Morgunblaðið - 27.04.1993, Page 39
anna. Veri hann kært kvaddur.
Þá vorið aftur vitjar lands,
þú viðkvæmt dáins saknar
er sóley grær á sverði hans,
en sjálfur hann ei vaknar.
En þó hann vanti á vorsins hól
og vin sinn blóm ei finni,
hann lifir þó und þinni sól
í þökk og kæru minni.
(Steingr. Thorst.)
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
Hvergerðinga, þegar ég sendi frú
Laufeyju S. Valdimarsdóttur, ekkju
Hafsteins, börnum þeirra, tengda-
börnum og barnabörnum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ingibjörg Sigmundsdóttir,
forseti bæjarsljórnar.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja. Þrátt fyrir sannleikann í
þessum orðum, kemur það alltaf
ástvinum í opna skjöldu þegar kall-
ið kemur.
Tengdafaðir minn var enginn
meðalmaður, hvernig sem á það er
litið. Hann gnæfði yfir alla hvar sem
hann fór og var hrókur alls fagnað-
ar.
Ég og fjölskylda mín erum svo
heppin að búa við hliðina á tengda-
foreldrum mínum og því er sam-
gangur mikill. Þau voru okkar stoð
og stytta og hafa litlu drengirnir
okkar átt í gott hús að venda, þar
sem afi og amma voru. Hafsteinn
var kletturinn í hafinu í okkar fjöl-
skyldu, hann hélt utan um allt og
vildi helst hafa okkur öll í sem
mestri nálægð svo að hann gæti
fylgst með okkur og séð um að öll-
um liði vel. Það sýndi svo vel hans
innræti, hann var alltaf að vinna
fyrir aðra og hugsa um aðra.
Tengdafaðir minn var mér og
tveimur tengdasonum sínum miklu
meira en bara tengdafaðir. Hann
tók okkur öllum strax sem sínum
eigin börnum og var okkur sem
besti faðir og vinur. Einnig var
hann barnabörnunum sínum fjórum
meira en afi, þó að ég hafi ekki orð
yfir það hvað er að vera meira en
afí. Hann hafði svo gaman af litlu
krökkunum. Ekkert fannst drengj-
unum okkar meira gaman en að
vera með afa að vinna, þeir gátu
verið úti í garði og bílskúr tímunum
saman að vinna og stússast með
afa, þeir fengu að smiða, saga,
mæla, moka, pæla garðinn og þar
fram eftir götunum. Ekki minnkaði
svo gamanið þegar afi tölti með
drengina sína út í ísgerð, því að
þar lumaði hann á ýmsu í litla
munna sem sjaldan mettast. Alltaf
virtist afi hafa óþrjótandi þolin-
mæði gagnvart þessum kátu og
fyrirferðarmiklu sonarsonum sín-
um.
Ég veit ekki hversu vel litlu
barnabörnin skilja að hann afi
þeirra kemur aldrei aftur og að þau
geti ekki lengur skriðið upp í fang
hans og látið hann halda utan um
sig og að þau geti ekki lengur feng-
ið að sofa hjá afa yfir nótt, sem
var það skemmtilegasta sem þau
vissu. Við sem eldri erum munum
sjá til þess að halda uppi minningu
hans svo að þau gleymi honum afa
sínum ekki og geti yljað sér við
minninguna um afann sem var þeim
svo kær.
Marga góðra daga er að minnast
með Hafsteini, en þó er sérstaklega
einn dagur ofarlega í minningunni
en það er brúðkaupsdagur yngstu
dóttur hans, Guðrúnar, sem var 3.
apríl síðastliðinn. Hafsteinn gifti
dóttur sína með miklum glæsibrag
og hélt ræðu yfir brúðhjónuhum
sem honum einum var lagið, með
alvarleika og glettni í bland. Við
vorum öll svo ánægð með daginn
og ekki síst Hafsteinn sem var svo
stoltur af dóttur sinni og tengda-
syni. Hamingjan og gleðin þennan
dag mun lengi vera ofarlega í hug-
anum hjá öllum ættingjunum sem
saman voru komnir á gleðistund
og ekki síst hjá nýbökuðu hjónun-
um.
Annarrar stundar er minnst í fjöl-
skyldunni með mikilli gleði, sem er
þiját.íu ára brúðkaupsafmæli Haf-
steins og Laufeyjar þann 9. mars
síðastliðinn. Þau hjónin virtust
yngjast í annað sinn og Hafsteinn
bauð konu sinni til Reykjavíkur í
helgarferð, þar sem gist var á Hót-
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1993
el Borg og íslenska óperan jafnt
sem Kolaportið var heimsótt. Þau
hjón komu endurnærð úr þessari
ferð, enda flestar ferðir til Reykja-
víkur hin síðari ár farið í erilsama
leiðangra.
Þó að Hafsteinn ræki stórt og
mannmargt fyrirtæki, þá hafði
hann alltaf tíma fyrir fjölskylduna,
henni gleymdi hann aldrei. Fallegra
og innilegra hjónaband en þeirra
hjóna hef ég aldrei séð. Þau voru
svo góð hvort við annað og báru
mikla virðingu hvort fyrir öðru sem
svo endurspeglar alla þá ást sem
þau höfðu að gefa okkur hinum.
Við fráfall þessa glæsilega
manns er missir margra mikill, en
mestur er þó missir Laufeyjar
tengdamóður minnar, sem tileink-
aði honum líf sitt af heilum hug.
Hafsteinn lætur eftir sig eigin-
konu, fjögur uppkomin börn, þijú
tengdabörn og fjögur barnabörn
sem munu syrgja hann mikið, en
minningin um góðan eiginmann,
föður, tengdaföður og afa mun lifa
um ókomin ár og hjálpa okkur á
erfiðum stundum.
Guð blessi minningu góðs manns
og hjartans þakkir fyrir samfylgd-
ina.
Sigrún Kristjánsdóttir.
Alltaf er maður jafn óviðbúinn
fréttum af andláti góðs vinar.
í dag kveðjum við vinnuveitanda
okkar Hafstein Kristinsson, for-
stjóra Kjöríss hf., er varð bráð-
kvaddur hinn 18. apríl sl. Andlát
hans kom sem reiðarslag yfir okkur
starfsfólkið.
Mætur maður er fallinn í valinn
langt um aldur fram. Hafsteinn var
mikill framkvæmdamaður og gekk
í hvert verk af áhuga og dugnaði.
Hann hafði góða þekkingu á öllu
sem viðkom rekstri fyrirtækisins
og setti sig inn í öll mál, stór og
smá. Þó að hann stjórnaði af rögg-
semi var hann ávallt góður félagi
og vinur allra starfsmanna og lét
sig varða hagi okkar og tók þátt í
gleði okkar og sorg. Hann vildi
hvers manns böl bæta.
Hafsteinn var mikill mannvinur
og tók á móti öllum sem jafningj-
um, hvort heldur það voru börn,
fullorðnir, verkamenn eða ráðherr-
ar. í gegnum árin hafa mörg ung-
menni stigið sín fyrstu spor á vinnu-
markaðinum í sumarafleysingum
undir hans handleiðslu og reyndist
hann þeim góður leiðbeinandi og
hafa þau gjarnan leitað hingað aft-
ur sumar eftir sumar og mörg
ílenst.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka Hafsteini þá vin-
áttu og tryggð sem hann hefur
sýnt okkur starfsfólkinu í gegnum
árin og kveðjum við hann með sár-
um söknuði og virðingu.
Eiginkonu hans, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Eiginkonu hans, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Starfsfólk Kjöríss hf.
Ég drýp höfði í söknuði og virð-
ingu fyrir Hafsteini Kristinssyni
sém lést um aldur fram. Tveggja
áratuga vinsamleg samskipti og
samstarf eru að baki. Þar bar aldr-
ei skugga á. Einlægni hans, heiðar-
leiki og gagnkvæm virðing ávallt í
fyrirrúmi. Eg ber í bijósti þakklæti
fyrir viðkynninguna.
Gjörvulegur á velli og lundgóður,
glöggskyggn, framsýnn og áræðinn
gekk hann til verka. Verkefnin
íhuguð og vandlega undirbúin,
hávaðalaust. Lánsamur og farsæll
í einkalífi, við rekstur fyrirtækis
síns svo og í margþættum trúnaðar-
störfum er honum voru falin.
Hann uppskar svo sem til var
sáð. Alúð og umhyggja í uppvexti,
góð menntun, traustir fjölskyldu-
hagir, líkamsburðir og heilsa var
sá grundvöllur er byggt var á og
skópu þann vettvang þar sem fram
var sótt. Þar fór saman athöfn og
djörfung. Þar steig hann stórum
skrefum og markaði djúp spor í
framfarasögu Suðurlands.
Fyrir hönd fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Árnessýslu, At-
orku, samtaka atvinnurekenda á
Suðurlandi og persónulega færi ég
ijölskyldu Hafsteins Kristinssonar
hiuttekningu og dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn S. Ásmundsson.
Kveðja frá Sjálfstæðismönn-
um í Hveragerði og Olfusi
Hafsteinn Kristinsson fæddist
11. ágúst 1933 í Árnesi á Selfossi,
sonur Kristins Vigfússonar og Ald-
ísar Guðmundsdóttur.
Árið 1966 fluttist Hafsteinn til
Hveragerðis og hóf rekstur osta-
gerðar, en árið 1968 var Kjörís hf.
stofnað og var Hafsteinn fram-
kvæmdastjóri til dauðadags.
Hafsteinn gekk til liðs við sjálf-
stæðismenn í Hveragerði árið 1967
og voru honum fljótlega falin marg-
vísleg trúnaðarstörf. Árið 1970 var
hann kosinn í stjóm Sjálfstæðisfé-
lagsins Ingólfs fyrsta sinn og tók
jafnframt 5. sæti á framboðslista
félagsins í sveitarstjórnarkosning-
um það sama ár. Hann var formað-
ur Ingólfs í eitt ár 1974-1975, en
árið 1974 var hann valinn til að
skipa efsta sæti á framboðslista
sjálfstæðismanna. Hann átti sæti í
sveitarstjórn og síðar bæjarstjórn
til ársins 1989 er hann dró sig í
hlé að eigin ósk. Hann var oddviti
1974-1978 og 1982-1987, en í júlí
1987 hlaut Hveragerði kaupstaðar-
réttindi og var Hafsteinn kjörinn
fyrsti forseti bæjarstjórnar Hvera-
gerðis. Hann starfaði einnig í
nefndum Hveragerðisbæjar og átti
sæti í skipulagsnefnd er hann féll
frá.
Hafsteinn var fulltrúi sjálfstæðis-
félagsins um árabil á landsfundum
Sjálfstæðisflokksins, í kjördæmis-
ráði Sjálfstæðisflokksins á Suður-
landi og í fulltrúaráði sjálfstæðisfé-
laganna í Árnessýslu. Hann tók þá
ákvörðun síðastliðinn vetur að koma
aftur til starfa fyrir félagið og var
kosinn í stjórn í febrúar 1993 og
tók að sér starf gjaldkera.
Hafsteinn hafði óbilandi trú á
framtíð Hveragerðis og þrátt fyrir
að hann stjórnaði stóru fyrirtæki
gaf hann sér ætíð tíma til að gefa
góð ráð um málefni bæjarfélagsins.
Hann naut virðingar bæjarbúa fyrir
Ég vil hér með minnast vinkonu
minnar og samstarfskonu til fjölda
ára, Margrétar Gísladóttur frá
Skógargerði, sem lést þann 6. apríl
sl. Foreldrar hennar voru Gísli
Helgason og Dagný Pálsdóttir.
Margrét var elst þrettán systkina,
systurnar voru níu og bræðurnir
fjórir, allt stórglæsilegt fólk.
Margrét dvaldi á heimili foreldra
sinna fram undir fermingaraldur,
en þá þegar fór hún að leita sér
að atvinnu út í frá. Hún kom á
heimili okkar Sveins Jónssonar á
Egilsstöðum tuttugu og fjögurra
ára gömul og dvaldist þar um ára-
bil. Á meðal heimilisfólks var ungur
maður, Sigurður, sonur Einars
Jónssonar bónda á Víðivöllum ytri
í Fljótsdal og frænku minnar Þór-
unnar Einarsdóttur konu hans.
Margrét og Sigurður felldu hugi
saman og eitt sinn tóku þau sér
stutt frí og fóru í ferðalag. í ferð-
inni komu þau við á Kolfreyjustað
í Fáskrúðsfirði og létu prófastinn
þar gefa sig saman.
Á Egilsstöðum fæddust þeim
hjónum tveir synir, Gísli og Svavar,
og nokkru síðar dóttirin Dagný en
þá\ar fjölskyldan flutt á Reyðar-
fjörð og Sigurður hafði hafið störf
hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Er ég
þeim hjónum ævinlega þakklát fyr-
mikið og óeigingjarnt starf í þágu
Hveragerðis.
Sjálfstæðismenn í Hveragerði
kveðja með virðingu foringja sinn
og góðan félaga.
Við vottum Laufeyju, börnunum
og fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúð.
Stjórn Sjálfstæðis-
félagsins Ingólfs.
Okkur setti hljóða, félagana í
Lionsklúbbi Hveragerðis, þegar við
fréttum lát félaga okkar og vinar,
Hafsteins Kristinssonar, forstjóra
Kjöríss í Hveragerði.
Allt frá stofnun Lionsklúbbsins
í janúar 1970 var Hafsteinn einn
ötulasti liðsmaðurinn í klúbbstarf-
inu, hugmyndaríkur dugnaðar-
forkur hvar sem hann snerti á
verki. Hann bar hag klúbbsins
mjög fyrir bijósti. Hann var til-
lögugóður og úrræðagóður. Mál
hans var kjarnyrt og yfirleitt
kryddað góðlátlegri kímni svo að
hann átti auðvelt með að fá menn
til liðs við sig til góðra verka.
Hvort sem klúbburinn var að selja
ljósaperur, blóm eða hreinlætisvör-
ur, halda hlutaveltu eða afla fjár
á annan hátt, var Hafsteinn
fremstur í flokki, glaður og ein-
beittur, vitandi að ágóðinn færi
allur til valinna verkefna á sviði
menningar- og mannúðarmála.
Þegar klúbburinn bauð eldri borg-
urunum til kaffisamsætis eða í
stutta ferð var Hafsteinn með og
stjanaði við gamla fólkið. Hvar sem
hann kom var tekið eftir honum,
menn hlustuðu með athygli á orð
hans og það duldist engum að þar
fór góður drengur.
Lionsfélagarnir kunnu líka að
meta Hafstein að verðleikum.
Hann sat í stjórn klúbbsins í mörg
ár fram til 1990, var m.a. formað-
ur 1973-74, hann sat í stjórn Li-
onsumdæmis 109 1975-76 og var
svæðisstjóri fyrir Suðurland
1977-78.
Það var dapur hópur Lionsfélaga
sem mætti til fundar á mánudags-
kvöldið fyrir viku, 19. apríl, daginn
eftir andlát Hafsteins. í byrjun
fundar vottuðu félagarnir minn- -
ingu hans virðingu sína með því
að rísa úr sætum og lúta höfði,
og þótt aðalfundarefnið væri að
afhenda fjárframlag til kaupa á
lækningatæki, var fundurinn að
ir margskonar störf og ágæta sam-
búð þann tíma sem þau dvöldu hjá
okkur á Egilsstöðum.
Að nokkrum árum liðnum fluttu
þau aftur upp í Egilsstaði og höfðu
þá byggt sér hús fy'élagi við bróður
Sigurðar, Jónas, þar sem þau
bjuggu æ síðan. Sigurður starfaði
áfram hjá Kaupfélagi Héraðsbúa
en Margrét hugsaði um sitt heimili
og fór nú að hafa meiri tíma fyrir
ýmis félagsmál og störf á því sviði.
Hún gekk fljótlega í kvenfélagið
Bláklukku á Egilsstöðum og gegndi
þar margs konar störfum um langa
hríð. Síðustu árin hefur Margrét
verið heiðursfélagi í kvenfélaginu.
Margrét var flinkur organisti og
fyrr á tíð var hún um tíma organ-
isti í öllum kirkjum á Upphéraði og
þegar Egilsstaðaþorp var gert að
sérstakri kirkjusókn var Margrét
kosin í sóknarnefnd og sat hún þar
allt til síðasta dags. Bæði í kvenfé-
laginu og sóknarnefndinni áttum
við Margrét mikið og gott samstarf.
Ennfremur var Margrét kosin
safnaðarfulltrúi Suður-Múlapró-
fastsdæmis og sat hún mörg kirkju-
þing og mun hún hafa verið einn
af fyrstu kvenfulltrúum þar.
Þrjár utanlandsferðir fór Margrét
og allar til Jerúsalem og í síðustu
ferðinni var hún sæmd heiðurs-
skjali sem pílagrímur vegna áhuga
síns um kristna trú.
Auk þriggja barna Margrétar og
Minning
Margrét Gísladóttir
frá Skógargerði
Fædd 19. ágúst 1909
Dáin 6. apríl 1993
39
miklu leyti helgaður minningu
hans.
Lionsklúbbur Hveragerðis send-
ir eftirlifandi eiginkonu Hafsteins,
Laufeyju Valdimarsdóttur, börnum
þeirra, Aldísi, Valdimar, Guðrúnu
og Sigurbjörgu, mökum, barna-
börnum og öðrum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur.
F.h. Lionsklúbbs Hveragerðis,
Valgarð Runólfsson.
Vinarkveðja.
Með innilegri virðingu og þökk
langar mig að minnast Hafsteins
Kristinssonar. Þegar ég heyri orðið
drengskaparmaður kemur mér Haf-
steinn ævinlega í hug. Fáa þekki
ég sem það heiti bera með jafnmikl-
um sóma og hann.
Hann hóf störf hjá MBF sem
ungur piltur og vakti þá athygli
fyrir traustvekjandi og prúðmann-
lega framkomu. Það átti eftir að
koma í ljós við nánari kynni þá og
síðar á lífsleiðinni að þannig var
hann í raun.
Mér er efst í huga að þakka fyr-
ir samvinnu okkar á þeim árum sem
ég var í stjórn Mjólkurfræðingafé-
lags íslands. Þá var Hafsteinn ráðu-
nautur Búnaðarfélags íslands og
MBF og síðar forstjóri Kjöríss hf.
Það er til marks um það traust
sem ég bar til Hafsteins að ævin-
lega leitaði ég til hans, þyrfti ég
faglegar ráðleggingjar mjólkur-
tæknifræðings. Fáum treysti ég
betur, enda valdi ég hann oft í
nefndir á vegum mjólkurfræðinga-
félagsins og var hann okkur að
auki oft góður ráðgjafí. Þetta þótti
ýmsum óviðeigandi, því hann var,
sem yfirmaður og vinnuveitandi, í
raun mótherji mjólkurfræðinga í
kjarasamningum. Naut hann sem
slíkur einnig trausts vinnuveitenda.
Finnst mér þetta traust beggja að-
ila lýsa betur en mörg orð heiðar-
leika, drengskap og réttsýni hans.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka fyrir að hafa kynnst Haf-
steini Kristinssyni og hans góðu
kostum um leið og ég votta ástvin-
um hans og samstarfsfólki innilega
samúð við ótímabært fráfall góðs
drengs.
Þórarinn Sigmundsson.
Fleiri greinar um Hafstein Krist-
insson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Sigurðar áttu þau einn fósturson,
Helga Ómar Bragason, nú starfandi
skólameistara Menntaskólans á
Egilsstöðum. Hann er systursonur
Margrétar, en móðir hans dó frá
honum ungum. Margrét og Sigurð-
ur ólu hann upp sem sitt eigið barn.
Mann sinn missti Margrét árið
1981 en hún hélt áfram heimili sitt
allt fram undir það síðasta. Ég vil
leyfa mér að kveðja Margréti vin-
konu mína með orðum Jónasar
Hallgrímssonar:
Flýt þér, vin[a], í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Innilegustu samúðarkveðjur til
barna, fóstursonar og annarra ætt-
ingja.
Sigríður Fanney Jónsdóttir
Egilsstöðum.