Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
mmmn
„ J/ún er B/dú beima... BÍddu eHir
hljóðmeridnu... taJaÓu s i/a inn skildbóbirt."
Heyrðu!
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Um spámenn
Frá R. Ágúst Axelssyni:
FÖSTUDAGINN 12. mars síðast-
liðinn birtist hér bréf eftir Richard
Ryel og fjallaði það um spámenn.
í grein sinni segir hann að „þótt
450 ár séu liðin síðan síðasti spá-
maðurinn sem eitthvað kveður að
var uppi viðurkennum við samt að
við eigum enn margt ólært“. í ljósi
þessarar viðurkenningar vil ég
upplýsa hann sem og aðra lesendur
blaðsins að það eru ekki 450 ár
liðin frá síðasta spámanni heldur
verða þau 101 29. maí næstkom-
andi.
Sá boðberi Guðs heitir
Baha’uTlah og þau trúarbrögð sem
kennd eru við hann eru kölluð
Bahá’í (borið fram Bahæ).
Baha’u’llah fæddist í Teheran í
Persíu árið 1817. í upphafi boðun-
ar þessara nýju trúarbragða var
hann fangelsaður og síðan sendur
í útlegð til tyrkneska heimsveldis-
ins sem þá var, fyrst til Bagdad,
þaðan til Konstantínópel (Istanbul)
þá Adríanópel (Edirne) og að lok-
um til fangelsisborgarinnar Akka
í Palestínu (nú ísraels). Á þeim
tíma var Akka talin til hinna verstu
staða sem til væru á jarðarkringl-
unni og töldu yfirvöld að með því
að senda Baha’u’llah þangað
myndi þeim takast að uppræta
þessa nýju boðun. En raunin varð
önnur því Guð lætur ekki að sér
hæða.
Á því 40 ára tímabili sem
Baha’u’llah var fangi og útlagi
fyrir boðun sína ritaði hann yfir
100 bækur sem eru helgirit þess-
ara trúarbragða. Þessi rit hans eru
mjög víðtæk, þau fjalla um öll svið
hinnar mannlegu tilveru, allt frá
tengslum innan fjölskyldu til al-
þjóðastjórnar, frá útskýringum um
eðli sálarinnar til kjarna guðs-
dómsins. Baha’u’llah var ekki spá-
maður eyðimerkurinnar, hann var
spámaður siðmenningarinnar.
Hann hvetur ekki til einangraðs
lífs heldur félagslegrar þátttöku,
hann segir að mannkynið sé skap-
að til að stuðla að „síframsækinni
siðmenningu". Sú leiðbeining Guðs
sem birtist í opinberun Baha’u’llah
Ijallar um hvernig mannkynið á
að starfa saman sem lífræn heild,
að líta beri á ,jörðina sem eitt land
og mannkynið sem íbúa þess“.
Svo mikið „kvað að“ Baha’u’llah
að hann ritaði bréf til helstu þjóð-
höfðingja þess tíma til þess að til-
kynna þeim um hin nýju opinberun
Guðs og vilja hans fyrir þessa nýju
tíma. Enginn þeirra hlýddi boðum
hans og mælti hann þá fyrir um
að allt vald yrði tekið frá þeim og
sett í hendur fólksins. Það hefur
orðið að veruleika. Árið 1869 rit-
aði Baha’u’llah öðru sinni til Napó-
leons III, átaldi hann fyrir að sýna
fyrra bréfinu lítilsvirðingu og
sagði: „Sakir þess sem þú hefir
gert mun glundroði verða í ríki
þínu og keisaraveldi_ þitt hverfa
úr höndum þér ...“ Árið eftir fór
Napóleon í stríð við Prússa sem
hann tapaði óvænt. í ávarpi Ba-
ha’u’llah til Þýskalandskeisara
koma fram ein þekktustu spá-
dóms- og varnaðarorð hans er
hann segir: „Ó, bakkar Rínar! Vér
höfum séð yður hulda blóði, því
að sverð hefndarinnar laust yður;
og í annað sinn mun að yður koma.
Og vér heyrum kvein Berlínar þótt
í dag sé dýrð hennar mikil.“ Þetta
var skrifað 1870 og er augljós
skírskotun til heimsstyrjaldanna
tveggja og skiptingar Berlínar.
Þetta eru lítil dæmi um það sem
Baha’u’llahy hefur sagt fyrir um
Frá Þórði E. Haiidórssyni:
Með hliðsjón af því sem er að
gerast hjá Ríkisútvarpinu þessa
dagana, er hér með skorað á
menntamálaráðherra, Ólaf G. Ein-
arsson, að notfæra sér nýjustu
uppákomu og leysa útvapsstjór-
ann, Heimi Steinsson, ásamt
Hrafni Gunnlaugssyni frá störfum
nú þegar og gera stofnunina að
almenningshlutafélagi. Við það
vinnst að almenningur á frjálst val
um útvarps- og sjónvarpsefni og
getur ráðið hvaða efni það vill
að myndi verða, en mestu áhrif
boðbera Guðs eru þau áhrif sem
þeir hafa á hjörtu mannanna og
þau umbreytandi áhrif sem verða
í mannlegu samfélagi þegar boðun
þenra er framkvæmd.
í dag, 100 árum eftir andlát
hans, eru fylgjendur Baha’u’llah
yfir 5 milljónir og eru þeir dreifðir
í öllum löndum heims. Hér á landi
eru um 400 bahá’íar og hefur þetta
litla samfélag unnið mikið starf
við að snúa ritum Baha’u’llah á
íslensku til þes að þau séu aðgengi-
leg hverjum þeim sem vill kynna
sér boðskap Baha’u’llah. Þann 29.
maí í fyrra voru liðin 100 ár frá
andláti þessa boðbera Guðs, í því
titlfni var gefið út stutt ágrip um
Baha’u’llah þar sem líf hans og
verk eru kynnt.
Það er ómögulegt í stuttri blaða-
grein að gera grein fyrir lífl og
boðun þessa spámanns Guðs sem
er hvað minnst þekktur enda ná-
lægastur okkur í tíma. Ég vil
hvetja alla sanna leitendur að
kynna sér þennan spámann. Árið
1843 orti skáldið James Russel
Lowell þetta viðeigandi vers;
Sú kemur stund, er sérhver þjóð og maður
sér í barm má skoða.
Hvort þar nú sjái nýja hugsjón rísa
Guðs eigin sendiboða
Kannski er sú stund runnin upp
fyrir íslensku þjóðina!
R. ÁGÚST AXELSSON,
Samtúni 20, 105 Reykjavík.
kaupa. Einnig skal á það bent að
komin er upp sú staða að margir
hafa ekki efni á að kaupa útsend-
ingar beggja sjónvarpsstöðvanna,
og þar með kominn vísir að ómeng-
aðri einokun.
Full þörf er á hagræðingu í
mannahaldi og stjórn Ríkisút-
varpsins.
Leyfið þegnunum að hafa sjálf-
sval á sem flestum sviðum. Eflum
lýðræðið.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON,
Sólheimum 25, Reykjavík.
Frjálst val á útvarps
og sjónvarpsefni
HOGNI HREKKVISI
ÉINLIT HÖNP- *
Víkverji skrifar
Alaugardag gerði Víkvetji að
umtalsefni eitt þúsund króna
happdrættisskuldabréf, sem vinur
hans fann í pússi sínu. Bréfið var
frá 1973 og þegar það var innleyst
fengust fyrir það 428,70 krónur.
Vinningar, ef fallið hefðu á bréfið,
voru löngu fyrndir og í því sam-
bandi varpaði Víkveiji nokkrum
spurningum til Seðlabankans. Spurt
var t.d. hve mikinn hluta upphaf-
legrar fjárhæðar ríkissjóður hefði
þurft að endurgreiða.
Nú hefur Seðlabankinn góðfús-
lega orðið við þessari beiðni Vík-
veija og hefur sent honum minnis-
blað, þar sem segir: „Á árunum
1972 til 1981 gaf ríkissjóður út 11
flokka happdrættisskuldabréfa
vegna Vegasjóðs. Tilgangurinn var
að fjármagna vega- og brúargerð
sem opna skyldi hringveg um land-
ið.
Happdrættisskuldabréfin voru
verðtryggð miðað við vísutölu fram-
færslukostnaðar, nema síðasti
flokkurinn, sem tók mið af láns-
kjaravísitölu, en vextir af bréfunum
voru í formi útdreginna happdrætt-
isvinninga. - Happdrættisskulda-
bréfín fyrnast á 10 árum eftir gjald-
daga þeirra, en útdregnir vinningar
á fjórum árum frá útdrætti.
Álls voru útgefin og seld 1.120
þúsund happdrættisskuldabréf
samtals að nafnverði 23,9 milljónir
króna. 31. desember sl. voru enn
óinnleyst 28.643 bréf eða 2,56%,
alls að upphæð með verðbótum
21,3 milljónir króna. Ósóttir og
fyrndir vinningar eru 7.095 alls 2,0
milljónir króna, sem er 11,3% af
heildarfjárhæð vinninga."
í þessum svörum Seðlabankans
kemur jafnframt fram að heildar-
fyöldi útdreginna vinninga hafi ver-
ið 62.913, þar af voru ósóttir vinn-
ingar 7.095 eða 11,28%. Þannig
helzt hlutfall ósóttra vinning bæði
í fjölda og fjárhæð nokkurn veginn
í hendur.
Víkveija hefur borizt eftirfar-
andi athugasemd frá Ásbimi
Einarssyni:
„Undirritaður lýsir hér með furðu
sinni á skrifum Víkveija sl. laugar-
dag, þar sem grín er gert að slysi
sem varð í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Svo vill til að undirritaður veit, að
kona sú sem hér um ræðir, liggur
nú á Borgarspítalanum. Er hún þrí
mjaðmargrindarbrotin, handleggs-
brotin og með sprungu í spjald-
hrygg, auk skurða á andliti o.fl.
Er það ný stefna Morgunblaðsins
að gera grín að alvarlegum slysum
eins og hér er gert?“
Því er til að svara, að Víkveija
datt aldrei í hug að gera grín að
slysum og harmar Víkveiji hafí
hann ekki komið því nægilega vel
til skila. Hins vegar var í þessum
stutta pistli verið að vekja athygli
á sérkennilegu orðalagi fréttar í
Dablaðinu Degi, þar sem inngangs-
punktur fréttarinnar var að konan
hafí verið frá Seltjarnarnesi.