Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Minning' Óskar Þórðarson Fæddur 10. júní 1908 Dáinn 19. apríl 1993 Hann afi okkar, Óskar Þórðarson er látinn. Hann hafði átt við slæma heilsu að stríða síðustu misseri sem að lokum bar hann ofurliði. Hann lést á Borgarspítalanum 19. apríl eftir stutta sjúkralegu. Óskar Þórðarson var ættaður frá Stokkseyri, húsasmiður að mennt. Hann giftist Þóru Þorkelsdóttur, eða Dúllu eins og hún var yfirleitt kölluð árið 1934. Hann lærði sitt fag í Iðnskólanum við Tjörnina og útskrifaðist með bestu einkunn árið 1931. Hann vann við sitt fag alla tíð og þótti vandvirkur mjög, en seinni hluta ævinnar voru það þó innréttingasmíðar sem hann vann mest við. Þau hjónin gerðu sér heimili að Grenimel 8. Hús sem afi teiknaði og smíðaði ásamt hjónun- um á neðri hæðinni, Jóni Þorkels- syni og Guðríði Einarsdóttur. Var þar oft mannmargt. Níu systkini á neðri hæðinni og hann pabbi á efri hæðinni. Afi var óspar á að smíða fyrir okkur í fjölskyldunni eftir að hann fór á eftirlaun. Fannst ekki tiltöku- mál að taka sér ferð á hendur vest- ur á firði til að setja upp innrétting- ar og gluggapósta. Eða að smíða rúm fyrir langafabörnin. Þetta gerði hann kominn á níræðisaldur og við ört hrakandi heilsu. Ef reynt var að halda aftur af honum sagði hann einungis, að hann yrði að hafa eitt- hvað fyrir stafni til að halda söns- um. Afi ferðaðist mikið um ævina, sérstaklega innanlands. Og var hann hafsjór af fróðleik um landið, og var hann ötull við að miðla þeim fróðleik til okkar sem inntum hann eftir upplýsingum. Hans verður sárt saknað og eitt er víst að hann mun ávallt lifa í minningum okkar bræðra. Blessuð sé minning hans. Þú sagðist trúa og trú þin var sterk. Ég trúði aldrei á kraftaverk. Þegar augu mín opnast sé ég ævi þína renna þeim hjá. Stundum finnst mér ég heyra hlátur og hjarta mitt fyllist af ljúfsárri þrá. Ég minnist þín- ég minnist þín. (Bubbi Morthens). Óskar Þorkelsson, Hjalti Þ. Þorkelsson, Þorkell G. Þorkelsson, Marteinn Þorkelsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HREINN SIGURÐSSON, Engihlið 14, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, miðvikudagin 28. apríl kl. 13.30. Unnur Krfstin Sumarliðadóttir, Sigurgeir Ernst, Birna Baldursdóttir, Viktoría Sigurgeirsdóttir, Unnur Kristin Sigurgeirsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRID A. DIEGO, sem lést á heimili sínu, Laufásvegi 8, laugardaginn 17. apríl, verður jarðsung- in frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 28. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins pg heimahlynningu Krabbameinsfélags ís- lands. Sverrir Gauti, og Kolbrún Diego, Sonja Diego Erla Diego Dóra Diego, barnabörn og barnabarnabörn Ég sat við rúm þitt og þagði með þér, þrúgaður af myndum í huga mér. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 t Við þökkum öllum þeim, sem minntust frænku okkar og mágkonu, JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR frá Veturliðastöðum, og sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts hennar og útfarar. Jafnframt þökkum við starfsfólki dvalarheimilisins Hliðar á Akureyri fyrir nærgætna umönnun Jóhönnu heitinnar undanfarin níu ár. Stefán Karlsson, Einhildur Sveinsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og fjöldskylda. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BJÖRNSSONAR húsasmfðameistara. Helga Magnúsdóttir, Sigurður Sævar Sigurðsson, Björn Sigurðsson, Sigurbjörg Ingimundardóttir, Signhildur Sigurðardóttir, Úlfur Óskarsson og barnabörn. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð Megir salirogmjög Lokað í dag frá kl. 12 vegna útfarar HAFSTEINS KRISTINSSONAR, forstjóra Kjöríss. Blómaheildsalan hf., Réttarhálsi 2. giKÍ þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR BéTEL LIFTLEIIU K ERFIDRYKKJUR Hraunholt - veislupjónusta DaUhrauni 15, .u'niar 654740 - 650644. Höfum tii umráda gLeoilegan ,ml og bjoáum upp á veitingar á hóflegu verai t~ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓNÍNU B. EYLEIFSDÓTTUR, Vestmannaeyjum. Henning K. Kjartansson, Jónína Ingólfsdóttir, Hulda Reynhlfð Jörundsdóttir, Leifur Þorbjarnarson, Jórunn Ingimundardóttir, Gunnar Kristinsson, Margrét Ingimundardóttir, Sesselja Ingimundardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Bernharð Ingimundarson, Fjóla Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför JÓNS ÞORSTEINSSONAR, Hverfisgötu 3, Siglufirði. Ingibjörg Jónasdóttir, Jónas Jónsson, Ólöf Steingrímsdóttir, Jónsteinn Jónsson, Þóranna Jósafatsdóttir, Ari Jónsson, Lilja Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR HANNESDÓTTUR fyrrv. Ijósmóður frá Jörfa. Sérstakar þakkir til kvenfélagsins Bjarkar. Ólafur Agnar Jónasson, Guðrún Jónsdóttir, Hanna Jónasdóttir, Helgi Jónasson, Erla Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Baldur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Móakoti, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun. Óskar Sigurjónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Við viljum senda innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem studdu okkur með heimsóknum og kveðjum við and- lát og útför sonar okkar og bróður, EGGERTSFREYS KRISTJÁNSSONAR, Básahrauni 7, Þorlákshöfn. Hlýhugur ykkar allra er okkur ómetanlegur. Kristján Friðgeirsson, Guðrún Eggertsdóttir, Jórunn Kristjánsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR S. BJARNADÓTTUR frá Flateyri. Anna Kristjánsdóttir, Vilhelm Þorsteinsson, Sigurður Á. Kristjánsson, Erna Jensdóttir, Guðmundur Kr. Kristjánsson, Matthildur Kristjánsdóttir, Ingibjörg M. Kristjánsdóttir Duhon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Lokað Vegna jarðarfarar HAFSTEINS KRISTINSSONAR, forstjóra Kjöríss hf., verður Kjörís hf., Hvera- gerði, lokað þriðjudaginn 27. apríl 1993.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.