Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
51
Minning
Ingibjörg Margrét
Guðmundsdóttir
Fædd 15. september 1901
Dáin 8. mars 1993
Andlát gamallar konu, sem bar
þverrandi lífskraft allt síðasta ár,
kemur ekki á óvart. Ingibjörg var
lögð til hinstu hvíldar að Mýrum í
Dýrafirði 15. mars sl. og hennar
minnst og getið af ástvinum hennar
á þeirri stundu. Þó að mín kveðjuorð
séu að því leyti seint á ferðinni kem-
ur það ekki að sök. Þau eru frambor-
in vegna snertinga í hugskoti mínu
sem ekki breytast í tíma héðan af.
Eitthvað brast innra með mér sem
eflaust heitir tilfinningarugl sem
enginn ætti að burðast með, eða
velta sér upp úr, eins og núorðið er
títt að taka til orða. Samt ætti ís-
lenska þjóðin fáar sögur og færri ljóð,
hefðu slíkar hræringar aldrei verið
festar á blað. Orsökina hjá öðrum læt
ég liggja milli hluta.
Þegar Inga mín var dáin var eng-
inn eftir af þeim sem leiddi stóra
barnahópinn á Gemlufalli. Nú var
allt horfið, allt fólkið, allar þúfurnar,
allir kofarnir og engin gata meðfram
hlöðunni eða niður að sjónum. Ég
sá þetta allt í einu núna, ekkert til
að spyija um, ég varð að trúa því
að ég sjálf var bara gamla konan frá
Gemlufalli.
Ingibjörg Margrét var ein af 12
börnum hjónanna Önnu Jónínu
Bjarnadóttur og Guðmundar Eiríks
Engilbertssonar. Öll börnin voru
fædd í Mýrahreppi í Dýrafirði og eru
nú öll látin. Ingibjörg var tvíburi
móti dreng er ekki varð lífs auðið.
Vegna erfiðleika kringum fæðingu
hennar var hún borin á fyrsta degi
ævi sinnar að Mýrum í Dýrafirði til
hjónanna Ingibjargar Guðmunds-
dóttur og Friðriks Bjarnasonar
hreppstjóra.
Hjá þeim hjónum ólst hún upp.
Mýrar hafa margir höfðingjar setið
gegnum aldir. Ætt Ingibjargar á
heima í 'þeirri sögu. T.d. var faðir
hennar í beinan legg af Þorláki Ein-
arssyni sýslumanni að Núpi í Dýra-
firði, bróður Gissurar, fyrsta lúterska
biskupsins í Skálholti, og séra Hall-
dórs Einarssonar í Selárdal. Þessir
bræður áttu allir dætur Hannesar
Eggertssonar hirðstjóra fyrir konur.
Móðir þeirra, kona Hannesar, var
engin önnur en Guðrún eldri, dóttir
Björns Guðnasonar sýslumanns í
Ögri við ísafjarðardjúp. Móðir Björns
var Þóra dóttir Björns Þorleifssonar
ríka á Skarði á Skarðsströnd. Miklar
sögur eru til af þessum stóru ættum
sem víða er að finna í íslenskri sagna-
gerð.
Aldarandinn í æsku Ingibjargar
ýtti ekki að öðru jöfnu ungum stúlk-
um til mennta eða margbreytni. Ör-
lög heimasætunnar á Mýrum, sem
var glæsileg stúlka og fljúgandi
greind, réðust í heimatúni.
Að Mýrum réðst kaupamaður,
Valgeir Jónsson, fæddur að Höfða-
strönd í Grunnavíkurhreppi. Þau
felldu hugi saman og gengu í hjóna-
band 1924.
Valgeir var fæddur 3. apríl 1899
og andaðist 5. júlí 1981. Með þeim
hjónum var jafnræði, hann var kom-
inn af þekktum ættum, afi hans var
séra Jón Arnórsson í Vatnsfirði,
prests Hannessonar.
Kona Hannesar var Þórunn Jóns-
dóttir, Gíslasonar, prests í Hjarðar-
holti í Dölum, og seinna prófasts að
Breiðábólstað á Skógarströnd, ridd-
ari af dbr. 1843 (P.E.Ó.). Séra Jón
var annálaður búforkur. Hann hlaut
verðlaun fyrir jarðabætur frá danska
landbúnaðarfélaginu og aftur verð-
laun frá konungý fyrir ýmsar
framkævmdir (P.E.Ó.). Kona hans
var Hallgerður Magnúsdóttir, prests
að Kvennabrekku, Einarssonar. For-
eldrar Jóns Voru báðir frá Svigna-
skarði.
Þessa punkta úr ættum þeirra
hjóna set ég hér að gamni mínu
kynnu þeir að vera einhveijir í stóra
afkomendahópnum sem gaman
hefðu af að bæta þar við og gera
nánari skil.
Ungu hjónin á Mýrum dvöldust
þar tvö ár og eignuðust þar sitt fyrsta
barn. Þó hinir fyrri tímar höfðingja-
ætta er leiddu böm sín til óðalssetra
við giftingu, væru liðnir undir lok,
örlaði þó aðeins á því þegar Guð-
mundur faðir Ingibjargar bauð þeim
að taka við búi sínu að Gemlufalli
þar sem var þá tvíbýli. Ættir hans,
sem reyndar höfðu átt þar heima
mann fram af manni, sátu þar þá
áfram eftir hans dag.
Árið 1927 hófu þau búskap að
Gemlpfalli og þar fæddust þeim átta
börn og lifir allur hópurinn móður
sína.
Gemlufall er fyrsti bær við Gemlu-
fallsheiði sem hefur verið þjóðvegur
frá landnámstíð. Á öðrum bænum
. bjuggu foreldrar mínir sem þar höfðu
þá búið í sjö ár. Það var lögskipuð
feijuskylda yfir Dýraljörð á jörðinni.
Henni gegndu foreldrar mínir. Þann-
ig var það í það minnsta skráð. Átti
faðir minn því bátinn og bar uppi
skylduna um að kalli væri svarað.
Faðir minn var einyrki sem kallað
var. Að ég vil minnast þessa nú,
kemur til af því að þessi þjónusta
við samfélagið var í rauninni afar
erfið. Hún átti samt eftir að tengja
bæina svo að segja óijúfandi bönd-
um. Faðir minn átti við vanheilsu
að stríða sem ágerðist langt um ald-
ur fram. Valgeir var aftur á móti
þrekmenni, sem frekar óx við álag
en hitt.
Þannig réðust því málin að leitað
var til Valgeirs með hjálp við flutn-
ingana. Því get ég um þetta hér, að
sú greiðasemi hans að hann var allt-
af reiðubúinn, hvaða verk sem hann
var að vinna og hvernig sem á stóð,
lýsir honum og heimilinu hans, sem
aldrei tók sínar eigin þarfir framyfir
kröfu ferðamannsins eða bón föður
míns. Allt sem hann vann að þessum
málum var af trúmennsku og heilind-
um gert.
Konan hans sem heima sat með
hópinn sinn og óunnu verkin, tók
ajlt á sig og bætti úr.
Þegar ég var barn var ég ógurlega
hrædd við vonda veðrið þegar faðir
minn var í þessum flutningum, en
það var mitt leyndarmál að væri
Geiri, eins og við kölluðum hann nú
alltaf, með í förinni, var ég aldrei
neitt hrædd. Þess vil ég minnast
núna, í nafni þeirra hjóna beggja,
að þar sem Geira naut við áttum við
í efri bænum sannarlega máttar-
stólpa. Þessu blaði trúi ég til að flytja
að leiðarlokum þakklæti frá okkur
systrunum sem ennþá erum á lífi úr
þeim bæ, þakklæti sem kannski veg-
ur ekki þungt, en er þó sönnun til
afkomenda þeirra fyrir því að það
litla samféiag sem var með þessum
heimilum báðum var alltaf metið og
virt sem stór þáttur í því sem oft
mátti kalla sameiginlega lífsbaráttu.
Það er svo margt sem mig langar
í raun að segja núna um móðurina
sem kom ung af allsnægtaheimili,
settist að í litlum bæ með lítinn heim-
anmund, en hefur gefið þjóð sinni
stóran hóp manndómsfólks sem fékk
ósköp tæknialdarinnar beint í fangið,
ekki eftir langan undirbúning, ekki
annan en að hafa gengið yfir þrösk-
uldinn inn í bæinn sinn og klifið sín
móðurkné og hlotið þar ást og blíðu
sem var af hjartans hlýju nærð.
Um háls þeirra hékk aldrei neinn
lykill sem sagði þeim, að mamma
væri ekki heima. Hún var alltaf
heima að hugsa um börnin sín eins
og hennar máttur sagði til um.
Það var hljótt um verk hjónanna
á þessum bæ, einskis krafist nema
þess sem eiginn hugur og hönd fengu
áorkað. Hveijar stóru stundirnar eru
í lífi manns skýrist alltaf betur og
betur eftir því sem tíminn líður. Þó
breytist yfirsýnin. Eitt var það sem
sigrast var á, jinnað það sem í engu
varð breytt. Á efri árum erum við
mörg hver, jafnvel enn, að leita að
mælistikum, þrátt fyrir það.
Líðandi stund kallar auðvitað fram
það sem hvorki reynsla né þekking
getur sagt manni, að svona skuli hún
vera eða ekki vera.
Inga og Geiri eru dáin. Neðri
bærinn jafnaður við jörð, ekkert
merki sýnilegt fyrir allar þær mynd-
ir sem þyrlast um huga minn. Þó eru
þær svo skýrar. Tifið í litlu lindinni
fyrir neðan brekkuna, brekkuna sem
ilmaði af reyr,_ gulmöðru og öllum
móablómum á íslandi, það nær eyr-
um mínum. Bæði voru þau hjónin
ljóðelsk og höfðu rniklar og fallegar
söngraddir. Nú heyri ég Geira syngja
við eyrað á Ingu sinni, sitjandi á
þúfu út á Stekknum á Mýrum, ljóðið
hans Friðriks Hansens:
Ætti ég Hörpu hljóma þýða
Innsta þrá í óska höllum
á svo margt í skauti sínu,
ég vildi geta vafíð öllum
vorylnum að hjarta þínu.
Nú eru þau aftur komin að Mýrum
og verða að eilífu eitt.
Guð launi þeim dagsverkið og
blessi allra þeirra afkomendur.
Nína.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Gránufélagsgötu 5,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 2. apríl kl. 13.30.
Jóhanna María Pálmadóttir,
Guðbjörg Pálmadóttir,
Jóhannes Pálmason,
tengdabörn og fjölskyldur.
+ Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
ÁGÚSTAR JASONARSONAR,
Bolungarvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks góða umönnun. Sjúkrahúss Bolungarvíkur fyrir
Guðrún Thorsteinsson, Sveinn Johnson,
Jóhann Kárason, Ragnheiður Guðbjartsdóttir,
Maríus Kárason, Guðrún Káradóttir, Ástríður Káradóttir, Kristbjörg Jónsdóttir, Árni Ingimundarson,
Jakobína Guðmundsdóttir Konráð Eggertsson,
Hólmfríður Hafliðadóttir, Brynhildur Olgeirsdóttir. Rósa Friðriksdóttir,
Baldvin Stefán Jóns-
son - Mmning
Mér er ljúft að minnast frænda
míns og góðvinar, Baldvins Stefáns
Jónssonar, eða Balda frænda eins
og hann var ávallt kallaður, en hann
lést eftir stutta sjúkrahúslegu rétt
sextugur. Það var mikil harmafrétt
er Jón Ingi frændi minn hringdi í
mig og sagði mér að pabbi sinn
væri dáinn. Mín fyrsta hugsun var
að það gæti ekki verið að Baldi
frændi væri dáinn, hann sem alltaf
var svo lifandi og skemmtilegur, með
stríðnisblik í augunum, spilandi lista-
vel á píanó og harmónikku, en í þeirri
list var hann sjálfmenntaður. Oft
hugsaði ég hve hann hefði náð langt
ef hann hefði farið í tónlistarnám.
Allir sem þekktu frænda dáðust að
spilamennskunni og var hann oft
fenginn til að spila, og þá bókstaf-
lega dansaði hann á nótnaborðinu.
Ég kom oft á heimili hans og konu
hans Sísíar, en blíðari og samtilltari
hjónum hef ég ekki kynnst og alltaf
fór ég hamingjusöm og sátt frá þeim.
Pabbi minn og Baldi frændi eru
bræður frá Hámundarstöðum í Nes-
kaupstað. Oft heirtisóttum við fjöl-
skyldan þau hjónin og var gestrisni
þeirra og alúð einstök. Þó við værum
8 manna fjölskylda var alltaf pláss
og tími fyrir okkur. Er ég var 18
ára bjó ég hjá þeim heilan vetur og
mun ég aldrei gleyma góðvild þeirra
og velvild í minn garð. Með söknuði
ég kveð þig, elsku frændi minn og
megi góður guð styrkja þig Sísí mín,
börn þín og fjölskyldur þeirra á þess-
ari erfiðu stundu.
Guð hlustar á grát okkar þegar atburðarás-
in er ofvaxin skilningj okkar en engu að
síður afrakstur umhyggju hans og ástar.
(Daníel A. Poling (1884-1968).
Sólveig Ólafsdóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elsku-
legrar dóttur minnar og systur okkar,
ODDNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR KRISTIANSEN
frá Reyðarfirði.
Björg Bóasdóttir
og systkini hinnar látnu.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG HANNESDÓTTIR
fyrrverandi Ijósmóðir,
Jörfa,
verður jarðsungin frá Kolbeinsstaöarkirkju laugardaginn 3. apríl
kl. 14.00.
Ólafur Agnar Jónasson, Guðrún Jónsdóttir,
Hanna Jónasdóttir,
Helgi Jónasson, Erla Sigurjónsdóttir,
Ingibjörg Jónasdóttir, Baldur Ólafsson
og barnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRLAUG VESTMANN,
Helgamagrastræti 20,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 2. apríl
kl. 14.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri eða Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa njóta þess.
Þorvaldur Vestmann Magnússon, Bergljót Jónsdóttir,
Már Vestmann Magnússon, Rannveig Þórhallsdóttir,
Magnús Vestmann Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigursteinn Vestmann Magnússon, Elísabet Birgisdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRUNN R. NORDGULEN
áðurtil heimilis
á Brávallagötu 8,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 2. apríl kl. 13.30.
LúðvikS. Nordgulen, Sigríður Einarsdóttir,
Asta Hallý Nordgulen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar bestu þakkir fyrir samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JAKOBS ÞORSTEINS
JÓHANNSSONAR
fyrrv. vörubifreiðastjóra,
Hrafnistu,
áðurtil heimilis
í Skálagerði 11.
Ingibjörg Hjartardóttir,
Björgvin Jakobsson,
Elsa Jakobsdóttir,
Bára Jakobsdóttir, Ólafur Haukur Árnason,
Jóhann Jakobsson, Unnur Ólafsdóttir,
Hjörtur Jakobsson, Auður Gunnarsdóttir,
Guðmundur Jakobsson, Anna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.