Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞHIDJUDAtiLUi ,37. APRÍL 1993 Minning Hafsteinn Krist- insson Hveragerði Fæddur 11. ágúst 1933 Dáinn 18. apríl 1993 Hinn 18. apríl lést í Landspítal- anum Hafsteinn Kristinsson fram- kvæmdastjóri Kjöríss hf. í Hvera- gerði. Verður hann nú í dag jarð- sunginn frá Hveragerðiskirkju, en til grafar borinn í fæðingarbæ sín- um, Selfossi. Mikill brestur þykir mér er Hafsteinn frændi minn fellur nú skyndilega frá og langar mig því til að minnast hans þessum orð- um. Hafsteinn Kristinsson fæddist á Selfossi hinn 11. ágúst 1933. For- eldrar hans voru hjónin í Árnesi, nú Bankavegi 8, Aldís Guðmunds- dóttir frá Litlu-Sandvík og Kristinn Vigfússon húsasmíðameistari frá Eyrarbakka. Langt aftur var Haf- steinn hreinræktaður Ámesingur. Aldís var dóttir Guðmundar Þor- varðarsonar hreppstjóra í Sandvík og Sigríðar Lýðsdóttur frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Vom feður þeirra beggja, Þorvarður hreppstjóri í Sandvík Guðmundsson og Lýður hreppstjóri í Hlíð Guðmundsson máttarstólpar í héraðinu á síðustu öld hvor með sínum hætti, Þorvarð- ur áræðinn framkvæmdamaður og félagsmálafrömuður; Lýður reikn- ingsglöggur umfram aðra og frægur fyrir stjarnfræðikunnáttu. Kristinn Vigfússon var einn þeirra iðnaðarmanna sem byggðu upp Selfosskauptún. Hann rak sein- ast stærsta húsasmíðaflokk héraðs- ins sem reisti m.a. byggingar Mjólk- urbús Flóamanna 1955-1960. Af þeim mönnum sem ég hefi þekkti til er hann sá sem best hefur mennt- að sjálfan sig. Það gerði hann bæði með lestri vandaðra bóka og við- kynningu við greint fólk og hann vann vel úr þeim kynnum. Aldísi föðursystur minni get ég ekki lýst í fáum orðum, en hún var höfuðskör- ungur til orðs og verka og valdi sér aldrei léttustu viðfangsefnin né varði hinn auðveldasta málstað. Þetta eru þeir stofnar sem stóðu að Hafsteini Kristinssyni og skýra betur árangur hans. Eftir skóla- göngu á Selfossi og nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni hóf hann verklegt nám við Mjólkurbú Flóa- manna. Því lauk hann 1956 og fór þá á Dalum Mejeri-skóla í Dan- mörku sem hann lauk við 1957. Mjólkurverkfræðingur varð hann frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1960. Þá tók við framhaldsnám frá Landbúnaðarhá- skólanum í Ási í Noregi 1961-62 og enn síðar kynnti Hafsteinn sér ráðunauta- og fræðslustarfsemi danska mjólkuriðnaðarins. Kom Hafsteinn heim frá námi 1964, þá lærðastur íslenskra mjólkuriðnaðar- manna. En hann hafði einnig öðlast starfsreynslu á þessum árum, bæði sem ráðunautur hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1960-61 og hjá Osta- og smjörsölunni 1961-63. Nú tók hann við nýju starfi sem mjólkur- ráðunautur Búnaðarfélags Islands. Mér er ekki grunlaust um að starfíð hafí beinlínis verið stofnað til að nýta menntun hans sem best og fyrir sem flesta íslenska bændur. Hann var stutt í þessu ráðunaut- arstarfí, aðeins árin 1964-66. Þótti Kork*oPlast KORK-gólfflísar með vinyl-plast, Kork-o-Pl; í 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annað en hið viðurkennda Kork 0 Plast, límt i þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKORKIÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGT, ITVEIMUR ÞYKKTUM. £o Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 ýmsum það firn mikil er hann sagði því lausu og bjóst til að stofna osta- gerðina í Hveragerði, þá fyrstu og einu sem ekki varð til kringum mjólkurbú. En Hafsteinn sagði mér það sjálfur að hann hefði fundið hjá sér óþol í starfínu. Hann vildi taka sér meiri verk fyrir hendur, standa sjálfur mitt í eldlínunni. Eða réttara sagt: Hann ákvað að fara út fyrir eldlínu kerfísins. Ostagerðin í Hveragerði varð honum erfíður róður. Hann reri þar næstum einn á báti; var of snemma á ferð. Árið 1968 söðlaði hann um, stofnaði fyrirtækið Kjörís í Hvera- gerði, rak það lengi með fjölskyldu sinni og Gylfa Hinrikssyni í Reykja- vík, en hin síðustu ár hefur Kjörís eingöngu verið í eigu Hafsteins og fjölskyldu hans. Mikill er einnig þáttur bræðra hans og meðeigenda í rekstrinum, þeirra Guðmundar bankagjaldkera á Selfossi og Sigfúsar bygginga- meistara á Selfossi. Samheldni þeirra Árr.esbræðra hefur verið mik- il í þessu starfí, en annars ætla ég öðrum að lýsa betur þessu eina þarf- asta fyrirtæki Hvergerðinga. Aðeins eitt skal þó sagt: Hafsteinn Kristins- son varð sá hamingjumaður að skapa nýtt atvinnufyrirtæki fyrir Sunnlendinga. Hann veitti með hug- kvæmni sinni 25 manns vinnu við framleiðslu sem annars væri líklega ekki í héraðinu. Til þess að skilja þetta betur verð- um við að hugsa okkur staði og störf án þess að ákveðins athafna- manns hefði notið við: Útgerð frá Þorlákshöfn án afskipta Egils Thor- arensens. Skólahald í héraðinu án afreka Bjama á Laugarvatni. Garð- yrkju í Hveragerði án brautryðjand- ans Ingimars Sigurðssonar. Meðferð hinna vanmáttugu án hugsjónakon- unnar Sesselju á Sólheimum. Þetta eru fáein dæmi um brautryðjendur. Hafsteinn Kristinsson verður talinn í hópi þeirra Ámesinga sem mddu nýjar leiðir í atvinnu- og menningar- háttum og gerðu eftirkomendum sínum fært að bera höfuðið hátt. Hafsteinn Kristinsson var mjög félagslyndur maður. Hann var af þeirri manngerð sem vill ekki grafa pund sitt í jörð, heldur láta samfé- lagið njóta einvhers af reynslu sinni og starfshæfni. Mér fannst hann ekki kæra sig um upphefð, en árangur verka sinna vildi hann sjá í félagsmálum sem öðm. Eftir skamma vem í Hveragerði var hann kominn á kaf í sveitarstjómarmál. Þar starfaði hann fyrir flokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Hann varð varamaður í hreppsnefnd Hvera- gerðishrepps 1970-1974. En árið 1974 varð hann efstur á lista sjálf- stæðismanna í hreppsnefndarkosn- ingum og síðan kjörinn oddviti hreppsnefndar 1974-1978 og aftur 1982-1987. Mikinn sigur unnu þeir sjálfstæðismenn í kosningum 1974 og mátti þakka Hafsteini nokkuð þessa uppsveiflu. Hann hugðist hætta sveitarstjómarstörfum eftir þessa fyrstu lotu, en var aftur kall- aður til starfa 1982 og leiddi flokk sinn næstu sjö árin. Árið 1987 urðu þau umskipti að Hveragerði varð sjálfstætt bæjarfélag og varð Haf- steinn þá fyrsti forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. I árslok 1989 sagði hann óvænt af sér öllum trún- aðarstörfum á vegum bæjarfélags- ins. Fannst honum nú skuldin við samfélagið vel greidd eftir 15 ára vaktstöðu. Hugðist hann helga sig alfarið fyrirtækinu og uppbyggingu atvinnu í Hveragerði. En þótt mikið lægi þá eftir urðu þau ár allt of fá. Hafsteinn Kristinsson naut fjöl- skyldu sinnar í öllum sínum verkum. Lífslán hans var eiginlega ráðið hinn 9. mars 1963 er hann kvæntist Laufeyju S. Valdimarsdóttur frá Hreiðri í Holtum. Bjó hún honum fallegt heimili að Þelamörk 40. Þar hefí ég séð best hirtar bækur og hvers konar menning var í miklum metum hjá þeim hjónum. Þau höfðu ekki hátt um allt sem þau gerðu fyrir frændfólk sitt, en ijögur böm þeirra eru mótuð af þessari menn- ingarhefð og munu bera heimilinu gott vitni er líða stundir. Þau eru: Aldís, fædd 1964, kerfisfræðingur, gift Lárusi I. Friðfínnssyni mat- reiðslumanni og eiga þau tvö böm; Valdimar, fæddur 1966, iðnrekstr- arfræðingur, kvæntur Sigrúnu Kristjánsdóttur hjúkmnarfræði- nema og eiga þau tvo drengi; Guð- rún, fædd 1970, stúdent, gift Davíð Jóhanni Davíðssyni er nemur við Tækniskóla íslands; og yngst er Sigurbjörg, fædd 1975, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Dreng eignuðust þau Laufey og Hafsteinn fyrst sem lést skömmu eftir fæð- ingu. Hafsteinn Kristinsson var með hæstu mönnum og bar sig vel. Það var léttleiki í göngulagi eins og í framkomu allri. Mér fínnst eftir á undarlegt að ég sá hann aldrei reið- an. Hittumst við þó oft á yngri ámm og þá getur skapið verið óhamið hjá ungu fólki. Hann Var mjög agaður að upplagi og gerði harðari kröfur til sjálfs sín en annarra. Hann trúði mér fyrir því hvemig hann undirbjó sig fyrir framboðsfundi meðan á því tímabili stóð. Ekki kom annað til greina en kynna sér ofan í Iq'ölinn þau mál sem hann taldi að um þyrfti að fjalla — svo vel að síðan væri leikur einn að tala um þau blaða- laust. Þá fyrst taldi Hafsteinn sig geta náð til hjarta fólksins. Virðist það hafa hrifið. Hann fór ósigraður út úr stjómmálum sinnar byggðar og mótheijamir bera honum þá sögu að hann hafí verið bæði ódeigur og undirhyggjulaus andstæðingur. Ég þakka að lokum Hafsteini frænda mínum þá umhyggju sem hann sýndi heimili mínu og ættar- garði sínum, ekki síst yngsta fólkinu sem hylltist til að koma við hjá hon- um og þiggja það veganesti sem hann framleiddi sjálfur. Í mínum bamahópi var hann kallaður Haf- steinn „ísfrændi". Frændinn sem svo nefndist var þó sá sem yljaði mest í kringum sig með glettni sinni, spaugsyrðum og gagnlegri lífsvisku. Þeir sólargeislar sem hann skilur eftur sig munu ylja byggðarlagi hans öllu, en mest þó hans nánustu, Laufeyju og bömunum sem við hér í Litlu-Sandvík sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Páll Lýðsson. Hveragerði er almennt þekkt sem bær blóma og ræktunar. Af kunn- ugum er bærinn þó stöku sinnum kenndur við skáldin, sem þar hafa búið. I þessu samfélagi var Haf- steinn Kristinsson athafnaskáldið. Hann ræktaði garðinn sinn af elju- semi og kostgæfni. Nú er Hafsteinn Kristinsson óvænt og óviðbúið horfinn af sjón- arsviðinu. Hans er sárt saknað. Minningin um mannkosti og dreng- skap getur ein brúað gjá þeirrar djúpu sorgar. I æsku minni voram við grannar. Fjölskyldur okkar bjuggu þá við Bankaveginn á Selfossi. Þar stóðu einungis tvö hús, Árnes og Sval- barð. Kristinn faðir Hafsteins hafði byggt bæði húsin og enn era mér í fersku minni heimsóknir í eldhúsið til Aldísar móður hans. Aldursmunur gerði það á hinn bóginn að verkum að náin persónu- leg kynni okkar Hafsteins urðu ekki fyrr en löngu síðar. I minningu mína er djúpt greypt þegar ég var kallaður til fundar við Hafstein og hóp annarra forystumanna sjálf- stæðismanna á Suðurlandi í kaffí- stofunni í fyrirtæki hans Kjörís fyr- ir meir en áratug. Þar var úrslitum ráðið um þingframboð. Kaffístofan hans varð þannig vettvangur ákvörðunar, sem miklu réð um mitt eigið líf. Allar götur síðan hefur það sam- starf verið eins og best verður á kosi og byggst á traustum grunni gagnkvæmrar virðingar og vináttu. Sjálfur var hann í dijúgan tíma í forystu fyrir sjálfstæðismönnum í bæjarmálum Hvergerðinga. Mann- kostir hans leiddu til þess að hann naut stuðnings í þeim störfum langt út fyrir raðir eigin flokksmanna. Hafsteinn Kristinsson þurfti ekki að vinna málum sínum fylgi með því að hnjóða í andstæðinga sína. Hann ávann sér traust og virðingu með skýram rökum fyrir eigin mál- stað og með því að sýna árangur í hveiju því starfí sem hann tókst á hendur. Hann var framfarasinni og með þrautseigju og eljusemi byggði hann upp öflugt fyrirtæki í Hvera- gerði. Það er mikilvægur hornsteinn í atvinnulífí bæjarins. Einnig þar átti hógværð og festa drýgstan þátt í farsælu starfí. Erfiðleikum mætti hann jafnan með sömu yfir- vegun og velgengni. Með Hafsteini Kristinssyni er genginn öndvegismaður. Á kveðju- stundu er þakklætið efst í huga og einungis fá fátækleg orð geta lýst hluttekningu í sorg fjölskyldu og ástvina. Þorsteinn Pálsson. Kveðja til afa Fyrir stormsins styrk þó félli stofn þinn, svo þú hélst ei velli lengur, var það ekki af elli að svo mikill brestur varð, því er ennþá líf í leyni, líf, sem næsta vor ég greini birtast mun sem brum af reyni byrji að fylla hrunið skarð. Móðir lífsins, moldin, jörðin mun að nýju fylla skörðin og í kringum fjallið, prðinn flétta aftur gróðursveig, ef vér réttum hjálparhendur, herfum, plægjum eyddar lendur, upp til heiða út við strendur yrýum skóg og grasateig. Það er enn á þessu sviði þörf á miklu stærra liði. Hér þarf fleiri og hærri viði. Heiðalöndin þurfa að fá iðjuhendur, úrvalsstofna. Látum björgin brenna og klofna, en börnin okkar planta og sá. Þó að stórir stofnar brotni, sterkir kvistir visni og rotni, aldrei lífsins orka þrotni, eða mannsins von og trú. Nýja tímans stofnar stækki. Sterkir kvistir gildni og hækki. Og þó að einhver aftur lækki, endurfæðist hann _sem þú. (Ármann Dalmannsson) Afabörnin. Sunnudagurinn 18. apríl rann upp með heiðríkju og sólfari eins og svo margir aðrir dagar á þessu bjarta og fagra vori. Hér í Hvera- gerði var mannlífið í sínu vanafari. Fyrstu grænu stráin höfðu skotið upp kollinum og gáfu fyrirheit um að sumarið væri skammt undan með hlýjum veðram og vaxandi vinnu og umsvifum eftir langan og erfiðan vetur. En síðdegis dró ský fyrir sólu er sú fregn flaug um bæinn að sá mæti maður Hafsteinn Kristinsson væri látinn. Snöggar og óvæntar sorgarfréttir stöðva flesta á vegferð sinni. Ósjálfrátt leiðir maður hug- ann að lífínu og tilveranni og hvort gildismat og áherzlur hversdagslífs- ins séu í réttu fari. í annríki dag- anna vill það gleymast að ekkert er eins dýrmætt og það að eiga fjöl- skyldu sína heilbrigða og glaða við hlið sér og vini og kunningja í kall- færi. Hafsteinn Kristinsson hafði lifað og starfað hér í götunni okkar um langt árabil. Hann var alla tíð sá maður sem heyrði kall samferða- fólksins og til hans var gott að leita. Hann lagði ætíð gott til mála. Bæj- arbúar mátu hann að verðleikum. Hér í okkar litla samfélagi átti hann stóran vina- og kunningjahóp. Sorgin yfír fráfalli hans hittir því marga. Hafsteinn valdist vegna mannkosta sinna fljótt til forystu um málefni bæjarfélagsins. Um langt árabil vann hann þar fjölþætt störf, jafnhliða því að byggja upp fyrirtæki sitt Kjörís hf. og gera það landsþekkt og eitt best rekna fyrir- tæki á Suðurlandi. Enginn nær slík- um árangri án þess að þekking og hæfni komi til. Ekki sízt samskipta- hæfni við viðskiptavini og starfs- fólk. Nú þegar hans nýtur ekki lengur við er byggðarlagið fátækara. Sár- astur er þó söknuður og missir ijöl- skyldunnar, konu hans Laufeyjar Valdimarsdóttur, bama þeirra og ijölskyldna þeirra. Ég vona að góður guð gefi þeim styrk og þrek á þessum erfiða tíma og um ókomna daga. Nú þegar þetta er ritað má heyra glaðværar raddir inn um gluggann. Hér í göt- unni okkar era börn og bamabörn okkar hinna eldri að leik í sólskin- inu. Þar er fólk næstu aldar að vaxa upp. Þau þurfa á tíma okkar og leiðsögn að halda því að llfíð heldur áfram sinn gang. Bragi Einarsson. Þeir vora veðurbjartir síðustu vetrardagarnir hér fyrir austan fjall. En mitt í vorkomunni dró ský fyrir sólu í Hveragerði. Bæjarbúa setti hljóða er fregnaðist ótímabært andlát Hafsteins Kristinssonar. Hans vor var liðið, haust skollið á án nokkurs fyrirvara. Það er margt sem mótar daga okkar og skoðanir. Þeir sem eiga heimili í sömu sveit, eignast hinn sama dag í þeim skilningi, að hann færir þeim öllum sama sólskinið, sömu fegurðina eða sama drang- ann. Dagurinn er jafnframt tæki- færi sérhvers manns til þess að móta að eigin vild, þótt hann sé ekki einráður um þá sköpun. Enn fremur leggjum við öll fram, beint eða óbeint, okkar skerf til þess að móta daga annarra manna og þau áhrif ná stundum furðu vítt. Á sama hátt mótast okkar eigin dagar. Og dagar Hafsteins Kristinssonar hér í Hveragerði höfðu áhrif á annarra daga, svo ötullega sem hann vann fyrir sína heimabyggð. Hafsteinn var fæddur á Selfossi hinn 11. ágúst 1933 og því á sex- tugasta aldursári er hann lést hinn 18. apríl síðastliðinn. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Hveragerðis árið 1966, stórhuga mjólkurfræð- ingur og setti á stofn ostagerð. Tveimur árum síðar breytti hann rekstrinum í ísgerð sem löngu er landsþekkt fyrirtæki, Kjörís hf. Var hann framkvæmdastjóri þess síðan. Undir stjóm Hafsteins varð Kjörís hf. eitt stærsta fyrirtæki bæjarins og veitti fjölda manns atvinnu. En Hafsteinn var ekki bara „stjórinn" í ísgerðinni. Fljótlega eftir komuna hingað vora honum falin ýmis trún- aðarstörf í þágu bæjarfélagsins. Hann átti sæti í hreppsnefnd og bæjarstjóm í 15 ár, lengst af sem oddviti og síðan sem fyrsti forseti bæjarstjómar. Hann gegndi og ýmsum nefndarstörfum á vegum bæjarins og nú síðast í skipulags- nefnd. Hafsteinn var hávaxinn, en hann var líka stór maður í orðsins bestu merkingu. Erilsömu og óeigin- gjörnu starfí sveitarstjómarmanns- ins sinnti hann af dugnaði og trú- mennsku og þeir vora ófáir sem lögðu leið sína á skrifstofu ísgerðar- innar annarra erinda en þeirra að kaupa ís. Og Hafsteinn tók gestum sínum ljúfmannlega, hann vildi hvers manns vanda leysa og hafði ótvíræða hæfileika til þess að sætta ólík sjónarmið. En það er nú einu sinni eðli pólitíkurinnar að fela í sér þessi ólíku sjónarmið þótt markmið allra sé hið sama: Áð koma því besta til skila. Mikilhæfur maður er fallinn í valinn. Við Hvergerðingar þökkum Hafsteini Kristinssyni mótun dag-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.