Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 42

Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 42
MORGUXBLADJD l’RIÐJUDAGUR 2?. APRÍL 1993 félk í fréttum STJÖRNUR SKEMMTIKRAFTUR Eddie Skoller „yngir upp“ Hinn 48 ára danski söngvari og grínisti Eddie Skoller hefur tekið saman við 23 ára gamla stúlku, Sissel Kyrkjebo, en sá orð- rómur hefur gengið nokkum tíma að hún væri í tygjum við tennis- leikarann Peter Bastiansen. Sissel vill þó ekki flytja inn í hús Eddies í Charlottenlund, þar sem hann bjó í ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni. Hefur grínistinn því þurft að setja upp englabrosið gagnvart unnustu sinni og setja eignina á sölulista. Raðhúsinu verður skipt út með einbýlishúsi, því turtildúfurnar vilja ekki heldur eiga á hættu að nágrannarnir geti heyrt hvað þeim fer á milli úti í garði. Eddie er sagður varkár maður og flanar því ekki að kaup- um fyrr en hann hefur selt raðhús- ið. Þau skötuhjúin eru nú á ferð í Austurlöndum, þar sem kappinn ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum. Að öðru leyti ætla þau bara að njóta orlofsins. Eddie ham- ingjusamur með nýju unn- ustunni, Sissel Kyrkjebo. Metsolublad á hverjum degi! HÖNNUÐUR Hannar öll föt Michaels Jacksons Gloría Kim datt heldur betur í lukkupottinn þegar henni tókst að hanna föt sem féllu popp- stjörnunni Michael Jackson í geð, því síðan hefur hún ekki þurft að kvarta undan atvinnuleysi. Hefur hún hannað alla hans búninga, ef undan er skilinn rauði hermanna- jakkinn, sem Michael er þekktur fyrir. Þó að það hafi verið vegna Michaels Jacksons sem Kim varð fyrir alvöru þekkt var það reyndar Terry Moore ekkja Howards Hug- hes sem var fyrsti stóri viðskipta- vinur hennar. Gloría hefur búið í áratug í Bandaríkjunum, en áður en hún fluttist þangað hannaði hún ýmsar pijónavörur í heimalandi sínu, Kóreu. Hún var orðin nokkuð þekkt og voru peysur og pijóna- kjólar fluttir út til Bandaríkjanna og varð það til þess að henni tókst að koma nafni sínu á framfæri í Hollywood. SAMVINNA V ínfj ölskyldur mynda samtök Nokkrar af þekktustu vín- gerðarfjölskyldum heims hafa ákveðið að taka upp sam- starf og voru samtökin Primum Familiale Vini stofnuð í því skyni fyrir skömmu. Um er að ræða fjölskyldurnar Antinori frá Toscana á Italíu, Drouhin frá Búrgundarhéraði í Frakklandi, Gaja frá Piemonte á Ítalíu, Hugel frá Elsass í Frakk- landi, Robert Mondavi frá Napadalnum í Kaliforníu, Sym- ington frá Oporto í Portúgal og Torres frá Pénedes á Spáni. Þær hafa verið í nánu sam- bandi undanfarin ár og ákváðu að stofna með sér samtök til að standa vörð um þá gömlu hefð að fjölskyldufyrirtæki annist vín- gerðar. Þá ætla fjölskyldurnar að deila með sér þekkingu sinni á sviði víngerðar og rekstrar. Jargen de Mylius stoltur í líf- varðajakk- anum. Með honum á myndinni er sam- starfskona hans Katja. Innfeilda myndin sýnir Cliff Richard, en Jorgen er einmitt að skrifa bók um þennan vin sinn. 27. 4. 1993 fgr_ 328 VÁKORT Whitney gaf Jorgen jakkann sinn Gloría Kim hannar alla búnmga Michaels Jacksons. Mynd af goð- inu hangir að sjálfsögðu á vegg vinnustofu hennar. Eflaust vildu margir vera í spor- um Danans Jorgen de Myl- ius, því nú gengur hann um í jakka sem notaður var í kvikmyndinni „The Bodyguard“ og engin önnur en Whitney Houston gaf honum. Jorgen, sem vinnur meðal annars við danska sjónvarpið, gerði sér ferð til Bandaríkjanna og tók við- tal við Whitney og Kevin Costner vegna myndarinnar. í lok viðtals- Þótt forsetafjölskyldan sé ekki meðal viðskiptavina Gloriu eru aðrir ing færgj Whitney Jorgen jakkann þekktir Bandaríkjamenn það. fræga, sem hann gengur nú í rogginn. Jorgen, sem er náinn vinur Cliffs Richards, er raunar að skrifa bók um stjörnuna. Nokkrar bækur hafa þegar verið skrifaðar um Cliff, en Jorgen telur sig eflaust geta komið fram með annað sjón- arhorn vegna kunningsskapar síns við söngvarann. Nýlega var Cliff í heimsókn í Danmörku bæði til frekari viðræðna vegna bókarinn- ar og til að koma fram í viðtals- þætti hjá Jorgen. COSPER Hættu að tuða kona. Samkvæmt kortinu eigum við að beygja til hægri! Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 3900 0003 5316 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 Algreiöslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA Íslandí sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir ad klófesta kort og visa á vágest. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík Simi 91-671700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.