Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Kristinn Örn, Yngveldur Ýr og Thomas.
Brecht, Weillog-
fleiri í Sólon Islandus
Tónlist
Ragnar Björnsson
Úr efnisskrá:
„Þetta er saga af tveimur
manneskjum sem segja frá, rifja
upp liðinn tíma, það sem var,
það sem er, einhvem tíma, hvar-
vetna, þar sem þau hittast, án
þess að leita hvors annars, með-
an þau hafa þörf fyrir hvort
annað, fómarlömb tímanna sem
þau lifðu, þar sem þau urðu að
því, sem þau aldrei ætluðu: Hóra
og melludólgur. Því ... maður-
inn ræður tíma sínum, og þó
ræðst gæfa hans af þeim tíma
sem hann lifir." Við þessi mótíf
fengust þau Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir, Thomas Frank, Kristinn
Öm Kristinsson píanóleikari og
lýsingu hafði Ragnheiður
Tryggvadóttir á sínum höndum.
Veröld sem skapar sinn eigin
móral, hugtökin illt og gott
hætta að vera til, það eitt gildir
að lifa af, maðurinn skapar eigið
siðgæði, hóran og melludólgur-
inn koma í stað preláta og ráð-
herra, siðferðið er sá sterkari,
tema, sem e.t.v. ekki er tíma-
bundið? Þessum heimi lýsa þeir
Brecht, Weill, Eisler, Dessau o.fl.
á sérstakan þátt. Sönglögin ein
ná ekki að skila andrúmslofti
ljóðanna, Ijóðin þurfa á tónlist-
inni aðhalda, ljósabúnaði, tákn-
rænum klæðnaði og leiklist, allt
þetta þarf til að ná fram inni-
haldi og stíl. „Gestamtkunst-
werk“ (Wagner“ eða kabarett-
stíl getum við kallað flutninginn,
en sér á parti er hann, og til
þarf stranga ögun. Hér er auð-
veldlega hægt að ganga skrefinu
of langt, og ekki þýðir að reyna
þennan flutning án leikarahæfi-
leika. Thomas Frank, Austur-
ríkismaður, hefur lagt þetta fag
fyrir sig sérstaklega, starfrækir
og sinn eigin kabaretthóp í Aust-
urríki. Thomas hefur stílinn í
hendi sér, markeringar skýrar
og svipbreytingar og hreyfingar
úr heimi Brechts. Þó fannst mér
á stundum vera á mörkunum að
hann gengi ekki of langt og
missti þannig nokkuð af hrá-
slagalegu innihaldi ljóðsins. Góð
eða falleg söngrödd er ekki máf-
ið, heldur er röddin heppileg og
rétt meðhöndluð. Víst var þetta
allt í stíl Brechts og lagahöf-
unda, en á sama hátt fannst
undirrituðum Thomas ganga á
stundum óþarflega langt í með-
ferð raddarinnar. Kannske var
litlum sal um að kenna, en full-
komnunin er hárfínn línudans.
Yngveldur Ýr kom undirrituðum
nokkuð á óvart, ekki algjörlega,
til þess á hún of mikið af söng-
fólki í frændgarði. Ingveldur
virðist mjög músíkölsk, hefur
•góða söngrödd, sem enn er þó í
mótun, hún virðist góður leikari
og hefur listræna tilfinningu á
báðum þessum sviðum. Auðsjá-
anlega og -heyranlega skilur hún
Brecht og tónhöfundana vel,
gerði enda margt mjög vel, þótt
í sumum tilfellum fyndist mér
hennar ágæta og efnilega söng-
rödd kæmi dálítið úr öðrum
heimi. En Brecht-Will-kvöld
þetta var mjög ánægjulegt og
vildi ég ráðleggja sem flestum
að njóta. Ekki má gleyma þætti
Kristins Amar Kristinssonar,
píanóleikara, en sá þáttur var
ekki lítill, en Kristinn stóð sem
„klettur úr hafinu" og hefðu
ekki margir aðrir gert betur.
Afmælistónleikar Söng-
félag’s Skaftfellinga
SONGFELAG Skaftfellinga á 20
ára afmæli um þessar mundir.
Af því tilefni heldur kórinn tón-
leika í Laugarneskirkju laugar-
daginn I. maí kl. 16.00.
Efnisskráin er fjölbreytt, innlend
og erlend lög, sem em úrval þeirra
verka sem hafa verið á efnisskrá
kórsins sl. 20 ár.
Stjómandi kórsins er Violeta
Smid og undirleik annast Pavel
Smid. Einsöngvari með kómum á
þessum tónleikum er Ármann Óskar
Sigurðsson.
Kórfélagar hyggja svo á ferð til
Skotlands 18. næsta mánaðar til
að fagna þessum tímamótum enn
frekar.
Sérstök athygli er vakin á
breyttri dagsetningu tónleikanna.
(Fréttatilkynning.)
Menningardagar í Riga
Vel heppnuð innrás
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Frá tónleikum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur í Riga, Lettlandi 6. apríl sl.
Dagana 1.-10. apríl stóðu yfir
í Riga I Lettlandi íslenskir
menningardagar. Þessi ís-
lenska innrás vakti mikla at-
hygli þar í landi á íslenskri
menningu og Islandi yfirleitt
og þótti takast með eindæm-
um vel. Meðal annars var sér-
stakur lesbókarkálfur, sem
fylgdi stærsta blaði Lettlands
þar sem íslenska listafólkið
var kynnt og ýmsar greinar
birtar um íslensk málefni.
Þar voru kveðjur frá forseta
Islands, Vigdísi Finnboga-
dóttur og Sigríði Snævarr
sendiherra Islands í Lett-
landi.
Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu-
söngvari og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir héldu þijá hljómleika við
feiknagóðar viðtökur, Leikbrúðu-
land sýndi verðlaunasýninguna
Bannað að hlæja fjórum sinnum
fyrir fullu húsi, og sýningar á mál-
verkum Helga Þorgils Friðjónsson-
ar og ljósmyndum Páls Stefánsson-
ar prýddu veggi í sögufrægu menn-
ingarhúsi (Reitern-húsi) þessa
menningardaga. Þá talaði Ingibjörg
Haraldsdóttir skáld og þýðandi um
íslenskar bókmenntir í Norræna
bókasafninu í Riga og hjá rithöf-
undafélaginu, en Sveinn Einarsson
flutti eríndi um íslenska leiklist í
Þjóðleikhúsi Lettlands.
Frumkvæði að þessum menning-
ardögum kom frá íslandsvinafélag-
inu í Lettlandi, en félagið var stofn-
að í kjölfar þess að íslendingar urðu
fyrstir þjóða til að viðurkenna hið
nýja sjálfstæði lettnesku þjóðarinn-
ar. Er bersýnilegt að ísland nýtur
sérstakrar virðingar og þakklætis
fyrir þau viðbrögð. Menntamála-
ráðuneyti Lettlands og mennta-
málaráðherrann Raimonds Pauls,
sem er þekkt tónskáld, tók á móti
íslenska listafólkinu og sýndu því
margvíslegan sóma; m.a. opnaði
menntamálaráðherrann íslensku
menningardagana við hátíðlega
opnun í Reitern-húsi.
Sýningar Leikbrúðulands fóru
fram í Brúðuleikhúsinu í Riga og
tók þátt í þeim lettneskur leikari,
Andris Morkans, sem talar íslensku
reiprennandi; jók þetta mjög á lif-
andi viðbrögð þeirra þúsund lett-
neskra barna sem sáu sýninguna.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng fyrst í
Reitern-húsi, siðan í Tónlistarhá-
skólanum og loks í félagi við tvo
lettneska söngvara í óperugildinu,
vinafélagi óperunnar. Varð Sigrún
að syngja flölda aukalaga og í lok
tónleikanna stóðu áhorfendur upp
í virðingarskyni. Á verkefnaskrá
þeirra stallna voru íslensk lög og
óperuaríur. I gagnrýni aðalblaðsins
í Riga, Diena (Dagur), 13. apríl,
segir að Sigrún „kveikti eld í hjört-
um áhorfenda" og sé „h'fmikil belc-
anto-söngvari með einstætt skap“
og áhorfendur hafi svarað með
bravóhrópum og gríðarlegum fagn-
aðarlátum. Formleg gagnrýni hefur
ekki borist um sýningar Helga
Þorgils og Páls Stefánssonar, en í
umsögnum blaða er mjög góður
rómur að þeim gerður, svo og þeim
fyrirlestrum, sem haldnir voru um
aðra þætti íslenskrar menningar.
Sjónvarp, útvarp og blöð létu sig
þessa menningardaga mikið varða
og voru viðtöl við íslenska listafólk-
ið og frásagnir daglegt brauð.
andi er Háskólaútgáfan. Bókin
verður fyrst um sinn einkum til
afgreiðslu í Bóksölu stúdenta við
Hringbraut og hjá laganemum,
sem einnig annast dreifingu henn-
ar.
(Fréttatilkynning)
Ný fræðibók
ÚT ER komin bók eftir dr. Pál Sigurðsson, prófessor við laga-
deild Háskóla íslands. Nefnist hún „Lagaþættir“. Bókin hefur að
geyma safn saulján greina af ýmsum réttarsviðum, sem bókarhöf-
undur hefur samið á alllöngu árabili og sem ýmist hafa birst áð-
ur, prentaðar eða fjölritaðar, eða eru frumbirtar í bókinni. Þær
greinar, er áður hafa birst, hafa þó allar sætt rækilegri endurskoð-
un fyrir þessa útgáfu og birtast nú, sumar hveijar, í talsvert
breyttri mynd.
Tólf greinar bókarinnar íjalla
um margvísleg efni úr fjárrnuna-
rétti; tvær þeirra um eignarrétt
yfir landi, aðrar um valin efni úr
almennum samningarétti og
kauparétti, svo sem um sérstæðar
og/eða víðtækar ógildingarheim-
ildir samningaréttar og enn aðrar
um tilteknar tegundir samninga,
svo sem um fjármögnunarleigu,
gjafagerninga, samninga um lán
til afnota og geymslusamninga
auk greinar um gildi loforða, sem
verða til í tengslum við fjárhættu-
spil eða veðmál.
1 bókinni er og grein um fym-
ingu bótaréttar vegna galla í seld-
um húsum og í byggingarefni, en
tvær greinar hafa að geyma gagn-
rýni á nýlega og athyglisverða
hæstaréttardóma um álitaefni á
sviði fjármunaréttar, þ. á m. um
svokallað „Sæbólsmál", sem ný-
lega var dæmt í í Hæstarétti.
Þá em í bókinni tvær greinar
af vettvangi umhverfisréttar og
jafnframt greinar er fjalla um val-
in efni úr stjómskipunarrétti, al-
mennri lögfræði og þjóðarétti (al-
þjóðlegum mannúðarrétti).
Bókin sem er 381 síða að lengd,
er prentuð í Steinholti hf. en útgef-
Dr. Páll Sigurðsson
íslenska óperan
Tónleikar Guðnýjar
og Peters í kvöld
GUÐNÝ Guðmundsdóttir, fiðluleikari kemur fram á styrktartónleik-
um Islensku óperunnar í kvöld. Meðleikari hennar er Peter Maté,
píanóleikari og hefjast tónleikarnir klukkan 20.30.
Á efnisskránni em Sónata op. 30.
nr. 3, eftir Beethoven, nýtt verk
eftir Hafliða Hallgrímsson sem er
samið í minningu Karls J. Kvaran
en tileinkað Guðnýju. Verkið hefur
hlotið nafnið Offerto. Eftir hlé leika
þau Guðný og Peter Djöflatrillusó-
nötu Tartinis, þá tvö verk eftir
Tsjajkovskí og að lokum Zigeun-
erwisen Pablos de Saraste.
Guðný Guðmundsdóttir hefur um
árabil starfað með Tríói Reykjavík-
ur, ásamt þeim Gunnari Kvaran,
sellóleikara og Halldóri Haralds-
syni, píanóleikara, auk þess sem
hún er konsertmeistari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Peter Maté er
ungverskur píanóleikari sem kom
hingað til lands fyrir þremur árum
og hefur starfað við píanókennslu
á Stöðvarfirði síðan.