Morgunblaðið - 13.03.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.03.1993, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 IÞROTTIR UNGLINGA Aðalatriðið að láta bömin hafa nóg fyrir stafni - segirJanus Guðlaugsson skólastjóri íþróttaskóla barnanna í KR-heimilinu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Janus Guðlaugsson Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á ferð og flugi Markmiðið með skólanum er ekki að gera bömin að af- reksmönnum heldur fyrst og fremst að efla hreyfiþroska þeirra og vinna með Éiðsson skynstöðvamar. Við skrifar eigum góð börn en aðalatriðið er að láta þau hafa nóg fyrir stafni, þá koma ekki upp nein vandamál," segir Janus Guðlaugsson, sem starfrækir íþróttaskóla bamanna fjórða árið í röð. Skólinn er fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára og þau sækja kennslustundimar í íþróttahús KR á laugardagsmorgnum. Þar kljást bömin við leikjaþrautir eins og að sveifla sér í köðlum og hringjum, príla upp á áhöld og leika sér með prik svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að útfæra hveija æfingu á marga vegu og bömin fá því nýjar þrautir til að glíma við í hveijum tíma. Janus starfrækir skólann jafn- framt á Álftanesi en þar hóf skólinn starfsemi sína fyrir fjórum áram. Vlldi gefa börnunum tækifæri „Ég eins og svo margir aðrir íþróttamenn hafði jítinn tíma til að sinna bömunum. Ég vildi hins veg- Við leggjum áherslu á að það séu ekki fleiri en sex til átta böm á hvern leiðbeinanda en ekki eins og til dæmis í fimleikum þar sem mik- ið af tíma bamsins fer í að bíða eftir leiðbeinanda sínum. Námið hvílir síðan á undirstöðunni og fylg- ir ákveðnu hreyfiferli. Til þess að geta gengið verður bam fyrst að geta staðið og áður en böm era fær um að kasta hlutum frá sér verða LáraHrund setti tvö íslandsmet „EG reiknaði alls ekki með að bæta metið í skriðsundinu því ég hef ekki synt 400 metra skriðsund ílangan tíma,“ sagði Lára Hrund Bjargardótt- ir úr Ægi sem setti Islandsmet í meyjaflokki á Sundmóti Ár- manns fyrir skömmu. Lára bætti met Ingibjargar Am- ardóttur um eina sekúndu þegar hún synti á 4:55,05 mínútum. Lára gerði reyndar gott betur á mótinu því hún bætti met- ið í 200 metra bringusundi um rúmlega tvær sekúndur en fyrra metið átti hún sjálf. „Ég er búin að æfa mjög vel og ég held að það hafi haft mest að segja. Ég æfi sex sinnum í viku og hef mikinn áhuga á sundi.“ Morgunblaðið/Frosti Lára Hrund Bjargardóttir er iðin við að bæta íslandsmetin { mevja- flokki. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Slakað á eftir æfingar dagsins ar gefa þeim tækifæri með því að festa mig í tíma með þeim á laugar- dögum og jafnframt gefa öðram börnum tækifæri,“ segir Janus en hugmyndirnar að æfingunum hefur hann sótt víða, meðal annars í kennsluefni erlendis frá auk þess sem sumt er frá honum sjálfum komið. Þroskandi fyrir foreldrana „Við leggjum mikla áherslu á börn þriggja til fjögurra ára sem eru ennþá nokkuð háð því að for- eldrarnir fylgi þeim. Tímarnir era hins vegar ekki síður þroskandi fyrir foreldrana en bömin og for- eldrarnir hafa verið mjög virkir og ég held að þeir hafi kynnst nýrri hlið á börnum sínum. þau fyrst að vera fær um að toga hluti að sér. Nokkuð er um að sex og sjö ára böm sem era að heija almenna skólagöngu séu ekki búin að ná tökum á hreyfingum sínum en þroski er ekkert annað en áreiti á skynstöðvamar og það er það sem við eram að gera," segir Janus. Kennslustundum er skipt í tvennt eftir aldri. Þriggja og ijögurra ára krakkar era í öðram hópnum en þeir fimm og sex ára í hinum. Um sextíu krakkar era í hvoram hópi fyrir sig og Janus hefur ekki þurft að kvarta yfír viðtökunum í vetur. Fullt hefur verið í alla tíma. SUND KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓT « i í 4 i <4 I Í i c X i Stjarnan - íslandsmeistari í 4. flokki kvenna. Aftari röð frá vinstri: Jón Gunnar Pálsson liðs- stjóri, Yrsa Mjöll Gylfadóttir, Hildur Rafnsdóttir, Dóra Viðarsdóttir, Guðný Gréta Guðnadóttir, Herdís Jónsdóttir, Aslaug Guðmundsdóttir og Auður Skúladóttir. Fremri röð frá vinstri: Þórdís Rafnsdóttir, Ema Sigríður Sigurðardóttir, Þórdís Anna Gylfadóttir, Elfa Björk Erlingsdóttir, Mar- ía Björg Ágústsdóttir, íris Ósk Ólafsdóttir og Oddur Sigurðsson stuðningsmaður. Haukar - fslandsmeistari í 3. flokki kvenna í innanhússknattspymu. Aftari röð frá vinstri: Vign- ir Öm Stefánsson aðst. þjálfari, Björg Haraldsdóttir, Hulda G. Helgadóttir, Ásdís Petra Oddsdótt- ir, Soffía Petra Þórarinsdóttir, Ragnheiður Berg, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Amdís Jónasdóttir, Hildur Sævarsdóttir, Annar María Leifsdóttir fyririiði, Kristjana Ósk Jónsdóttir, Hanna G. Stefánsdóttir og Guðrún Jóna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.