Morgunblaðið - 27.04.1993, Page 33

Morgunblaðið - 27.04.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 33 Þinghald lengist vegna sjávarútvegsmálanna TILLÖGUR svonefndrar tvíhöfðanefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verða ræddar á ríksissljórnarfundi í dag. Nú virðist orðið næsta líklegt að lagt verði fram frumvarp um stjórn fiskveiða sem geri ráð fyrir að aflamarkskerfið verði fest í sessi. Einnig verði lagt fram frumvarp um þróunarsjóð sjávarútvegsins. Það er víst að þessi frumvörp verða mjög umrædd. Til greina kemur að framlengja þing- haldið fram eftir maí en einnig kemur til greina að afgreiða frumvörp- in til nefndar fyrir þingfrestun 6. mal og koma síðan saman síðar í mánuðinum til að afgreiða málin endanlega. Eftir að svonefnd tvíhöfðanefnd skilaði um síðustu mánaðámót hug- myndum sínum og tillögum um end- urskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og um Þróunarsjóð sjávarútvegsins hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu hvert framhald málsins yrði. Nokkur óvissa hefur verið um hvort frumvörp yrðu lögð fram og afgreidd á þessu þingi eða í haust. í maí Á fundi í gærmorgun með for- mönnum þingflokkanna með forseta Alþingis orðaði Össur Skarphéðins- son þingflokksformaður Alþýðu- flokksins þá hugmynd að þess yrði farið leit við þingforseta að hún kann- aði stöðu málsins hjá sváVarútvegs- ráðherra. Salome Þorkelsdóttir upp- lýsti að hún hefði þá þega rætt þetta mál við Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra. Ráðherrann hefði - greint henni frá því að unnið væri að þessum málum og þau og fram- hald þeirra yrðu rædd í ríkisstjórn næstkomandi þriðjudag, þ.e. í dag. Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis' sagði í samtali við fréttamann það vera ljóst að sjávarútvegsmálin kæmu fyrir þingið, og þá væri einnig ljóst að bæta yrði einhverjum tíma við þinghaldið. En það væri ekki skýrt með hvaða hætti það yrði. Til greina kæmi að framlengja þinghaldið eitt- hvað fram í maí. Einnig væri mögu- legt ef- mönnum sýndist svo að af- greiða málin til nefndar og gera þing- hlé en koma síðan saman til að af- greiða það. Þessi mál voru til umræðu á þing- flokksfundum stjómarflokkanna í gær. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, sagði að þessi mál yrðu betur rædd næsta dag í ríksistjóminni en hann hugði að menn vildu ekki láta málið dragast úr hömlu. Han benti á að enn væri tæpast farið að ræða hvernig staðið yrði að afgreiðslu þessara mála. Hann sagði þingflokk sjálfstæðismanna opinn fyrir öllum möguieikum, m.a. þeim að afgreiða málið til nefndar og koma síðan fjótlega saman aftur í maí og afgreiða það, þá væntanlega í sama mánuði. Össur Skarphéðinsson, þingflokks- formaður Alþýðuflokks, sagði að þessi mál hefðu verið rædd á þing- flokksfundinum og sagði „þingmenn vilja skoða gripinn". Þingflokksform- aðurinn sagði að Alþýðuflokkurinn myndi ekki leggjast gegn því að þing- að yrði fram eftir maí ef sjávarút- vegsráðherra óskaði eftir því. Nokkrar vikur í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Pétursson, þingflokksformaður framsóknar, að ef/þegar frumvarp um stjórn fiskveiða og þróunarsjóð sjávarútvegsins yrðu lögð fram myndi það kalla á lengra þinghald. „Ef riki- stjórnin ætlar að klæmast á tillögum tvíhöfðanefndar í sumar tekur það nokkrar vikur," sagði Páll. Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um Kvennalista, að þetta stóra mál þyrfti miklu meiri umræðu bæði í þjóðfélaginu og á þingi. Hún sagði að sér litist mjög miður á það ef ætlunin væri að keyra þessi mál í gegh á fáeinum vikum. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Útvarp og sjónvarp frá þingumræðu Á morgun miðvikudag verður. fyrri umræðu um þingsályktunartil- lögu alþýðubandalagsmanna um sjávarútvegsstefnu. verður útvarpað og sjónvarpað beint í Ríkissjónvarp- inu. Umræðan hefst kl. 13.30 og um væntanlega standa nokkuð fram yfir 16.00. Hveijum þingflokki er ætlaður um hálf klukkustund í ræðu- tíma. Ræður verða fluttar í tveimur umferðum. Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis getur þingflokkur óskað eftir því að útvarpað verði umræðu um þingmál og er Ríkisútvarpinu skylt að verða við því. Lagaskyldan nær þó aðeins til Ríkisútvarpsins, hljóðvarps. Alþýðubandalagsmenn vildu einnig gefa öllum landsmönn- um kost á að njóta þingumræðunnar sjónrænt og fóru því þess á leit að Ríkissjónvarpið sjónvarpaði frá um- ræðunni. Útvarpsráð samþykkti að verða við þessum tilmælum með því skilyrði að umræðunni yrði lokið áður en regluleg dagskrá sjónvarps- ins hæfist kl. 18. Samstaða utanríkismálanefnd- ar um tvíhliða samskipti við EK í LJÓSI breyttra aðstæðna hefur tekist fullkomin samstaða í utan- ríkismálanefnd um breytingartillögu við þingsályktunartillögu framsóknarmanna um tvíhliða samning við Evrópubandalagið, EB, sem var lögð fram í desember. Nefndarmenn töldu mikilsvert að enginn vafi sé á um afstöðu íslands til EB. í desember síðastliðnum lögðu Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokksins og Halldór Ásgrímsson varaformaður Fram- sóknarflokksins fram tillögu sem gerði ráð fyrir að: „Alþingi ályktar að stefnt skuli að því að ná tvíhliða samningi við Evrópubandalagið, fyrst og fremst á grundvelli við- skiptahluta þess samnings sem fyr- ir liggur um Evrópskt efnahags- svæði. Því felur Alþingi ríkisstjóm- inni að hefja undirbúning að slíkri samningsgerð og fara þess á leit við framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagins að viðræður hefjist hið fyrsta." Tillögu framsóknannanna var Erró og íslenzk myndlistarverkefni vísað til utanríkismálanefndar 29. mars. í gær var dreift sameiginlegu áliti og breytingartillögu utanríkis- málancfndar. Nefndin leggur til að fyrirsögn tillögunnar verði um „tví- hliða samskipti við Evrópubanda- lagið" og að tillögugreinin verði svohljóðandi: „Alþingi ályktar að í framhaldi af gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skuli teknar upp viðræður við Evrópur bandalagið um tvíhliða samskipti þess og Islands, einkum með hlið- sjón af því að Austurríki, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa sótt um aðild að bandalaginu. Því felur Al- þingi ríkisstjórninni að undirbúa slíkar viðræður um hugsanlegan tvíhliða samning og tilkynna fram- ÁRNI Johnsen (S-Sl) vill að: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráð- herra að taka upp viðræður við myndlistarmanninn Erró, Guðmund Guðmundsson, í því skyni að hann taki að sér myndlistarverkefni fyrir Islendinga, tengd menningu, sögu, atvinnulífi og náttúru lands- ins og stöðu Islands á alþjóðavettvangi.“ Meðflutningsmenn með Áma Johnsen eru Árni M. Mathiesen (S-Rn), Árni R. Ámason (S-Rn) og Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne). I greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að stíll Errós höfði til alls þorra fólks óháð iandamær- um. Listamaðurinn hafi tekið að sér ákveðin verkefni fyrir stórfyrirtæki og stjórnvöld erlendis og hefðu slík verkefni verið sýnd á alþjóðavett- vangi. Margt vinnist ef þessi íslenski málari tæki að sér verkefni fyrir íslendinga, annaðhvort ákveðinn flölda verka eða um ákveðinn tíma. Sérstæðir hæfileikar Errós nýttust á þann hátt íslenskri menningu og sýningarherferð á slíkum verkum á alþjóðavettvangi gæti verið liður í kynningu á íslandi og markaðssókn í öðrum löndum. m H MMAGI kvæmdastjórn Evrópubandalagsins um þennan vilja Alþingis." Það kemur fram í nefndaráliti að eðlilegt var talið að breyta tillög- unni í ljósi þess að samningar höfðu tekist um EES og óvissu vegná brotthvarfs Sviss af svæðinu hafði verið eytt. En jafnframt lá fyrir að viðræður voru hafnar milli nokkurra EFTA-ríkja og framkvæmdastjórr^** ar _EB um aðild að bandalaginu. í áliti utanríkismálanefndar segir m.a: „Að mati nefndarinnar er ákaf- lega mikilvægt að enginn vafi sé um afstöðu íslands til Evrópu- bandalagsins, EB. Verði niðurstað- an af viðræðum fyrrgreindra EFTA-ríkja við EB sú að þau ger- ist aðilar að bandalaginu er jafn- framt mikilvægt að fyrir liggi sú afstaða alþingis að stefnt skuli að tvíhliða samningi Islands og Evr- ópubandalagsins. Álítur nefndin mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að geta stuðst við vilja Alþingis þegar hugað er að samskiptum íslands og EB um leið og hún minnir á nauðsyn þess að nefndinni gefisT kostur á að fylgjast nákvæmlega með þróun málsins." Norræna fjármögnunar- I félagiö á sviöi umhverfis- NOKOtC ENVWONMCNT RNANCE COREORAIION mála (NEFCO) er í eigu Noröurlandanna. Hlutverk félagsins er aö hvetja til fjárfestinga, sem fela í sér norræna hagsmuni á sviöi umhverfismála í Miö- og Austur-Evrópu. Félagiö vinnur aö hlutverki sínu meö jrví aö leggja fram áhættufjármagn til fyrirtækja á sviöi umhverfismála. Þátttaka félagsins, í formi hlutafjárframlags, lánveitinga eöa veilingu ábyrgöa, er enn sem komiö er, takmörkuö viö íyrirtæki sem stofnuö eru í samvinnu viöa.m.k. eitt norrænt fyrirtæki ("joint venlure"). Þegar NEFCO var setl á stofn áriö 7990, var jafnframt ákveöiö aö starfsemi félagsins kæmi til endurskoöunar aö liönum 6 ára reynslu- tíma. Grunnfjármagn félagsins nemur ECU 39 milljónum og hjá félaginu starfa nú fjórir starfsmenn. Frá stofnum NEFCO árið 1990 hefur NIB (Norræni fjárfestingarbankinn) annast rekstur félagsins, sem rekið hefur verið sem deild innan NIB. Aðalbankastjóri NIB hefur því fram til þessa veitt félaginu forstöðu. Sam- kvæmt ákvörðun Norrænu ráðherranefndarinnar, skal NEFCO frá og með 1. júli 1993 starfa sem sjálfstæð eining. Áfram verður þó um að ræða náið samstarf milli NEFCO og NIB, sem eru með sameiginlegt að- setur í miðborg Helsinki. Stjórn NEFCO leitar því að FORSTJÓRA sem veita skal félaginu forstöðu. Forstjórinn heyrir undir stjórn NEFCO, sem skipuð er fulltrúum landanna. Norður- Þess er krafist að hinn nýi forstjóri sé norræn ríkisborgari og hafi viðeigandi reynslu á sviði áhættufjármögnunar og umhverfismála. Jafnframt þarf við- komandi að hafa lekkingu á málefnum Mið- og Austur-Evrópu og góða málakunnáttu. í boði er áhugavert og krefjandi starf í alþjóðlegu bankalegu umhverfi og góð kjör. Ráðningin er tímabundin og er til að byrja með bundin yfirstandandi reynslutímabili. Ef óskað er frekari upplýsinga um starfið, má hafa samband við Jannik Lindbæk aðalbankastjóra NIB eða Christer Boije starfsmannastjóra í síma + 358-0-18001. Jafnframt er hægt að hafa samband við stjórnarformann NEFCO, Göran A. Persson, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu í Stokk- hólmi í síma +468763 2053. Umsóknir um starfið skulu hafa borist til NIB í síðasta lagi þann 14. maí 1993 með árituninni: NORDISKA INVESTERINGSBANKEN Carola Lehesmaa, PB 249, FIN-00171 HELSINCFORS, FINLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.