Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 62
62
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
KORFUKNATTLEIKUR
Bestir
BESTI maður ÍBK í úrslita-
leikjunum þremur, Jonat-
han Bow, hampar hér sigur-
laununum, íslandsmeistara-
bikarnum. Honum á hægri
hönd er Ingvar Jónsson,
þjálfari Hauka, að óska leik-
mönnum IBK til hamingju
með sigurinn og lengst til
hægri er Kristinn Friðriks-
son. Keflvíkingar fögnuðu
vel og lengi í gær enda tvö-
faldir meistarar, bæði í
karla og kvennaflokki.
KEFLVÍKINGAR urðu ígær-
kvöldi íslandsmeistarar í
körfuknattleik karla er liðið
sigraði Hauka í þriðja leik lið-
anna um íslandsmeistaratitil-
inn. Karlalið ÍBK er einnig bik-
armeistari og konurnar léku
sama leikinn, unnu tvöfalt,
þannig að það er fjórfalt hjá
Keflvíkingum í vetur. Ef að lík-
um lætur munu yngri flokkarn-
ir sigra í nokkrum flokkum eins
og undanfarin ár og er það ef
til vill besta dæmið um hvaða
sess körfuknattleikurinn skip-
ar íKeflavík. Uppbyggingar-
starfið hefur verið gott und-
anfarinn áratug og uppskeran
eftir því.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
I eikurinn var mun skemmtilegri
og jafnari en hinir tveir þó svo
munurinn hafi verið 19 stig í lokin.
Haukar léku miklu
betur en áður og
ætluðu greinilega
að gera allt til að
fá fleiri leiki. Það
hefði líklegast tekist ef Jonathan
Bow hefði ekki verið i þvílíkum ham
að ekkert fékk stöðvað hann. Hann
gerði 44 stig, tróð yfir mótheijana,
varði frá þeim skot, tók mikinn
fjölda frákasta og var einstaklega
öruggur í vítaköstunum.
Haukar höfðu frumkvæðið í fyrri
hálfleik en ÍBK komst yfir rétt fyr-
ir hlé og hélt undirtökunum til loka
þrátt fyrir hetjulega baráttu Hafn-
firðinga. Þeirra tími er greinilega
ekki kominn. Úrslitakeppnin hefur
verið þeim dýrmæt reynsla sem
nýtist strákunum síðar.
í fyrri hálfleik var Bow allt í
öllu hjá ÍBK og Guðjón átti einnig
ágætis spretti, sérstaklega við end-
alínu þar sem hann hitti eins og
honum væri borgað fyrir það. Hjá
Haukum voru þeir Jón Amar og
Rhodes sterkir og Pétur líka þrátt
fyrir að hann fengi fjórðu villu sína
um miðjan fyrri hálfleik. Keflvík-
ingar mistu Albert útaf með þrjár
villur eftir aðeins þrjár mínútur
þannig að mikið var flautað!
Ef Bow hefur verið góður í fyrri
hálfleik þá er ekki gott að lýsa því
hvað hann var í þeim síðari því þá
fór drengurinn hreinlega á kostum.
Það var sama hvað hann gerði,
alltaf fór boltinn rétta leið. Kristinn
tók einnig vel við sér í síðari hálf-
leik en hann var ekki svipur hjá
sjón í þeim fyrri. Guðjón lék af
eðlilegri getu og um frammistöðu
Jóns Kr. þarf varla að fjölyrða því
hann leikur alltaf vel. I gær átti
hann til dæmis heilan tug stoðsend-
inga. Hjá Haukum var Bragi sterk-
ur í síðari hálfleik en hann lék
ekkert í þeim fyrri.
Þrátt fyrir 197 stig var leikinn
góður varnarleikur. Haukar léku
maður á mann lengst af og með
góðum árangri. Þeir fóru síðan í
pressuvöm um miðjan síðari hálf-
leik, of snemma að mínu mati, og
það tók sinn toll því þeir virtust
ekki hafa kraft til að leika slíka
vöm og skiptu fljótlega yfir í svæð-
isvöm, þrátt fyrir að maður á mann
vömin hafi reynst þeim mjög vel í
fyrri hálfleik.
ÍBK lék svæðisvöm með þrjá
bakverði fyrir framan í fyrri hálf-
leik en tvo í þeim síðari og gaf það
betri raun. Undir lokin létu þeir
varamennina um að ljúka leiknum
og fór vel á því.
Frábær endir
- sagði Jón Kr Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK
Þetta var frábær endir á góðu
keppnistímabili þar sem við
unnum 28 af 32 leikjum og ég er
að sjálfsögðu í sjö-
unda himni, sagði
Jón Kr. Gíslason
þjálfari og leikmað-
ur Keflvíkinga eftir
að Islandsmeistaratitilinn var í höfn
Björn
Blöndal
skrifar
frá Keflavík
í gærkvöldi. „Við vissum að þeir
yrðu erfiðir í þessum leik því nú
var að duga eða drepast fyrir þá
og þeir veittu okkur svo sannarlega
harða keppni framan af. En við
náðum að koma þeim úr jafnvægi
í síðari hálfleik og ná 10 stiga for-
ystu sem setti þá endanlega út af
laginu. Um leið losnaði um pressuna
af mínum mönnum sem tvíefldust
•og eftir það var þetta aldrei spurn-
ing. þetta er stór stund fyrir mig
og liðið og styrkur okkar núna sést
best á því að við sigruðum í úrslita-
leiknum í bikarkeppninni með 35
stiga mun og í úrslitunum unnum
við með minnst 19 stiga mun.“
Erfiður
leikur að
dæma
„ÞETTA var ákaflega erfiður
leikur að dæma eins og ég vissi
fyrirfram. Bæði var hraðinn mik-
ill og menn léku stífan vamarleik
þar sem mikið var um snertingar
þannig að ekki var hjá því komist
að dæma villur. En leikurinn var
nokkuð skemmtilegur og Hauk-
arnir náðu svo sannarlega að veita
Keflvíkíngum mótspymu í fyrri
hálfleik, en í þeim síðari flýttu
þeir sér heldur mikið. Fóm að
taka ótímabær skot og það dugar
ekki gegn jafnsterku liði og ÍBK,“
sagði Jón Otti Ólafsson dómari.
m
Þriðji úrslitaleikur
islandsmótsins i körfuknattleik í
iþróttahúsinu i Keflavik 31. mars 1993
35/28 Víti 18/11
12/3 3ja stiga 25/7
36 Fráköst 35
28 (varnar) 20
8 (sóknar) 15
11 Boitanáð 11
10 Boltatapað 14
16 Stoðsendingar 7
Morgunblaðið/Sverrir
■ LEIKMENN ÍBK hentu bolum
frá Austurbakka til áhorfenda fyrir
leikinn og af svip eins guttans sem
náði í bol var hann mjög mikils virði!
■ ÞAÐ voru dæmdar 47 villur í
leiknum. Haukar virðast hafa verið
talsvert fastari fyrir því á jiá voru
dæmdar 29 villur en 18 á IBK.
■ KEFLVÍKINGAR léku einstak-
lega vel í síðari hálfleik og Haukar
fengu ekki bónusskot fyrr en -cétt
liðlega mínúta var til leiksloka, en
bónusskot fær lið við áttundu villu
mótheija.
■ HAUKAR byijuðu af miklum
krafti í gær og ætluðu greinilega
ekkert að gefa eftir. Sérstaklega var
áberandi hvað John Rhodes kom
einbeittur til leiks því hann var langt
því frá eins brosmildur og hann er
venjulega.
■ MIKILLAR taugaspennu gætti
í upphafi síðari hálfleiks og í fyrstu
tveimur sóknum ÍBK komust marg-
ir í gott skotfæri en enginn „þorði“
að skjóta íyrr sóknartíminn var að
renna út. Ovenjulegt á þeim bæ.
■ VÍKINGAR virðasta hafa verið
nokkuð öruggir um að kvennalið
þeirra sigraði Eyjadömur í öðmm
leik liðanna í Eyjum í fyrrakvöld.
■ VÍKIN var alla vega ekki bókuð
fyrir þriðja leikinn í kvöld, heldur
var ætlunin að leika þar kvennaleik
í blaki kl. 20 en hann var færður
fram þegar úrslit láu fyrir í Eyjum.
I
(
(
(
<
i
i
í