Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 52

Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 52
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 VERÐ f LAUSASÖLU 110 KR. Veðhafafundur um tilboð í togara EG Miklir erfiðleikar hjá saltfiskútflytjendum á helstu mörkuðum Meistarar í kröppum dansi íslandsmeistarar FH í hand- knattleik lentu í kröppum dansi gegn nýliðum ÍR í und- anúrslitum Islandsmótsins gærkvöldi. FH tókst að jafna á síðustu sekúndum leiksins 26:26 og knýja fram framleng- ingu. Hið reynslumikla lið FH reyndist þá sterkara og vann 34:31. En ÍR-ingar gætu reynst erfiðir í seinni leik lið- anna. í hinum leik kvöldsins vann Valur Selfoss sannfær- andi 31:27 í Laugardalshöll. Sjá nánar á síðum B5 og B6. Samið við tilboðs- gjafa frá Grinda- vík og Hafnarfirði ÁKVEÐIÐ var á fundi veðhafa í þrotabúi Einars Guðfinnssonar hf. á Bolungarvík í gær að veita skiptastjórum heimild til að ganga til samninga við Grindavíkurbæ um sölu togarans Dagrúnar IS og við Háagranda hf. í Hafnarfirði um sölu Heiðrúnar ÍS. Alls bárust fimm tilboð í Dagrúnu og var tilboð Grindavíkurbæjar hæst eða alls 430 milljónir. Þijú tilboð bárust í Heiðrúnu og var tilboð Háagranda hf. hæst eða 291 millj. kr. Ósvör hf. á Bolungarvík bauð 375 millj. í Dagrúnu og 285 millj. kr. í Heiðrúnu. Bolungarvíkurbær hefur forkaupsrétt að togurunum og getur gengið inn í samninga. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að menn viti núna hvert markaðsverð skipanna sé og staðan verði rædd á fundi bæjarráðs með stjórn Ósvarar sem fer væntanlega fram í dag. Ólafur sagði það óæskilega þróun ef sveit- arfélög ætluðu að bítast um skip og veiðiheimildir. Átta tilboð bárust „Ef svo fer að menn leggjast á eitt um það að halda öðru hvoru skipinu áfram fyrir vestan munum við ekki leggja steina í götu þeirra,“ segir Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, en bærinn stendur á bak við Háagranda hf. ásamt fleiri aðilum í bænum. Auk framangreindra tilboða barst 420 millj. kr. tilboð í Dagrúnu frá UNS ráðgjafaþjónustu, fyrir hönd ónafngreindra aðila, rúmlega 410 millj. kr. tilboð frá Vinnslustöð- inni hf. í Vestmannaeyjum og 80 millj. kr. tilboð frá Hrönn hf. á Isafírði í skipið án aflaheimilda að fullu á árinu. UNS ráðgjafaþjónust- an sendi einnig 285 millj. kr. tilboð í Heiðrúnu fyrir hönd ónafn- greindra aðila. Sjá bls. 27: „Grindavíkurbær og Háigrandi. . .“ Algjör óvissa um hvenær tollar til Evrópu lækka AGNAR Kofoed-Hansen, önnur tveggja Boeing 747 breiðþotna Atlanta flugfélagsins í Mosfellsbæ, á hlaðinu á Keflavíkurflugvelli. Vélinni var flogið til Jedda í Saudi-Arabíu sl. sunnudag. Þar hafði hún skamma við- dvöl og var flogið í áætlunarflugi ríkisflugfélags Saudi-Arabíu til Lahore á Indlandi. Alls verða 140 íslensk- ir starfsmenn á vegum Atlanta við þetta verkefni. Hér má sjá eiganda Atlanta, Arngrím Jóhannsson, ræða við Pál Guðjónsson starfsmann félagsins, en í baksýn er stærsta flugvél íslenska flotans, sem tekur tæpa 500 farþega. Sjá bls. 22: „Breiðþotur Atlanta. . .“ STAÐA saltfiskmarkaða íslendinga í Evrópu verður stöðugt erfið- ari vegna hárra innflutningstolla og mikillar verðlækkunar. Enn er sérstök ívilnun í innflutningstollum ekki komin til fram- kvæmda og ríkir að sögn Magnúsar Gunnarssonar framkvæmda- stjóra SÍF fullkomin óvissa um hvenær það verður. Nú er reiknað- ur 13% tollur á flattan saltfisk í markaðslöndum Islendinga í Evrópu, og 20% tollur af flökum. Gert hafði verið ráð fyrir 3,7% tolli til að byrja með og síðar var ráðgert að hann hækkaði í 5%. _ Ofan á geysilegt verðfall í saltfiski mun þessi tollur koma af fullum þunga á íslenskum saltfiskútflytjendur, að sögn Magnúsar. dráttar á ákvörðunum um tolla- kvóta til handa íslendingum. Norð- menn eru með tvíhliða samning við Evrópubandalagið, sem kveður á um að þeir geta flutt til EB-land- anna 10 þúsund tonn af blautverk- uðum saltfíski á ári, 13.500 tonn af þurrkuðum fiski og 3.000 tonn af flökum, tollalaust. Samtals geta Norðmenn því flutt árlega til EB- landanna 26.500 tonn af saltfíski með 0% tolli. „Það var búið að gefa það út og samþykkja að tollurinn yrði fyrst 3,7% og hækkaði síðan í 5%, og raunar áttu menn bara eftir að aug- lýsa þá tiihögun," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Orðinn afar svartsýnn Magnús sagði að til hefði staðið Samkeppnisstaða íslenskra salt- fiskframleiðenda á Evrópumörkuð- um er enn erfiðari en áður vegna Skuld KEA 4.757 míllj. SKULDIR Kaupfélags Eyfirðinga lækkuðu um 50 milljónir í fyrra, 4.806 milljónum árið 1991 í j.757 milljónir. Þetta kom fram á aðalfundi KEA í gær. Þar kom einnig fram, að þrátt fyrir lækkun skulda hækkuðu fjár- magnsgjöld umfram fjármagnstekjur um 19% milli ára. KEA greiddi alls 333 milljónir króna á síðasta ári í fjármagnsgjöld. • Sjá bls. 32: „Lækkun skulda. . að taka ákvörðun um þetta mál á fundi í Brussel í síðustu viku. „Það var ekki gert og nú er rætt um að ákvörðun verði tekin á fundi í næstu eða þamæstu viku. Ég er orðinn afar svartsýnn á að nokkuð verði gert í þessu, því við heyrum það utan að okkur að ákvarðanir um tollakvótana geti dregist enn frek- ar,“ sagði Magnús. Magnús sagði að þetta væri gríð- arlegt reiðarslag fyrir íslenska salt- fískútflytjendur, því ofan á 15% til 20% verðfall á saltfíski bættust þessir háu innflutningstollar af full- um þunga beint á framleiðendurna. Sláturfélagshúsin við Skúlagötu merk í byggingasögunni Arbæjarsafn vill að hús SS fái að standa ÁRBÆJARSAFN leggur til að hús Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu verði endurnýtt fyrir tækniminjasafn, í stað þess að þau verði rifin, eins og borgarráð hefur samþykkt. Safnið telur að húsin hafi ótvírætt gildi fyrir bygg- ingarsögu Reykjavíkur. í umsögn Árbæjarsafns um niðurrifsbeiðni byggingadeildar borgarverkfræðings segir m.a., að húsin, sem byijað var að byggja árið 1907, hafi verið fyrsta atvinnuhúsnæðið sem eitthvað kvað að í Reykjavík frá byggingu Innréttinganna í Aðalstræti, auk þess að vera með fyrstu steinsteyptu húsunum. Þá segir í umsögninni: „. . .má ljóst vera að þessi hús eru samofin þrounar- og atvinnusögu Reykjavík- ur. Einnig er gildi þeirra í byggingasögu Reykjavíkur ótvírætt.“ Sjá bls. 22: „Vilja tækniminjasafn . . .“ Stærsta íslenska flugvélin Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.