Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 18
18_____________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993_ Iðnmenntakerfið-bíl- greinanám í hvers þágu? eftir Ingiberg Elíasson Um nokkurt skeið hefur umræð- an um skólamál verið neikvæð m.a. í þeirri merkingu að skólinn veiti ekki þá fræðslu sem nemendunum er nauðsynleg. Seint mun þó öllum gert til hæfis sem bera hag skóla- kerfisins fyrir bijósti. Þetta kemur í hugann eftir lestur tveggja greina í Morgunblaðinu þann 30. mars sl. um iðnfræðsluna og bílgreinarnar sérstaklega. Iðnmenntakerfið gagnrýnt á Alþingi í annarri greininni á bls. 24 er lesendum blaðsins sagt frá þeim upplýsingum menntamálaráðherra til Alþingis að mat forsvarsmanna iðngreinanna í landinu sé að „nám- ið sem opinbera skólakerfið býður upp á sé allsendis ófullnægjandi og því fer fjarri að nýútskrifaðir iðn- nemar uppfylli þær hæfniskröfur sem fagmenn og atvinnurekendur gera til þeirra" svo vitnað sé orð- rétt í mál ráðherrans. Tilefni þessara orða er breyting- artillaga við framhaldsskólalögin sem opnar það sem nefnt er til- raunastarfsemi í starfsnámi. Reynsla okkar í starfsmenntageira framhaldsskólans af tilraunastarf- semi menntamálaráðuneytisins til þessa er sú, að tilraun merki gjarn- an að ekki þurfi að hlíta neinum reglum né gera þurfi upp reikninga tilraunastarfsins. Ekki verða rakin dæmi um þetta þó af mörgu sé að taka en nóg er að nefna að ýmis starfsemi í framhaldsskólum hófst sem tilraunastarf og oftar en ekki hefur engin úttekt verið gerð á til- rauninni og starfsemin áunnið sér hefð. Að þessu sinni er kvartað við menntamálaráðherra um að tiltekið skólanám sé óbrúklegt sem þó hófst sem tilraun og gleymdist að endur- skoða. Aðrar tilraunir hafa hrein- lega gufað upp og enginn vill við þær kannast. Því er það fróm ósk til alþingismanna varðandi þetta; fyrir alla muni notið eitthvað annað orð en „tilraunastarf" í löggjöfinni ef tilgangurinn er einhver annar en meining orðsins segir til um. Lagabreytingin er annars óþörf því nóg svigrúm er í lögunum til nýbreytni þ.m.t. samstarf við at- vinnulífið. Hins vegar hefði að margra mati mátt breyta öðrum greinum laganna í átt tii nútíma viðhorfa. Hver setur hæfniskröfur til nemenda? Starfsmenntakennarar hafa ekki verið í neinum vafa um hæfni nem- enda sinna, góða sem slæma, að loknu skólanámi og vita fullvel að þeir sækja ekki um störf hjá vinnu- „Ætla mætti að engin kennsla af þessu tagi hafi boðist í framhalds- skólum hingað til en því fer víðs fjarri. Lesend- um þessa blaðs til fróð- leiks er rétt að upplýsa að bókleg og verkleg kennsla í bifvélavirkjun og bifreiðasmíði hefur farið fram við Iðnskól- ann í Reykjavík um ára- tuga skeið.“ veitendum sem auglýsa „aðeins vanur maður kemur til greina“ þeg- ar starf losnar. Rétt er að benda á í þessu sambandi að námsmarkmið og hæfniskröfur í iðnnámi eru markaðar af iðngreinunum sjálfum en í öðrum námsgreinum af menntamálayfirvöldum. Tíminn sem ætlaður er til þess arna í skól- unum hefur rýrnað verulega bæði vegna samdráttar og einnig að greinum fjölgar sem koma þarf fyr- ir innan sama tímaramma. Starfs- þjálfun iðnnema, þ.e. þjálfun í vinnu á raunverulegum vinnustað áður en nemendur þreyta sveinspróf sem er hæfnispróf iðngreinarinnar, hef- ur alltaf verið í höndum iðngrein- anna sjálfra. Gagnrýni á iðn- menntakerfið má því skoða sem harða gagnrýni á þá sem marka stefnuna og ákveða innihaldið frek- ar en þá sem í skólunum starfa enda hefur engin gagnrýni beinst að þeim. Það sem dapurlegt er við opinbera meðferð þessa málaflokks er það að engar alvöru athuganir eða úttektir hafa verið gerðar á iðnmenntun eða starfsnámi í fram- haldsskólum og atvinnulífi svo um- ræðan og athafnir manna byggjast meira á tilfinningu og brjóstviti en skipulegum þekkingargrunni. Áhersla á bílgreinar í skólanum í Borgarholti Hin greinin í blaðinu frá 30. mars sl. um bílgreinanám í nýjum skóla í Borgarholti tengist breyting- unni á framhaldsskólalögunum varðandi tilraunastarfsemi í rekstri skóla. Menn virðast ekki treysta á það að lögin heimili starfsemina að óbreyttu. Samstarfsyfirlýsingin, sem þar er sagt að ráðuneytið og aðiiar atvinnulífsins hafi gert með sér, hefur ekki verið birt en í grein- inni kemur fram að í skólanum muni fara fram grunnnám, eftir- menntun og námskeiðahald í bíl- greinum og að með samningi sem gerður verði síðar skuli stefnt að frekari samvinnu skóla og atvinnu- lífs um þróun, framkvæmd og stefnumótun á þessu tiltekna sviði. Ætla mætti að engin kennsla af þessu tagi hafi boðist í framhalds- skólum hingað til en því fer víðs fjarri. Lesendum þessa blaðs til fróðleiks er rétt að upplýsa að bók- leg og verkleg kennsla í bifvéla- | virkjun og bifreiðasmíði hefur farið fram við Iðnskólann í Reykjavík um áratuga skeið. Ekkert hefur komið [ fram hvort bílgreinadeildin við hinn nýja skóla í Borgarholti tekur yfir bílgreinakennslu Iðnskólans eða | boðið verður upp á samkeppni skól- ana sem kannski er hinn fýsilegasti kostur. Frjálst framtak fyrir tveimur áratugum Það var í frjálsri samvinnu Iðn- skólans, atvinnulífsins, bæði sveina og meistara, og Reykjavíkurborgar að byggð var upp aðstaða til verk- legrar kennslu í bifvélavirkjun á árunum 1972-76. Verknámsað- staðan var sambærileg við það besta af því tagi sem þekktist á þeim tíma. Húsnæðið var raunar aldrei hentugt fyrir starfsemina en búnaður vinnustofanna er mikill og k ennþá í góðu ástandi. Því miður báru menn ekki gæfu til að halda áfram samstarfi og allir sem bera | hag greinarinnar fyrir bijósti hafa verið óhressir með það hvernig fór. Það er vel að nú skal byija upp á | nýtt og Öskandi að menn lendi ekki 9 í sama farinu og fyrr. Neytendur borga Starfsmenntakennarar munu fylgjast með framhaldinu og geta raunar lítið annað gert en vona að farsællega takist til um allt sem lýtur að starfsmenntun í 'landinu. Þeir eru sannarlega reiðubúnir nú sem fyrr að leggja sitt besta af mörkum í skólastarfinu. EES-málið þarf að kynna betur Tími er nægur til þess eftir Sigurð Sigurðarson Ég taldi rétt að greina utanríkis- málanefnd Alþingis (í bréfi dags. 24. apríl) frá nýfenginni reynslu um það hvernig framkvæmd samn- ings um Evrópskt efnahagssvæði kemur við smitvamir dýra. Þau mál þekki ég allvel eftir nær 25 ára starf á því sviði. Á því afmarkaða sviði er skuggahlið sem skelfir. „Skrifræði." Mér þykir líklegt að á fleiri sviðum samningsins munum við þurfa að beijast með kjafti og klóm fyrir réttlæti í hveiju smáat- riðinu á fætur öðru. Ég var fyrir skömmu í Lettlandi á ráðstefnu um dýrasjúkdóma. Ráð- stefnan var fyrir Eystrasaltslöndin öll og dýralæknar frá Norðurlönd- unum veittu þar fræðslu. Ég flutti þar erindi um sauðfjársjúkdóma og 50 ára baráttu íslendinga við að uppræta smitsjúkdóma, sem hingað bárust vegna slökuriar á varúð fyr- ir hagnaðarvon. Ogætilegur inn- flutningur átti sér stað. Afleiðing: Karakúlsjúkdómarnir votamæði, þurramæði, visna og garnaveiki frá Þýskalandi og riðuveiki frá Eng- landi. Þessir sjúkdómar ollu ómældu tjóni hériendis og kostnaður við útrýmingu þeirra varð gríðarmikill. Árangur sem náðst hefur við að uppræta smitsjúkdóma hér þykir mjög athyglisverður erlendis. Vota- mæði, þurramæði og visnu hefur verið útrýmt og virkt bóluefni þróað gegn garnaveiki. Riðuveikitilfellum á landinu öllu hefur fækkað úr 66 árið 1986 í 4 á þessu ári. Erlendir fræðimenn hafa dvalið hér til að kynna sér aðferðir okkar. Að ráðstefnunni lokinni átti ég tal við dýralækna frá Norðurlönd- unum til þess að fræðast um það hvernig þeir væru búnir undir aðild að Evrópsku efnahagssvæði og hvernig gerðar yrðu nauðsynlegar varúðarreglur. Hér er þess að geta að samkvæmt EES-samningnum hvílir sönnunarbyrðin á því landi sem vill hindra innflutning hættu- legra smitefna fyrir búfé. Til að banna innflutning verður ísland því á eigin kostnað að sanna fyrir ÉB með rannsókn sýna úr búfé o.fl., að hér séu ekki til hættulegir smit- sjúkdómar, sem þekktir eru í þeim löndum eða einstökum héruðum erlendis sem vilja selja okkur vöru og dýr. Þetta gildir þótt sjúk- dómanna hafi ekki orðið vart hér svo þekkt sé frá því að sögur hófust. Danmörk er í Efnahagsbanda- laginu (EB) sem kunnugt er. Ég spurði Danina hvernig þeim gengi að veijast smithættu frá öðrum EB-löndum fyrir búfénað í sínu landi. Ég varð strax var við gremiu meðal þeirra út í ofríkið sem þeir yrðu að glíma við í þessum málum. Heilsufar búfjár í Danmörku er betra en í flestum öðrum EB-lönd- um og vilja Danir eðlilega veijast sjúkdómum sem þeir hafa ekki. Þeir sóttu því um leyfi til að mega veijast ýmsum fleiri sjúkdómum (Additional guaranties) en þeim al- varlegustu eins og gin- og klaufa- veiki. Eftir langt samningsþóf fengu Danir loks samþykkta 2 sem þeir mættu nota til að banna inn- flutning, einn veirusjúkdóm í kúm (IBR/IPV) og annan í svínum (Aujezkys disease). Svíar sóttu um 20 sjúkdóma í ýmsum dýrum en fengu eftir þóf það svar að þeir yrðu að láta sér duga þá 2 sem Danir fengu. Norðmenn hafa haft strangari reglur um innflutning en Svíar og í þeirra umsókn voru um 30 sjúkdómar í ýmsum tegundum dýra. Þeir munu nú hafa fengið sama svar og Svíar eftir harða samninga um þetta atriði. Við fengurn frest til 1995 til undirbúnings. Ég skynja hvað bíður okkar þegar fresturinn rennur út. Þá verðum við að semja um hrátt kjöt, lifandi dýr og ýmislegt annað. Ég kvíði því að samningsstaða okk- ar verði veikari, þegar búið er að hengja okkur upp í EES-samning- inn, ef við höfum ekki skráðar tryggingar á blaði um sérstöðu okkar. Munnleg loforð gilda ekki. Byggt er á vottorðum embættis- manna um uDDruna oe heilbrigði í Sigurður Sigurðarson „Hinn raunverulegi EES-samningur í end- anlegri gerð er nú til lokaafgreiðslu Alþing- viðskiptum með dýr og vörur. í marsbyijun kom gin- og klaufaveiki upp í nautgripum í héraðinu Pont- enza á Italíu. Strax var tekið fyrir innflutning á ýmsum afurðum bú- fjár frá Italíu til annarra landa. Þúsundir gripa hafa verið felldir og brenndir. Ekki hafa þó náðst tök á veikinni. Gripir þeir sem báru veik- ina í landið voru frá Króatíu. Vott- orð um uppruna reyndust fölsuð. Við höfum ekki gleymt pappírum þeim sem fylgdu karakúlfénu á sín- um tíma og vitum að vottorðum er óvarlegt að treysta. Nær ógerlegt er að fylgjast með því hvort slíkt er í lagi. Þetta er það sem við megum búast við, ef við burfum að oona fyrir innflutning afurða búfjár sunnan úr Evrópu eins og gert er ráð fyrir í EES-samningnum. Sumir sjúkdómar eru landlægir fc og verður lítt eða ekki vart. Ef skráning er ófullkomin hjá þeim sem selja vill er hægara sagt en | gert að vita hveiju skal veijast. Alltaf er að koma upp áður óþekkt smit erlendis. Gegn því erum við | varnarlaus. Hinn raunverulegi EES-samn- ingur í endanlegri gerð er nú til lokaafgreiðslu Alþingis (440 mál þskj. 749). Lagabreytingin ein ásamt bókunum sem nú er til um- fjöllunar er bæklingur upp á rúmar 38 síður. Lögin frá 13. janúar eru ónothæf án þessara breytinga. Samningurinn um EES er afdrifa- ríkasta mál sem borið hefur verið upp á Alþingi frá lýðveldisstofnun 1944. Hann mun hafa víðtæk áhrif á líf okkar hér á íslandi. Fresta ætti staðfestingu hans og nota tím- ann fram eftir sumri til að fræða almenning eða semja betur ef þörf . er á og unnt er. Tími er til þess þar sem samningurinn tekur í fyrsta lagi gildi um áramótin næstu. Er i eitthvað að hræðast? Tíminn er naumur fyrir þá sem telja þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf- , sagða til þess að knýja aðila til að * fræða almenning um rök með og móti samningnum og áhrif hans á atvinnugreinar. Þá fræðslu vantar sárlega um svo mikið mál. Þjóðarat- kvæði er líka eitt til þess fallið að lægja þann biturleika sem ríkir meðal hluta þjóðarinnar út í stjórn- völd fyrir að keyra þetta mál í gegn um þingið og staðfestingu án þess að öruggur meirihluti sé fyrir því hjá þjóðinni: Menn eru að vona að Vigdís forseti bíði þess að undir- skriftalistar um þjóðaratkvæði sem eru út um allt land berist henni. Er einhver sem hræðist það að menn fræðist? Höfundur er rannsóknalæknir í liúsdýrasjúkdómum á Keldum. ENSKA ÞÝSKA FRANSKA RÚSSNESKA ENSKA ÞÝSKA FRANSKA RÚSSNESKA ALMENN N^MSKEIÐ FEJtÐANÁMSKEIÐ SAMRÆÐUH^ÓPAR BARNANÁMSKEIÐ EINKATÍMAR MALASKOLIREYKJAVIKUR brautarholti 4 Sumárnámskeid á vægu verði - 7 vikur innritun og upplýsingar á staðnum eða í súna 628890 - Námskeið hefjast 10 maí. VIÐSKIPTANÁMSKEIÐ RÁÐSTEFNUR/RÆÐUR SÉRSNIÐIN NÁMSKEIÐ FYRIR FYRIRTÆKI EINKATÍMAR ENSKA ÞÝSKA FRANSKA RÚSSNESKA ENSKA ÞÝSKA FRANSKA RÚSSNESKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.