Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 49

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR '1.''APRlE'lðSar” 49 Minning Ragnheiður Svein bjömsdóttir Fædd 29. desember 1936 Dáin 23. mars 1993 í dag er til moldar borin Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir. Hún kvaddi langt um aldur fram og í hugum okkar sem þekktum hana og höfum starfað með henni ríkir nú söknuður og eftirsjá. Ragnheiður var fædd í Þingnesi í Borgarfjarðarsýslu 29. desember 1936. Foreldrar hennar voru Svein- björn Björnsson og Þórdís Gunnars- dóttir, bændur þar. Þórdís liflr dótt- ur sína. Bróðir hennar var Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttardóm- ari, sem einnig er látinn um aldur fram. Ragnheiður varð stúdent frá MR 1955, innritaðist í guðfræði en hætti námi enda komin með fjöl- skyldu. Hún giftist Eyjólfi Þorsteinssyni, stýrimanni í Hafnarfirði, og átti með honum þrjú börn: Þórdísi Birnu, húsmóður, maður hennar er Ólafur B. Svavarsson, þau eiga syn- ina Björn Einar, Óðin og Svavár; Þorsteinn, stýrimaður, kona hans er Valdís Bjarnadóttir, þau eiga dætumar Ragnheiði, Sigrúnu og Kristrúnu. Ragnheiður og Eyjólfur skildu. Seinni maður Ragnheiðar var Eðvarð Vilmundarson, sjómað- ur. Ragnheiður hóf störf hjá lög- fræðingum Sambands íslenskra samvinnufélaga og starfaði þar til dauðadags. Sú skrifstofa heitir nú „Lögvísi". Ragnheiður bjó lengst af í Hafn- arfírði en þau Eðvarð fluttu að Kjarrmóum 20 í Garðabæ fyrir þremur ámm. Æskustöðvarnar í Þingnesi voru henni mjög kærar. Þar áttu þau sumarbústað og un- aðsreit og dvöldu þegar færi gafst og þó oftar í huganum. Ragnheiður var eindreginn stuðningsmaður Framsóknar- flokksins og á þeim vettvangi kynntumst við henni fyrst og fremst. Ragnheiður öðlaðist strax mjög mikla tiltrú félaga sinna og valdist til ýmissa trúnaðarstarfa. Ragnheiður var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1970-1978. Hún átti sæti í miðstjóm Framsóknarflokks- ins til 1992, í framkvæmdastjóm flokksins 1972-1989, var vára- þingmaður fyrir Reykjaneskjör- dæmi 1971-1978 og sat á Alþingi í forföllum Jóns Skaftasonar. Ragn- heiður var vararitari Framsóknar- flokksins 1975-1990 og var fyrsta konan í æðstu stjórn flokksins. Hún var að mörgu leyti brautryðjandi meðal framsóknarmanna og átti þátt í stofnun Landssambands Framsóknarkvenna og átti þar sæti frá stofnun til 1987. Þá átti hún lengi sæti í flokks- málanefnd og var þar í forystu og átti mikinn þátt í mótun innra starfs flokksins. Sem stjórnarmaður í Framsóknarflokknum átti hún setu- rétt á fundum þingflokks framsókn- armanna og lét þar mikið til sín taka og lagði þar sem annars stað- ar gott til mála. Ragnheiður var varamaður í bankaráði Landsbank- ans, fyrst kvenna, frá 1985 til enda- dægurs og sat íjölmarga banka- ráðsfundi. Ragnheiður var óvenju gáfuð og glæsileg kona, ágætur ræðumaður, lagin í samskiptum við annað fólk og mikil félagsvera, ráðsnjöll, skemmtileg í umgengni, ljóðelsk og prýðilega hagmælt. Hitt bar þó af hve mikil heiðríkja og ærlegheit fylgdi henni og öllum tillögum hennar. Hún hafði djúpa réttlætis- kennd og var tamt að taka málstað lítilmagnans, beijast fyrir jöfnuði og jafnrétti í samskiptum mann- anna og réttlátara þjóðfélagi. Ragnheiður stríddi við krabba- mein nokkur síðustu ár ævi sinnar og hefur nú orðið að lúta í lægra haldi. Ævi hennar er öll. Vafalaust er að hver sem Iífsbraut hennar hefði orðið hefði hún hvarvetna öðlast virðingu og vinsældir vegna gáfna sinna, glæsileika og reisnar. Hún hefði orðið góður prestur eða bókmenntafræðingur. Framsóknar- flokkurinn á henni mikið að þakka og við sem störfuðum þar með henni um langt árabil. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga vináttu hennar og fyrir að hafa kynnst þessari íjölgáfuðu og góðu konu. Við sendum Eðvarð, móður hennar og börnum og öllum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé hin bjarta minning hennar. Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson. Við fráfall Ragnheiðar Svein- björnsdóttur, fyrrverandi bæjarfull- trúa í Hafnarfirði, er horfinn af sjónarsviðinu eftirminnilegur per- sónuleiki. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að starfa með henni í bæjarstjóm á merku um- bótatímabili í sögu Hafnarfjarðar, en öll sín störf á þeim vettvangi vann hún af heilindum og samvisku- semi. Þar átti hún sæti á árunum 1970- 78 og gegndi á vegum bæjar- stjórnar margháttuðum og mikil- vægum störfum. Var í bæjarráði 1971- 73, formaður bókasafns- nefndar 1970-74, í gatnanafna- nefnd var hún, svo og í undirbún- ings- og viðræðunefnd um lagningu hitaveitu í Hafnarfirði, svo nokkuð sé nefnt. Þá var Ragnheiður um skeið í forustusveit Framsóknarflokksins á landsvísu, meðal annars sem vara- ritari flokksins og varaþingmaður Reykjanesskjördæmis. Það hendir marga, sem kvaddir eru til að sinna stjórnmálum, að þurfa að vinna að framgangi mála með andstæðingum úr öðrum flokk- um. Þetta eru auðvitað gömul sann- indi. Það gildir hvort heldur er á vettvangi landsmála, bæjarmála eða í annarri stjórnsýslu. Alkunna er að slíkt samstarf getur verið með ýmsum hætti. Hvernig gengur eða með það fer í hveiju tilfelli ræðst oft af því hvernig einstaklingunum sem hlut eiga að máli tekst að að- lagast og vinna hver með öðrum. Af þessu hefur undirritaður nokkra reynslu vegna afskipta af bæjar- málum og landsmálum á vegum Alþýðuflokksins. A árunum 1970-74 var starfandi meirihluti Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Félags óháðra borgara í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ragn- heiður var þar fulltrúi síns flokks. í minnihlutanum voru Sjálfstæðis- menn sem veittu meirihlutanum harða andstöðu. Þegar ólík öfl vinna saman er ekki alltaf auðvelt að samræma sjónarmiðin eins og allir vita. Þetta fengum við að reyna á þessum árum. Ragnheiður hafði jafnan ákveðnar skoðanir á hlutunum eins og við hin. Urðum við á stundum að gefa eftir til að ná samstöðu og niðurstöðu í meirihlutanum. Þegar komið var á bæjarstjórnarfundi var mikilvægt að staðið væri saman þannig að minnihlutanum tækist ekki að splundra. í þeim efnum var Ragnheiður hin sterka stoð og trausta bjarg sem aldrei bifaðist. Þetta er mér minnisstætt. En þann- ig var Ragnheiður. í málflutningi var hún rökföst, málefnaleg, og hélt fast á sínum málstað. Jafnframt gat hún verið ákaflega skemmtileg og hafði góða kímnigáfu, enda vinsæl mjög. Hún var hagmælt og fór orð af því með- al Hafnfirðinga. Henti það gjarnan þegar aðstæður leyfðu að þau kváð- ust á, hún og bæjarfulltrúarnir Hörður Zóphoníasson og Árni Grét- ar Finnsson, sem báðir eru góðir hagyrðingur. Ragnheiður er kvödd með virð- ingu og þökk fyrir samstarfsárin. Blessuð sé minning hennar. Stefán Gunnlaugsson. Kveðja frá framsóknarfé- lögunum í Hafnarfirði Máltækið segir að maður komi í manns stað og víst er það að lífið heldur áfram þótt einstaklingar falli frá. Samt er það svo að mörg skörð- in eru vandfyllt og svo er með það skarð sem myndast i raðir fram- sóknarfólks í Hafnarfirði við lát Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur, sem lést þriðjudaginn 23. mars sl., langt um aldur fram. Enda þótt Ragn- heiður hafi fyrir nokkru síðan flust úr Hafnarfirði í næsta byggðarlag, var það svo, að hún bar hag fram- sóknarfólks í Hafnarfirði fyrir bijósti og vildi veg þeirra og félags- skaparins sem mestan. Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil Ragnheiðar, eflaust verða aðrir til þess. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði vilja hins vegar koma á framfæri kveðjum og þökkum fyrir óeigingjarnt starf hennar í þágu Framsóknarflokksins um langt árabil. Fyrir hönd hans gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum: Var bæjarfulltrúi í Hafnarfírði 1970- 1978, átti sæti í bæjarráði 1970- 1973 og 1975-1976, í stjórn bóka- safns Hafnarfjarðar 1970-1978, þar af formaður 1970-1974. Ragn- heiður var aðalhvatamanneskja að stofnun Kvenfélagsins Hörpu sem stofnað var 9. febrúar 1967 og er félagsskapur framsóknarkvenna í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi og átti hún sinn þátt í blómlegri starfsemi félagsins í mörg ár. Auk starfa sinna fyrir framsókn- arfólk í Hafnarfirði gegndi Ragn- heiður auk þess ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn; var varaþingmaður í Reykjanes- kjördæmi 1976-1978, vararitari flokksins 1975-1990, átti sæti í miðstjórn 1974-1992 og í fram- kvæmdastjórn 1972-1989. Þá átti Ragnheiður sæti ífandstjóm Lands- sambands framsóknarkvenna 1981-1987. Ragnheiður var valin í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnar- firði 1970. Þá fékk listi framsóknar- flokksins mikið fylgi og Ragnheiður glæsilega kosningu. Sat hún síðan næstu átta ár í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Til hennar leituðu margir, ekki síst þeir sem minna máttu sín, en hún hafði góðan skilning á kjör- um þeirra. Konur leituðu gjarnan til Ragnheiðar til að leita rétlætis í sínum málum og sparaði hún hvergi sinn tíma til að vinna að þeirra velferð. Hvað eftirminnilegust er Ragn- heiður framsóknarfólki í Hafnar- firði í kosningabaráttu. Þá kom best í ljós dugnaður hennar og bar- áttuþrek fyrir því sem hún vildi ná fram. Eftirminnileg er barátta hennar og dugnaður við Alþingiskosning- arnar 1983. Þá tók hún að sér að vera kosningastjóri floksins í Hafn- arfirði. Að miklu var að keppa, ná aftur inn kjömum manni í Reykja- neskjördæmi og nú var fyrir sjálfan foringjann að beijast. Allan daginn og fram á kvöld stjómaði Ragnheið- ur liði sínu, hvort heldur það vora hringingar, fundir, viðtöl eða annað sem laut að því að fá fólk til fylgis við flokkinn og þá félagshyggju- stefnu sem hann boðaði og Ragn- heiður trúði á og barðist fyrir. Ár- angurinn lét ekki á sér standa, gíf- urleg fylgisaukning í kjördæminu og tveir menn inni. Enda þótt fram- sóknarmenn geti ekki státað sig af miklu fylgi í Hafnarfirði er alveg víst að það voru ýmsir fleiri en flokksbundnir sem fylgdu flokknum að máluin í þeim kosningum og þar vóg lóð Ragnheiðar mikið. Fáum mánuðum fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar fluttist Ragnheiður úr Hafnarfírði í Garðabæ. Ekki gleymdi hún fram- sóknarmönnum í Hafnarfírði fyrir það og margsinnis heimsótti hún, ásamt manni sínum, skrifstofuna og hafði samband við þá sem henni þótti brýnt að ná til. Og þeir voru margir. Stöðugt minnti hún á að persónulegt samband frambjóðenda við kjósendur væri nauðsynlegt ef árangur ætti að nást. Þannig hafði hún unnið, og sigrað. Þótt hún stæði ekki sjálf lengur \ eldlínunni var það henni kappsmál að vel tækist til. Ragnheiður var ágætlega ritfær, vel lesin og ljóðelsk og hún átti það gjarnan til að kasta fram vísu ef henni þótti tilefni til. Hún var hisp- urslaus í framkomu, talaði tæpi- tungulaust um það sem betur mátti fara. Ragnheiður var framsóknar- kona og börn hennar studdu hana og þær skoðanir sem flokkurinn barðist fyrir. Þau, ásamt manni hennar, hafa tekið virkan þátt í flokksstarfínu og sýnt að „eplið fellur sjaldan langt frá eikinni". Að leiðarlokum vilja framsóknar- félögin í Hafnarfírði þakka Ragn- heiði samfylgdina og óeigingjarnt starf í mörg ár. Það var allt með ágætum. Aldraðri móður hennar, Þórdísi Gunnarsdóttur, eiginmanni hennar, Edvarði Vilmundarsyni, börnum hennar, Þórdísi Bimu, Þor- steini og Sveinbirni, tengdabömum og barnabörnum, era fluttar inni- legar samúðarkveðjur. Megi blessun Guðs fylgja Ragn- heiði Sveinbjömsdóttur. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði. Minning Ásdís B. Þórðardóttir Fædd 1. október 1924 Dáin 27. mars 1993 Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) í dag kveðjum við elsku ömmu okkar sem alltaf var til staðar fyrir okkur. Daði og Valli minnast gijónagrautsins sem beið þeirra er þeir komu heim úr skólanum í há- deginu. Aldrei var gert upp á milli bamanna. Ef einn fékk 100 kr. þá fengu allir jafnt, sama á hvaða aldri við voram, amma passaði það. Á hveijum sunnudegi fór hún með okkur í sunnudagaskólann í Fríkirkjunni í Hafnarfírði. Alltaf var hringt kl. 10.00 á sunnudags- morgnum til þess að athuga hvort við væram öragglega vöknuð og tíu mínútum síðar var hún mætt á Skodanum. Kirkjuferðalögin með ömmu vora líka ógleymanleg okkur öllum. Á laugardagskvöldum vorum við bamabömin velkomin til gistingar og fengum við þá nammi og gos, og horfðum við öll saman á bíó- myndir í sjónvarpinu. Að vísu dott- aði amma þá oft, og reyndum við afi j)á að halda henni vakandi. A hveijum föstudegi var farið að skúra í Dröfn og þá fékk Dísa alltaf að fara með ömmu og afa, og við hin öðru hvoru. Mesta sport- ið var þá að fara heim í trukknum með afa. Oft fór öll fjölskyldan saman í ferðalög því að við áttum saman tjaldvagn og nutu þess bæði stórir og smáir. Við fóram líka oft í Mun- aðarnes og munum við vel eftir ömmu með svuntu við uppvaskið. Þegar amma og afi ferðuðust innanlands komu þau alltaf með siglingagjafír úr einhveiju kaupfé- lagi úti á landi. Alltaf áttum við krakkarnir nóg af sokkum og vettl- ingum, amma sá um það. Amma viLdi halda fjölskyldunni saman og það gerði hún með sóma. Öll komum við í mat á aðfangadag og eins um páskana. Alltaf voru til kökur hjá ömmu þegar við komum til hennar, sem var ansi oft. Síðustu árin var amma mikið veik og átti oft erfítt. Þá reyndum við að vera sem mest með henni og heimsóttum hana á spítalann þar sem hún lá síðustu mánuði og naut frábærrar umönnunar starfsfólks- ins. Viljum við þakka fyrir það. Að lokum viljum við þakka elsku ömmu okkar allt það sem hún var okkur. Hvíli hún í friði hjá elsku afa. Ásdís, Þórhildur, Valdi- mar, Guðný, Daði, Ingi- björg og Valdís. Nú er komið að því að ég kveð hana ömmu mína í síðasta sinn, hana sem hugsaði svo vel um alla og vildi öllum svo vel. En ég veit að nú er hún komin til hans Valla afa. Eg man þegar ég var yngri að ég kom til hennar á laugardags- kvöldum til að gista og við Daði rifumst um hvort okkar ætti að sofa hjá ömmu og hvort á bláa bekknum. Ég man líka hvað það var alltaf blítt handtakið hennar þegar ég fór að sofa og hendumar mjúkar. Alltaf tók hún manni opn- um örmum og með bros á vör, einn- ig eftir að hún veiktist. Við amma fóram alltaf í sunnu- dagaskóla þegar ég var yngri og þar áttum við margar góðar stund- ir saman. Amma var alltaf að stinga einhveiju að okkur, sælgæti og smáaurum, ef við vorum að fara í ferðalag og líka ef hún kom í heim- sókn. Amma var búin að vera mikið veik að undanfömu og dvaldi mikið á St. Jósefsspítala í Hafnarfírði og vil ég þakka öllu starfsfólkinu þar fyrir hvað það var gott við hana. Ég bið góðan Guð að vemda hana ömmu mína og gæta hennar. Eg fei í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vemd og skjól þar ég finn. (H.P.) Inga E. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast með örfáum orðum gamall- ar vinkonu okkar hjóna sem lést á St. Jósepsspítala 27. mars síðastlið- inn. Foreldrar Ásdísar voru Guðrún Kristjánsdóttir og Þórður Einars- son, bæði látin. Ung að áram gift- ist Ásdís Valdimari Sigurðssyni, sem er látinn, og eignuðust þau þijú böm sem öll era uppkomin. Það era hugljúfar minningar sem við eigum um þessa gömlu vinkonu okkar, og allar samverustundir okk- ar í gegnum árin. Nú hefur vinkona okkar lagt upp í sína síðustu ferð. Ég veit að vel verður tekið á móti henni. Minning- ar eigum við góðar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi þig. Dúna og Stefán Rafn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.