Morgunblaðið - 24.03.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C
69. tbl. 81. árg.
MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
embætti
París. Reuter.
JACQUES Chirac, leiðtogi gaull-
ista í Frakklandi, skoraði í gær
á sósíalistann Francois Mitterr-
and forseta að segja af sér eða
láta ella hægriflokkana, sigur-
vegara kosninganna á sunnudag,
í friði við landsstjórnina.
Chirac, sem stefnir að forseta-
framboði eftir tvö ár, sagði í gær
eftir mikinn sigur hægriflokkanna
í fyrri umferð þingkosninganna á
sunnudag, að það væri Mitterrand
sjálfum fyrir bestu að segja af sér
í stað þess að verða þröskuldur í
vegi nýrrar stjómar. Mitterrand,
sem er 76 ára að aldri, hefur hins
vegar lýst yfir, að hann ætli að sitja
út kjörtímabilið eða til 1995.
í kosningunum á sunnudag fengu
hægriflokkamir 39,5% atkvæða og
er spáð 450-476 þingsætum af alls
577. Er það mesti kosningasigur í
franskri sögu en ósigur stjómar-
flokks sósíalista var að sama skapi
auðmýkjandi. Fékk hann um 17,6%
atkvæða, tapaði 16-17 prósentu-
stigum og er spáð allt niður í 54
þingsæti.
Michel Rocard, fyrrum forsætis-
ráðherra sósíalista, sem stefnir að
forsetaframboði fýrir flokkinn, sagði
í gær, að ósigur flokksins stafaði
af efnahagserfiðleikum, hroka sós-
íalista og hneykslismálum.
Hægriflokkunum tókst í gær að
jafna með sér þann ágreining, sem
verið hefur með þeim, og náðu sam-
komulagi um alla frambjóðendur í
síðari kosningaumferðinni um
næstu helgi. Talið er líklegast, að
samflokksmaður Chiracs, Edouard
Balladur verði forsætisráðherra.
Reuter
Hinsta kveðjan
BORÍS Jeltsín kveður hér móður sína, Klavdíju, hinstu kveðju en hún
lést á sunnudag 84 ára að aldri. Athygli vakti, að Alexander Rútskoj
varaforseti, sem harðlínumenn vilja í forsetaembættið, var við útförina.
með fisk í Noregi
STÓRKOSTLEGT svindl með fisk á sér stað í Noregi. Fiskvinnslu-
stöðvar eiga á lager stimpluð og undirrituð upprunavottorð til að
villa um fyrir yfirvöldum í Evrópubandalaginu, EB, og sleppa við
tolla; ólöglegur afli í einni tegund er kerfisbundið fluttur yfir í aðra
og sérstök aðferð gildir við að kaupa ólöglegan afla af rússneskum
skipum án þess, að hans sé getið í opinberum skýrslum. Kemur
þetta fram í norska blaðinu Verdens Gang í dag og er árangur viða-
mikilla rannsókna fimm blaðamanna þess. Segja þeir, að norsk yfir-
völd hafi vitað um lögleysuna allt frá miðju ári 1991.
Blaðamennimir hafa unnið að
rannsóknum sínum í marga mánuði
og í mörgum löndum og segja, að
niðurstaðan sé sú, að norskur sjávar-
útvegur og fiskvinnsla séu gegnum-
sýrð af lögbrotum. Segir Verdens
Gang, að vissulega séu til heiðarleg-
ar undantekningar en þijótamir hafi
hins vegar grætt vel.
Blaðið nefnir dæmi um skip, sem
landað hafi fiski af ýmsum tegundum
þótt allur aflinn hafi verið þorskur
og þeir segja, að Alaskaþorskur og
rússneskur þorskur, sem Norðmenn
hafi keypt fýrir milljarða króna, gufi
upp í norskum skýrslum og sé síðan
seldur sem norskur í EB-ríkjunum
og annars staðar. Þannig hafi fiskút-
flytjendur svikið út gífurlegar fjár-
hæðir, sem þeir hefðu annars orðið
að gfreiða í tolla. Þá komust blaða-
mennimir yfir 120 upprunavottorð,
stimpluð og undirrituð, hjá stórri
fiskvinnslustöð og var ekki annað
eftir en skrifa á þau „þjóðernið".
Álitshnekkir
Þessar upplýsingar birtast á sama
tíma og Norðmenn eru að hefja
samninga um aðild að EB og segir
Verdens Gang, að Jan Henry T. 01-
sen sjávarútvegsráðherra sé á nálum
vegna þess, sem rannsókn blaðsins
hafi leitt í ljós. Yfirvöld í EB-ríkjun-
um hafi verið farin að ókyrrast vegna
framferðis Norðmanna en nú megi
telja víst, að uppljóstrunin virki eins
og sprengja meðal þeirra. Þá sé þetta
mál gífurlegt áfall fyrir álit Norð-
manna út á við, ekki síst Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra, sem
litið sé á sem eins konar alþjóðlegan
umhverfísvemdarráðherra.
Eindreginn stuðning-
ur Clintons við Jeitsín
Kasparov
sviptur
titlinum
ZUrich. Reuter.
FIDE, Alþjóðaskáksam-
bandið, hefur í raun svipt
Garrí Kasparov heimsmeist-
aratitlinum í skák.
FIDE úr-
skurðaði, að
Kasparov og
Nigel Short
hefur fyrir-
gert rétti til
að tefla um
titilinn en með
þessu er FIDE _________
að svara þeirri Kasparov
ákvörðun Ka-
sparovs og Shorts að heyja ein-
vígið án afskipta skáksam-
bandsins, sem þeir hafa sakað
um að virða að vettugi hags-
muni skákmannanna sjálfra.
Verður farið fram á það við
Hollendinginn Jan Timman og
Rússann Anatolí Karpov, að
þeir heyi einvígið í staðinn.
ViII Mitt-
eirandúr
Tilbúin vottorð, tollsvik og rányrkja
Gífurlegt svindl
Moskvu, Washington. Reuter. ■
„RÚSSLAND er lýðræðisríki og verður að vera það áfram,“
sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, á fyrsta formlega
blaðamannafundi sínum í gær og lýsti yfir afdráttarlausum
stuðningi við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í baráttunni
um völdin í Kreml. Rúslan Khasbúlatov, helsti andstæðingur
Jeltsíns, frestaði í gær fundi fastaþingsins þar sem ræða
átti ákæru á hendur forsetanum fyrir stjórnarskrárbrot og
bar því við, að verið væri bera móður Jeltsíns til grafar á
sama tíma. Miklar vangaveltur eru þó um þessa ákvörðun
Khasbúlatovs.
Clinton hóf blaðamannafundinn
með því að segja, að Bandaríkja-
stjórn gæti litlu ráðið um atburða-
rásina í Rússlandi en „við erum ekki
bara óvirkir áhorfendur. Jeltsín er
kjörinn leiðtogi Rússa og hann hefur
sýnt mikið hugrekki við að veija
lýðræðið, borgaraleg réttindi og
umbætur í efnahagsmálum og hann
styðjum við.“ Clinton kvað enga
formlega beiðni hafa borist um, að
fundur þeirra Jeltsíns yrði í Moskvu
en ekki í Vancouver en Borís Fjod-
orov, aðstoðarforsætisráðherra
Rússlands, sagði í gær, að betra
væri, að hann færi fram í .Moskvu
eins og ástatt væri. Andrei Kozyrev,
utanríkiráðherra Rússlands, sem nú
er í Washington, ítrekaði svo í gær,
að fundurinn yrði í Vancouver.
Stj órnar skr árbr ot
Rússneski stjórnlagadómstóllinn
kvað upp þann úrskurð í gærmorg-
un, að Jeltsín hefði brotið gegn
stjórnarskránni með því að taka sér
tilskipunarvald en taldi þó ekki vera
grundvöll fyrir ákæru. Khasbúlatov
hvatti hins vegar strax til, að Jeltsín
yrði ákærður og Alexander Rútskoj
varaforseti tæki við af honum.
Kvaddi hann til fundar fastaþingsins
til að ræða hvenær fulltrúaþingið
kæmi saman til að fjalla um ákær-
una en frestaði fundi eftir rúman
stundarfjórðung gegn háværum
mótmælum margra harðlínumanna.
Sagði hann ekki viðeigandi að fjalla
um málið á sama tíma og útför
móður Jeltsíns færi fram.
Jeltsín varaði í gær ráðamenn í
rússnesku sjálfstjórnarlýðveldunum
og embættismenn ríkisins við að
óhlýðnast fyrirmælum sínum og
sagði, að þeir yrðu umsvifalaust
dregnir til ábyrgðar á gerðum sínum.
Þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum ít-
rekuðu einnig stuðning sinn við for-
seta Rússlands og hvöttu til viðamik-
illar fjárhagsaðstoðar við landið.
Sjá fréttir á miðopnu
Mannfalli mótmælt
AÐSTANDENDUR þeirra, sem slasast hafa eða látist í umferðarslysum,
efndu til fjölmennra mótmæla í Taipei, höfuðborg Tævans, í gær og kröfð-
ust þess, að viðurlög við vítaverðum akstri yrðu stórhert. Bar fólkið kist-
ur og var með mynd af látnum ástvinum sínum til að leggja áherslu á
þann harmleik, sem daglega á sér stað í umferðinni.