Morgunblaðið - 27.04.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Menning og
mannréttíndi
eftir Sigurð A.
Magnússon
Seinni grein
Annað merkilegt skref í þróun
mannréttinda steig herkonungurinn
Alexander mikli, þó skrýtilega
hljómi, þegar hann gerði alla þegna
sína, jafnt Persa sem Grikki, Ind-
veija sem Makedóna, jafnréttháa í
ríki sínu. Á ýmsum skeiðum í sögu
sinni bjuggu Rómveijar við lýðræð-
isfyrirkomulag, og sannleikurinn er
sá að rómversk Iöggjöf var að því
leyti samstiga Alexander og gekk
skrefi lengra en löggjöf grísku borg-
ríkjanna að hún hélt fram persónu-
legum rétti einstaklingsins. En
kannski var merkilegasta framlag
Alexanders og arftaka hans í Róm
til mannréttinda fóigið í viðurkenn-
ingunni á einingu mannkyns. Færðar
voru út kvíar rómversks borgararétt-
ar, og með tilskipun Caracalla árið
212 eftir Kristsburð tók hann til
gervallrar heimsbyggðarinnar.
Þróun rómverskrar löggjafar var
undir áhrifum kenningarinnar um
náttúrurétt mannsins, sem rekja
mátti til grískra Stóuspekinga og var
útlistuð og boðuð af sjálfum Cicero.
Samkvæmt þeirri kenningu stjórnast
veröldin af algildu náttúrulögmáli. í
Ijósi þess eru allir menn jafnir. Öllum
mönnum ber að hlýðanst þessu lög-
máli náttúrunnar og löggjöf sem fer
í bág við það er í eðli sínu röng.
Með því að undirstrika siðgæðislega
ábyrgð valdamanna og leggja gerðir
þeirra í dóm æðra lögmáls átti kenn-
ingin um náttúrurétt sinn þátt í að
reisa skorður við valdbeitingu stjóm-
enda.
Frumkristnin hafði engin teljandi
áhrif á pólitíska framvindu eða
kennisetningar. Enda þótt kristin trú
legði þunga áherslu á róttæka kenn-
ingu sína um fullkominn jöfnuð allra
manna, afþví Guð elskar þá sem
snauðir eru og veikburða engu síður
en þá f|áðu og voldugu, þá reyndu
hvorki Kristur né fyrstu sporgöngu-
menn hans að heimfæra þessa kenn-
ingu til pólitískra markmiða. Afturá-
móti töldu kristnir menn sig vera
fráhverfa þessa heims önnum og
áhyggjuefnum og voru að því leyti
mjög frábrugðnir heiðnum trúmönn-
um í Grikklandi og Rómaveldi sem
lögðu flestir ríka áherslu á borgara-
legt framtak og allskyns dulhyggju.
Afstaða kristinna manna leiddi samt
ekki til umburðarlyndis gagnvart
trúarlegri fjölbreytni, og hún var í
HÉR OG NU
—Trni^m^-
Þægilcgir,
sterkir,
krómaðir
stólar með bólstruðu baki
og setu - ótrúlega ódýrir...
Gásar
Borgartúni 29, Reykjavfk
S: 627666 og 627667 • Fax: 627668
beinni mótsögn við þá grísku kenn-
ingu að borgaraleg umsvif væru
æðsta stig mennskrar tilvistar.
Á miðöldum átti sér stað nokkurs-
konar samruni kristinnar kenningar
og náttúruréttar. í orði kveðnu voru
valdamenn seldir undir siðferðislegar
hömlur náttúruréttar og undir
ábyrgð kirkjunnar á andlegri og
tímanlegri velferð mannsins, og í
reynd varð það svo, að vald kirkjunn-
ar og samningsbundnar kvaðir léns-
veldisins komu í veg fyrir einokun
hins veraldlega valds.
Kaflaskipti á Englandi
Á Englandi urðu þau kaflaskipti
í þróun mannréttinda árið 1215, að
aðallinn reisti skorður við ásælni
krúnunnar með því að fá samþykkta
frelsisskrána Magna Carta. Með
henni var lagður grunnur að persónu-
legu og pólitísku frelsi ensku þjóðar-
innar. Þar voru meðal annars ákvæði
þess efnis, að menn yrðu aðeins
dæmdir af lögmætum jafnokum sín-
um eða samkvæmt skráðum lands-
lögum. í Magna Carta er lögð höf-
uðáhersla á skipulegt réttarfar og
afneitun geðþóttaákvarðana við
uppkvaðningu dóma í þeirri vitund
að óviss eða illa skilgreind réttindi
séu litlu skárri en engin réttindi.
Bæði endurreisnarstefnan og sið-
skiptahreyfmgin lögðu áherslu á per-
sónulegt mæti og skýlaus réttindi
einstaklingsins. Endaþótt ýmsir for-
kólfar siðskiptanna væru ekki miklu
umburðarlyndari en rómverska kirkj-
an gagnvart raunverulegum eða
ímynduðum villukenningum, út-
heimti ör þróun fjölhyggjunnar í trú-
arefnum á 16du og 17du öld aukið
umburðarlyndi í því skyni að vemda
og varðveita þjóðskipulagið. Nefna
má til dæmis'Nantes-tilskipunina frá
1598 sem Hinrik ijórði Frakkakóng-
ur gaf út eftir mannskæð bræðravíg
kaþólikka og mótmælenda, en hún
tryggði Húgenottum óskorað sam-
viskufrelsi, þó þeim væri hinsvegar
synjað um frelsi til tilbeiðslu!
Tvenn tímamót
Á 17du öld voru mannréttindi á
Englandi enn aukin, fyrst með Bæn-
arskrá um réttindi 1628 og síðan
með Réttindaskránni 1689, hundrað
árum fyrir frönsku stjórnarbylting-
una. Ári fyrr hafði John Locke birt
kenningar sínar um stjórnskipun og
stjómarhætti, sem höfðu víðtæk
áhrif í Englandi, Amríku og víðar.
Locke hélt því fram að náttúrulög-
málið veitti manninum ákveðin
óhagganleg réttindi. Myndun mann-
legs samfélags mátti að hans dómi
skoða sem félagslegan sáttmála þar-
sem tiltekin réttindi væra af hendi
látin í því skyni að veija og varðveita
grundvallarréttindi mannsins. Nátt-
úraréttur mannsins og það takmark-
aða vald, sem hinn félagslegi sátt-
máli veitti ríkisstjómum, reisti að
mati Lockes skorður við valdbeitingu
stjómenda og heimild þeirra til að
ganga á rétt einstaklingsins. Væri
farið útfyrir tiltekin mörk, þá væri
andspyma þegnanna réttlætanleg.
Svipaðar hugmyndir komu síðan
fram hjá Jean-Jacques Rousseau og
ýmsum formælendum upplýsingar-
stefnunnar í Frakklandi og urðu í
senn undanfari og aflvaki frönsku
stjórnarbyltingarinnar. Yfirlýsing
um réttindi einstaklinga og borgara
var samþykkt af franska þjóðþinginu
eftir miklar og heitar almennar um-
ræður hinn 27da ágúst 1789, en hún
var að veralegu leyti byggð á Sjálf-
stæðisyfírlýsingu Bandaríkjanna frá
árinu 1776, sem Thomas Jefferson
hafði átt drýgstan þátt í að semja.
Réttindaskrá Bandaríkjanna var aft-
urámóti ekki samin og samþykkt
fyrren árið 1791 og var fólgin í tíu
fyrstu viðbótarreglum við stjórnar-
skrána.
Allar þessar yfirlýsingar austan
hafs og vestan undir lok 18du aldar
marka önnur þáttaskil í sögu mann-
réttinda.
Franska réttindayfírlýsingin var
af höfundum sínum talin hafa al-
mennt gildi fyrir alla menn og öll
samfélög, en einstökum þáttum
hennar var skiljanlega beint gegn
stjómarháttum í Frakklandi einsog
þeir höfðu verið um langan aldur.
Meðal þess sem hún lagði áherslu á
var í fyrsta lagi jafnrétti að lögum
gagnvart skattheimtu og atvinnu-
möguleikum til að útrýma forréttind-
um aðalsins; í öðru lagi sjálfsákvörð-
unarréttur og fulltrúalýðræði til að
ryðja úr vegi einveldi krúnunnar; og
loks einstaklingsfrelsi og fastmótað-
ar réttarreglur til að binda enda á
geðþóttaúrskurði hinna konunglegu
dómstóla.
Mörg af ákvæðum réttindayfirlýs-
ingarinnar voru tekin orðrétt eða því
sem næst uppí Mannréttindayfirlýs-
ingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948,
og mannréttindasaáttmálana tvo
sem af henni sprattu og tóku gildi
árið 1976. Því verður varla móti
mælt að þessi þijú plögg, Mannrétt-
indayfírlýsing Sameinuðu þjóðanna
frá 1948 og mannréttindasáttmál-
amir frá 1976, marki að sínu leyti
jafnmerkileg tímamót og réttar-
skrámar í lok 18du aldar - ekki síst
þarsem annarsvegar er um að ræða
sameiginlega yfirlýsingu fjölmargra
þjóða og hinsvegar tvo bindandi al-
þjóðasáttmála sem hafa lagagildi í
löndum þarsem þeir hafa verið stað-
festir, meðal annars á Islandi. Hitt
er svo allt annað mál, að orð og at-
hafnir fylgjast ekki ævinlega að.
Mörg þau ríki, sem staðfest hafa
báða mannréttindasáttmálana,
bijóta ákvæði þeirra purkunarlaust
svo að segja daglega, og má raunar
telja þau ríki á fingrum sér sem ekki
gera sig sek um einhver mannrétt-
indabrot á ári hveiju.
Mannréttindabrot 1991
Síðasta ársskýrsla Amnesty Int-
emational, sem fjallar um árið 1991,
hefur þannig að geyma upplýsingar
um mannréttindabrot í 142 iöndum.
Meðal landa sem ekki era á þeirri
skrá eru Danmörk, ísland og Svíþjóð,
Belgía, Lúxemborg og Nýja Sjáland,
og má segja að þarmeð séu upptalin
„óflekkuð" lönd, en þá er þess líka
að gæta, sem segir við upphaf skýrsl-
unnar, að engin trygging er fyrir því
að ekki séu framin mannréttindabrot
í löndum sem ekki era nefnd í skýrsl-
unni. Gæti það til dæmis átt við um
ísland, ef- skyggnst væri bakvið tjöld-
in. Þess ber einnig að gæta, að í
skýrslunni er einvörðungu fjallað um
fólk sem sætt hefur ofsóknum og
misrétti af einhveiju tagi ánþess að
hafa sjálft hvatt til ofbeldis eða tekið
þátt í ofbeldisaðgerðum. Vísast er
ekkert ríki í heiminum með öllu sak-
laust af mannréttindabrotum, þegar
öll kurl koma til grafar.
í skýrslunni kemur fram, að í
helmingi landanna sem um er fjallað
er fólk fangelsað fyrir að segja hug
sinn, oft eftir hláleg sýndarrétt-
arhöld. í þriðja hveiju landi sæta
karlar, konur og börn pyndingum og
margvíslegum misþyrmingum. í tug-
um landa standa ríkisstjórnir að
mannránum og morðum á eigin
þegnum. í rösklega 120 þjóðríkjum
hafa ráðamenn sett í lög heimildir
til að drepa fólk fyrir tiltekna glæpi.
Ríflega 30 ríki stunda þessi lögvernd-
uðu manndráp á ári hveiju.
I ljósi þeirra óhugnanlegu og
stundum nálega ólýsanlegu mann-
réttindabrota, sem daglega eiga sér
stað um gervalla heimsbyggðina, en
þó einkum í Asíu, Afríku og Róm-
önsku Ameríku, má það virðast full-
komin Sísýfosariðja að beijast gegn
þeim. Þráttfyrir ötula baráttu á
mörgum vígstöðvum, sem háð er af
hverskyns opinberum og óopinberum
samtökum, er ekki örgrannt um að
manni fínnist þessháttar afbrot fær-
ast í vöxt með hveiju ári samfara
háþróaðri tækni dauðasveita, pynd-
ingameistara, fangabúðastjóra, geð-
lækna og endurhæfíngarsérfræð-
inga. Vissulega hefur þessi öld verið
stórtækari en nokkur önnur í sögu
mannkynsins í djöfullega kaldriíjuð-
um og þrælskipulögðum mannrétt-
indabrotum, samanber til dæmis
þjóðarmorðin á Armenum, Gyðing-
um, Sígaunum, Kúrdum, Indíánum
og ýmsum öðrum þjóðum og þjóðar-
brotum. Kúrdar eru enn í dag eitt-
hvert hraksmánarlegasta dæmi um
þessa öfugþróun. Þeir era yfir 20
milljónir talsins og Ijölmennari en
allir Norðuriandabúar. Samt er þeim
forboðið að njóta eigin menningar
eða tala eigin tungu í þeim fjórum
löndum þarsem þeir eru fjölmennast-
ir, Tyrklandi, írak, íran og Sýrlandi.
í Tyrklandi búa 12 milljónir Kúrda
og mega hvorki lesa né tala eigin
tungu né einusinni nefna sig Kúrda.
Þeir era nokkurskonar óþjóð innan
landamæra ríkis sem við Islendingar
teljum meðal bandamanna okkar í
Atlantshafsbandalaginu. Þéssi vel-
metni útvörður vestræns lýðræðis
undanfarna áratugi er stórtækari í
hverskyns mannréttindaglæpum en
flest ríki önnur, og má kannski helst
jafna Tyrklandi við E1 Salvador,
Gvatemala og Kólombíu, sem öll
hafa um langt skeið verið sérstakir
skjólstæðingar Bandaríkjastjórnar -
og má heita kaldhæðnislegt með hlið-
sjón af Sjálfstæðisyfirlýsingunni frá
1776 og Réttindaskránni frá 1791.
Menning og mannréttindi
Kannski er ekki úr vegi að freista
þess að tengja saman rækilegar en
hér hefur verið gert hugtökin menn-
ing og mannréttindi. Einsog fyrr
sagði má líta svo á, að meðferð
mannréttindamála sé til marks um
siðmenningarstig tiltekins lands.
Samkvæmt þeirri mælistiku eru
Norðurlönd á efstu rim siðmenning-
artröppunnar ásamt Niðurlöndum,
Nýja Sjálandi, Kanada, Ástralíu,
Bretlandi og Þýskalandi, þó fjögur
síðastnefndu ríkin séu raunar á saka-
skrá Amnesty International fyrir árið
1991. Vera má að það sé einskær
tilviljun að í umræddum löndum set-
ur mótmælendaarmur kristninnar
sterkan svip á þjóðfélag og þjóðlíf.
í rómversk-kaþólskum og grísk-
orþódoxum löndum virðist af einhvetj-
um ástæðum minna hirt um mann-
réttindabrot, og era bæði Rómanska
Amríka og Austur-Evrópa talandi
dæmi um það. Ég áræði ekki að draga
neinar ályktanir, en bendi einfaldlega
á þessa kynlegu skiptingu milli svo-
kallaðra kristinna þjóða.
Ég hef rakið það stuttlega hér á
undan og tel það vert íhugunar, að
hugsjónir mannhelgi og mannrétt-
inda eiga sér upptök annarsvegar í
mannhverfri heimsmynd Forngrikkja
og hinsvegar í guðhverfum mannúð-
arboðskap Krists sem sprottinn er
úr gyðinglegum jarðvegi. Af þeim
sökum hafa hugsjónir mannréttinda
átt mestu gengi að fagna meðal þjóða
sem alist hafa upp við hinn gríska
og gyðing-kristna menningararf. Ég
læt mér hreint ekki sjást yfír ókræsi-
legan bálk linnulausra grimmdar-
verka sem einmitt kristnar þjóðir eru
orðaðar við, ótölulegar trúarbragða-
styijaldir og tvær mannskæðar
heimsstyijaldir, ofsóknir, pyndingar,
galdrabrennur og margháttaða aðra
óhæfu. En í öllum þeim hroðalegu
hamförum hefur hugsjón mannhelg-
innar sífellt skotið upp kollinum í
kjölfar hverrar nýrrar niðurlægingar.
Ég hef um það sterkan grun - en
vil ekkert fullyrða - að langlífi mann-
úðar- og mannhelgishugsjónarinnar
sé með einhveijum hætti tengt þeirri
menningu sem vestrænar þjóðir tóku
í arf með kostum sínum og löstum.
Það er í öllu falli ein af mörgum
íhugunarverðum þverstæðum sög-
unnar, að hin atorkumikla og stund-
um hérskáa menning mótmælenda í
þremur heimsálfum skuli fremur öðr-
um hafa glætt hugsjón mannúðar,
manngildis og mannréttinda á þess-
ari öld.
í þessu sambandi má geta þess að
tékkneski höfundurinn Milan Kund-
era varpaði fram hnýsilegri hugmynd
í grein sem birtist í Tímariti Máls og
menningar, 4ða hefti 1992. Þar segir
orðrétt í þýðingu Friðriks Rafnsson-
ar; „Hið vestræna samfélag er orðið
vant því að líta á sig sem boðbera
mannréttinda; en áður en maðurinn
öðlaðist réttindi þurfti hann að læra
að Iíta á sig sem einstakling, líta á
Sigurður A. Magnússon
„Vísast er ekkert ríki í
heiminum með öllu sak-
laust af mannréttinda-
brotum, þegar öll kurl
koma til grafar.“
sig sem slíkan og láta líta á sig sem
slíkan; það hefði aldrei getað gerst
nema á löngum tíma fyrir tilstuðlan
evrópskra lista og þá einkum skáld-
sögunnar sem temur lesandanum
áhuga á annarra högum og fær hann
til að reyna að skilja sannfæringar
sem era ólíkar hans eigin sannfær-
ingu. Að þessu leyti hefur Cioran
rétt fyrir sér þegar hann kallar hið
evrópska samfélag „samfélag skáld-
sögunnar" og talar um Evrópubúa
sem „syni skáldsögunnar“.“
Óneitanlega styður það kenningu
Kundera, að harðstjórar og einræðís-
öfl af öllum blæbrigðum hafa jafnan
lagt sig í líma að hefta og helst banna
störf rithöfunda. Hitt virðist honum
sjást yfir, að leikhúsverk Forngriklq'a
vora löngum undir sömu sök seld og
skáldsögur síðustu tveggja eða
þriggja alda, og nægir í því samhengi
að minna á, að jafnt kommúnískir sem
nasískir valdhafar, til dæmis í Grikk-
landi, lögðu blátt bann við uppfærslu
margra hinna fornu skáldverka.
Önnur menningarsvæði
Sé litið til menningarsvæða, þar-
sem annarskonar trúarbrögð gefa
tóninn og móta hugsunarháttinn, þá
verður fljótlega ljóst að mannúð og
mannhelgi era ekki meðal þeirra
hugðarefna eða hugsjóna sem helst
er hampað, einfaldlega vegna þess
að áherslur eru á allt öðrum þáttum.
Bæði hindúasiður og búddadómur
snúast um alheimslögmál sem nefnt
er karma og er í ætt við vilja skapa-
noma í fornum norrænum átrúnaði
eða anangí (nauðsyn) í forngrískum
trúarbrögðum. Maðurinn er sam-
kvæmt þessum átrúnaði ofurseldur
karma og fær engu breytt um örlög
sín á jörðinni - nema hann getur
kappkostað að losa sig við lífsviljann
og þannig smátt og smátt mjakað
sér útúr hringrás lífs og dauða. Hvor-
tveggja þessi trúarbrögð eru náttúru-
lega flóknari en svo, að þau verði
afgreidd með nokkrum orðum eða
málsgreinum, en ég held að slá megi
því föstu, að grunntónn beggja sé
vanmat eða jafnvel lítilsvirðing á
mannlífinu og þá um leið á mannslíf-
inu og allri mennskri viðleitni. Mað-
urinn hefur enga heimild til að rísa
gegn forlögum sínum eða reyna að
breyta því karma sem er hlutskipti
hans í lífinu. Afturámóti ér til af-
kvisti hindúasiðar með allt aðrar
áherslur, einsog til dæmis Jaínism-
inn, sem leggur ofuráherslu á lotn-
irigu fyrir öllu sem lífsanda dregur,
og trúarbrögð Síkha sem era í eðli
sínu keimlík kristnum mótmælendas-
ið. Síkhar leggja áherslu á manngildi
og manndóm, en kannski síður á
mannhelgi og mannúð, enda með
afbrigðum herskáir.
Sé litið til íslams, sem á sameig-
inlega rætur með kristinni trú í gyð-
ingdómi, þá virðist öll áhersla músi-
íma vera á hlýðni við bókstaf Kórans-
ins og algerri undirgefni við boð og
bönn Múhameðs. Þórbergur Þórðar-
son hélt því einhverntíma fram, að
rómversk-kaþólska kirkjan væri eina
stofnun í heimi sem engum framför-
um tæki, sem er glapsýni, en hitt