fann
sér annan lífsforanaut sem var
Þórður Sveinsson. Eignuðust þau
tvö böm, Þorvarð og Sigríði. En
aftur varð amma fyrir þungu áfalli
þegar Þórður lést árið 1967.
Amma var sannur Vestmanney-
ingur og í Eyjum leið henni best.
Hún var ekki fyrr komin upp á land
þegar hún var farin að hugsa til
heimferðar. Hún var blíð og góð
og passaði sig á því að gera öllum
jafn hátt undir höfði.
Það var alltaf gott að koma til
hennar og við eigum öll góðar minn-
ingar frá þeim tíma sem við fengum
að dvelja hjá henni í æsku.
Amma var mikil hannyrðakona
og á heimilum okkar allra era hlut-
ir eins og myndir, dúkar, teppi,
peysur og kjólar, sem hún hefiir
unnið af einstakri natni, hlutir sem
munu alltaf minna okkur á hana.
Þá taldi hún það ekki eftir sér að
sjá öllum bamabamabömunum á
hveijum vetri fyrir vettlingum sem
alltaf komu í góðar þarfir.
Við kveðjum ástkæra ömmu okk-
ar og þökkum af einlægni fyrir allt
það sem hún hefur gefið okkur og
mun ávallt búa innra með okkur.
Elsku mamma, Himmi, Varði og
Sigga, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ólöf Dagný, Ágústa,
Andrés, Þorvarður og Elín.
Til höfunda greina
Töluverður fjöldi áðsendra
greina bíður nú birtingar í Morg-
unblaðinu. Til þess að greiða fyrir
því að biðtími styttist og greinar
birtist skjótar en verið hefur um
skeið, era það eindregin tilmæli
Morgunblaðsins til greinahöf-
unda, að þeir skrifi að jafnaði
ekki lengri greinar en sem nemur
tveimur A-4 blöðum með mesta
línubili.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vélrituð og vel frá
gengin. Ákjósanlegast er að fá
greinamar jafnframt sendar á
disklingi, þ.e. að blaðinu berist
bæði handrit og disklingur.
Auðveldust er mótttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í dag-
legu tali era nefndar DOS-texta-
skrár. Þá era ritvinnslukerfm
Word og Wordperfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Þeir, sem þess óska, geta feng-
ið disklingana senda til baka.
Merkið disklingana vel og óskið
eftir endursendingu.
Ritstj.
eyjamar úandi af fugli og skerin
þétt setin skarfi og sel sem mókir
í kvöldkyrrðinni.
Þetta var æskusvið Jóhanns, sem
átti sin fyrstu spor í Hergilsey,
næst elsta bam hjónanna Steinþórs
Einarssonar og Jóhönnu Stefáns-
dóttur. Frá Hergilsey lá leiðin um
Flatey, Rauðseyjar, Bjameyjar og
til Flateyjar aftur. Þetta er í sjálfu
sér ekki merkileg saga, nema að
nú era öll æskuheimili hans auð.
í eyjunum er vegurinn að næsta
bæ sjór og lífsbjörgin að miklu leyti
þaðan komin, enda fór hann að róa
með föður sínum strax og hægt var
að lyfta árinni og keipa við vað-
beygjuna, þó ekki væri alltaf sléttur
sjór. Með aldrinum stækkuðu skipin
upp í vertíðarbáta, togara og afla-
skip Vestmannaeyja, oftast sem
vélstjóri.
í Vestmannaeyjum bjó hann sér,
konu sinni Elínu Sigurðardóttur og
bömunum þeirra fjóram, gott og
fallegt heimili, þar til náttúraöflin
tóku í taumana. Áður átti hann einn
son. Eftir gos fluttust þau aftur nær
æskustöðvunum og settust að í
Stykkishólmi, á Skólastíg 18. Þó
Jóhann hætti sjómennsku eftir að
hann fluttist í Hólminn hafði hann
fískinn milli handanna meðan kraft-
ar entust, lengst sem starfsmaður
hjá Þörsnesi hf.
Kæri mágur. Það era svo margar
minningar sem ég vildi þakka fyrir
og þitt trausta hlýja viðmót, sem
alltaf bauð mann velkominn. Það
var oft gaman að heyra ykkur systk-
inin rifla upp liðna tíma á hreinu
eyjamáli.
Sárt er að missa svo fljótt góðaír~
vin og bróður, en þyngri er sorg
þeirra er sjá á bak föður og afa,
sem alltaf hafði opið hús ef á þurfti
að halda. Megi Guð blessa þau og
styðja í sorginni.
Við hjónin kveðjum þig að síðustu
með orðum móðurbróður ykkar.
Hví skal óttast þegar þrýtur
þetta líf og hvolfir skeið?
Aldan sem að bátinn brýtur
ber oss sjálfa rétta leið.
Trúðu maður. Treystu drottni
Tímans lán er brotinn reyr.
Finnst þér sárt þó fisið brotni
fyrst að kjaminn aldrei deyr?
Ó.S.
Þorsteinn.
Ctio
ERT ÞU STÆRRI
EN SIGGISVEINS???
..ef ekki, þá er Ciio nógu stór fyrir þig
Sigurður Sveinsson hefur í mörg ár verið ein
skærasta handboltastjarna okkar íslendinga.
Hann vantaði fólksbíl fyrir sig og fjölskylduna
og valdi fimm dyra Renault Clio.
"Renault Clio er ótrúlega rúmgóöur miðaö
viö stærö. Hann er sparneytinn, kraftmikill
og lipur fjölskyldubíll á einstaklega
hagstæöu veröi” segir Siggi.
Vöf'Ó fra kr. Ö6ð.000r
Formula I
WILUAMS -RENAULT
RENAULT
HEIMSMEISTARI 1992
RENAULT
•fer ó kostum
Gullna
stýriö
1991
1992
1993
Bflaumboðið hf
Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633
Söludeildin er opin alla virka daga kl. 08-18 og laugardaga kl. 13-17.