Morgunblaðið - 27.04.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.04.1993, Qupperneq 19
19 Opin ráð- stefna um konur og reykingar KRABB AMEIN SFÉL AG Reykjavíkur stendur fyrir op- inni ráðstefnu um konur og reykingar á reyklausa deginum, fimmtudaginn 29. apríl nk. kl. 14-17. Ráðstefnan verður hald- in í Gyllta salnum á Hótel Borg. Á ráðstefnunni verða reykingar kvenna skoðaðar frá mörgum hlið- um. Konur, jafnt heimavinnandi sem úti í atvinnulífinu, eru boðnar velkomnar og er ráðstefnunni m.a. ætlað að skapa umræðu um reyk- ingar kvenna. Dagskrá ráðstefn- unnar er mjög fjölbreytt og þar verða flutt átta erindi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingiskona ræðir um það hvernig konum er haldið reykjandi. Rannveig Páls- dóttir, húð- og kynsjúkdómalæknir, veltir upp þeirri spurningu hvort reykingar hafi áhrif á starfsemi húðar. Valgerður Dan leikkona ræðir um reykingar á leiksvæði og Súsanna Svavarsdóttir leiklistar- gagnrýnandi fjallar um leikara og reykingar. Anna Gunnarsdóttir, lista- og fatastílfræðingur,.talar um reykingar og fatastíl en Einar Ragnarsson tannlæknir fjallar um reykingar og tannheilsu. Ingileif Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hugleiðir að lokum hvað sé til ráða. Nú reykja hér á landi um 32% kvenna á aldrinum 18-69 ára og hefur þetta hlutfall lækkað um 13% á árinu 1985. Reykingar karla hafa á þessu sama tímabili aftur á móti minnkað um 28% og nú reykja hlut- fallslega færri karlar en konur. Reykingar eru mikið heilbrigðis- vandamál og þurfa konur í auknum mæli að skoða reykingar og afleið- ingar þeirra út frá eigin forsendum. Einnig ættu konur að skoða, á gagnrýninn hátt, með hvaða hætti tóbaksframleiðendur og tóbaksselj- endur halda hinum ýmsu gerðum sígarettna að konum. Ráðstefnunni á Hótel Borg er ekki síst ætlað að að varpa ljósi á þessi mál. Eins og áður sagði verður ráð- stefnan haldin á reyklausa deginum fimmtudaginn 29. apríl kl. 14—17 á Hótel Borg. Ráðstefnugjald er kr. 900 og greiðist við innganginn. Ráðstefnugögn og veitingar eru innifalin. Skráning þátttakenda fer fram hjá Krabbameinsfélaginu. (Fréttatilkynning) Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Miðjan! LANDFRÆÐILEG MIÐJA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS. Miðjan í Smárahvammslandi er á höfuðborgar- svæðinu miðju. Þaðan tekur örskamma stund að aka eftir hraðbrautum Reykjanesbrautar, Arnar- nesvegar og Hafnarfjarðarvegar til miðbæjar- kjama sveitarfélaganna á svæðinu. Þannig tekur aðeins um 10 mínútur að aka að Lækjartorgi, 3 mínútur að Garðatorgi og 5 mínútur að Strand- götu í Hafnarfirði. Enn styttra er p. í fjölmennar íbúabyggðir Breið- holtshverfa,Kópavogs, Garðabæjar og norðurbæjar Hafnarfjarðar. í MIÐJUNNI hefur verið skipulagt nýtt hverfi skrifstofu-, þjónustu- og verslunarhúsa með hag- kvæmni, gæði og fjölþætta nýtingu að leiðarljósi. Fyrsta húsið er nú fullbyggt og sala húsnæðis þar hafin. Það býðst fyrirtækjum og stofnunum, stór- um sem smáum á afar hagkvæmu verði. Leitið frekari upplýsinga. FRAMTIÐARSVÆÐI FYRIR NÚTÍMA FJÁRFESTA fl Miðjan SMARAHVAMMUR Frjálst framtak ÁRMÚLA 18, SÍMI 81 23 00. I ofninn, grillið pottinn eða pönnuna, aðeins 484% í næstu verslun BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI HVlIA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.