Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Italía nálgast hættumörkin Sú spilling í stjómmálum, sem nú er venð að draga fram í dagsljósið á Ítalíu, er farin að ógna ítölsku stjórnkerfi alvarlega og verður uppstokkun þess ekki umflúin. Á þriðjudag sagði Franco Rev- iglio fjármálaráðherra af sér eftir að hafa fengið viðvörun frá sak- sóknara um að hafin væri rann- sókn á meintri aðild að fjármála- hneyksli í tíð hans sem stjórnar- formaður orkufyrirtækisins ENI, sem er í ríkiseigu, á árunum 1983-1989. Forstjóri og helstu framkvæmdastjórar ENI sitja nú í fangelsi. Reviglio er fimmti ráðherrann í ríkisstjórn Giulianos Amatos forsætisráðherra, sem segir af sér vegna gruns um aðild að spill- ingu. Þekktasti stjórnmálamaður eftirstríðsáranna á Italíu, Giul- iano Andreotti, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra sjö sinnum, liggur einnig undir grun. Mun öldungadeild ítalska þingsins í næstu viku leggja til að hann verði sviptur þinghelgi svo að hægt verði að sækja hann til saka. Rannsóknir saksóknara í borginni Palermo hafa leitt til ásakana um að Andreotti og menn hans hafí tengst mafíunni. Fjölmargir þingmenn og sveit- arstjórnarmenn liggja einnig und- ir grun og víða um landið hefur starfsemi hins opinbera lamast þar sem meirihluti embættis- manna sætir annað hvort rann- sókn eða er bak við lás og slá. Yfirvöld í borginni Napólí gáfu á þriðjudag út handtökuskipanir á hendur 116 einstaklingum. Þegar hafa þúsundir ákæra verið gefnar út og daglega berast fregnir af nýium uppgötvunum saksóknara um alla Italíu. For- arpytturinn virðist vera botnlaus. Málið er í raun hætt að snúast um siðferði í ítölskum stjórnmál- um. Það er farið að snúast um trúverðugleika ítalsks þjóðfélags. ítalskur almenningur hefur þegar misst alla trú á stjórnmálamönn- um sínum og stjórnkerfi og við- brögð á peningamörkuðum und- anfarna daga benda til að gengi ítalsks þjóðfélags sé ekki hátt um þessar mundir. í Evrópu velta menn nú fyrir sér hvort spillingin í ítalska stjórnkerfínu hafi þegar náð að festa rætur í stjórnarstofn- unum Evrópubandalagsins. Líta menn ekki síst til landbúnaðar- mála í því sambandi en þar veltir EB hátt i þtjú þúsund miiljörðum króna á ári. í flestum vestrænum ríkjum hefur umræða um siðferði stjórn- málamanna aukist til muna á síð- ustu árum. í flestum nágranna- ríkjum okkar hafa við og við kom- ið upp spillingarmál sem stjórn- málamenn hafa átt aðild að. ít- alska dæmið er hins vegar um margt einstætt. Þar er ekki um að ræða að siðferðiskennd nokk- urra einstaklinga sé ábótavant heldur er stjórnkerfið sem slíkt rotið og spillt. Segja má að tvær fylkingar, kristilegir demókratar og sósíalistar, hafi skipt með sér völdum á Ítalíu allt frá því að síðari heimsstyijöldinni lauk. Þetta má annars vegar rekja til kosningakerfisins, sem gerir einni fylkingu nánast ókleift að mynda meirihlutastjórn, og hins vegar kalda stríðsins. Kommúnista- flokkur Ítalíu var til skamms tíma einn sá öflugasti í Vestur-Evrópu og tóku aðrir flokkar höndum saman til að halda honum frá völdum. í bandalaginu fólst, hins vegar, ekki eingöngu að menn skiptu með sér ráðherrastólum. Hefð er fyrir því að skipta öllum embætt- um, allt niður í ómerkilegustu stöðuveitingar á vegum hins opin- bera, samkvæmt sérstöku kvóta- kerfi flokkanna. Ríkisafskipti á Ítalíu hafa líka verið með því mesta sem þekkist í hinum vest- ræna heimi og teygðu anga sína næstum um þjóðfélagið allt. Útkoman var mjög dýrt og spillt kerfi, sem hamlaði vexti efnahagslífsins en var hvati á skuldasöfnun hins opinbera. Hrun kerfísins, sem við horfum nú upp á, er ekki hægt að rekja til þess að stjórnmálamenn hafi allt í einu gert strangari kröfur til sjálfra sín. Ástæðan er miklu frekar sú að kerfið var orðið of þungur baggi á ítölsku þjóðfélagi, efna- hagslega. Það var farið að stefna þeim ásetningi ítala, að skipa sér sess meðal hinna efnuðu þjóða norðurhluta Evrópu, í voða. Þegar kommúnistar voru ekki lengur taldir hættulegir hættu menn líka að sætta sig við ýmislegt, sem ,gert hafði verið undir því yfir- skini að halda þeim frá völdum. Ekki er öll von úti á Ítalíu. Aftur á móti er ljóst að ekki verð- ur áfram haldið á sömu braut. Grundvallarumskipti verða að eiga sér stað jafnt hvað varðar sjálft stjórnkerfið og þá sem þar eru í forsvari. Gömlu þekktu and- litin í stjórnmálum Ítalíu eru rúin trausti, jafnt innanlands sem ut- an. Miskunnarlausar uppljóstran- ir saksóknara frá Mílanó í norðri til Palermo í suðri benda til að ítalir séu ágætlega í stakk búnir til að moka eigin flór. Nóg er líka til af óflekkuðum stjórnmála- mönnum, sem gegna forystuhlut- verki í baráttunni gegn spillingu. Hinn 18. apríl stefnir Amato forsætisráðherra að þvf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breyt- ingar á kosningalöggjöfinni. Nái þær fram að ganga verður það fyrsta skrefið í þeirri kerfisbreyt- ingu sem nauðsynleg er til að bijóta spillinguna á bak aftur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 33 Erlendar skuldir við hættumörk? eftirÞórð Friðjónsson Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa verið fyrirferðarmiklar í umræðum um efnahags- og þjóðmál að undan- fömu. Er það að vonum því skuldir okkar í útlöndum, sem hafa aukist ár frá ári um langt skeið, eru nú með því mesta sem þekkist í vestræn- um ríkjum. Sumir telja því helsta verkefni hagstjórnar að stöðva skuldasöfnunina. Bent er á að áfram- haldandi skuldasöfnun tefli efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í tví- sýnu. I því sambandi er meðal ann- ars skírskotað til reynslu Færeyinga. Aðrir telja of mikið gert úr 'skulda- vandanum og halda því fram að biýnna sé að auka atvinnu og umsvif í þjóðarbúskapnum en hemja skulda- söfnunina. Tekist hefur verið á um þessi tvö andstæðu sjónarmið. Ég var beðinn um að koma á þenn- an fund og fjalla um þetta efni með hliðsjón af reynslu Færeyinga og annarra þjóða. Fyrst mun ég ræða um mælikvarða á erlendar skuldir og greiðslubyrði af erlendum lánum og rekja skuldasöfnun íslendinga, Færeyinga og annarra þjóða. I lokin fjalla ég um efnahagsstefnuna í ljósi skuldastöðunnar og þeirra horfa sem við blasa í þjóðarbúskapnum. Mælikvarði á erlendar skuldir Það er flóknara en virðist við fyrstu sýn að mæla skuldastöðu gagnvart útlöndum og greiðslubyrði af erlendum lánum. Og það er enn flóknara að bera saman slíkar mæl- ingar fyrir einstök lönd. Þetta stafar meðal annars af því að margir mæli- kvarðar eru notaðir í þessu skyni og oft liggja að baki mismunandi skil- greiningar á hugtökum sem í fljótu bragði virðast þau sömu. Sem dæmi um þetta má annars vegar nefna heildarskuldir og hins vegar hreinar skuldir, þ.e.a.s. nettóstöðu gagnvart útlöndum. Einnig má nefna að stund- um eru einungis gefnar upp opinber- ar skuldir í útlöndum en í öðrum til- vikum nær talnaefni bæði til skulda opinberra aðila og skulda einkaaðila. Við þetta bætist að þeir mælikvarðar sem mestan svip setja á umræðuna um erlendar skuldir eru í raun aðeins eitt sjónarhorn á skuldastöðuna en gefa ekki fulla mynd af henni. Aðgát skal því höfð við talnaefni af þessu • tagi. Algengustu mælikvarðamir era mismunandi hlutföll af landsfram- leiðslu og útflutningstekjum. Skulda- staðan er oftast mæid sem hlutfall af landsframleiðslu, en þó stundum einnig sem hlutfall af útflutningstekj- um. Greiðslubyrðin er hins vegar venjulega mæld sem hlutfall milli vaxtagreiðslna og afborgana annars vegar og útflutningstekna hins veg- ar. Slík hlutföll geta auðvitað breyst jafnt vegna breytinga í teljara sem nefnara. Skuldastaðan getur því bæði breyst vegna breytinga á er- lendum skuldum og landsframleiðslu og jafnvel haldist óbreytt þótt hvort tveggja breytist. Sömu sögu er að sjálfsögðu að segja um hlutfall er- lendra skulda af útflutningstekjum. Auk þess era erlendar skuldir stöðu- stærð en landsframleiðslan og út: flutningstekjur eru flæðistærðir. í þessu felst meðal annars að raun- gengi krónunnar getur haft afger- andi áhrif á skuldastöðuna eins og hún er mæld í þessum mælikvörðum. Hvað varðar hlutfall greiðslubyrði af útflutningstekjum er einnig rétt að vekja athygli á því að það getur sveiflast þótt ekki breytist annað en lánstími eða verðbólga í öðrum lönd- um. Það er því fjarri lagi að þetta hlutfall mæli kostnaðinn af því að skulda fé í öðram löndum. Kostn- aðurinn svarar auðvitað til raunvaxt- anna en ekki nafnvaxta eða afborg- ana. Til þess að fá fyllri mynd af skulda- stöðunni en þessir algengustu mæli- kvarðar gefa er því nauðsynlegt að hafa einnig auga á þróun erlendra skulda í erlendum gjaldmiðli, bæði að nafnvirði og að raungildi. Sérstak- lega er mikilvægt að líta til raun- breytinga á erlendum skuldum, þ.e.a.s. hvernig höfuðstóli skuldanna breytist að teknu tilliti til verðbólgu erlendis. Það er ekki síst mikilvægt að líta til þess mælikvarða við stefnu- mörkun í efnahagsmálum. Skuldasöfnun Islendinga í þessu ljósi er rétt að rekja í stuttu máli skuldasöfnun íslendinga á síð- ustu 10-15 árum. Mynd 1 sýnir hvemig erlendar skuldir hafa þróast sem hlutfall af landsframleiðslu og útflutningstekjum frá árinu 1980 og mynd 2 sýnir vaxta- og greiðslubyrð- ina af erlendum Iánum á sama tíma. Þessi hlutföll þróast öll með áþekkúm hætti. Á fyrri hluta níunda áratugar- ins hækka þau stórlega, lækka um og upp úr miðjum áratugnum en hækka síðan jafnt og þétt frá árinu 1987. Almenn hagþróun og breyting- ar á raungengi krónunnar skýra að mestu þessa þróun. Aflabrestur á áranum 1982 og 1983 setti svip sinn á hagþróunina framan af áratugnum og lágt raungengi fylgir jafnan erfið- leikum í þjóðarbúskapnum. Þjóð- hagsleg skilyrði voru hins vegar afar Þórður Friðjónsson „Skuldir í erlendri mynt (SDR) hafa tæplega fjór- faldast frá árinu 1980 og að raungildi nemur aukningin um 120%.“ hagstæð á áranum 1986 og 1987 en síðan hefur verið á brattann að sækja. En athyglisverðast er hins vegar stórfelld hækkun umræddra hlutfalla þegar litið er á tímabilið í heild. Þróun skuldanna í erlendum gjaldmiðli sýnir þetta enn betur (mynd 3). Skuldir í erlendri mynt (SDR) hafa tæplega fjórfaldast frá árinu 1980 og að raungildi nemur aukningin um 120%. Öll árin hefur raungildi skuld- anna aukist nema árið 1986 enda var það eina árið á umræddu tíma- bili sem skartar afgangi á viðskipta- jöfnuði. Að meðaltali var hallinn á viðskiptum við önnur lönd um 3'/2% á þessu tímabili. Þetta skýrir að sjálf- sögðu skuldaaukninguna. Til saman- burðar við raunaukningu erlendra skulda um 120% frá árinu 1980 jókst landsframleiðslan aðeins um 30%. Þetta er auðvitað óhagstæð þróun því að mörgu leyti væri skynsamlegt að miða við að erlendar skuldir ykj- ust ekki meira en hagvöxturinn. Samanburður við Færeyjar I umræðum um erlendar skuldir íslendinga er oft vitnað til reynslu Færeyinga. Vandi Færeyinga er hins vegar marfalt meiri en okkar. Hér á eftir fylgir yfírlit um nokkrar mikil- vægar hagstærðir á íslandi annars vegar og í Færeyjum hins vegar. -Mynd 2- Vaxta- og greiðslubyrði af erlendum lánum Hlutfall af útflutningstekjum Greidslubyrdi Vaxtabyrdi _l-----------1---------->----------1-----------f— H-----1-----H Áætl. % 30 25 20 15 10 5 0 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 --Mynd 3- 3500 Erlendar skuldir (nettó) 1980-1993 í milljónum SDR Súlurnar tákna breytingu milli ára 0 -5 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 3000 2500 2000 1500 1000 500 25 e -« 20 = E 15 .= Ir io = 3 ■ 5 * -Mynd 4 Hrein erlend skuldastaða í nokkrum löndum Hlutfall af landsframleiðslu Sviss ^lgía/Lúx. hýskaland Holland Japan Brctland Frakkland landaríkin Ítalía Norcgur Spánn Astralia Finnland Svíþjóð Kananda Danmörk ísland 1T Samanburður á nokkrum hagstærðum ísl. l.Erlendar skuldir á Fær. mann, þúsundir króna 2.Erlendar skuldir sem hlutf. 850 1.800 af landsf. árið ’93 (spá) 3. Samdráttur! landsfram. 57 150 á síðustu 4-5 árum, % 4. Samdráttur í útflutn. 4 25 á síðustu 4-5 árum, % 5 Atvinnuleysi sem hlutf. 8 30 af mannafla 5 10-20 Þessi samanburður sýnir vel hversu alvarleg efnahagskreppan er í Færeyjum. Vandi okkar virðist ekki stór í samanburði við þeirra. Hins vegar er vafasamt fyrir okkur að draga miklar ályktanir af þessum samanburði því Færeyingar hafa auðvitað lifað í skjóli Dana. Nærtæk- ara virðist að bera ísland saman við aðildarríki OECD. Samanburður við aðrar þjóðir Samanburður á erlendum skuldum íslendinga og annarra þjóða innan OECD leiðir í ljós að skuldir íslend- inga era afar miklar. Á mynd 4 er sýnd hrein erlend skuldastaða í hlut- falli af landsframleiðslu í 17 af 24 aðildarríkjum OECD. Þar kemur fram að skuldir íslendinga eru meiri en í þeim löndum sem þessi saman- burður nær til. Þannig er þetta skuldahlutfall um 57% á íslandi en næst á eftir okkur koma Danir með 38%. Á hinum endanum tróna Sviss- lendingar sem eiga eignir í öðrum löndum sem svara til landsframleiðsl- unnar. í sambandi við þetta efni um er- lendar skuldir, sem ættað er frá OECD, er rétt að ítreka að fyrirvara verður að hafa á um nákvæmni þess. Þá eru tölurnar sem myndin byggir á frá mismunandi tímum. Elstu töl- urnar eru frá 1990. Þetta breytir hins vegar ekki meginboðskap mynd- arinnar: íslendingar skulda afar mik- ið í útlöndum í samanburði við aðrar þjóðir. Við þetta má bæta að flestar — ef ekki allar — þjóðirnar sem hafa verið nálægt okkur í erlendum skuld- um hafa tekið sér tak og stöðvað skuldasöfnun sína í útlöndum. Þann- ig hafa til dæmis Danir, írar og Nýsjálendingar lækkað skuldir sínar undanfarin misseri. Efnahagsstefnan og skuldastaðan En hvað segir þetta efni okkur um skynsamlega hagstjómarstefnu hér á landi á næstu misserum? Á að leggja áherslu á að stöðva skuldasöfnunina? Eða á að draga úr efnahagserfiðleik- unum sem nú steðja að þjóðarbú- skapnum með því að auka erlendar lántökur? Svarið við þessum spurningum hlýtur fyrst og fremst að ráðast af því hvernig menn meta efnahags- horfumar á næstu árum. Ef snögg umskipti til hins betra væra í augsýn mætti rökstyðja auknar erlendar lán- tökur. Hófleg skuldasöfnun til sveiflujöfnunar getur átt rétt á sér. Einnig geta erlendar lántökur gert gagn ef lánsféð rennur til arðbærra framkvæmda sem leiða til þess að útflutningstekjur og landsframleiðsla aukast þannig að skulda- og greiðslu- byrðin þyngist ekki þegar til lengri tíma er litið. Ef þessum skilyrðum er á hinn bóginn ekki fullnægt eru menn að tefla efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar í tvísýnu með því að fresta erfiðum ákvörðunum í skjóli aukinna erlendra lántaka. Efnahagshorfurnar era eðli máls- ins samkvæmt óvissar. Auðvitað get- ur jafnt eitthvað dásamlegt gerst sem eithvað skelfilegt. Slíkar framtíðar- myndir era hins vegar ekki til um- ræðu hér. Það er hins vegar nauðsyn- legt að reyna að draga upp raunsæja mynd af næstu framtíð. Enginn vafí leikur á að grunndrættir þeirrar myndar mótast af horfunum um út- flutning. Þessir grunndrættir eru að nokkru þekktir þótt þeir dofni eftir því sem menn skyggnast lengra fram í tímann. Horfur um útflutning á næstu misserum era ekki uppgörvandi. í ví sambandi nægir að nefna fernt. fyrsta lagi er ólíklegt að fiskafli aukist. Þetta stafar fyrst og fremst af lélegu ástandi þorskstofnsins. Síðastliðið sumar lagði Hafrannsókn- arstofnun til að árlegur þorskafli næstu þijú árin yrði takmarkaður við 175 þúsund tonn. Stofnunin kann auðvitað að endurskoða ráðgjöf sína í vor í ljósi nýjustu upplýsinga en sé miðað við óbreytta ráðgjöf — og að eftir henni verði farið — dregst þorsk- afli saman um 55 þúsund tonn milli áranna 1993 og 1994. Þetta leiddi sennilega til þess að landsframleiðsl- an yrði minni á næsta ári en á þessu ári. I öðra lagi eru blikur á lofti um verðþróun á sjávarafurðum. Eins og fram hefur komið í fréttum að undan- förnu bendir margt til þess að meðal- verð á sjávarafurðum verði töluvert lægra á næstunni en reiknað hefur verið með. í þriðja lagi á álfram- leiðsla og kísilframleiðsla undir högg að sækja um þessar mundir og því hefur verð á þessum afurðum verið lágt og nýtt álver horfið af sjóndeild- arhringnum. í ijórða lagi hefur óneit- anlega gengið illa í flestum öðrum útflutningsgreinum undanfarin miss- eri — þó með nokkrum mikilvægum undantekningum — og ekki er hægt að festa hönd á neinu sem líklegt er til að valda straumhvörfum í þessum greinum í bráð. Af þessu öllu má sjá að líklegt er að næstu tvö árin verði okkur erfíð í efnahagslegu tilliti. Um framhaldið er fátt að segja að svo stöddu, bæði vegna óvissu um þjóðhagsleg skilyrði og svo er auðvitað árangurinn þá að hluta kominn undir okkur sjálfum nú og á næstu árum. Við höfum að sjálfsögðu ýmsa möguleika til að búa í haginn fýrir okkur. íslendingar njóta ágætra lánskjara hjá erlendum lánastofnunum. Fram- hald skuldasöfnunar gæti hins vegar fyrr en síðar rýrt lánstraust þjóðar- innar, sérstaklega í ljósi þeirra horfa sem við blasa í þjóðarbúskapnum. Fyrir vikið færu lánskjör versnandi og erfiðleikar kæmu fram við útveg- un nýrra lána. Þetta gæti orðið mjög bagalegt því stöðugt þarf að taka ný lán til greiðslu eldri lána þótt heildarskuldir séu ekki auknar. Áuk þess gæti slík staða takmarkað möguleika okkar til að fjármagna arðvænlegar framkvæmdir þegar réttar aðstæður myndast. Rétt er að taka fram að einnig skiptir máli hver tekur lánin. Erlendar iántökur einka- aðila era að sjálfsögðu ekki jafn mik- ið áhyggjuefni og erlendar lántökur sem hið opinbera stendur á bak við. í þessu sambandi má benda á að erlendar stofnanir sem sérhæfa sig í að meta lánstraust þjóða hafa ný- lega endurmetið lástraust Finnlands og Svíþjóðar til lækkunar í ljósi þeirri efnahagserfiðleika sem þessar þjóðir glíma við um þessar mundir. Lánst- raust Finna og Svía var að vísu fyr- ir með því besta sem þekkist í heimin- um og þrátt fyrir lækkun njóta þess- ar þjóðir mjög góðra lánskjara. Áð öllu samanlögðu er varhuga- vert við núverandi aðstæður að auka erlendar lántökur á vegum hins opin- bera og víkja sér þannig um sinn undan vanda sem óhjákvæmilegt er að taka á fyrr en síðar. Þótt lánst- raust þjóðarinnar sé naumast í hættu í bráð er einfaldlega óskynsamlegt að tefla á tæpara vað í þessum efnum en gert hefur verið. Það er reyndar íhugunarefni að öllu óbreyttu hvort skynsamlegt væri að stöðva skulda- söfnun hins opibera í útlöndum fyrr en nú er stefnt að. Hins vegar er minni átæða til að hafa áhyggjur af erlendum lántökum sem ekki eru með ríkisábyrgð. Greinin er að meginefni erindi sem flutt var íRotaryklúbbi Reykjavík- ur. Höfundur er forsijóri Þjóðhagsstofunar. Hugsanlegt endurvarp erlends gervihnattasjónvarps með óþýddu efni Búið að sækja um allar rásir Fjarskiptaeftirlitinu hafa þegar borist umsóknir um leyfi til að endurvarpa óþýddu erlendu sjónvarpsefni frá gervihnattastöðvum á fleiri rásum á örbylgjusviði en til ráðstöfunar eru ef til þess kemur að slík endurvörpun verði gerð heimil með breytingum á útvarpslög- um. Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður fjarskiptaeftirlitsins, stað- festi að þrír aðilar hefðu lagt inn umsóknir með fyrirvara um veit- ingu útvarpsrekstrarleyfis en vildi ekki upplýsa hverjir þeir væru. Hann sagði að þessi áhugi kæmi á óvart ef haft væri í huga að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um að leyfa slíka endurvörpun á örbylgju- tiðnisviði 2,5 - 2,6 GHz, þótt slíkt væri vel framkvæmanlegt. Til þessa hefði verið gengið út frá því að hér, eins og víðast í Evrópu, væri það tíðni- svið ætlað undir annars konar fjar- skiptasamskipti. Fjarskiptaeftirlitið mælir ekki með að leyfi af þessu tagi verði veitt fyrr en málið hafi fengið ítarlegri kynningu og umræðu. Bannað skv. núgildandi lögum Hjá Guðmundi Ólafssyni kom fram að samkvæmt núgildandi útvarpslög- um væri skýlaust bannað að taka á móti erlendum óþýddum sjónvarps- sendingum og endurvarpa þeim en í upphaflegu framvarpi sem væri nú til meðferðar í þingnefnd væri gert ráð fyrir breytingum á þessu, og væri þar m.a. um að ræða kröfur frá væntan- legu Evrópsku efnahagssvæði. Guðmundur sagði að ekki yrði unnt að senda þetta efni á hinuin hefð- bundnu VHF- eða UHF-sjónvarpsrás- um með móttöku á venjulegum loft- netum vegna þess að því væru tak- mörk sett á hve mörgum rásum væri unnt að senda út á tilteknu tíðnisviði og sjónvarpsefni á íslensku hefði for- gang að hefðbundnum tíðnisviðum. Minni og ódýrari móttökubúnaður I nágrannalöndunum séu endur- varpssendingar af þessu tagi gjarnan sendar um kapalsjónvarp en það sé ekki nægilega útbreitt hér. Verði leyfi til þessara örbylgjusendinga veitt, þyrftu viðskiptavinir gervihnatta- stöðvanna að kaupa mótttökubúnað, sem yrði væntanlega margfalt ódýrari og minni umfangs en sá búnaður sem nú þarf til að veita slíkum sendingum viðtöku beint frá gervihnetti. Ör- bylgjusendingar af þessu tagi eru nokkuð tíðkaðar í Bandaríkjunum en aðeins á írlandi og í Gíbraltar í Evr- ópu, að því er Guðmundur taldi. Hann sagði að í þeim þremur um- sóknum sem fyrir lægju væri sótt um leyfi fyrir allt að 35 rásum. Af 23 rásum sem tíðnisviðið byði upp á væri hugsanlegt að 13-15 yrðu iagð- ar undir þessa starfsemi og ef til vill 2-3 að auki, um skamman tíma. Að öðru leyti væri tíðnisviðið notað til svokallaðra fastasambanda og til þess gæti komið að ráðstafa þyrfti 2-3 rásum á næstu árum til að fylgjast með þróun í alþjóðlegum gervihnatta- fjarskiptum. Morgunblaðið/Kristinn Áskorun afhent FRÁ afhendingu áskorunar um að rekstur Fæðingarheimilisins verði tekinn upp á ný. Talið frá vinstri: Magdalena Ingimundardóttir vararitari Bandalags kvenna, Þórunn Sveinbjörnsdóttir meðstjórnandi, Markús Örn Antonsson borgarstjóri, Bergrós Jóhannes- dóttir meðstjórnandi, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir formaður og Aslaug Brynjólfsdóttir ritari. Bandalag kvenna í Reykjavík Askorunum að opna Fæð- ingarheimiiið STJÓRN Bandalags kvenna í Reykjavík hefur skorað á Markús Örn Antonsson borgarstjóra að taka upp rekstur á Fæðingarheimili Reykjavíkur á ný. í áskoruninni segir: „Vegna þess ófremdarástands sem ríkir í fæðingarmálum hér í Reykjavíkurborg, sem m.a. kemur fram í því að konur hafa að undanförnu þurft að fæða böm sín á göngum, baðherbergjum og öðrum áþekkt- um stöðum, fer Bandalag kvenna í Reykjavík þess vinsam- legast á leit við borgarstjórann í Reykjavík, Markús Öm Antonsson, að tekinn verði upp rekstur á Fæðingarheimili Reykjavíkur eins og áður, en þó í samvinnu við Landspítala. Reynslan hefur sýnt, að enn í dag er full þörf fyrir giftu- dijúga starfsemi Fæðingarheimilisins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.