Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 11
MORGUNBLAiDIÐ FIMMTUDAjGL’R 1. APRÍL 1993 m Al Pacino hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í Scent of a Woman. Fjallar hún um Frank Slade, blindan foringja í hernum sem þráir að komast út á lífið. Þegar dóttir hans fer í helgarferð, fær hún ungan mann til að hafa auga með Frank. En dóttirinn er ekki fyrr farin, en Frank byrjar að pakka og stefnan er tekin á New York, þar sem ærlega á að skvetta úr klaufunum í hinsta sinn. SCENT — OF A- "WOMAN Þeir sem séð hafaThe Crying Game.geta flestir verið sammála um að hún sé vel að Óskarsverð- launum komin fyrir skemmtilegt og afar óvenjulegt handrit.The Crying Game hefur farið sigurför um Bandaríkin og Evrópu, enda mynd sem kemur áhorfendum sífellt á óvart með nýjum sögufléttum. I myndinni er lítið leyndarmál sem kallað hefur verið 'best geymda leyndarmál í kvikmynd' í langan tíma.Við ætlum ekki að segja hvað það er, það er fyrir gesti Sambíóanna að uppgötva þennan mikla leyndardóm sem bókstaflega allir eru að tala um út um allan bæ, en segja ekki frá. UnforgiveN The Unforgiven hlaut fern Óskarsverðlaun, enda stór- mynd á hvaða mælikvarða sem er. Hún fékk verðlaun sem besta myndin.fyrir bestu leikstjórnina (Clint Eastwood), besta leikara í aðalhlutverki (Gene Hackman) og bestu klippingu. Samtals fékk hún allt í allt níu tilnefningar. Við endursýnum þessa stórmynd íTHX fýrir þá sem vilja njóta þessarar verðlaunamyndar í hæstu gæðum. Komið í Sagabíó og sjáiðThe Unforgiven, vestra með Clint Eastwood, Gene Hackman og Morgan Freeman. HX LLUJ! HX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.