Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ íÞRóTTiRjmm^ UR 1. APRÍL 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / SKIÐI Páll sigraði í svigi og alpatvíkeppni Spennandi stórsvig - á unglingameistaramoti 13 -14 ara PÁLL S. Jónasson frá Seyðis- firði varð tvöfaldur sigurvegari á unglingameistaramótinu á skíðum íflokki 13-14 ára. Mót- ið var haldið í Bláfjöllum og Skálafelli um síðustu helgi. Ohætt er að segja að veðrið hafi sett strik í í reikninginn á mótinu. Mjög gott veður var í Bláfjöllum á föstudaginn þar sem svigið fór fram en daginn eftir skiptist á þoka og hríð í stórsvigs- keppninni í Skálafelli. Fyrirhugaðri keppni í samhliðasvigi á sunnudag- inn varð síðan að aflýsa en lokað var í Bláfjöllum vegna veðurs. Öruggt hjá Evu Páll S. Jónasson frá Seyðisfirði og Eva Björk Bragadóttir frá Dal- vík urðu sigurvegarar í svigkeppn- inni sem fram fór í Bláfjöllum á föstudaginn. Brautin reyndist mörgum erfið þar sem nokkuð hafði rignt og færið af þeim sökum lé- legt. Egill A. Birgisson úr KR hafði góða forystu eftir fyrri ferðina en '■'“'honum hlekktist á í síðari umferð- inni. Páll sigraði á samtals 1.20,77 mínútu, rétt um sekúndu á undan Bjama Lárusi Hall úr Víkingi. Eva hafði nauma forystu eftir fyrri ferð- ina en keyrði mjög vel í þeirri síð- ari og kom í markið á 1.14,32 mín- útu, rúmri tveimur og hálfri sek- úndu á undan Ásu Bergsdóttur úr KR. tímar hans dugðu honum til sigurs í tvíkeppninni. María Magnúsdóttir frá Akureyri varð hlutskörpust í stúlknaflokki. María hafði mikið forskot eftir fyrri ferðina og gat leyft sér að skíða af öryggi í þeirri síðari. Hún hlaut tímann 2.06,92 en Ása Bergsdóttir KR varð önnur á 2.07,41 mínútum og tryggði þar með sigur sinn í tvíkeppninni. Keppendur voru 150 í þessum flokki en mótið er það næst stærsta á árinu, aðeins Andrésar andar leik- arnir geta státað af fleiri keppend- um. Botn var sleginn í mótið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þar sem Reykjavíkurborg bauð keppendum til kaffisamsætis og verðlaun voru veitt. Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir fráAkureyri varð þrefaldur meistari í flokki 15-16 ára sem fram fór á Siglufirði. Brynja sigraði í svigi og stórsvigi og varð því jafnframt stigahæst í tvíkeppninni. Morgunblaðið/Frosti Slgurvegarar á unglingameistaramótinu í flokki 13-14 ára. í efri röð frá vinstri: Eva Björk Bragadóttir frá Dalvík, María Magnúsdóttir Akureyri og Ása Bergsdóttir KR. Egill A. Birgisson KR er vinstra megin í neðri röðinni og Páll S. Jónasson frá Seyðisfirði er honum við hlið. Aðeins munaði rúmum tveimur sekúndum á fyrsta og sjöunda manni eftir fyrri ferðina í stórsvigi pilta. Egill A. Birgisson hafði einn- ar sekúndu forskot á Sturlu Má Bjamason Dalvík en á fímm næstu mönnum munaði aðeins 4/10 úr sekúndu. Það var því mikil spenna í lofti þegar fyrsti ráshópur hóf síð- ari ferðina. Skemmst er frá því að segja að Egill sló ekkert af hraðan- um í síðari-ferðinni og hlaut tímann 2.05,33 mín. úr samanlögðu en Sturla kom í markið á 2.08,22 mín. Páll S. JÓnsson, sigurvegari úr svig- keppninni, náði fjórija sætinu og Morgunblaðið/Frosti Egill A. Birgisson brosandi eftir öruggan sigur í stórsvig- inu í Skálafelli. Egill og Eva meistarar með fullu húsi stiga ^gill A. Birgisson úr KR og Eva Björk Bragadótt- ^ir Dalvík urðu bikarmeistarar á skíðum í flokki 13-14 ára. Bæði fengu þau hámarks stigafjölda, 100 stig út úr bikarmótum vetrarins í svigi og stórsvigi og voru því vel að sigrinum komin. Árangur Egils kemur ekki á óvart en hann varð einnig meistari í fyrra. Eva Björk hefur hins vegar tekið miklum framförum í vetur. Miklar framfarir „Ég mundi segja að æfingarnar í vetur hafi skilað þessum árangri. í fyrra æfði ég ekki jafn vel. Ég var ekki í neinum þrekæfingum og snjóleys- ið gerði okkur erfitt fyrir á Dalvík. Það er reyndar ekki spurning að þetta tímabil er það langbesta hjá mér,“ sagði Eva Björk. Hvað sögðu þau um keppnina? Eg bjóst aldrei við því að verða svona framarlega í stórsvig- inu. Ég var yfirleitt í síðustu sætun- um á Andrésar andarmótunum en hefur gengið betur eftir að ég kom upp í unglingaflokk," sagði Ása Bergsdóttir úr KR sem sigraði í alpatvíkeppninni í flokki 13 - 14 ára. Ása hlaut 23.94 stig en Auður Gunnlaugsdóttir frá Akureyri varð önnur með 43.73 stig. Svigið skemmtilegra Páll S. Jónasson frá Seyðisfirði sem varð tvöfaldur meistari á mót- inu sagðist ekki vera í vafa um það hvor greinin væri skemmtilegri. „Það er miklu meiri hraði í svig- inu og meira að gerast og það er því mun skemmtilegra. Mér hefur ekki gengið vel í stórsvigi og í fyrra flaug ég á hausinn í öllum stórsvig- skeppnunum. Ég varð fjórði núna og get ekki verið annað en ánægð- ur með það og sigurinn í tvíkeppn- inni.“ „Það er mikið betra að skíða hérna og það skemmir ekki fyrir að þekkja brekkumar," sagði Egill A. Birgisson úr KR eftir sigur sinn í stórsviginu. Nokkur hríð var en Egill sagði að það væri ekki yfir neinu að kvarta. „Ég sá þijú hlið framfyrir mig og það var alveg nóg. Þá var færið gott og mun betra en í Bláfjöllum.“ Eva Björk Bragadóttir, Dalvík. BORÐTENNIS Ásdís Kristjánsdóttfr 2. Berglind Bergvinsdóttir, HSÞ. 3. Guðmunda Kristjánsdóttir, Vfkingi. Einliðaleikur sveina 14-15 ára: 1. Einar P. Mímisson, HSK. 2. Þorvaldur Pálsson, HSK. 3. Magnús Guðmundsson, HSK. 4. Davíð Þorsteinsson, HSÞ. Einliðaleikur meyja 14-15 ára: 1. Ásdís Kristjánsdóttir, Víkingi. 2. Lilja Jóhannesdóttir, Víkingi. 3. Margrét Stefánsdóttir, HSÞ. 4. Sveinlaug Friðriksdóttir, HSÞ. Einliðaleikur pilta 12-13 ára: 1. Ingi Heimisson, HSÞ. 2. Ólafur Ragnarsson, HSK. 3. Markús Ámason, Víkingi. 4. Ingólfur Jóhannsson, HSÞ. Einliðaleikur telpna 12-13 ára: 1. Ingunn Þorsteinsdóttir, HSÞ. 2. Sandra Tómasdóttir, HSþ. 3. María S. Jóhannesdóttir, Víkingi. SigurðurJónsson 4. Vala Björnsdóttir, HSÞ. Einliðaleikur pilta 11 ára og yngri: 1. Guðmundur E. Stephensen, Víkingi. 2. Georg Hilmarsson, HSK. 3. Bóas Kristjánsson, HSK. 4. Hilmar Ragnarsson, HSK. Tvenndarkeppni unglinga: 1. Sigurður Jónsson, Víkingi. Guðmundur Kristjánsson,-Víkingi. 2. Guðmundur E. Stephensen, Víkingi. Ásdís Kristjánsdóttir, Víkingi. 3. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi. Margrét Hermannsdóttir, HSÞ. 4. Jón I. Ámason, Víkingi. Berglind Bergvinsdóttir, HSÞ. Tvíliðaleikur drengja 16-17 ára: 1. Sigurður Jónsson, Víkingi. Guðmundur E. Stephensen, Víkingi. 2. Ólafur Stephensen, Vfkingi. Ólafur Eggertsson, Víkingi. 3. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi. Margrét Hermannsdóttir Björn Jónsson, Víkingi. 4. Jón 1. Ámason, Víkingi. Ólafur Rafnsson, Víkingi. Tvíliðaleikur stúlkna 16-17 ára: 1. Margrét Hermannsdóttir, HSÞ. Sveinlaug Friðriksdóttir, HSÞ. 2. Berglind Bergvinsdóttir, HSÞ. Margrét Stefánsdóttir, HSÞ. 3. IJney Ámadóttir, Víkingi. Ásdfs Kristjánsdóttir, Víkingi. 4. Lilja Jóhannesdóttir, Víkingi. Anna B. Þorgrímsdóttir, Víkingi. Tvíliðaleikur sveina 15 ára og yngri: 1. Þorvaldur Pálsson, HSK. Ingimar Jensson, HSK. 2. Guðni Sæland, HSK. Axel Sæland, HSK. 3. Ingi Heimsson, HSÞ. Ingólfur Jóhannesson, HSÞ. 4. Aðaisteinn Guðmundsson, HSÞ. Sigurður Bjamason, HSÞ. Flest gullin til Vfldngs óg HSÞ - á íslandsmóti unglinga í borðtennis KEPPENDUR frá Víkingi og HSÞ voru sigursælir áIslands- móti unglinga í borðtennis sem fram fór í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Víkingar hlutu flest gullverðlaunin, fimm talsins en HSÞ fjögur og HSK tvö. Eg held að þessi flokkur hafi aldr- ei verið jafn sterkur og núna. Mér hefur gengið vel og það hefur verið sérstaklega gaman að leika í tvíliða- og tvenndarkeppninni," sagði Sigurður Jónsson Víkingi sem er einn af okkar bestu spilurum af \ yngri kynslóðinni. Sigurður sem vann þrefalt í fyrra varð að þessu sinni að sætta sig við tap gegn Ingólfi Ingólfssyni, 18:21 og 22:25, í úrslitum einliðaleiksins í flokki 15 -17 ára pilta en mjög margir leikn- ir spilarar eru í þeim flokki. Sigurð- ur lék með hinum tíu ára gamla Guðmundi Stephensen í tvíliða- leiknum og sigraði þar og þá fékk hann einnig gull í tvenndarleik ásamt Guðmundu Kristjánsdóttur. Lið HSÞ er skipað nemendum frá Grenivík en þau Iétu mikið að sér kveða á mótinu og unnu til fernra gullverðlauna. „Við byijuðum að spila borðtennis í frímínútunum og þar sem við höfum ekki neinn íþróttasal þá hefur borðtennis verið mjög vinsæl grein hjá okkur,“ sögðu þær Margrét Hermannsdóttir og Sveinlaug Friðriksdóttir úr HSÞ sem sigruðu í tvíliðaleik stúlkna. Keppnin í tvíliðaleiknum var æsi- spennandi þar sem allir léku við alla, þrjú pör voru efst og jöfn en stigafjöldi var látinn ráða röð lið- anna. „Ég einbeitti mér að því að vera með góðar uppgjafir," sagði Ásdís Kristjánsdóttir, fjórtán ára gömul, sem sigraði í einliðaleik í meyja- flokki. „Ég fékk áhugann á borð- tennis í skólanum þegar ég var níu ára og mér finnst þetta mjög skemmtilegt." Helstu úrslit urðu þessi á mótinu: Einliðaleikur drengja 16-17 ára: 1. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi. 2. Sigurður Jónsson, Víkingi. 3. Björn Jónsson, Víkingi. 4. Ólafur Rafnsson, Víkingi. Einliðaleikur stúlkna 16-17 ára: 1. Margrét Hermannsdðttir, HSÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.