Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
31
Bílalest send eftir múslimum í austurhluta Bosníu
Ofbeldið
í útlegð
Sex deyja í troðningi ör-
væntingarfulls flóttafólks
Belgrad. Reuter.
TVO BÖRN krömdust til bana í gær þegar þúsundir örvænt-
ingarfullra flóttamanna reyndu að troða sér í vörubíla á
vegum Sameinuðu þjóðanna, sem fluttu múslima frá Sre-
brenica, umsetnum bæ í norðurhluta Bosníu. Að minnsta
kosti fjórir farþegar biðu síðan bana á leiðinni og talið er
að þeir hafi kafnað í mannþrönginni. Ákveðið var að fresta
frekari flutningum þar til hægt yrði að senda fleiri her-
menn með bílalestunum til að hafa hemil á flóttafólkinu.
Fregnir hermdu að 2.000 flótta-
menn hefðu troðið sér í 14 vöru-
bíla sem fóru frá Srebrenica til
borgarinnar Tuzla í norðurhluta
landsins. Flestir flóttamannanna
voru léttklæddir og sumir skólaus-
ir í nístandi kuldanum. Þeir höfðu
hvorki matvæli né vatn. Serbnesk-
ir hermenn köstuðu snjókúlum til
múslimanna svo þeir gætu sogið
þær og svalað þorsta sínum.
Örvænting
Fréttir um atburðinn voru óljós-
ar. „Það eina sem við vitum er að
allt fór úr böndunum. Þúsundir
manna flykktust að bílunum. Svo
virðist jafnvel sem fólkið hafi tek-
ist á, sem sýnir hvílík örvænting
hefur gripið um sig,“ sagði emb-
ættismaður Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna í Tuzla.
„Skelfing fólksins þarna er
meiri en nokkru sinni áður,“ sagði
annar embættismaður Sameinuðu
þjóðanna í Belgrad. „íbúarnir hafa
ekki lengur trú á því að Samein-
uðu þjóðirnar geti verndað þá.“
Sex biðu bana á mánudag
Yfirvöld í Bosníu sögðu að sex
manns hefðu beðið bana í svipuð-
um flutningum á mánudag. Þá
hefðu flóttamenn á öllum aldri
verið svo þjappaðir saman í bílun-
um að þeir hefðu þurft að standa
alla leiðina. Ferðin tók 18 klukku-
stundir vegna tafa við varðstöðvar
Serba.
Flóttamannahjálpin áætlar að
30-40.000 múslimar séu enn inn-
lyksa í Srebrenica og nágrenni.
Serbar hafa setið um bæinn frá
því borgarastyijöldin í Bosníu
hófst fyrir ári. „Markmið okkar
er að fækka þessu fólki og draga
úr skelfingunni,“ sagði talsmaður
hjálparstofnunarinnar. „Þetta fólk
er mjög illa á sig komið vegna
vannæringar og í rauninni ekki
ferðafært."
„Þetta á eftir að gerast í hvert
sinn sem við sendum bíla á eftir
fólkinu því það eru svo margir sem
láta einskis ófreistað til að komast
í burtu,“ sagðj Tricia Purves,
breskur undirofursti í Bosníu.
Serbar hafa takmarkað fjölda
þeirra hermanna sem mega fylgja
bílalestunum til að hafa hemil -á
flóttafólkinu. „Ég held raunar að
heil stórdeild geti ekki haft stjórn
á fólki sem er svona örvæntingar-
fullt,“ sagði Purves.
JOHN Birt, aðalframkvæmda-
stjóri breska ríkisútvarpsins,
BBC, sagði í gær, að sjón-
varpsefni, sem héldi á loft
grimmd og ofbeldi, ætti ekk-
ert erindi í dagskrána.
Birt sagði, að BBC ætlaði
ekki að ýta undir það meðal
óþroskaðra áhorfenda, að það
væri fínt og jafnvel karlmann-
legt að valda öðrum manneskj-
um kvöl og skaða. Kom þetta
fram í ræðu, sem hann flutti um
framtíðaráform BBC, en þar
sagði hann meðal annars, að
stofnun ætti ekki að eltast við
lágkúruna í dagskrárgerð en
forðast um leið að verða aðeins
vettvangur fyrir það, sem fáir
vilja njóta.
Efnahagshrun í nánd á Kúbu
Washington. Reuter.
KÚBVERSK hreyfing í Bandaríkjunum kvaðst í gær hafa
undir höndum leyniskýrslu sem gerð hefði verið fyrir Fídel
Kastró Kúbuleiðtoga og þar kæmi fram að efnahagshrun
yrði þar í landi innan átta mánaða að öllu óbreyttu.
Kúbversk-bandaríska þjóðar-
stofnunin, CANF, hreyfing and-
stæðinga kommúnistastjórnarinn-
ar á Kúbu, sagði að leyniskýrslan
hefði verið lögð fram á fundi Kast-
rós með ríkisstjórninni í nóvem-
ber. „Skýrslan lýsir efnahag sem
er í algjörri óreiðu," sagði í yfirlýs-
ingu frá hreyfingunni og bætt er
við að skorturinn á erlendu fjár-
magni torveldi mjög tilraunir til
að snúa þróuninni við. „I skýrsl-
unni er spáð algjöru efnahags-
hruni á Kúbu ekki síðar en eftir
átta mánuði haldi hnignunin áfram
á sama hraða.“
Hreyfingin segir að í skýrslunni
komi fram að Kúbveijar geti ekki
flutt inn eða framleitt sjálfir 226
vörur af 415, sem taldar séu nauð-
synlegar til að halda efnahagnum
gangandi. Aðrar vörur, svo sem
matvæli, eldsneyti og ýmsar neyt-
endavörur eins og sápa, séu einnig
af skornum skammti. Þá hafi
sykurútflutningurinn minnkað úr
6,8 milljónum tonna árið 1991 í
tæp fimm tonn í fyrra.
Biðstaða er í valdabaráttunni milli þingsins og forsetans í Rússlandi
Barátta Jeltsíns rétt að hefjast
Reuter.
Stuðningsmenn forsetans
Stuðningsmenn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta liafa undanfarna daga safnast saraan fyrir utan
Kreml til að lýsa yfir stuðning við hann.
ENN einu fulltrúaþingi er
lokið í Moskvu, vopnagl-
amrið var mikið, menn voru
móðir en enginn kom bein-
línis sár af vígvellinum.
Fyrir Borís N. Jeltsín for-
seta er baráttan um það
hver skuli stjórna landinu
aðeins rétt að hefjast. Mað-
urinn sem virðist tvíeflast
þegar hætta er á ferðum
en er miður lagið að fást
við hefðbundin stjórnunar-
störf verður að horfast í
augu við ógnvægileg vand-
kvæði. Eitt af þeim er
hvernig bregðast skuli við
því að fulltrúaþingið hefur
ákveðið hvaða skilyrðum
skuli fullnægt og hvert
orðalagið á spurningunum
skuli vera sem bera skal
undir þjóðina 25. apríl nk.
Orðalagið er vísvitandi haft
þannig að það skaði málstað
og markmið forsetans sem
vill fá skýra niðurstöðu um
skiptingu valda milli þings
og forseta.
Á laugardag munu þeir hittast
í Vaneouver, Jeltsín og Bill Clint-
on Bandaríkjaforseti og fær Rúss-
landsforseti þá einstakt tækifæri
til að koma fram í hlutverki al-
þjóðlegs stjórnmálaskörungs. En
þetta er ekki hættulaust, m.a.
verður Jeltsín fjarri heimavíg-
stöðvunum í nokkra daga. Orð-
rómur um nýtt valdarán í Moskvu
gýs þar upp með stuttu millibili.
Þar að auki er hætt við að sú ósk
Clintons að vilja veita 'Jeltsín
hjálparhönd geti styrkt betlaraí-
mynd Jeltsíns hjá örvæntingar-
fullum, rússneskum þjóðerniss-
innum sem svíður sárt niðurlæg-
ing fóstuijarðarinnar og þar er
ekki eingöngu um að ræða hálf-
fasíska ofstækismenn.
Öllu meiri vandi verður fyrir
forsetann að átta sig á því hve
langt hann getur gengið í þeirri
viðleitni sinni að draga Rússa á
hárinu, hvað sem líður kvalaópum,
inn á umbótabraut markaðs- og
lýðræðisstefnu. í þessum efnum
hefur hann aldrei markað ákveðna
og sjálfri sér samkvæma stefnu.
Það stafar að nokkru leyti af mis-
klíð meðal nánustu samstarfs-
manna forsetans, annars vegar
milli þeirra sem vilja málamiðlun,
liins vegar þeirra sem vilja láta
sverfa til stáls gegn hægfara öfl-
um og afturhaldi. Jeltsín virðist
eiga érfitt með að gera upp hug
sinn.
Málamiðlun ólíkleg
Sem stendur virðist ólíklegt að
málamiðlun náist fram milli þings
og forseta. Rúslan Khasbúlatov
þingforseti reyndi að semja við
Jeltsín, þeir urðu ásattir um nýjar
þingkosningar strax. Hann hlaut
nærri því brottrekstur úr þingfor-
setastólnum að launum, það voru
harla óvænt harðlínuöflin sem
björguðu honum — og telja sig
nú hafa hann í vasanum fyrir vik-
ið. Khasbúlatov tekur vart sams
konar áhættu aftur. Jeltsín telur
sig hafa treyst stöðu sína með því
að fá stuðning allrar ríkisstjórnar-
innar við stefnu sína, einnig þeirra
ráðherra sem hann virðist hafa
þurft að strjúka ákaft með hárun-
um. Meðal þeirra er Viktor
Tsjernómýrdín forsætisráðherra,
sem andstæðingar Jeltsíns
þröngvuðu upp á forsetann en
hefur síðan reynst vera hlynntari
umbótum en margir gerðu ráð
fyrir. Mikilvægast er þó að ráð-
herrar landvarna, öryggismála og
innanríkisráðuneytis studdu allir
Jeltsín, þótt með nokkrum sem-
ingi væri. Það var engin tilviljun
heldur skýr skilaboð til andstæð-
inganna er þessir ráðherrar stóðu
við hlið forsetans á fjöldafundin-
um sl. sunnudag þegar Jeltsín
lýsti yfir sigri á afturhaldsöflum
kommúnista.
Goðin blíðkuð
Því fer þó fjarri að stuðningur
hersins sé tryggur. Skýrt var frá
því í dagblaði á þriðjudag að Jelts-
ín hefði í sl. mánuði rekið háttsett-
an embættismann, Júrí Boldýrev,
er rannsakaði spillingu meðal liðs-
foringja. Boldýrev hafði verið full-
duglegur, vakið reiði hershöfð-
ingjanna og forsetinn ákvað að
reyna að blíðka goðin.
Jeltsín hefur ákveðið að láta
stjórnlagadómstól úrskurða hvort
þingið hafi mátt orða spurning-
arnar í þjóðaratkvæðinu með þeim
hætti sem gert var og setja skil-
yrði um að minnst helmingur at-
kvæðisbærra kjósenda tæki þátt
í henni svo að niðurstaðan yrði
lögmæt. Dæmi dómstóllinn þing-
inu í vil er ólíklegt að niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar verði ein-
hlít. Forsetinn gæti þá efnt til
annarrar skoðanakönnunar eða
atkvæðagreiðslu, þar sem hann
réði orðalaginu og bæði þjóðina
m.a. að segja álit sitt á þinginu.
Óljóst er hver afstaða ráðamanna
í einstökum héruðum verður.
Sums staðar verður sennilega
engin atkvæðagi'eiðsla og því er
hætt við að engin niðurstaða fáist
á landsvísu sem mark verður á
takandi. Valdatogstreitan heldur
þá áfram á meðan efnahagsóreið-
an, sjálfstæðistilburðir einstakra
héraða, glæpafár og almenn ring-
ulreið grafa enn frekar undan trú
almennings á lýðræðinu. Við slík-
ar aðstæður er hætt við að krafan
um sterkan leiðtoga, afturhvarf
til einræðis, fái byr undir báða
vængi.
K. J. Byggt á The Daily Te-
legraph o. fl.