Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Frumvarpi um fiskveiði- stj óraim frestað til hausts Ekki samstaða um atriði í frumvarpinu um veiðar smábáta EKKI er einhugur í þingflokkum Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins um þau ákvæði í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um fiskveiðisljórnun, er lúta að veiðum smábáta. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað þess vegna í gær að leggja frumvarp um sjávarútvegsmál ekki fram á yfirstand- andi þingi, heldur bíða þar til í haust. Á með- an ætla stjórnarflokkarnir að reyna að koma sér saman um þau atriði, sem ekki er sam- staða um í stjórnarliðinu. „Það strandar einvörðungu á því að um þessar breytingartillögur, þótt þær taki ekki nema til eins til tveggja prósenta heildarveiðanna, var ekki nægjanlegt samkomulag í þingflokkum ríkis- stjórnarinnar og ástæðulaust þegar þannig stend- ur á að efna til vorþings,“ sagði Þorsteinn Páls- son í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að niðurstaða tvíhöfðanefndarinnar hefði verið að byggja í öllum aðalatriðum á afla- markskerfínu og ekki væri gert ráð fyrir að breyta núgildandi lögum í grundvallaratriðum. Þorsteinn sagði að það væri þvi ekki stór skaði þótt málið biði til hausts. „Það eru engin vandkvæði á að fylgja þeirri niðurstöðu sem fékkst í þessari endur- skoðun. Hún festist í sessi og við getum bytjað að vinna markvisst að því að skapa festu um þessa fiskveiðistjórnun," sagði Þorsteinn. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagðist sáttur við að skoða mál- ið nánar þar til í haust. Hann sagði að andstaðan við að setja þak á afla smábáta næði langt inn í raðir stjórnarliðsins. „Menn telja að með þessu sé verið að stefna smábátum út í sókn í ótryggum veðrum og það gæti haft í för með sér slysa- hættu,“ sagði Össur. Hann sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera samkomulag um að skerða sókn og þar með heildarveiði. „Við vorum mjög til viðræðu um að fækka sóknardögum, líka yfir sumartímann þegar langmestur afli kemur á land,“ sagði Össur. Hann sagist telja það bera vott um þroska stjórnarsam- starfsins að gefa mönnum tíma til að ræða málin út í hörgul í sumar. Rændi bak- ara með hníf á lofti 15 ÁRA piltur réðst inn í bak- arí við Kleifarsel í Reykjavík snemma á laugardagsmorgun með hníf á lofti og tók 3-4 þúsund krónur úr peninga- kassa. Pilturinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Bakarinn var einn við vinnu þegar ölvaður pilturinn ráfaði þar inn. Bakarinn rak hann á dyr en pilturinn sneri aftur, tók peninga úr kassanum og var með hníf á lofti. Til stimpinga kom milli pilts- ins og bakarans sem kom piltin- um á dyr án þess að skerast. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði pilturinn hleypt lofti úr hjólbörðum á bíl bakarans, brot- ið rúðu og horfið á braut. Nýtt mat á vara- hlutum Óðins hf. Verðmæti lagers tal- ið 7 millj. NÝTT mat á verðmæti vara- hlutabirgða þrotabús Helga Jónssonar sem Helgi hyggst leggja fram til eignaaukn- ingar flugfélagsins Óðins hf. verður kynnt á fundi Flug- ráðs í dag. Niðurstaða þess er að verðmæti umræddra varahluta sé í hæsta lagi sjö millj. kr. Flugráð ákvað 21. apríl sl. að fá matsmenn til að endurmeta varahlutina að ósk Óðins hf. vegna ágreinings um verðmæti þeirra og í niðurstöðu þess segir að inn- kaupsverð birgðanna liggi ekki fyrir. Svo virðist sem fyrri eigend- ur hafi ekki metið birgðirnar mik- ils og því nánast gefið þær. Ekk- ert liggi fyrir um veðhæfni birgð- anna eða endursöluverð á almenn- um markaði en þó sé líklegt að lítið fengist fyrir þær yrðu þær seldar í heilu lagi á alþjóðlegum markaði. Reynt að afla fjár eftir öðrum leiðum Sigurður I. Halldórsson lögmað- ur og Jón Helgason, framkvæmda- stjóri Óðins hf., sögðu að þótt þetta væri lægra verð en sérfræð- ingar félagsins hefðu áætlað ættu þeir von á að takast mætti að afla þess fjár sem upp á vantaði eftir öðrum leiðum til að félagið upp- fyllti kröfur um eigið fé. Sjá Af innlendum vettvangi á bls. 55. / dag Sjómenn mótmæla_________________ Vilja opinbera rannsókn á kvótavið- skiptum 28 til 29 Yngsti stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson 20 ára og stórmeistari í skák 28 Serbar__________________________ Óttast efnahagshrun og hernaðaríhlutun 26 Leiðari Erlend fjárfesting og atvinnulífið 28 Morgunblaðið/Kristinn Varpið hafið við Tjörnina ENDURNAR við Tjörnina í Reykjavík hafa ekki látið veðrið upp á síð- kastið hafa áhrif á sig og er varpið hjá þeim nú hafið. Á myndinni sjást þær stöllur Birta Benónýsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir virða fyrir sér egg í hreiðri sem þær fundu í nágrenni Ráðhússins. Umhleypingar eru framundan SUÐLÆGAR áttir verða ríkjandi næstu daga með skúrum og jafnvel slydduéljum sunnanlands en mildu veðri norðanlands. Að sögn Unnar Ólafsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofunni, verður veður almennt heldur hlýrra en verið hefur undanfarið og því ekki líkur á næturfrosti. Ekki hætta á gróðurskemmdum Jóhann Páisson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, sagði að veðrið undanfarið væri ekki óalgengt í apríl, en þetta væri það veður sem reyndi hvað mest á gróðurinn þegar sólfar væri á daginn og frost á nótt- unni dag eftir dag. Hins vegar teldi hann litlar líkur á miklum gróður- skemmdum þar sem jörð væri frost- laus. „Plönturnar ná með góðu móti upp vatni, en þegar þetta gerist og klaki er enn í jörðu hefur oft farið mjög illa. Ég er því ekki hræddur um að veðrið undanfarið vaidi miki- um skemmdum á gróðri, en vissu- lega verða alltaf einhveijar smá- skemmdir öll vor og ég er alls ekk- ert óttaslegnari nú en oft áður hvað þetta varðar. Hins vegar verðum við að horfast í augu við það að við eig- um ekki að rækta annan gróður en þann sem getur mætt svona tíðarf- ari, og í gegnum tíðina hefur orðið það úrval að við eigum mjög mikið af sterkum garðagróðri sem komin er góð reynsla á,“ sagði Jóhann. Breytir engu fyrir varp sem hafið er Ævar Petersen fuglafræðingur sagði að veðrið undanfarið breytti engu um varp fugla sem þegar væri byijað, en hins vegar gæti það seink- að varpi hjá sumum fuglum sem ekki væru byijaðir. „Það koma alltaf afturkippir í þetta á hveiju vori, þannig að það er ekkert óvenjulegt á seiði nú. Ef aftur á móti væri um svona veður að ræða vikum saman þá gæti eitt- hvað farið úrskeiðis. Hins vegar hvað varðar þá fugla sem byijaðir eru að verpa og eru farnir að liggja á þá gæti þess vegna snjóað yfir þá án þess að það hefði nokkuð að segja, þó það gæti vissulega verið breytilegt eftir tegundum," sagði hann. Þjóðhagsstofnun spáir 6% kaupmáttarrýmun á árinu KAUPMÁTTUR ráðstöfunartekna mun dragast saman um 6% á yfirstandandi ári, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá, sem Þjóðhagsstofnun birti í gær. Það er enn meiri samdráttur en stofn- unin spáði í janúar og orsakast m.a. af verðfalli á sjávarafurðum og lækkandi þjóðartekjum í kjölfar þess. Þjóðhagsstofnun spáir 3,8% verðbólgu á næsta ári og 5% atvinnuleysi. íþróttir ► ÍR vann fyrsta leikinn við Sel- foss um 3. sætið á Islandsmótinu í handknattleik - Manchester United fagnar Englandsmeistar- atitlin um í fyrsta sinn í 26 ár Landsframieiðslan stendur í bezta falli í stað í riti Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn kemur fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 3,7% á síðasta ári og minnk- un þjóðartekna 4,5%. í ár stefnir hins vegar í 1% rýmun landsfram- leiðslu og 3,1% samdrátt þjóðar- tekna. Stofnunin telur að lands- framleiðslan standi í bezta falli í stað á næsta ári. Þjóðarútgjöldin munu, sam- kvæmt spá stofnunarinnar, drag- ast saman um 3,9% á þessu ári, meira en þjóðartekjumar, og því mun viðskiptahallinn við útlönd minnka úr 3,1% af landsfram- leiðslu í fyrra niður í 2,7% á þessu ári. Minnsta verðbólga í 32 ár Verðbólgan á síðasta ári var sú minnsta, sem mælzt hefur í 32 ár, eða 2,4%. Gert er ráð fyrir að verðbólgan aukist enn á þessu ári en verði þó minni en í öðrum Evr- ópulöndum, eða 3,8% miðað við 4,9% Evrópumeðaltal. Kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrnaði um 2% á síðasta ári, en Þjóðhagsstofnun spáir nú 6% iækkun á þessu ári. Atvinnuleysið, sem var 3% í fyrra, getur orðið 5% í ár, samkvæmt þjóðhagsspánni. Afkoma sjávarútvegs fær ekki staðizt til lengdar „Erfið staða sjávarútvegs, vax- andi atvinnuleysi og halli á ríkis- sjóði verða helztu viðfangsefni hagstjórnar á næstunni. Afkoma fyrirtækja í sjávarút- vegi er lakari nú en fær staðizt tii lengdar,“ segir í riti Þjóðhags- stofnunar. „Þótt atvinnuleysi hér á landi sé minna en í flestum öðr- um löndum er það meira en mælzt hefur áður á Islandi. Talið er að afkoma ríkissjóðs versni .á ný á þessu ári eftir nokkurn bata í fyrra. Mikilvægt er að vinna að úrbótum á þessum sviðum.“ Slagsmál á Qlafsvík Fluttur á slysadeild TIL SLAGSMÁLA kom milli fjögurra manna í húsi á Ól- afsvík aðfaranótt sunnu- dagsins. Heimamaður réðst þar á þijá aðkomumenn og í slagsmálum sem fylgdu í kjölfarið brá hann hníf á loft og særði einn aðkomu- manninn í andliti. Var sá fluttur á slysadeild í Reykja- vík en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru mennirnir í samkvæmi ásamt unnustu heimamannsins. Hann taldi að konan gerði sér einum of dælt við einn aðkomumannanna og í afbrýðiskasti réðst hann á þá með fyrrgreindum afieið- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.