Morgunblaðið - 27.04.1993, Page 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
93. tbl. 81.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
/
Forseti Rússlands hrósar sigri í þjóðaratkvæðinu á sunnudag
Öflugri stuðningur við
Jeltsín en búist var við
\vV. ,
Andstæðingar forsetans segja þó að valdabaráttunni sé ekki lokið
52. stjórnin
Moskvu. Reuter, The Ðaily Telegraph.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, fór með sigur af hólmi
í þjóðaratkvæðagreiðslunni á
sunnudag en helstu andstæð-
ingar hans sögðu að úrslitin
breyttu engu um valdabarátt-
una í Moskvu, henni væri eng-
an veginn lokið. Ljóst var þó
að forsetinn hafði náð undir-
tökunum í valdabaráttunni.
Stuðningsmenn forsetans
hvöttu hann til að bregðast
skjótt við til að knýja fram
stjórnlagábreytingar og
hraða efnahagslegum umbót-
um. Vestrænir leiðtogar fögn-
uðu sigri Jeltsíns, sem fékk
mikinn stuðning kjósenda um
nær allt Rússland.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
þegar atkvæði höfðu verið talin í
79 kjördæmum af 88 sögðust
59,2% treysta Jeltsín í forsetaemb-
ættinu. Kjörsóknin var um 62% og
forsetinn fékk þannig hlutfallslega
meira fylgi en í kosnjngunum í júní
1991. 53,61% sögðust styðja efna-
hagslega umbótastefnu forsetans.
Kjósendur voru ennfremur
spurðir hvort þeir vildu að forseta-
og þingkosningum yrði flýtt.
31,33% vildu að efnt yrði til forseta-
kosninga en 31,94% voru andvíg
því. 43,49% voru hins vegar fylgj-
andi þingkosningum og aðeins
20,35% á móti. Þetta nægir þó
ekki til að knýja fram kosningar
því til þess þurfti samkvæmt úr-
skurði stjórnlagadómstóls meiri-
hluta allra atkvæðisbærra Rússa;
dómstóllinn taldi hins vegar að
meirihluti greiddra atkvæða dygði
í fyrri spurningunum tveim.
Reuter
Hörð átök milli Króata og múslima
BRESKIR hermenn bera lík úr rústum húss í bænum Vitez í Bosníu sem eyðilagðist í sprengjuárás um
helgina. Bærinn var því sem næst algjörlega lagður í rúst í hörðum bardögum milli Króata og múslima
i vikunni sem leið.
CARLO Azeglio Ciampi seðla-
bankastjóri (t.v.) myndar 52.
sljórn Italíu eftir stríð.
Stjórnarkreppa á Ítalíu
Ciampi fal-
ið að mynda
nýja stjórn
Róm. Reuter.
OSCAR Luigi Scalfaro, forseti ít-
alíu, fól i gær Carío Azeglio
Ciampi seðlabankastjóra að
mynda 52. ríkisstjórn landsins eft-
ir síðari heimsstyrjöldina. Ciampi
kvaðst ætla að hafa hraðan á við
sljórnarmyndunina og sleppa við-
ræðum við stjórnmálaflokkana til
að spara tíma.
Búist er við að Ciampi myndi
stjórn tæknikrata og hún verður við
völd þar til þingið samþykkir umbæt-
ur á kosningalöggjöfinni og efnt
verður til kosninga.
Ciampi hefur unnið hjá seðlabank-
anum allan sinn starfsferil og verið
seðlabankastjóri í 14 ár. Hann er
einn af virtustu seðlabankastjórum
Evrópu og er óháður stjómmála-
flokkunum. Með því að velja hann
sem forsætisráðherra vill Scalfaro
auka traust manna á ítalska efna-
hagnum, sem er nú í mikilli lægð.
Owen lávarður hótar sprengjuárásum á aðflutningsleiðir Serba
Algjört viðskiptabann sett
á Serbíu og Svartfiallaland
Belgrad, Bonn. Reuter.
HERTAR refsiaðgerðir gegn Serbíu og Svartfjallalandi, m.a. al-
gjört viðskiptabann, áttu að taka gildi klukkan fjögur í nótt í
kjölfar þess að fulltrúasamkunda Bosníu-Serba hafnaði alþjóð-
legri friðaráætlun sem miðar að því að binda enda á átökin í
Bosníu. Þrátt fyrir gífurlegan alþjóðlegan þrýsting samþykkti
samkundan aðfaranótt mánudags að efna til „þjóðaratkvæða-
greiðslu“ um friðaráætlunina 15. og 16. maí. Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra
þyrftu að móta „harðari stefnu“ í málefnum Bosníu.
„Enginn tapaði“
„Enginn tapaði eða sigraði í
þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,"
sagði Rúslan Khasbúlatov, forseti
rússneska þingsins, þegar leiðtogar
þingsins komu saman jtil að ræða
úrslitin. Talsmaður Jeltsíns, Vjatsj-
eslav Kostíkov, sagði hins vegar
að þjóðaratkvæðagreiðslan sýndi
að stefna forsetans nyti mikils
stuðnings víðast hvar í Rússlandi.
Clinton fagnar
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hringdi í Jeltsín til að óska
honum til hamingju með sigurinn
og árétta stuðning Bandaríkja-
stjórnar við umbótastefnu hans.
Hann sagði þetta „mjög góðan
dag“, ekki aðeins fyrir Rússland
heldur allan heiminn. Klaus Kin-
kel, utanríkisráðherra Þýskalands,
lét svo um mælt að Jeltsín hefði
fengið meiri stuðning en búist hefði
verið við.
Sjá „Jeltsín vill ...“ á bls. 24
og forystugrein á miðopnu.
Ákvörðun Bosníu-Serba hefur
verið fordæmd og hörmuð á alþjóða-
vettvangi og sögðust Bandaríkja-
menn og Frakkar ætla að frysta
innstæður Serba í bönkum. I refsi-
aðgerðunum, sem áttu að taka gildi
í nótt, felst m.a. að sett er algjört
viðskipta- og samskiptabann á
Serbíu og Svartfjallaland. Rússar,
sem lengi hafa verið bandamenn
Serba, segjast styðja hertar refsiað-
gerðir. Bill Clinton kvaðst vona að
hann gæti kynnt nýjar tillögur um
„harðari stefnu“ í málefnum Bosníu
á næstu dögum.
Owen lávarður, samningamaður
Evrópubandalagsins í friðai-viðræð-
unum, sagði, að loknum fundi með
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, að bandalagið myndi
bíða í nokkra daga til að gefa stjórn-
völdum í Serbíu tækifæri til að láta
af stuðningi sínum við Bosníu-
Serba. Ef sú yrði ekki raunin kæmi
til álita að ijúfa aðflutningsleiðir
þeirra með sprengjuárásum.
Ósigur fyrir Milosevic
Slobodan Milosevic, forseti Serb-
íu, og forsetar Júgóslavíu og Svart-
fjallalands höfðu sent samkundu
Bosníu-Serba sameiginlegt bréf,
þar sem hvatt er til að friðaráætlun-
in verði samþykkt. Er það talinn
mikill ósigur fyrir Milosevic að ekki
var farið að ráðum hans.
Vladislav Jovanovic, utanríkis-
ráðherra Júgóslavíu (þ.e. Serbíu og
Svartfjallalands), hvatti í gær til
þess að áfram yrði reynt að binda
enda á deiluna með samningavið-
ræðum. „Við höfum engan annan
kost en friðarviðræðurnar. Friðar-
umleitunum ber að halda áfram og
þær ber að efla,“ sagði Jovanovic.
Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn-
íu-Serba, sagðist einnig vilja halda
viðræðunum áfram. Leiðtogar
stjórnárandstöðunnar í Serbíu
gagnrýndu hins vegar ákvörðun
Bosníu-Serba harðlega, sögðu hana
óábyrga og fela í sér „þjóðarsjálfs-
morð“ fyrir Serba.
Krefjast brottflutnings
friðargæsluliða
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
í Sarajevo sagði í gær að sveitir
Serba, setn umkringja borgina Sre-
brenica, hefðu krafist þess að kana-
dískir friðargæsluliðar færu úr
borginni, þar sem múslimar hefðu
ekki verið afvopnaðir líkt og vopna-
hléssamkomulagið gerði ráð fyrir.
Talsmaðurinn sagði að ekki stæði
til að friðargæsluliðarnir færu á
brott.