Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1993
41
Fjáreigendafélag
Reykj avíkur 65 ára
eftir Ólaf
Dýrmundsson
Hinn 2. desember 1927 stofnuðu
fjárbændur í Reykjavík félag um
sameiginlega hagsmuni, Fjáreig-
endafélag Reykjavíkur. Þann vetur
voru skráðir 123 fjáreigendur í
bænum, bæði á bújörðum og utan
þeirra, og áttu þeir samtals 1.375
vetrarfóðraðar kindur. Flest var féð
á Bústöðum, 164 kindur, en næst
komu Breiðholt, Kleppur og
Klambrar með fjártölu á bilinu
50-80. Fyrsti formaður Fjáreig-
endafélags Reykjavíkur var Maggi
Júl. Magnús læknir á Klömbrum þar
sem heitir Miklatún. Núverandi for-
maður félagsins er Kristján Guð-
mundsson ökukennari.
Aðdragandinn
Eftir því sem bæjarland Reykja-
víkur stækkaði og byggðin þéttist
urðu árekstrar á milli búfjárhalds
og garðræktar æ tíðari. Agangur
sauðíjár mun einkum hafa þótt
bagalegur á vorin og aftur á haust-
in þegar fé leitaði úr afrétti í girni-
lega matjurta- og ttjágarða bæj-
arbúa. Girðingar voru settar upp
og vörslumenn voru látnir verja
bæjarlandið yfir samtímann. Fjár-
bændum var það greinilega ljóst að
það var ekki síður þeirra hagur en
annarra bæjarbúa að koma betri
skipan á beitarmálin. í 2. grein
fyrstu laga Fjáreigendafélags
Reykjavíkur, sem fjallar um tilgang
þess, kemur fram að útvega skuli
félaginu nægilegt og heppilegt beiti-
land vor og haust. Það er einnig
tilgreint að koma skuli smala-
mennsku í heimalöndum og afrétti
í betra horf. Það var því mjög í
framfaraátt þegar Fjáreigendafélag
Reykjavíkur kom því til leiðar að
Breiðholtsgirðingin var reist árið
1933 en hún var nýtt til vor- og
haustbeitar allt til haustsins 1965
þegar hún varð að þoka fyrir nýrri
byggð. Viðunandi lausn á vörslu-
málunum fékkst þó ekki fyrr en
Samtök sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu, með skipulagsstofu sína
í broddi fylkingar, beittu sér fyrir
uppsetningu samfelldrar ofan-
byggðargirðingar sem komst í
gagnið um miðjan síðasta áratug.
Fjárborgirnar
Áður fyrr var fjárbúskapur stund-
aður víða um bæ við mjög breytileg
skilyrði, allt fram yfir 1960. Fjár-
bændur, líkt og hestamenn, vildu
tryggja sér samastað í sátt við
umhverfið. Það gerðist í lok 6. ára-
tugarins þegar Fjáreigendafélagi
Reykjavíkur var úthlutað afgirtri
mýraspildu til fjárhúsabygginga upp
af Blesugróf, á milli Nýbýlavegar
(Smiðjuvegur nú) og Breiðholtsveg-
ar (Reykjanesbraut nú). Það voru
lagðar þijár götur og byggð við þær
yfir 30 hús. Vatn var leitt í þau en
ekki rafmagn. Á þessum tíma var
enn verulegur fjárbúskapur á lög-
býlum í Reykjavík en hann fór þó
stöðugt minnkandi. Síðast var fé í
Fjárborg við Breiðholtsveg haustið
1968 en veturinn 1968-1969 var
hún rifin með valdboði eftir töluverð
átök. Um miðjan þann áratug höfðu
bæjaryfírvöld heitið Fjáreigendafé-
lagi Reykjavíkur nýju landi ofarlega
á Hólmsheiði, á móts við Hólm, en
það var þó ekki fyrr en 1970 að
félaginu tókst að ná aftur samning-
um um aðstöðu til fjárbúskapar, þá
nokkru neðar í Hólmsheiðinni, á
móts við Rauðhóla, þar sem nú heit-
ir Fjárborg. Á 5 hektara afgirtri
spildu voru byggð um 30 hús við
tvær götur ásamt baðhúsi og lagt
bæði vatn og rafmagn í þau. í
„gömlu“ Fjárborg var lítið um hesta
en í þeirri „nýju“ er nú fjöldi hrossa
og mörg húsanna hafa verið stækk-
uð af þeim sökum. Fénu hefur fækk-
að stöðugt og fjáreigendum sömu-
leiðis. Nú er fé í aðeins tæpum helm-
ingi húsanna, allt litlar hjarðir, sam-
tals innan við 200 vetrarfóðraðar
kindur. Bæði er að sumir fjáreigend-
ur eiga líka hesta og einnig hafa
hestamenn sótt í Fjárborg þar eð
hún er utan þéttbýlis og liggur vel
að reiðleiðum. Mun áformað að
bæta við hesthúsabyggðina þar efra.
Útrýming riðuveiki
Á 7. áratugnum magnaðist riðu-
veiki í fjárborg líkt og víða annars
staðar á landinu. Haustið 1978
gerðu Fjáreigendafélag Reykjavíkur
og Sauðljárveikivarnir með sér sam-
komulag um tilraun til að útrýma
riðuveiki með markvissum hætti,
þ.e. með niðurskurði sýktra hjarða,
tímabundnu fjárleysi og rækilegri
sótthreinsun . húsa og umhverfis
þeirra. Bönnuð eru kaup og sala
líffjár svo og flutningur á milli húsa,
óheimilt er að kaupa hey frá bæjum
þar sem riða hefur verið, allt fé er
vel merkt og Sauðljárveikivamir
halda uppi reglubundnu eftirliti.
Alkunna er að með tilrauninni i Fjár-
borg var lagður grunnur að aðgerð-
um til að hefta útbreiðslu og útrýma
riðuveiki í landinu öllu, og því má
segja að reykvískir fjárbændur hafi
stundað einskonar „vísindabúskap"
á annan áratug og eru nú vonandi
lausir við riðuveikina fyrir fullt og
allt. Samstarf Fjáreigendafélags
Reykjavíkur og Sauðfjárveikivama
hefur ætíð verið til fyrirmyndar og
báðum aðilum til sóma.
Uppgræðsla í afrétti
Reykjavíkurféð gengur í afrétti
Seltjarnarneshrepps hins forna
ásamt Kópavogsfé en þriðja sveitar-
félagið sem á afréttinn, Seltjamar-
nes, hefur verið fjárlaust í nærfellt
30 ár. Fjáreigendafélag Reykjavíkur
og Sauðfjáreigendafélag Kópavogs
sjá í sameiningu um öll fjallskil í
umboði sveitarfélaganna og er smal-
að til Fossvallaréttar ofan Lækjar-
botna. Hún ver gerð að lögrétt upp-
rekstrarfélagsins eftir að Hafra-
vatnsrétt var aflögð á síðasta ára-
tug. í Reykjavík, Kópavogi og á
Seltjamamesi vom um 5.000 vetr-
arfóðraðar kindur þegar flest var
og þá gekk einnig fjöldi hrossa í
afréttinum. Nú eru vel innan við
400 fjár í upprekstrarfélaginu. Of-
beit heyrir því löngu sögunni til,
landið er nú lítið beitt og er það í
gróðurfarslegri framför líkt og
sauðfjárhagar víðast hvar í land-
námi Ingólfs. Gott dæmi um árang-
ursríka uppgræðslu samhliða hóf-
legri beit er að finna í afrétti Sel-
tjamarneshrepps hins foma, við
Ámamípur vestan Bláfjallavegar.
Síðan 1978 hafa félög íjáreigenda
í Reykjavík og Kópavogi lagt sér-
stakt landgræðslugjald á allt sauðfé
í upprekstrarfélaginu og hefur þeim
peningum, ásamt mótframlögum frá
sveitarfélögunum, verið varið til
gróðurbóta en Landgræðsla ríkisins
hefur annast framkvæmdina. Hefur
þessi samvinna tekist vel og em nú
algrónir um 70 hektarar þar sem
áður voru gróðursnauðir melar. Þótt
erlent grasfræ væri notað í upphafi
er innlendur gróður nú greinilega
Hugleiðslunámskeið
Leiðbeinandi er Sandra Scherer (Dayashakti), einn
virtasti kennari Kripalumiðstöðvarinnar í 20 ár.
Föstudaginn 2. apríl kl. 20.15-22.15.
Laugardaginn 3. apríl kl. 9.00-17.00. Verð kr. 5.000.
Jógastöðin Heimsljós,
Skeifunni 19, 2. hæð, sími 679181 (kl. 17-19).
Ólafur Dýrmundsson
alls ráðandi. Þetta framtak, sem
fjárbændur áttu fmmkvæði að á
sínum tíma, er að sjálfsögðu lofs-
vert.
Sauðfjárvernd
Þótt sauðfjárrækt sé ekki lengur
stunduð í atvinnuskyni í Reykjavík
hefur hún enn hlutverki að gegna.
Þessi minni háttar fjárbúskapur
hefur menningarlegt, félagslegt og
uppeldislegt gildi og er liður í við-
haldi fjölbreytts umhverfis. Hús-
dýragarðurinn í Laugardal er góðra
gjalda verður en þær kindur sem
þar em til sýnis koma ekki í stað
raunvemlegs smábúskapar með
sauðfé. Auk þess að vera holl og
góð tómstundaiðja þeim sem bú-
skapinn stunda njóta aðrir borg-^
arbúar góðs af. Til dæmis er vin-
sælt að fara með hópa barna úr
leikskólum borgarinnar til að sjá
sauðburð í Fjárborg á vorin og í
Fossvallarétt á haustin, og foreldrar
sækja töluvert með böm sín á slíka
staði. í raun er sauðfjárhald orðið
eitt af því fáa í Reykjavík sem
minnir á sveitabúskap. Þessi starf-
semi er nú í góðri sátt við umhverf-
ið og hana ber að vemda eftir föng-
um um ókomin ár. Það er von mín
að Fjáreigendafélagi Reykjavíkur
takist að halda vörð um þessa þjóð-
legu iðju eins og það hefur gerí^-
undanfarin 65 ár. Búnaðarfélag ís-
lands hefur alla tíð átt gott sam-
starf við ijáreigendafélag Reykja-
víkur, svo sem í sambandi við kyn-
bótastarf, útrýmingu riðuveiki, upp-
græðslu í afrétti og fjallaskilmál.
Þaðan færi ég Fjáreigendafélagi
Reykjavíkur heillaóskir og sjálfur
þakka ég löng og ánægjuleg kynni.
Höfundur er land-
nýtingarráðunautur
Búnaðarfélags Islands og
áliugamaður um visthæfan
smábúskap í þéttbýli.
Námskeióió
Njótið þess
að fljúga
Flugleiðir efna til námskeiðs fyrir fólk sem þjáist
af flughræðslu.
Námskeiðið hefst 6. apríl nk., samtals 20 klukku-
stundir og fer skráning fram í starfsmannaþjón-
ustu Flugleiða í síma 690173 eða síma 690143
milli kl. 10 og 12 næstu daga.
Verð er 28.000 krónur.
, Námskeiðinu lýkur með flugferð til einhvers af
áætlunarstöðum Flugleiða erlendis og er ferðin
innifalin í námskeiðsgjaldinu.
FLUGLEIÐIR
SKÍÐAPAKKI
KÚLUTJÖLD
SVEFNPOKAR
(FFermingarverð 4.990
ICPFermingarverð 7.900
UTIVISTARBUÐIN
við Umferðarmiðstöðina,
símar 19800 og 13072.
ELAN skíði kr. 6.950
ALPINA skíðaskór kr. 7.650
Geze bindingar kr. 4.950
ELAN stafir kr. 1.200
Skíðapoki og skótaska kr. 3.950
Alls kr. 24.700
Fermingarafsláttur -6.760
16.000
3ja manna
Fermingarverð kr. 7.990