Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 17

Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 17 hjá fiskvinnslufólki, eða um 40%, og er það ”því dijúgur meirihluti þess sem telur kjaraskerðingu óeðli- lega. Það er að vonum, því bæði eru kjör í fiskvinnslu rýr og atvinnu- ástand hefur verið sérstaklega slæmt þar á síðastliðnum árum. í könnun þessari var spurt um ýmislegt annað er tengist efnahags- málum og horfunum framundan. Talsverðrar bjartsýni gætti hjá al- menningi um framtíðarmöguleika þjóðarinnar til nýsköpunar, þó menn sjái einkum erfiðleikana þeg- ar til skemmri tíma er litið. Vonir eru þannig bundnar við að aðild þjóðarinnar að evrópska efnahags- svæðinu skili sér í hagsbótum, að raforkan nýtist betur til nýsköpun- ar, sem og þekking og hyggjuvit landsmanna. Andstaða kom fram við hin eldri úrræði efnahagsstjórn- málanna, ríkisstyrkjaleiðir og geng- isfellingu, en meirihluti studdi kostnaðarlækkunarleið, sem felur í sér minnkaðar álögur á atvinnulífið. Loks vakti athygli að meirihluti al- mennings taldi að efnahagsúrræði ríkisstjórnarinnar frá því í nóvem- ber myndu ekki skila tilætluðum árangri. Þá má spyija hvort það sé vegna þess að almenningur hafí ekki trú á leiðum stjórnvalda, eða hvort fólki fínnist einfaldlega að taka hefði átt á vandanum með enn stórtækari aðgerðum en gert var. Þegar gætt er að því hversu alvar- legum augum almenningur lítur ástandið virðist nærtækari túlkun að hið síðarnefnda sé almenningi efst í huga. Búhyggja sérhagsmunaaflanna í heildina tekið eru þær niður- stöður sem hér hefur verið greint frá mjög afgerandi og að mörgu leyti óvæntar. Umræðu um efna- hagsmál á liðnum árum hefur oft- ast fylgt tal um að þjóðin sé óábyrg, kröfuhörð og gjöm á að eyða um efni fram. Því hefði verið nærtæk- ast að halda að þjóðin væri ekki reiðubúin að horfast í augu við al- varlegar efnahagsþrengingar. Könnunin sýnir að það er öðru nær, á þessum tíma að minnsta kosti. Það getur að vísu verið mun- ur á því sem fólk segir og því sem það síðan gerir þegar á reynir. Niðurstöðurnar vekja samt upp spurningar um það, hvort leiðtogar þjóðarinnar, í hagsmunasamtökun- um og í stjórnmálunum, hafi í meiri mæli en almenningur verið mótandi í óráðsíunni á undanförnum árum. Getur það verið að almenningur sé slíka, og tel ég að í flestum greinum sé málefnalega gerð grein fyrir mismunandi afstöðu ólíkra stjórn- málafylkinga til utanríkismála- stefnunnar á hveijum tíma. Elías nefnir tvö dæmi um að lítt sé „vik- ið að málum sem telja má óþægileg ' fyrir stjórnvöld". Hið fyrra varðar höfnun á beiðni Lufthanda um að- stöðu á íslandi 1939. Hér þykir Elíasi höfundur greina með „vel- þóknun“ frá afstöðu Hermanns Jón- assonar. Ekki fæ ég séð að slíkt gildismat felist í umfjöllun Péturs um málið. Hann ræðir (bls. 150- 153) efnisatriði þess og greinir frá röksemdum stjórnvalda sem með haldbærum rökum töldu „bestu kjara" rétt þýska félagsins til flugs hingað úr gildi fallinn. Því síður er við hæfi að ásaka höfund fyrir að þegja „um skammarlega afstöðu" stjórnvalda „til flóttamanna af gyð- ingaættum". Vel má taka undir þá skoðun að sú afstaða hafi verið aðfinnsluverð, en eftir því sem ég kemst næst heyrði þetta málefni undir dómsmálaráðuneytið en ekki utanríkisráðuneytið. Rit Péturs J. Thorsteinssonar nær prýðilega því markmiði að veita sögulegt yfirlit um þróun utanríkis- mála og íslenskrar utanríkisþjón- ustu á tímabilinu 1940-1990. Það auðveldar verk þeirra sem í framtíð- inni takast á við rannsóknir á af- mörkuðum sviðum þessa umfangs- mikla málaflokks og verður ómiss- andi handbók öllum sem vilja kynna sér sögu íslenskra utanríkismála- stefnu. Höfundur erdósent í sagnfræði við Háskóla íslunds. ráðdeildarsamari en leiðtogarnir? Á undanförnum árum hefur ákvarðanataka og stefnumótun ver- ið að færast í auknum mæli frá Alþingi til hagsmunaaðila vinnu- markaðarins, með virkara samráði milli þessara aðila og ríkisstjórna. Þessari skipulagsbreytingu hefur fylgt margt gott, meðal annars þjóðarsáttarsamningar sem hafa skapað grundvöll fyrir meiri stöðug- leika í þjóðarbúskapnum en við höfum áður þekkt. Óðaverðbólga og ævintýralegar sviptingar eru að baki. Þetta ber að virða, svo þýðing- armikið sem það er. Framhjá því verður hins vegar ekki horft, að slíkum samráðssamningum hefur fylgt vaxandi sókn í tóma sjóði rík- isins. Kjarasamningar eru í vaxandi mæli samningar milli launþega og vinnuveitenda um það að þriðji aðil- inn, ríkið, skuli taka á sig aukin útgjöld, vegna misjafnlega skyn- samlegra verkefna. Þetta er leið forystumanna á vinnumarkaði til að horfa framhjá þeirri staðreynd, að ekki er hægt að semja um kjara- bætur við ríkjandi aðstæður. Niður- stöður ofangreindrar könnunar benda hins vegar til þess, að taum- laus sókn í opinbera sjóði og vax- andi skuldasöfnun sé almenningi ekki að skapi. Kjarasamningar um aukin ríkis- útgjöld geta einnig verið hin versta svikamylla fyrir launþega, því þeir sjálfir eru oftar en ekki helstu borg- unarmenn aukinna ríkisútgjalda. Þó kann t.d. að virðast sanngjarnt að leggja aukna skatta á þá sem hafa atvinnu til að greiða fyrir ný atvinnutækifæri handa atvinnu- lausum. Ef hin nýju störf eru arð- bær í þeim skilningi að þau leiða til verðmætasköpunar sem tryggir sjálf áframhaldandi starfsemi á við- komandi sviði, getur slík skattlagn- ing verið afar skynsamleg ráðstöf- un. Ef nýju störfin eru einungis atvinnubótavinna, sem endist jafn- lengi og skuldasöfnunin varir, þá horfir málið auðvitað öðruvísi við. Ávísun á ríkissjóð er oftar en ekki ávísun á það, að útgjöld eins aðila eru lögð á herðar annars. Sérhagsmunaaðilar sækjast einkum eftir þannig búbótum. Þeirra bú- hyggja nær því sjaldnast til al- mannahags. Ríkisstjórn og þing eiga öðrum fremur að gæta al- mannahags og þurfa því að geta reist skorður við eigingjörnum þrýstingi sérhagsmunaaðilanna, eða að minnsta kosti beint honum í skynsamlegan farveg. Stjórnvöld ættu í aðgerðum sínum að hafa hliðsjón af almennum viðhorfum almennings. Þau viðhorf sem fram koma í ofangreindri könnun eru hollara veganesti en margt af því sem fulltrúar sérhagsmunaaflanna leggja til. Heimild: Afstaða almennings til útflutn- ingsgreina atvinnulífsins og úrræða í efnahagsmálum, skýrsla til Útflutnings- ráðs íslands (Reykjavík, Félagsvísinda- stofnun, desember 1992). Höfundur er prófessor við Háskóla Islands. Landhelgis- gæslan í þágu NATO NEFND utanríkisráðherra sem fjallaði um öryggis- og varnarmál Islands víkur i nýútkominni skýrslu að umræðum um aukinn hlut Islendinga i vörnum lands síns. Nefndarmenn áttu m.a. við- ræður við yfirmenn Atlantshafs- bandaiagsins og stjórnvöld í Bandaríkjunum og greina frá því í skýrslunni að í samtölum þeirra, einkum í Brussel, hafi komið fram áhugi á því að nýta krafta Land- helgisgæslunnar í þágu NATO. Bendir nefndin á að áfram verði að fylgja þeirri stefnu að íslenskir aðilar taki að sér þá þætti í störfum varnarliðsins, sem krefjist ekki ann- arra skuldbindinga en samræmast borgaralegum störfum. afsláttur af öllum vörum verslunarinnar 24 - 27. mars málfimg tcppi pcirket gólfflísor hreinlætisvörur viðcirvörn dðkcir mnlningcirvörur listmölcircivörur blönduncirtæki molning penslcir flísor teppi bciðmottur dúkcir sturtuklefcir ofl. ofl. ofl 000 í tilefni af Því að Málarinn opnar nú nýja glæsilega verslun að Skeifunni 8 bjóðum við upp 25% opnunartilboð af öflum vörum verslunarinnar. Líttu við í bjarta og rúmgóða verslun okkar og gerðu góð kaup! -Opið til kl. 16 á laugardag- Skeifunni 8 Reykjavík Sími 813500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.