Morgunblaðið - 27.04.1993, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Minning
Þóra Guðlaugsdóttir
Fædd 8. júní 1896
Dáin 19. apríl 1993
Elskuleg móðursystir mín, Þóra
Guðlaugsdóttir, er látin, 96 ára að
aldri. Hún sofnaði hægt og hljótt
eftir að hafa verið rúmliggjandi
nokkra síðustu mánuði ævi sinnar.
Þóra fæddist í Fellskoti, Biskups-
tungum, 8. júní 1896, dóttir hjón-
anna Guðlaugs Eiríkssonar, bónda
þar, og konu hans Katrínar Þorláks-
dóttur. Guðlaugur og Katrín eign-
uðust tíu böm og var Þóra elst
þeirra. Nú eru tvö eftirlifandi, Guð-
rún móðir mín og Þórarinn bóndi í
Fellskoti. Móðir mín hefur sagt mér
frá æsku sinni í Fellskoti með stóra
systkinahópnum, þar sem Þóra tók
fljótt þátt í gæslu og uppeldi yngri
systkinanna. Systkinin settust svo
flest að hér fyrir sunnan, en við
systkinabörnin fengum oft að njóta
þess að koma í sveitina á sumrin
með foreldrum okkar. Þá var oft
margt um manninn og glatt á hjalla
og unun hefur verið að upplifa, hve
þessi stóri systkinahópur var alltaf
samrýmdur og þau öll góð hvert
við annað.
Þóra giftist Hannesi Jóhannes-
syni, kennara og síðar málara í
Reykjavík. Hann lést í mars 1957,
aðeins 63 ára að aldri. Þau eignuð-
ust tvö börn, Guðlaug, gerlafræðing
hjá Hollustuvernd ríkisins, f. 21.
sept. 1926, og Ragnheiði, húsmóður
og fulltrúa hjá Hollustuvemd ríkis-
ins, f. 12. ágúst 1932.
Þóra var nett kona og fríð, góð-
leg og vel skápi farin. Hún var ein
af þessum góðu manneskjum, sem
alltaf var notalegt að koma til.
Mínar fyrstu minningar eru frá
'því, er ég trítlaði við hlið móður
minnar vestan af Melum, yfir Tjam-
arbrúna og upp í Þingholtin, til að
skreppa í kaffi til Þóru frænku. Þar
mætti manni hlýtt viðmót og ilmur
af kaffi og kökum. Síðan var sest
við borðstofuborðið og þar hlustaði
ég á vingjarnlegar samræður systr-
anna. Stundum bættust fleiri í hóp-
inn, því alla tíð var gestkvæmt á
heimili Þóra í Þingholtunum. Eins
minnist ég sumardaga þegar ég
fékk að fara með henni og Rögnu
dóttur hennar suður í kartöflugarð,
en hann var út við enda Laufásveg-
ar. Þá var tekið með nesti, eitthvað
á brúsa og kökur í poka. Allt er
þetta eitthvað svo rólegt og nota-
legt í minningunni.
Það var ekki fyrr en Þóra var
orðin rúmlega níræð að hún þurfti
að hætta húsmóðurstörfum og flutti
á Hjúkrunarheimilið Skjól, þar sem
hún lést 19. apríl sl.
Við fjölskyldan sendum börnum
hennar og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Þóru Guðlaugsdóttur.
Kolbrún Þórhallsdóttir.
Það var mikill friður yfir sál elsku
ömmu minnar dagana áður en hún
sveif upp í hinar hæstu hæðir. Kom-
ið var að því að hún hlyti hvíldina
miklu, sátt við Guð og menn, búin
að skila sínu og vel það, á næstum
aldarlangri ævi. Litla langömmu-
stelpan hennar, Ragnheiður Dísa,
þriggja ára, sagði þegar hún heyrði
að langamma væri farin upp til
Guðs: „Nú líður langömmu vel
mamma mín, Guð hugsar svo vel
um hana.“ Og það er ég svo sannar-
lega viss um að hann gerir.
Amma mín Þóra fæddist í Fells-
koti í Biskupstungum 8. júní, 1896.
Foreldrar hennar vora Katrín Þor-
láksdóttir og Guðlaugur Eiríksson.
Eignuðust þau tíu börn og var amma
mín elst þeirra. Af systkinahópnum
eru nú tvö eftirlifandi. Amma giftist
29. júní 1926 afa mínum, Hannesi
Jóhannessyni (f. 4. nóvember 1893,
d. 23. mars 1957) kennara, yndis-
legum manni, og stofnuðu þau heim-
ili í Bergstaðastræti 12 í Reykjavík.
Eignuðust þau tvö börn, móður
mína, Ragnheiði, f. 12. ágúst 1932,
og Guðlaug, f. 21. september 1926.
Bjuggu þau ætíð í miðbæ borgarinn-
ar og var heimili þeirra vinsæll við-
komustaður ættingja og vina. Alltaf
átti amma eitthvert nýbakað kaffi-
brauð til að bjóða uppá, alla hennar
búskapartíð, jafnvel eftir að hún
komst á tíræðisaldurinn. Aldrei mun
ég gleyma hve dásamlega vel
pönnukökurnar (þær bestu í bæn-
um), skonsurnar, sherrýtertan og
Bessastaðasmákökurnar hennar
brögðuðust.
Mínar fyrstu minningar um
ömmu mína eru frá Barónsstígnum,
þar sem agnarlítið stúlkubarn skreið
upp stigann til ömmu á sunnudags-
morgnum, fékk að kúra undir stóra
sænginni hennar og maula bijóst-
sykur, sem var alltaf geymdur í
fallegri dós bak við glerið í fína
skápnum hennar. Oft fékk ég að
sofa hjá ömmu og ætíð var það jafn
spennandi því hún hafði mikið að
gefa litlu barni, mikla visku, skiln-
ing, trú og elsku. Alltaf var
skemmtilegt hjá okkur. Við spiluð-
um á spil, og stundum settist hún
við fallega fótstigna orgelið sitt og
spilaði nokkur lög. Ung lærði hún
að leika á orgel hjá Sigfúsi Einars-
syni og var hún orgelleikari á tíma-
bili í kirkjunni í Bræðratungu. Einn-
t
Móðir okkar,
BJARNVEIG BJARNADÓTTIR,
Vesturgötu 7,
andaðist í Borgarspítalanum að morgni 26. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Loftur Jóhannesson,
Bjarni Markús Jóhannesson.
t
LÁRA GUNNARSDÓTTIR
frá Vík í Mýrdal,
Kleppsvegi 118,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 26. apríl.
Bræðurog
börn hinnar látnu.
t
Eiginkona mín og móðir,
ELÍN SNÆBJÖRNSDÓTTIR,
Bústaðavegi 105,
lést í Vífilsstaðaspítala 25. apríl.
Guðbrandur Vigfússon,
Guðrún Guðbrandsdóttir.
t
Bróðir minn,
JÓN GUÐMUNDSSON
fyrrv. bústjóri á Keldum,
sem lést þann 18. apríl, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 28. apríl kl. 13.30.
Steinn Guðmundsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og bróðir,
KRISTJÁN KRISTINSSON,
Bröndukvísl 14,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
aðfaranótt 24. apríl.
Nína Hafstein,
Eyjólfur Kristjánsson, Unnur Kristjánsdóttir,
Sigrún Hafstein,
Kristín Kristinsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn,
BRYNJÓLFUR INGVAR KJARTANSSON,
dvalarheimilinu Höfða,
áður Háholti 30,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 29. apríl
kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti dvalarheimil-
ið Höfða njóta þess.
Málfrfður Þorkelsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 111,
sem lést 17. apríl, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju miðviku-
daginn 28. apríl kl. 14.
Helgi Indriðason,
Gróa Kristín Helgadóttir, Guðmundur Haraldsson,
Birgir Stefánsson,
Guðný B. Harðardóttir,
Helga S. Harðardóttir,
Ásrún Birgisdóttir.
GRÁSTEINN
GABBRÓ,MARMAR1
G R A N ÍT
ifs
.HELGASON HF STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677
t
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN VILBERGSSON,
Vinaminni,
Stövarfirði,
sem lést þriðjudaginn 20. apríl, verður jarðsunginn frá Stöðvar-
fjarðarkirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þóra Jónsdóttir,
Kristrún Guðnadóttir, Ólafur Guttormsson,
Bergþór Hávarðsson,
Þóra Björk Nikulásdóttir, Björgvin Valur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ig man ég eftir nokkrum laugar-
dagskvöldum þar sem við sátum og
hlustuðum á „danslögin" í útvarp-
inu, sungum saman og hreyfðum
okkur í takt við ijöruga og fallega
tóna. Síðan var skriðið upp í rúm
og sofnað vært út frá bænunum og
sögunum hennar ömmii.
Þegar ég varð eldri naut ég þess
að þiggja kaffisopa hjá henni í Aust-
urbrúninni og spjalla um daginn og
veginn, lífið og tilveruna. Oft sagði
hún sögur úr sveitinni sinni sem hún
elskaði svo mikið og þráði að kom-
ast þangað á hvetju sumri. Ekki var
spenningurinn minni við að fá ömmu
í heimsókn. Þegar von var á henni
var setið úti í glugga og mínútumar
taldar og aldrei vora jólin alveg
fullkomnuð fyrr en amma var kom-
in. Þá vora spilin iðulega dregin upp
og öll fjölskyldan spilaði langt fram
á kvöld.
Amma mín var stolt og virðuleg
heiðurskona með sterka skapgerð,
enda gat hún stjórnað léttilega öll-
um í kringum sig með augnaráðinu
einu. Hennar mikli innri styrkur og
staðfesta hafa án efa lengt lífshlaup
hennar og auðveldað það. Þó lífið
væri ekki alltaf dans á rósum kvart-
aði hún aldrei og þakkaði vel Guði
og mönnum fyrir allt sem lífið gaf
henni á hveijum tíma. Á nærri ald-
arlangri ævi hafði hún auðvitað
upplifað ótrúlegar breytingar og
framfarir, sem hún tók öllum með
jafnaðargeði. Hún leið enga vit-
leysu, en ætíð var lífsgleðin í fyrir-
rúmi og stutt í brosið og kímnina
og naut hún þess að gera sér glaðan
dag. Hún var ætíð vel til höfð og
hárið oftast stíflagt, einnig síðustu
ár hennar.
Þegar aldurinn fór að færast yfir
ömmu og þrekið að minnka átti hún
vísa dygga aðstoð barna sinna, sem
fóra eins oft og við var komið til
hennar. Síðustu tæp fjögur ár bjó
hún á hjúkranarheimilinu Skjóli og
naut þar mjög góðrar umönnunar.
Á starfsfólk heimilisins heiður skil-
inn fyrir yndislegheit sín. Amma var
ætíð lagin í höndunum og saumaði
í gegnum tíðina margar fullfallegar
myndir og klukkustrengi. Á Skjóli
fékk hún að halda áfram handa-
vinnu sinni og óf þar af vandvirkni
fallegar mottur og fleira. Stundum
fór litla dóttir mín með mér að heim-
sækja langömmu á Skjóli og var
yndislegt að sjá þær haldast í hend-
ur, brosandi báðar út að eyrum, að
finna vináttutengslin blómstra þrátt
fyrir 93 ára aldursmun. „Langamma
er sæt,“ sagði sú litla, og var ég
innilega sammála henni.
Nú kveðjum við ömmu í síðasta
sinn, með virðingu, ást, þakklæti
og söknuði. Eflaust horfir hún núna
brosandi yfir fallegu sveitina sína
með sól í hjarta. Guð blessi hana
um alla eilífð og ættingja hennar.
Rósa Þóra Magnúsdóttir
og fjölskylda.
<'■ Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Blómastofa
Friðfinns
Suðurtandsbraut 10
'108 Reykjavík, S(mi 31099
Opið öilkvöid
til kl. 22,» einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.