Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Leigutakar í Kringl- unni vilja lægri leign LEIGUTAKAR í Kringlunni vilja að gerðar verði breyting- ar á leigukjörum í verslunarmiðstöðinni og hafa að undan- förnu verið að afla upplýsinga m.a. um veltubreytingar aftur í tímann. Að sögn Einars Inga Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Kringl- unnar, er undirbúningur hafínn að því að skoða húsaleigumálin í Kringlunni. Á viðkvæmu stigi Meirihluti rekstraraðila í Kringl- unni eru jafnframt eigendur við- komandi verslunar- og þjónustu- húsnæðis. Alls eru 87 aðilar með rekstur í Kringlunni og þar af eru um 30 þeirra leigutakar sem leigja verslunarplássin af ýmsum eigend- um. Húsfélagið Kringlan hf. er hins vegar eingöngu rekstrarfélag og leigir ekki út verslunarhúsnæði ólíkt því sem háttar til í Borgarkringl- unni. Ágúst Líndal, eigandi verslunar- innar Blazer, er formaður Félags leigutaka í Kringlunni. Viðræður leigutaka við leigusala eru á við- kvæmu stigi að sögn Ágústs og vildi hann ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. ---♦--♦■■■«- Leigutakar Borg- arkringlunnar hf. Húsaleig- anlækkar Á SAMRÁÐSFUNDI verslun- areigenda í Borgarkringlunni og forráðamanna Borgar- kringlunnar hf. í gærkvöldi var lýst fullum stuðningi við fyrirtækið í þeirri von að því megi takast að ljúka samning- um við lánardrottna á næstu dögum, að sögn Margrétar Rögnvaldsdóttur, sem er for- maður markaðsnefndar Borg- arkringlunnar. Náðist samkomulag um lækkun húsaleigu frá og með næstu mán- aðamótum og lækkun rekstrar- kostnaðar í húsinu en ekki hefur fengist uppgefið hversu mikil sú lækkun verður. Eiga leigukjörin að verða í takt við leigu á markað- inum. Samstaða Fundinn sátu rúmlega 30 eig- endur fyrirtækja og að sögn Mar- grétar lýstu þeir sig ánægða með aðstöðuna og var full samstaða um að halda áfram blómlegum rekstri í byggingunni. „Við erum að vinna að því að bæta ímynd hússins og þess vegna liggur á að ljúka málum Borgarkringlunnar hf. þannig að við getum haldið áfram þeirri jákvæðu uppbygg- ingu sem hefur verið unnið að frá byijun,“ sagði hún. -----» ♦ ♦ Sanminga; nefnd ASÍ fundar STÓRA samninganefnd Al- þýðusambands íslands hefur verið boðuð saman til fundar á morgun miðvikudag og verður á fundinum farið yfir stöðu samningamála og framhald á viðræðum um nýja kjarasamninga. Viðræður um nýja kjarasamn- inga hafa verið í biðstöðu í tíu daga eða allt frá því að samninganefnd Alþýðusambandsins hafnaði því að tillögur ríkisstjórnarinnar gætu orð- ið grundvöllur kjarasamninga til langs tíma. Staðan skýrist Sjö manna samninganefnd ASI kom saman til fundar I gærmorgun °g sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, að staðan skýrðist að líkindum ekki fyrr en á fundi stóru samninganefndarinnar á morgun. Aðspurður sagði hann að ekki væri ólíklegt að samningsumboðið gengi til landssambanda ASÍ hvers um sig, ef niðurstaðan yrði sú að ekki þjónaði neinum tilgangi að halda áfram heildarviðræðum á þeim grundvelli sem rætt hefði verið um áður en biðstaða varð. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Bundinn við land PRAMMINN var bundinn við land í gær, til að koma í veg fyrir að hann hreyfðist mikið í fjöruborðinu. Flutningapramma rak vélarvana upp í fjöru Skagaströnd. MALARFLUTNINGAPRAMMA sem áður var í eigu Dýpk- prammann rak upp í var ekki hægt unarfélagsins á Siglufirði rak upp í stórgrýtta fjöruna fyr- að athafna sig á bát við að reyna ir neðan frystihúsið um kaffileytið í gær. Tveir menn voru að ná honum af strandstað strax. um borð í prammanum en þeir voru aldrei í hættu. Beðið betra sjólags Pramminn var bundinn í land með hjálp manna úr Slysavarna- deildinni til að reyna að minnka hreyfinguna á honum þar sem hann liggur í fjörunni. Verður að bíða betra sjólags áður en reynt verður að ná prammanum á flot. - Ó.B. Nú að undanförnu hefur pramminn verið við vinnu við hafnargerð á Blönduósi en i suð- vestan roki sem var í gær gat pramminn ekki legið við bryggj- una þar og var því á leið í örugg- ari lægi við höfnina á Skaga- strönd. Rétt utan við innsiglinguna við höfnina fékk pramminn sveran kaðal í skrúfuna og varð véla- vana við það. Mennirnir tveir um borð létu akkeri falla en það náði ekki haldi svo að prammann rak upp í stórgrýtta fjöru fyrir neðan Frystihúsið Hólanes hf. Vegna þess hve mikið brim var og hve þröngt er í víkinni sem Nýmaveikismit ógnar lu’riða- stofnum á Landmannaafrétti Nær öllum urriðahrognum hefur verið fargað vegna veikinnar síðustu árin NÝRNAVEIKISMIT hefur fundist síðustu árin í klakfiski sem tekinn hefur verið í Veiðivötnum til undaneldis fyrir svæðið auk Þórisvatns og Kvíslaveitu. Af þeim sökum hef- ur nær öllum urriðahrognum verið fargað síðustu árin. Magnús Jóhannsson fiskifræðingur segir að veiði á vissum svæðum gæti hrunið ef ekki heppnaðist að vinna bug á vandanum. Slepping- amar hafa borið uppi veiði í Kvísla- veitu, Þórisvatni og Litlasjó svo dæmi séu tekin. Til þessa hafa menn ekki viljað sleppa í vötn þessi urriða af öðrum stofnum. Há smittíðni Sigurður Helgason físksjúk- dómafræðingur á Keldum sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri vissulega vandamál á ferðinni, en ný tækni sem komin væri fram til að ákvarða heilbrigði hrogna hefði sýnt fram á háa smittíðni í fiskstofnum nokkurra vatna. Fargað Sú hefð hefur verið um árabil að farga seiðum og hrognum nýma- veikismitaðra klakfiska til þess að koma í veg fyrir að smitið berist með hrognum úr sýktum klakfisk- um inn í eldisstöðvarnar. Öllum urriðahrognum úr Veiðivötnum sem komu úr klakfiskum haustið 1991 var fargað og nær öllum úr klak- fiski svæðisins síðasta haust. í seiðaeldisstöðinni í Fellsmúla í Landssveit eru nú 30.000 seiði sem þorandi þótti að gefa líf, en öðrum var fargað og eru 30.000 seiði sem dropi í hafið þar sem veiði á stórum svæðum á þessum slóðum byggir allt á reglulegum sleppingum. Leitað lausna Ekki sér fyrir endann á vandan- um sem stendur og segir Sigurður Helgason að ýmsir annmarkar séu á því að lausn finnist. „Það er hins vegar unnið að þessu og við höfum fundað með hlutaðeigandi aðilum austur í LandssVeit. Það er gagn- kvæmur skilningur á málefninu og vilji til að leysa vandann,“ segir Sigurður. í dag Aögerð lögreglu Komið í veg fyrir dansleik unglinga á vínveitingastöðum 4 Skeifukeppnin Stúlkur vermdu fjögur efstu sætin 20 Brids__________________________ Sigtryggur og Bragi bestir 21 Lífshúski Svamppúði bjargar lífí tveggja manna 23 Leiðari________________________ Lýðræðislegt umboð Jeltsíns end- urnýjað 26 AKSTURSÍÞRÖTTIR Akstursíþróttir ► Keppnir í sumar- Nýjar tor- færugrindur - Breytingar á rallýkrossbraut - Lada víkur fyrir Lancia - Go-kart næst á dagskrá - Oryggishjálmar Áttum ekki von á l~.il þessan uppakomu íþróttir ► Valur og FH byija vel í undanúrslitum. - Jóhannes Sveinbjörnsson heldur Grettis- beltinu - Góður sigur unglinga- landsliðsins í knattspyrau. Ofrýnileg- ur gestur Djúpavogi. TRILLUKARLAR á Djúpa- vogi hafa undanfarnar tvær vikur haft heldur ófrýnilegan félagsskap í beitingaskúr sín- um á bryggjunni, en það er stór kónguló, ólík öðrum slík- um sem menn þar hafa séð. Fyrst varð vart við kóngulóna fyrir tveimur vikum, en hún hafði þá gert sér myndarlegan vef uppi við loft. Hún er stór, um 2'h sm á lengd og Vh srú á breidd. Búkurinn er þykkur, svartur að neðan en hvítur á baki og lappirnar átta eru svart- ar með gulum þverröndum. Hún lifir í vellystingum praktuglega í beitingaskúrnum ög sýnir ekki á sér fararsnið. Enginn hefur boðist til að fjarlægja hana og bera menn því við, að fróðir menn ættu fyrst að skoða kvik-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.