Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 47
-------- morgunblaðið IÞROTTIR ' LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
47
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
Rögnvald og Stefán
fengu góða dóma
Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæmdu leik Spánverja
og Austurríkismanna í 1. riðli og fengu góða dóma. Rögnvald
sagði við Morgunblaðið að Spánveijar hefðu verið miklu betri og leikur-
inn auðdæmdur. „Þó það sé ekki okkar að dæma eigin frammistöðu
vorum við ánægðir með gang mála og við fengum góða dóma frá
báðum liðum.“
Hvert dómarapar dæmir tvo leiki í riðlakeppninni og sat íslenska
parið hjá í gærkvöldi, en dæmir annan leikinn í 1. riðli í dag. Dómara-
par frá Argentínu dæmir hinn leikinn, en þar sem það dæmdi leik
Egyptalands og Spánar í gærkvöldi er sennilegra að það fái viðureign
Tékka og Spánveija í dag. Þá verða Rögnvald og Stefán settir á leik
Egypta og Austurríkismanna, en niðurröðunin verður að vanda ákveð-
in á leikdag.
Spánn í basli með
lið Egyptalands
LÍKUR eru á að íslendingar
mæti Þjóðverjum ífyrsta leik í
milliriðli, á mánudag, en það
ræðst reyndar ekki endaniega
fyrr en eftir leikina í dag. Ljóst
er að Patrekur Jóhannesson,
Gústaf Bjarnason og Konráð
Bjarnason leika í dag gegn
Bandaríkjamönnum, en þeir
hafa ekki fengið að spreyta sig
fyrr í keppninni.
orbergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari ákvað í gær að
hvíla Gunnar Beinteinsson í dag.
Héðinn Gilsson leikur ekki vegna
meiðsla en þjálfarinn hafði ekki
ákveðið í gærkvöldi hver yrði þriðji
maður utan leikhópsins. Þá hvílir
Sigmar Þröstur Óskarsson einnig.
Þjóðverjar sigruðu Suður Kóreu-
búa í gær, 28:25 eftir að hafa ver-
ið yfír, 16:11, í hálfleik. Marka-
hæstir voru Christian Schwarzer
með 7, Mike Fiihrig gerði 6, Bemd
Roos 5 og Jean Baruth 4. Cho Chi
gerði 7 mörk fyrir Kóreu. Þá töp-
uðu Danir, 18:26, fyrir Rússum.
Það vakti athygli í gær í hve
miklum erfiðleikum Spánveijar áttu
með Egypta. Staðan var 14:14 þeg-
ar fímmtán mín. voru eftir, en Spán-
veijar tryggðu sér sigur með því
að gera þrjú síðustu mörkin.
Það hefur vakið athygli að
sænsku dómaramir Blademo og
Broman em meðal dómara á HM.
Besta dómarapar Frakka, Lelong
og Tancrez, vora fyrsta varapar
fyrir keppnina, en skv. reglum
verða heimamann til vara frá og
með þriðja degi fyrir keppni. Og
eitt dómaraparið sem valið var til
starfa, hið svissneska, mætti ekki;
annar þeirra svissnesku fékk nefni-
lega hjartaáfall á flugvellinum í
Basel, áður en þeir stigu upp í flug-
vél á leið til Svíþjóðar, og Svíamir
hlupu því í skarðið.
UM HELGINA
íþróttir fatlaðra
Islandsmót Iþróttasambands fatlaðra t bocc-
ia, bogfuni, borðtennis, lyftingum og sundi,
sem hófst t Hafnarfiröi f gærkvöldi, heldur
áfram f Kaplakrika og sundhöll Hafnar-
fjarðar um helgina. í dag kl. 9 hefst keppni
í boccia og bogfimi, kl. 14 í sundi og kl. 16
i borðtennis. A morgun heldur boccia áfram
kl. 9.30 og 13, bogfími kl. 9.30, borðtennis
kl. 12oglyftingarkl. 14,enlokahófíslands-
mótsins verður í Súlnasal Hótel Sögu kl. 20.
Badminton
Meistaramót Reykjavíkur f badminton verð-
ur f TBR-húsinu um helgina. Kepni hefst
kl. 13 í dag, en úrslit byija kl. 10 f fyrramál-
ið.
Körfuknattleikur
Sunnudagur
Síðustu leikir úrvalsdeildar
Seltj.nes.: KR - Snæfell...........20
Hlíðarendi: Valur-Skallagrfmur.....20
Keflavík: ÍBK-Haukar...............20
Njarðvfk: UMFN-UBK.................20
Úrslitakeppni 1. deildar karla
Akureyri: Þór-ÍR...................14
Akranes: ÍA-Reynir.................15
Úrslitakeppni 1. deildar kvenna
Keflavík: IBK-UMFG.................18
Handknattleikur
Sunnudagur
Úrslitakeppni 2. deildar karia
Höll: KR-HKN....................15.30
Seiyn.: Grótta-UBK..............14.00
Strandg.: ÍH-UMFA...............16.30
Blak
Laugardagur:
1. deild karla:
Hagaskóli: Þróttur R. - ÍS...kl. 13.00
1. deild kvenna:
Víkin: Vfkingur-ÍS...........kl. 17.00
Skfðl
Bikarmót SKÍ í göngu fer fram á Ólafsfirði
um helgina. Keppt verður í flokkum fullorð-
inna og unglinga.
Sund
Sunddeild KR gengst fyrir unglingamóti í
Sundhöll Reykjavfkur um helgina. Þar verða
þátttakendur um 500 víðsvegar að af land-
inu á aldrinum 6-17 ára. Keppni hefst
kl. 10 f dag og á morgun.
Íshokkí
Úrslitakeppni Skautafélags Reykjavfkur og
Skautafélags Akureyrar í íslandsmótinu
hefst á skautasvellinu f Laugardal kl. 19 í
kvöld. Það lið, sem fyrr sigrar 1 þremur
leikjum, verður Islandsmeistari.
Púttmót
Opið púttmót verður í Gullgolfi, Stórhöfða
15, i dag frá kl. 10 til 18. AUir þátttakend-
ur fá frfan ljósatíma.
■ PÓLSKU dómaramir Marek
Szajna og Jazek Wroblewski
dæma leik íslands og Bandaríkj-
anna; hinir sömu og dæmdu leik
íslands og Ungverjalands.
■ PÓL VEIUARNIK þóttu mjög
slakir í leik íslands og Ungverja-
lands.
■ HOLLENSKT par dæmdi tvo
fyrstu leiki Bandaríkjamanna í
riðlinum, þannig að dómaranefnd
IHF fannst ekki réttlætanlegt að
setja þá á leikinn í dag.
■ POL VERJARNIR dæma í
Eskilstuna í lokauamferð keppn-
innar; skv. heimildum Morgun-
blaðsins; þar sem barist verður um
sæti 13-16, en þangað fara þau
dómarapör hafa þótt slökust í
keppninni.
■ KRISTER Broman, „íslands-
vinurinn" góðkunni og félagi hans
Kent Blademo dæmdu fyrstu §ór-
ar mínútumar og 27 sekúndumar
af leik Sviss og Rúmeníu í gær-
kvöldi.
■ BLADEMO varð fyrir því
óhappi að misstíga sig svo illa, þeg-
ar þar var komið sögu, að hann
varð að hætta. Þá varð að skipta
um dómarapar.
■ ÞORVALDUR Örlygsson leik-
ur næsta öragglega með Notting-
ham Forest gegn Everton á Goo-
dison Park í Liverpool í dag í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leik-
urinn verður í beinni útsendingu
hjá RUV.
■ BRIAN Clough, stjóri Notting-
ham Forest, hefur keypt banda-
ríska landsliðsmarkvörðinn Brad
Fridley. Frá því var greint á Sky
sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi, en
jafnframt tekið fram að ekki væri
ljóst hvort hann fengi atvinnuleyfi
strax.
sterkir
Reuter,
Lið Rússa hefur leikið mjög vel á mótinu. Hér skorar Dimitri Karlov gegn
Dönum, án þess að Rene Böriths (t.v.) eða Niels Nielsen fái stöðvað hann.
FRJALSIÞROTTIR
Féll Narozhilenko
á lyfjaprófi?
A-RIÐILL
SPÁNN - AUSTURRlKI 22:15
TÉKKÓSL. - EGYPTALAND.... 20:21
AUSTURRÍKI - TÉKKÓSL 20:22
EGYPTALAND- SPÁNN 14:17
Fj.lelkja U J T Mörk Stig
SPÁNN 2 2 0 0 39: 29 4
TÉKKÓSL. 2 1 0 1 42:41 2
EGYPTALAND 2 1 0 1 35:37 2
AUSTURRÍKI 2 0 0 2 35:44 0
í DAG: Austurríki - Egyptaland og Spánn
- Tékkóslóvakta (sameiginlegt lið Tékkn-
eska lýðveldisins og Slóvakiu).
B-RIÐILL
RÚMENlA- NOREGUR 15:15
FRAKKLAND- SVISS 24: 26
SVISS - RÚMENlA 18:19’
NOREGUR- FRAKKLAND 20:21
Fj. leikja U J T Mörk Stlg
RÚMENlA 2 1 1 0 34: 33 3
SVISS 2 1 0 1 44:43 2
FRAKKLAND 2 1 0 1 45:46 2
NOREGUR 2 0 1 1 35: 36 1
í DAG: Noregur - Sviss og Rúmenta -
Frakkland.
C-RIÐILL
SVÍÞJÓÐ - (SLAND 21:16
BANDARlKIN- ungverjal. 18:33
(SLAND- UNGVERJAL 25:21
SVlÞJÓÐ- BANDARlKIN 32:16
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SVÍÞJÓÐ 2 2 0 0 53: 32 4
UNGVERJAL. 2 1 O 1 54:43 2
ISLAND 2 1 0 1 41:42 2
BANDARÍKIN 2 o o ro 34: 65 0
f DAG: ÍSLAND - Bandaríkin ocr Svíþjóð
- Ungverjaland.
D-RIÐILL
RUSSLAND- S-KÓREA 33:18
ÞÝSKALAND- DANMÖRK... 20: 20
DANMÖRK- RÚSSLAND 18:26
KÓREA - ÞÝSKALAND 25: 28
Fj. lelkja U J T Mörk Stig
RÚSSLAND 2 ro o o 59:36 4
PÝSKALAND 2 ! 1 1 0 48:45 3
DANMÖRK 2 ! 0 1 1 38: 46 1
S-KÓREA 2 >002 43:61 0
í DAG: Danmörk - S-Kórea og Rússland -
Þýskaland.
Rússneska stúlkan Ljúdmíla
Narozhilenko verður ekki með
á HM innanhúss, sem hófst í Tor-
ontó í gær. Rússneska fíjálsíþrótta-
sambandið tilkynnti í gær að hún
yrði ekki með, en skýring var ekki
gefin á því. Heimildir Reuter frétta-
stofunnar úr frjálsíþróttaheiminum
herma hins vegar að Narozhilenko,
sem tvíbætti heimsmetið í 60 m
grindahiaupi nýlega, hefði fallið á
lyfjaprófi.
Rússneska stúlkan mun hafa fall-
ið á lyljaprófi á móti í Lieven í
Frakklandi 13. febúar. Á mótinu
h(jóp hún 60 m grindahlaup á 7,69
sek. og jafnaði þar með heimsmet-
ið, en það bætti hún svo síðar í
Sevilla á Spáni er hún hljóp á 7,63
sek. Talsmaður Alþjóða frjáls-
íþróttasambandsins neitaði í gær
að staðfesta að Narozhilenko hefði
fallið á lyfjaprófí. Sagði ekkert gef-
ið upp fyrr en niðurstaða úr rann-
sókn B-sýnis lægju fyrir.
Elnar síðastur
Einar Einarsson varð síðastur í
sínum riðli í 60 m hlaupi í gær.
Hljóp á 6,95 sekúndum en íslands-
met hans er 6,80.
Japisdeildin
KR - SNÆFELL
I Iþróttahúsi Seltjamarness ó morgun
kl. 20.00
ATHUGIÐ
Aðgöngumiði á leikinn gildir
sem 800 kr. ávísun á pizzu og öl
á Rauða Ijóninu eftir leik.