Morgunblaðið - 24.03.1993, Síða 43
Haukar-UMFG 78:74
íþróttahúsið við Strandgötu, undanúrslit í
úrvalsdeildinni — annar leikur — þriðjudag-
inn 23. rnars 1993.
Gangur leiksins: 2:0, 8:2, 10:10, 19:14,
19:25, 29:31, 34:36, 36:43, 46:48, 51:55,
64:55, 71:61, 73:71, 76:74, 78:74.
Stig Haukn: John Rhodes 28, Jón Amar
Ingvarsson 25, Pétur Ingvarsson 9, Bragi
Magnússon 8, Sveinn A. Steinsson 4, Sig-
fús Gizurarson 2, Jón Öm Guðmundsson 2.
Stig UMFG: Jonathan Roberts 27, Bergur
Hinriksson 13, Guðmundur Bragason 12,
Pálmar Sigurðsson 9, Hjálmar Hallgrímsson
6, Marel Guðlaugsson 5, Pétur Guðmunds-
son 2.
Áhorfendur : 700.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bend-
er. Dæmdu erfiðan leik mjög vel.
ÍBK-KR 97:72
íþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið í
körfuknattleik, þriðji leikur í úrslitum um
Islandsmeistaratitil kvenna, þriðjudaginn
23. mars 1993.
Gangur leiksins: 0:3, 17:3, 24:11, 35:18,
45:24^ 59:32, 71:36, 81:43, 90:51, 97:72.
Stig IBK: Hanna Kjartansdóttir 34, Björg
Hafsteinsdóttir 17, Kristín Blöndal 16, Olga
Færseth 11, Þórdls Ingólfsdóttir 8, Sigrún
Skarphéðinsdóttir 5, Ellnborg Herbertsdótt-
ir 4, Lóa Björg Gestsdóttir 2.
Stig KR: Kristln Jónsdóttir 15, Guðbjörg
Norðfjörð 13, Helga Þorvaldsdóttir 12,
Guðrún Gestsdóttir 7, Hmnd Lárusdóttir
6, Kolbrún Pálsdóttir 6, María Guðmunds-
dóttir 5, Hildur Þorsteinsdóttir 3, Sólveig
Ragnarsdóttir 3, Anna Gunnarsdóttir 2.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og Krist-
ján Möller.
Áhorfendur: Um 300.
NBA-deildin
teikir mánudag:
Washington - New Jersey...... 97:92
Denver - Utah Jazz...........107:93
Goiden State - Detroit Pistons. 96:91
Knattspyrna
England
Úrvalsdeildin
Crystal Palace - Liverpool......1:1
(Armstrong 78.) - (Rush 49.). 18.688.
1. deild
Birmingham - Bamsley............3:0
Cambridge - Leicester...........1:3
Charlton - Wolverhampton..........0:1
Grimsby - Brentford.............0:1
Notts County - Southend.........4:0
Oxford - West Ham...............1:0
Tranmere - Portsmouth...........0:2
Watförd - Newcastle.............1:0
Helgi Sigurðsson
Helgi með
fjögur
Reykjavikurmótið íknattspyrnu
hófst á gervigrasinu í Laugar-
dal í gærkvöldi, þegar Fram
vann Ármann 10:1.
Helgi Sigurðsson hefur verið ið-
inn við kolann í æfingaleikj-
um að undanförnu og í gærkvöldi
gerði hann fjögur mörk í fyrsta
opinbera leik sínum með Fram.
Brynjar Jóhannesson var með
þrennu, Þorbjörn Atli Sveinsson
skoraði tvö og Ágúst eitt fyrir
Fram, en Magnús Jónsson gerði
eina mark Ármanns.
I kvöld
Körfuknattleikur
Keflavík: ÍBK - Skallagrímur.20
■Sigurvegarinn I kvöld mætir liði
Hauka I úrslitum um Islandsmeist-
aratitilinn.
Blak
Undanúrslit íslandsrnótsins
KONUR
Hagaskóli: ÍS-KA.........19.45
Víkin: Víkingur-HK..........20
KARIAR
Digranes: HK - KA...........20
Hagaskóli: Þróttur-ÍS......21
Handknattleikur
2. deild karla
Keflavík: HKN-ÍH............20
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993
át'
KORFUKNATTLEIKUR
ÍgS \3 L m- / Pm ^ § /mBbÍ
bÆI', J ' ÆiM
/ \ \ IU"; # 5 \ ■ M »' \ vffl PfCTþ- jff M\ § (Í jFw M
« '1| pfe/ f ' l IkEMÍ 4 7 i M.Bm § g ’Æ
Titillinn í höfn
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Sigri fagnað í gærkvöldi. Fyrir aftan frá vinstri: Anna María Sveinsdóttir, Hanna Kjartansdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Elínborg Herbertsdóttir,
Anna María Sigurðardóttir, Þórdís Ingólfsdóttir og Lóa Björg Gestsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Skarphéðinsdóttir, Olga Færseth, Kristín
Blöndal, Björg Hafsteinsdóttir og Lovísa Guðmundsdóttir.
Islandsmeistaratitill -
kvenna áfram í Keflavík
Þetta var frábær endir á góðu
keppnistímabili og stelpurnar
sýndu það svo sannarlega í kvöld
að við erum óum-
Björn deilanlega með
Blöndal besta liðið. KR-
skrifar frá stúlkumar áttu
Keflavík aldrei möguleika
eftir að við fórum í gang og eftir-
leikurinn var eftir því,“ sagði Sig-
urður Ingimundarson, þjálfari
kvennaliðs IBK í körfubolta, sem í
gærkvöldi tryggði sér íslandsmeist-
aratitilinn annað árið í röð með því
að sigra Vesturbæjarlið KR 97:72
í Keflavík. Þetta var þriðji leikur
liðanna í úrslitakeppninni og sigr-
uðu Keflavíkurstúlkumar í öllum
leikjunum.
KR-stúlkurnar skoruðu fyrstu
þijú stigin í leiknum í gærkvöldi,
en þá fóru ÍBK-stúlkumar í gang
svo um munaði. Þær skomðu 17
stig í röð og lögðu um leið grunninn
að öruggum sigri því þessi góða
byijun heimaliðsins virtist slökkva
alla baráttu hjá KR-ingum. Munur-
inn jókst síðan jafn og þétt og í
hálfleik var staðan 45:24. Sami
kraftur var í Keflvíkurstúlkum í
upphafí síðari hálfleiks því eftir
átta mínútna leik var munurinn
orðin 38 stig, 79:41, og sá munur
reyndist einum of mikill fyrir KR-
stúlkurnar.
Góð liðsheild einkenndi leik
Keflavíkurliðsins S gærkvöldi en
bestar i jöfnu liði voru Hanna Kjart-
ansdóttir, Kristín Blöndal og Olga
Færseth. KR- stúlkurnar náðu sér
aldrei á strik en atkvæðamestar í
liði þeirra vom þær Guðbjörg Norð-
fjörð og Helga Þorvaldsdóttir. Ann-
ars er árangur KR-stúlknanna í
vetur undir stjórn Stefáns Arnar-
sonar athyglisverður því þær kom-
ust alja leið í úrslit í bikarkeppninni
og í íslandsmótinu.
V'*
Haukar hölðu það
HAUKAR tryggðu sér rétt til
að leika til úrslita í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik í gærkvöldi
með því að sigra Grindvíkinga
78:74 í öðrum leik liðanna.
Haukar unnu með einu stigi í
Grindavik um helgina og mæta
annað hvort ÍBK eða Skalla-
grími í úrslitum en liðin leika
þriðja leikinn í Keflavík íkvöld.
Baráttan var rosaleg alveg frá
fyrstu sekúndu og leikmenn
gáfu ekkert eftir, hvorki í vörn né
sókn. Þessi mikla
Skúli Unnar barátta kom niður á
Sveinsson gæðum körfuknatt-
skrifar leiksins framan af
en spennan í leikn-
um vann það upp þannig að úr
varð hin skemmtilegasti leikur.
Haukar höfðu forystu framan af
en um miðjan fyrri hálfleikinn gerðu
Grindvíkingar 11 stig í röð og náðu
sex stiga forystu en munurinn var
tvö stig í leikhléi, 34:36.
Þegar rúmar átta mínútur voru
eftir komust Haukar aftur yfir en
þeir gerðu 13 stig í röð og náðu
síðan tíu stiga forystu en Grindvík-
ingar neituðu að gefast upp og á
lokamínútunum tókst þeim að
minnka muninn í tvö stig en nær
komust þeir ekki. Haukarnir nýttu
Morgunblaðið/Sverrir
Það tókst! Pétur Ingvarsson tekur um frænda sinn Jón Örn Guðmundsson og
fagnar ógurlega.
vítaskotin sem þeir fengu í lokin
og eru komnir í úrslit.
Jón Arnar var besti maður Hauka
og lék mjög vel í gærkvöldi. Rhodes
var að venju sterkur en hann var
illa dekkaður í sókninni því Roberts
bauð honum að skjóta hvað eftir
annað rétt utan teigs og Rhodes
þáði það með þökkum. Hann ásamt
Sveini Amari sýndu líka mikið ör- ~
yggi á vítalínunni undir lokin. Vam-
arleikur Hauka var gríðarlega góð-
ur og sérstaklega var það snjallt
að breyta nokkrum sinnum um
varnaraðferð.
Grindvíkingar geta vel við unað
að komast í undanúrslitin. Þeir voru
talsvert óheppnir með skot í gær,
enda fengu þeir ekki mikinn frið
til að athafna sig. Oft dansaði bolt-
inn á hringnum en vildi ekki niður,
sérstaklega hjá hinum unga Bergi
Hinrikssyni sem átti ágætan dag.
Guðmundur fékk dálítinn frið í fyrfi4*-
hálfieik til að skjóta af kantinum
en var betur gætt í þeim síðari og
gerði þá aðeins tvö stig. Roberts
var grimmur í sókninni en tók lífínu
alltof létt í vörninni.
Annars var áberandi hvað liðin
notuðu mikið sömu leikmenn, það
var eins og þau treystu ekki vara-
mannabekknum nægilega vel
þennan erfiða leik.