Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVUKUDAGUR 24. MARZ 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Umskipti í París
er ekki hægt að segja að
úrslit fyrri umferðar frönsku
pmgkosninganna um síðustu helgi
hafí komið á óvart. Skoðanakannan-
ir mánuðina fyrir kosningar höfðu
ítrekað spáð því að Sósíalistaflokk-
urinn myndi bíða mikinn ósigur. Sú
varð einnig raunin.
Sósíalistar, sem nú sitja í ríkis-
stjóm, fengu einungis 17,59% at-
kvæða og ef marka má spár geta
þeir hrósað happi takist þeim að
tryggja sér 80 þingsæti í síðari
umferð kosninganna í næstu viku.
í síðustu kosningum, sem fram fóm
árið 1988, fengu þeir 246 þingmenn
kjörna. Stærstu hægri flokkamir,
Rassemblement de la Republique,
RPR, sem er flokkur gauliista, og
Union de la Democratie Fran?aise,
UDF, fengu hins vegar 39,5% at-
kvæða. Tókst þeim að tryggja sér
80 þingsæti strax í fyrstu umferð-
inni og er búist við að þeir muni
alls fá 460-480 þingmenn kjörna.
Það jafngiidir um 80% þingsæta í
franska þinginu og hefðu hægri-
menn þar með öfiugasta þingmeiri-
hluta í sögu fímmta lýðveldisins.
Þessar tölur segja hins vegar
ekki alla söguna. Afhroð sósíalista
er ótvírætt. Þeim hefur verið úthýst
af frönskum kjósendum og óvíst
hvort flokkurinn muni nokkurn tím-
ann eiga sér viðreisnar von á ný.
Hins vegar er hæpið að halda því
fram að sigur hægri flokkanna sé
tákn þess að þeim hafí tekist að
sannfæra Frakka um ágæti sitt.
Mun nær væri að segja að kjósend-
ur hafi í þessum kosningum refsað
sósíalistum með því að kjósa eina
raunhæfa valkostinn. Um þriðjung-
ur kjósenda mætti ekki á kjörstað
á sunnudag og er heildarfjöldi at-
kvæða, sem féll í skaut UDF og
RPR, i raun lítið meiri en í kosning-
unum árið 1988.
Ef fer sem horfír næsta sunnudag
er ákveðið skeið í stjómmálasögu
Frakklands að líða undir lok. Þegar
Francois Mitterrand sigraði Valéry
Giscard d’Estaing í forsetakosning-
unum árið 1981 komust vinstrimenn
til valda í Frakklandi í fyrsta skipti
frá því Charles de Gaulle hershöfð-
ingi stofnaði fímmta lýðveldið á
sjötta áratugnum. Áformin sem sós-
íalistar lögðu af stað með í upphafi
vom háleit. Það átti að stokka
franskt samfélag upp. Lofað var að
efla siðgæði í frönskum stjórnmál-
um. Þessi áform runnu fljótlega út
í sandinn. Hinar sósíalísku kenni-
setningar í efnahagsmálum reynd-
ust eiga jafn illa við í Frakklandi
og annars staðar þar sem á þær
hefur verið látið reyna. Forsetinn
varð að söðla um og taka upp að-
haldssamari stefnu í efnahagsmál-
um. Kjósendur refsuðu samt sósíal-
istum þegar næst var kosið til þings,
árið 1986, og við tók samsteypu-
stjórn UDF og RPR undir forsæti
Jacques Chiracs, leiðtoga RPR. Sú
stjóm -sat einungis við völd í tvö ár.
Mitterrand náði endurkjöri sem for-
seti árið 1988 og boðaði til þing-
kosninga í kjölfarið. Þó að sósíalist-
ar næðu ekki hreinum meirihluta í
kosningunum tókst þeim að mynda
minnihlutastjóm sem notið hefur
stuðnings kommúnista og nokkurra
miðjumanna. Þau fimm ár sem síðan
eru liðin hafa ekki verið sósíalistum
auðveld.
Ástandið í efnahagsmálum hefur
farið ört versnandi og atvinnuleysi
er nú rúmlega tíu prósent. Jafnvel
enn þungbærari hafa fjölmörg spill-
ingarmál reynst sósíalistum. Það
hefur varla liðið sá mánuður að
ekki hafí borist fregnir af nýjum
málum, þar sem stjórnmálamenn
úr röðum sósíalista hafa komið við
sögu. Það hefur fjarað hratt undan
trausti Sósíalistaflokksins síðustu
ár. Flokkurinn sem lofaði siðbótum
gerði stjórnkerfíð að spillingarbæli.
Þetta leiddi til þess að almenning-
ur í Frakklandi missti fyrst traustið
á stjórnmálamönnum almennt og
síðan áhugann líkt og hin dræma
kosningaþátttaka um helgina ber
vott um.
Innan skamms mun ný hægri-
stjórn taka við völdum í Frakk-
landi. Líkt og árið 1986 verður hún
hins vegar að bíta í það súra epli
að Mitterrand ræður enn ríkjum í
Elysée-höll. Þrátt fyrir niðurlæg-
ingu sósíalista í kosningunum ætlar
hann að sitja áfram þar til síðara
sjö ára kjörtímabili hans lýkur árið
1995. Staðan er hins vegar ekki að
öllu leyti sambærileg við stöðuna á
árunum 1986-1988. Þá hafði Mitt-
errand enn öflugan bakhjarl í Sósíal-
istaflokknum og gat gert stjórn
Chiracs lífið leitt á flestum sviðum.
Nú er hann einn og yfírgefinn og
verulegar líkur á að flokkurinn, sem
hann stofnaði fyrir tveimur áratug-
um, muni klofna í frumeindir sínar
vegna innbyrðis ágreinings. Næstu
ríkisstjórn ætti því að reynast auð-
veldara að koma stefnu sinni í fram-
kvæmd en stjórn Chiracs á sínum
tíma.
Það á hins vegar enn eftir að
koma í ljós hversu miklu stjórnar-
skiptin munu í raun breyta í Frakk-
landi. Næstu stjórn er sniðinn mjög
þröngur stakkur efnahagslega og
gefur staða mála ekki mikið svigrúm
til athafna. Ef lætur að líkum mun
stjómin líka fylgja áþekkri stefnu í
peningamálum og sú fráfarandi sem
kennd hefur verið við „sterkan
franka“ eða franc fort. Það myndi
hins vegar þýða að þær ákvarðanir
sem mestu máli skipta verða áfram
teknar í Frankfurt, þar sem þýski
seðlabankinn hefur höfuðstöðvar
sínar, en ekki í ráðuneytum Parísar.
Utan Frakklands er þess beðið
með mestri eftirvæntingu hvaða
póll verður tekinn í hæðina í við-
skiptamálum. Hin veika staða
frönsku ríkisstjórnarinnar síðastlið-
ið ár hefur gert það að verkum að
erfiðlega hefur gengið að ná sam-
komulagi um landbúnaðarþátt
GATT-viðræðnanna. Ef marka má
yfirlýsingar leiðtoga RPR og UDF
í kosningabaráttunni er því miður
ekki góðs að vænta í þeim efnum.
Ef Frakkar reyna að stöðva GATT
innan EB með því að beita neitunar-
valdi myndi það leiða til öngþveitis
á sviði alþjóðaviðskipta. Það myndi
einnig stefna öllum áformum um
nánara samstarf EB-ríkjanna í tví-
sýnu og valda þar með pólitísku
uppnámi um gjörvalla Evrópu.
Það hefur þó margsinnis komið í
ljós að orð sem falla í kosningabar-
áttu og síðari stjómvaldsaðgerðir
eiga oft mjög fátt sameiginlegt.
Vonandi verður sú einnig raunin
varðandi viðskiptastefnu næstu rík-
isstjórnar Frakklands.
VALDABARATTAN I RUSSLANDI
Stuðningur Vest-
urlanda gæti veikt
stöðu Borís Jeltsíns
Moskvu. The Daily Telegraph.
VESTURLÖND hafa skapað sér óvild á meðal áhrifamikilla
manna í Rússlandi með stuðningi sínum við Borís Jeltsín for-
seta. Þessi stuðningur gæti jafnvel orðið til þess að veikja
forsetann.
Stuðning-
ur vekur
andúð
Sjö helstu
iðnríki
heims, eða
G-7 ríkin
svonefndu,
geta lítið
gert til að
öðlast
traust harð- Eldri kona 1 Pétursborg
línnman- veifar mynd af Lenín ‘
Iiiiunid.li mótmælaskyni gcgn Jelts-
nanna í ín
Moskvu,
þjóðernis-
sinna og kommúnista. Einarður
stuðningur iðnveldanna sjö við
Jeltsín undanfama daga hefur hins
vegar vakið andúð hjá mönnum í
Moskvu sem gætu haft veruleg
áhrif í rússneskum stjómmálum í
framtíðinni.
Útlendingahatur hefur alltaf ver-
ið áberandi á meðal rússneskra
þjóðernissinna og þeir hafa líka
verið veikir fyrir samsæriskenning-
um. Nú þegar stjórnkerfið er lamað
og mikil efnahagskreppa skollin á
er auðvelt fyrir lýðskrumara að
skella skuldinni á útlendinga.
Stuðningur Vesturlanda kann að
auka Jeltsín kjark og er betri en
miðvituð viðleitni af hálfu vest-
rænna leiðtoga til að halda rúss-
neska forsetanum’í hæfilegri fjar-
lægð af ótta við að honum verði
steypt af stóli innan skamms. Fáir
telja þó að stuðningurinn eigi eftir
að skipta sköpum fyrir Jeltsín í
valdabaráttunni. Þvert á móti gæti
hann orðið til þess að veikja forset-
ann heima fyrir.
Erlenda auðvaldið
Útlendingahatrið kom berlega í
ljós þegar fylgst var með fundi
rússneska þingsins eftir að Jeltsín
tilkynnti að hann hefði tekið sér
sérstakt vald til að stjórna landinu
með tilskipunum. Þingmennirnir
fjölluðu um hvemig orða ætti álykt-
un um ákvörðun forsetans og í
drögunum var vísað til „glæpsam-
legra kaupmanna sem njóta stuðn-
ings Vesturlanda". Einum þing-
mannanna þótti þetta of langt
gengið og lagði til að orðin „alþjóð-
lega mafían og pólitískir ævintýra-
menn“ yrðu notuð í staðinn. Að
lokum náðist samkomulag um
málamiðlun og setningin hljómaði
svo: „Eina fólkið í Rússlandi sem
býr við góð kjör eru fjársvikarar
og þeir sem í grægði sinni láta
greipar sópa um auðlindir Rúss-
lands í hagnaðarskyni fyrir sjálfa
sig og erlenda auðvaldið."
Andúð á gyðingum og
frímúrurum
Lítill munur virtist á vígorðum
margra þingmanna og „föðurlands-
vinanna" sem söfnuðust saman fyr-
ir utan þinghúsið, nema hvað hatur
í garð gyðinga og frímúrararegl-
unnar var meira áberandi á meðal
fólksins á götunni. Á mótmæla-
spjöldum þjóðernissinnanna mátti
lesa vígorð eins og: „CIA, NATO
og Sameinuðu þjóðimar eru öfl
Djöfulsins og leiða tortýmingu yfir
mannkynið" og „Clinton - hugsaðu
um hommana, Mitterrand - hugs-
aðu um frímúrarana, en látið Rúss-
land í friði“.
Þjóðernissinnunum þótti það líka
staðfesta grun þeirra um alþjóðlegt
samsæri gegn Rússlandi þegar þeir
fréttu af því Jeltsín hefði skýrt
vestrænum sendiherrum frá áform-
um sínum um að taka sér sérstakt
forsetavald áður en hann flutti
ávarp sitt til þjóðarinnar á laugar-
dagskvöld.
Til stuðnings Jeltsín
Rúmlega þijú þúsund stuðningsmenn Borís Jeltsín Rússlandsforseta komu í gær saman fyrir framan stjórn-
arráðið í Moskvu til að styðja við bakið á forsetanum í baráttu hans við þingið.
Stefna Bandaríkj astj órnar í málefnum Rússlands gagnrýnd
Agreiningur um réttmæti
stuðnings við Borís Jeltsín
Washington. Reuter.
STJÓRN Bills Clintons forseta í
Bandaríkjunum vill að aðstoð verði
aukin við umbótaöfl í Rússalndi,
meðal annars verði þeir styrktir
með beinum og óbeinum lánum.
Enn sem komið er hefur forsetinn
þó ekki lagt fram nákvæma áætlun
í þessum efnum en hefur gefið í
skyn að það hyggist hann gera á
fundi með Jeltsín sem fyrirhugað-
ur hefur verið í Vancouver dagana
3. og 4. apríl. Sumir gagnrýnendur
Clintons draga í efa skynsemina í
því að leggja Jeltsín lið með svo
ótvíræðum hætti sem Clinton hefur
gert.
Bent er á að tilskipunarvald Jelts-
íns og aðferðin við að koma því á
gangi í sjálfu sér í berhögg við al-
mennar lýðræðishugmyndir. Fullyrt
er að dyggur stuðningur George
Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta,
við Míkhaíl Gorbatsjov hafi á sínum
tíma gert Bush ókleift að styðja um-
bótasinna á borð við Jeltsín þegar ljóst
var orðið að valdahlutföli höfðu
breyst, Gorbatsjov í óhag. Lee Hamil-
ton, fulltrúadeildarþingmaður úr röð-
um demókrata, sagði að meginmark-
mið Bandaríkjanna hlyti að vera að
styðja umbætur, ekki að ákveðinn
einstaklingur héldi völdum.
Bandaríska blaðið The Washington
Post segir á hinn bóginn að þótt Clint-
on taki áhættu með stuðningi við
Borís Jeltsín í valdabaráttunni við
harðlínuöfl sé svo mikið í húfi að
áhættan sé þess virði að taka hana.
„Með því að lýsa opinberlega yfir
stuðningi við Jeltsín verður hann
[Clinton] háður rússneskum leiðtoga
sem hefur sýnt að hann hneigist jafnt
til valdbeitingar sem lýðræðis," sagði
blaðið í forystugrein. „En jafnframt
styrkir hann stöðu Jeltsíns og tryggir
að hann verði að taka tillit til krafna
Bandaríkjamanna um að ekki verði
horfíð af Iýðræðisbrautinni".
Hvatt til þolinmæði
Það er með öllu óvíst að þingið
samþykki auknar fjárveitingar til að-
stoðar Rússum en bandarískir ráða-
menn eru nú byijaðir að undirbúa
þjóðina fyrir aukin fjárútlát vegna
ástandsins í Rússlandi. Bent er á að
vegna gríðarlegs vopnabúnaðar
Rússa verði ekki hægt að skera niður
íjárveitingar til landvarna jafn mikið
og nú er fyrirhugað ef harðlínumenn
nái völdum í Moskvu. Warren Chri-
stopher, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hvetur landa sína ákaft til að
veita Rússum fjárhagslegan stuðning
sem að gagni komi til að tryggja að
umbótastefnan verði ekki aflögð í
Kreml. Hann gagnrýnir Vesturveldin
fyrir að hafa heitið Rússum milljörð-
um dollara en aðeins staðið við lítinn
hluta loforðanna. „Varðstaða okkar í
kalda stríðinu bar ekki árangur fyrr
en eftir meira en fjóra áratugi, á sama
hátt verður stuðningur okkar við rúss-
neska lýðræðisþróun að vera til lang-
frama,“ sagði ráðherrann nýlega.
Á undanförnum árum, einkum eft-
ir hrun Sovétríkjanna, hafa banda-
rískir embættismenn og sérfræðingar
haft tilhneigingu til að líta svo á að
þróun í átt til lýðræðis og markaðs-
stefnu í Rússlandi væri komin svo
langt á veg að ekki yrði snúið við.
Atburðir síðustu mánaða og aukinn
styrkur harðlínuafla í Moskvu hafa
breytt þessum viðhorfum. Warren
Christopher segir nú að þótt ekki
verði horfíð aftur til tíma og stefnu
Sovétstjórnarinnar gæti svo farið að
Bandaríkin yrðu að fást við mun erfíð-
ara ástand.
Langtímamarkmið
Clinton hefur sagt að hann vilji
auka beina fjárhagsaðstoð við Rússa
úr 400 milljónum dollara á þessu ári
í 700 milljónir næsta ár. Einnig er
ætlunin að nota 800 milljónir til að
aðstoða Rússa við að eyða kjarnorku-
vopnum. Christopher lagði áherslu á
að ekki dygði að yfírvöld hlypu undir
bagga með Rússum með því að ausa
í þá bandarísku skattfé. Fyrirtæki
yrðu einnig að hjálpa til við umskipt-
in í Rússlandi með því að auka við-
skipti við landið, fjárfesta þar og
þjálfa starfsmenn.
Margir benda á að einhvern tíma
muni Rússar rísa upp á ný, svo auð-
ugt sem landið sé að ýmsum náttúru-
auðlindum. Þá muni skipta miklu
hverja þeir líti á sem aldavini og
hveija sem fjendur.
íhuga beitingu
neyðarákvæða
Alþjóðabankans
Washington. Reuter.
UTANRÍKIS- og fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims munu
sennilega hittast í næsta mánuði. Þá verður reynt að ná samkomu-
lagi um áætlun um aðstoð við umbótastefnu Jeltsíns áður en fyrirhug-
uð þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Rússlandi 25. apríl um það hvor
skuli ráða mestu, forsetinn eða þingið. Heimildarmenn segja að Rúss-
ar gætu þurft um 14 milljarða Bandaríkjadollara á þessu ári til kaupa
á brýnum vörum frá útlöndum og komast hjá algeru hruni innan-
lands. Vegna almennrar efnahagskreppu liggur slíkt fé ekki á Iausu
hjá iðnríkjunum.
Ráðamenn Bandaríkjanna og
annarra iðnvelda íhuga nú að beita
lítt þekktu neyðarákvæði í lögum
Alþjóðabankans til að flýta fyrir
aðstoð við Rússland en heimilt er
að veita um 23 milljarða dollara
Samkvæmt þessu ákvæði. Einnig er
verið að huga að lausn á deilu um
rúmlega 80 milljarða dollara erlend-
ar skuldir sem Sovétríkin gömlu
skildu eftir sig. Vanskil hafa hlaðist
upp, m.a. vegna þess að Rússar og
Úkraínumenn hafa ekki náð sam-
komulagi um skiptingu skuldanna.
Þetta hefur valdið því að Bandaríkja-
stjórn mun eiga mjög erfitt með að
veita ríkisábyrgð fyrir auknum korn-
kaupum Rússa í Bandaríkjunum.
Stjómvöld verða samkvæmt lögum
að geta sýnt kjósendum fram á að
einhveijar líkur séu á því að greitt
verði fyrir vöruna.
Japanir eiga í deilum við Rússa
vegna nokkurra smáeyja sem Rúss-
ar tóku af þeim í stríðslok og hafa
verið ófúsir að lofa mikilli aðstoð
fyrr en deilan leysist. „Við verðum
að gera okkur ljóst að Japanir eru
helsti þröskuldurinn," sagði Klaus
Kinkel, utanríkisráðherra Þýska-
lands, fyrir skömmu. Warren Chri-
stopher, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði á fundi í Chicago að
aðstoð við Rússa yrði þungur baggi
en ekki yrði hjá henni komist. „Hér
er um að ræða mikilvægasta lang-
tíma verkefni samtímans," sagði
ráðherrann.
Vilja 20
milljarða
dala aðstoð
Washington. Reuter, The Daily Tele-
graph.
STJORN Rússlands hefur beð-
ið sjö helstu iðnríki heims um
20 milljarða dala aðstoð og
lagt fram áætlun sem miðar
að því að koma á stöðugleika
í efnahagslífinu og stemma
stigu við verðbólgunni.
Heimildarmenn í Washington
sögðu í gær að Borís Fjodorov,
aðstoðarforsætisráðherra Rúss-
lands, hefði lagt áætlunina fram
á fundi með háttsettum embætt-
ismönnum iðnveldanna sjö í
Hong Kong fyrr í mánuðinum.
Samkvæmt áætluninni er
stefnt að því að takmarka lán-
veitingar og draga úr ríkisút-
gjöldum í því skyni að minnka
verðbólguna í 5% á mánuði en
hún er nú 25% á mánuði. Að
sögn heimildarmannanna hefur
rúsneska stjórnin beðið iðnveldin
um 20 milljarða dala aðstoð., þar
af 6 milljarða til að styrkja rúbl-
una i sessi og allt að 7 milljarða
til að byggja upp iðnfyrirtæki.
A
Akaft deilt um túlkun á stjórnarskrá Rússlands
Færir ákvæði gegn öfgaöflum
Rútskoj forsetaembættíð?
RÚSLAN Khasbúlatov, þingforseti, lýsti yfir því í gær að úrskurður
stjórnlagadómstóls þess efnis að Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
hefði gerst sekur um stjórnarskrárbrot er hann tók sér tímabundið
alræðisvald á laugardag, gæfi tilefni til þess að Jeltsín yrði form-
lega ákærður. Líklegt má telja að Æðsta ráðið, starfandi þing lands-
ins, ákveði á fundi sínum í dag að kalla saman fulltrúaþingið en
þar sitja rúmlega 1.000 menn. Fulltrúaþingið eitt getur tekið ákvörð-
un um hvort lögð verður fram kæra á hendur forseta Rússlands
og munu andstæðingar hans þá krefjast þess, með vísan til stjórnar-
skrárinnar, að Alexander Rútskoj varaforseti taki við af Jeltsín.
Búist hafði verið við því að niður-
staða stjórnlagadómstólsins myndi
tæpast liggja fýrir á næstu vikum
og raunar hafði því verið haldið
fram að úrskurðarins væri tæpast
að vænta fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu þá er Jeltsín hefur boðað
til 25. næsta mánaðar. Var talið
að það myndi reynast tímafrekt
verk að safna saman nauðsynlegum
gögnum í málinu. Nú liggur fyrir
að þeim gögnum var ekki safnað
saman og virðist því sem niðurstaða
dómsins sé grundvölluð á yfirlýs-
ingum þeim sem Jeltsín lét frá sér
fara í sjónvarpsræðu sinni á laugar-
dagskvöld! Því er við að bæta að
mjög er á reiki hvaða plögg voru
undirrituð er forsetinn lýsti yfir því
að hann hefði tekið sér tilskipana-
vald til 25. apríl. Jafnframt er vert
að geta þess að niðurstaða stjórn-
lagadómstólsins en í honum sitja
13 menn hafði ekki verið birt með
formlegum hætti er Khasbúlatov
lét þau orð falla að ákæra bæri
forsetann fyrir stjórnarskrárbrot.
Eftir því sem fréttir hermdu í gær
var þess ekki getið í úrskurði stjórn-
lagadómstólsins að meint brot Bor-
ís Jeltsíns réttlættu að ákæra yrði
borin fram á hendur honum.
Fulltrúaþingið kallað saman?
Láti andstæðingar Jeltsíns
sverfa til stáls bendir allt til þess
að það gerist í dag. Æðsta ráðið
mun trúlega boða til fundar full-
trúaþingsins, sem samkvæmt skiln-
ingi Khasbúlatovs og stuðnings-
manna hans, fer með æðstu stjórn
málefna Rússlands. Verulegar líkur
eru á að fulltrúaþingið krefjist þess
að málsókn verði hafín á hendur
Jeltsín og að völd hans verði færð
í hendur Alexander Rútskoj vara-
forseta. Fari svo verður trúlega
vísað til 11. undirgreinar 121.
greinar stjórnarskrár Rússlands er
kveður á um skilyrði þess að völdin
verði fengin varaforsetanum. í
grein þessari segir að varaforsetinn
taki við falli starfandi forseti frá,
verði hann óvinnufær sökum veik-
inda eða ef lögð er fram ákæra á
hendur honum fyrir stjórnarskrár-
brot. Þessari grein var, að sögn
sérfróðra, bætt við stjórnarskrána
eftir valdaránstilraun harðlínu-
kommúnista í Moskvu í ágústmán-
uði 1991. Starfandi varaforseti
Gorbatsjovs, Gennadíj Janajev, var
sagður leiðtogi „neyðarstjórnarinn-
ar“ sem þá tók völdin í Sovétríkjun-
um. Því kann svo að fara að lögð
verði fram kæra á hendur Jeltsín,
lýðræðislega kjörnum forseta Rúss-
lands, vegna brota gegn ákvæðum
stjórnarskrár sem leidd var í lög í
tíð Leoníds Brezhnevs og að vísað
verði til ákvæðis sem bætt var við
eftir tilraun til að ræna annan leið-
toga kommúnista, Míkhaíl Gorb-
atsjov, völdunum.
Borís Jeltsín hefur þegar gert
heyrinkunnugt að hann hyggist í
einu og öllu hundsa ákvarðanir
fulltrúaþingsins og raunar mun það
heyra sögunni til hljóti tillögur for-
setans um breytingar á stjórnar-
skránni náð fyrir augum rússnesku
þjóðarinnar. Undirsátar forsetans
hafa á undanförnum dögum haldið
því fram að ekki sé unnt að ákæra
Jeltsín með tilvísun til stjórnar-
skrárinnar þar eð umrædd undir-
grein 121. greinar geti ekki talist
hafa lagalegt gildi fyrr en niður-
staða þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um völd þings og forseta og nýja
stjórnarskrá liggur fyrir.
Sjálfstæði og veikt
miðstjórnarvald
Verði Jeltsín ekki ákærður hefur
hann unnið orrustu en stríðinu mun
ekki ljúka. í kjölfarið mun fylgja
lokauppgjör við forréttindastéttina
gömlu, versnandi efnahagsástand
með ótrúlegum atvinnuleysistölum
og viðvarandi barátta við hreyfing-
ar öfgafullra rússneskra þjóðernis-
sinna. Þess hefur þegar orðið vart
að leiðtogar nokkurra sjálfstjórnar-
svæða og lýðvelda innan Rússlands
telji að nú sé lag að brjótast undan
yfirráðum Moskvu-valdsins. Líkt
og í tíð Gorbatsjovs er Sovétlýð-
veldin nýttu sér veika stöðu mið-
stjórnarvaldsins til að tryggja sér
sjálfstæði kunna leiðtogar rúss-
neskra sjálfsstjórnarsvæða nú að
bregðast við með sama hætti. Það
er. með tilliti til þessa sem skilja
ber yfirlýsingar Rúslans Khasbúl-
atovs og stuðningsmanna hans um
að eining Rússlands kunni að vera
í hættu. Leiðtogum margra sjálf-
stjórnarsvæða stendur því ógn af
endurnýjun miðstjórnarvaldsins og
auknum völdum forsetans. Leiðtog-
ar Sovétlýðveldanna fyrrverandi
óttast það hins vegar að sigur
Khasbúlatovs og manna hans í
valdabaráttunni 'í Moskvu muni
verða til þess að styrkja þau öfl í
sessi er haldið hafa því fram að
tryggja beri með öllum nauðsynleg-
um ráðum öryggi og hagsmuni
rússneskra minnihlutahópa í ríkjum
þessum. Yfirlýsingar öfgafullra
þjóðernissinna í þessa veru skilja
flestir sem hótun um beitingu her-
valds.
Hljóti Jeltsín sömu örlög og
Gorbatsjov, reynist stuðningurinn
erlendis frá að engu gagni koma,
munu margir vafalaust freista þess
að skýra hvaða pólitíska stöðumat
olli því að Jeltsín ákvað að leysa
ekki fulltrúaþingið upp og efna til
nýrra kosninga strax eftir valda-
ránið og hrun Sovétríkjanna um
áramótin 1992-1993. Talsmenn
forsetans vísuðu á sínum tíma til
þess að lýðræðisvitund væri enn
mjög vanþróuð í landinu, þess
vegna myndu fjölmargir fulltrúar
sovétkerfisins ná kjöri á fölskum
forsendum.
ÁSv.
Lykilmenn
í valdatafl-
inu í Moskvu
Moskvu. Daily Telegraph.
AUK Borís Jeltsíns eru fjórir menn
í lykilhlutverkum í þeim pólitiska
hildarleik sem nú er háður í
Moskvu. Það eru þeir Alexander
Rútskoj varaforseti, Rúslan Khasb-
úlatov forseti fulltrúaþingsins,
Valerí Zorkín forseti stjórnlaga-
dómstólsins og Pavel Gratsjev
varnarmálaráðherra.
Alexander Rútskoj
varaforseti er fyrrum
orrustuflugmaður og
stríðshetja úr Afgan-
istanstríðinu. Vara-
forsetaefni Jeltsíns
forsetakosningunum
og bandamaður í
valdaránstilraun Aicxander
harðlínumanna í ág- Rntsk°j
úst 1991. Tekur við af Jeltsín ef for-
setinn verður sóttur til saka fyrir
embættisafglöp. Líklegur til að segja
að hollusta sín sé meiri gagnvart þjóð
en forseta. Beitti sér fyrir sáttum
milli þings og forseta og lagðist gegn
því að Jeltsín sneri sér til þjóðarinn-
ar. Telur að nánustu samstarfsmenn
Jeltsín séu á góðri leið með að fara
með Rússland í hundana. Rútskoj ec
lýst sem hreinskilnum þjóðemissinna
en þeir Jeltsín hafa fjarlægst hvorn
annan og því hefur hann vingast við
andstæðinga forsetans.
Rúslan Khasbúlatov
þingforseti er óút-
reiknanlegur og
skapstór en þykir
naskur stjórnmála-
maður og með gott
pólitískt innsæi. Stýr-
ir aðgerðum and-
stæðinga Jeltsíns. Rúsian
Samkvæmt rússn- Khasbúiatov
esku stjórnarskránni er rússneska
fulltrúaþingið æðsta valdastofnun
landsins. Gæti Khasbúlatov því látist
vera sérstakur vörður lýðræðis og
laga og beitt þinginu í þágu þess, svo
sem hann hefur þegar gert. Ekki alls
fyrir löngu spáði hann fyrir um að
forsetinn myndi beita „ólöglegum
brögðum“ og „fóma lýðræðinu" til
þess að knýja óvinsælar umbætur sín-
ar í gegn.
Valerí Zorkín, for-
seti stjórnlagadóm-
stólsins, er þegar
einn af valdamestu
mönnunum í Moskvu
þó stjórniagadóm-
stóllinn hafi ekki
komið til sögunnar
fyrr en 1991. Hann Vaierí Zorkín
hefur verið sakaður
um að taka afstöðu í valdabaráttu
Jeltsíns og þingsins og þannig grafa
undan trúverðugleika dómstólsins.
Hugsanlegt er að Zorkín og félagar
hans 12 í stjómlagadómstólnum verði
á næstu dögum falið að kveða upp
úr um hvort Jeltsín, fyrsti lýðræðis-
lega kjörni leiðtogi Rússlands, skuli
sóttur til saka fyrir embættisafglöp.
Miðað við viðbrögð Zorkíns við nýj-
ustu gjörð forsetans er hann þeirrar
skoðunar. „Forsetinn leikur nú ein-
ræðisherra. Boðskapur ávarpsins
jafngildir valdaráni," sagði Zorkín á
laugardagskvöld. Stjórnlagadóm-
stólnum er ætlað að vera óháð eftir-
litsstofnun. Dómararnir hafa hins
vegar orðið berir að því að láta stjóm-
ast af pólitískum tilfinningum og
hafa þannig ógilt ýmsar tilskipanir
Jeltsíns.
Pavel Gratsjev
varnarmálaráðherra
er kominn til valda
fyrir tilstuðlan Jelts-
íns. Hefur hvað eftir
annað sagt opinber-
lega að herinn muni
ekki hafa afskipti af
stjómmálum. Við Pavel Gratsjev
sama tækifæri hefur
hann gefið til kynna að herinn styðji
forsetann. Það kann fljótlega að verða
óveijandi afstaða. Gratsjev er fyrrum
yfirmaður sovésku fallhlífahersveit-
anna. Hann er óvinsæll meðal lægra
settra foringja og kembir ekki hær-
urnar í starfi, komist harðlínuöflin til
valda.