Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐU? ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Sími 16500 SYNDI SPECTRal wECORDtNG. U[J|dolbystÆ~1H^ HELVAKINIM III HELLRAISER III HELVÍTI Á JÖRÐU ÞAÐ SEIVIHÓFST í HELVÍTI TEKUR ENDA Á fÖRÐU! Hver man ekki eftir myndunum „Hell- raiser" og „Hellbound" sem eru meðal bestu og vinsælustu hrollvekja síðari ára? Nú er komið að lokakafla þessarar myndaraðar. HELVAKINN III - SPENNA OG HROLLUR í GEGN! Aðalhlutverk: Terry Farréll, Doug Bradley, l’aula Marshali og Kevin Bern- hardt. Leikstjóri: Anthony Hickox. Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. HETJA DUSTTN HOFFMAN, GEENA DAVTS og ANDY GARCIA í vinsælustu gamanmynd Evrópu árið 1993. ★ ★★i/2DV ★★★1/2 Bíólínan ★ ★ ★ Pressan. í FYRSTA SKIPTIÁ ÆVINNIGERÐI BERNIE LAPLANTE EITTHVAÐ RÉTT. EN ÞAÐ TRÚIR HONUM BARA ENGINN! . Önnur hlutverk: Joan Cusack, Chevy Chase, Tom Arnold. Leikstjóri: Stephen Frears. Sýndkl. 4.50,6.55,9og 11.10. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVIK: 30. apríl 3. maí 1993 Tilkynnt var um sex umferðarslys um helgina, auk 52 annarra eignar- tjónsóhappa. Á föstudags- morgun slasaðist ökumað- urí árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Lönguhlíðar og Háteigsvegar. Skömmu síðar varð gangandi kona fyrir bifreið í Skógarhlíð. Um miðjan dag varð dreng- ur á reiðhjóli fyrir bifreið á Bíldshöfða og um kvöldið þurfti að flytja einn á slysa- deild eftir árekstur tveggja bifreiða á Hringbraut gegnt Tjörninni. Aðfaranótt laug- ardags varð gangandi vegf- arandi fyrir bifreið á Hverf- isgötu við Vatnsstíg og um kvöldmatarleytið á sunnu- dag meiddist ökumaður í árekstri þriggja bifreiða á Hringbraut. Átta ökumenn eru grun- aðir um ölvun við akstur um helgina. Þrír þeirra höfðu lent í umferðaróhöpp- um áður en til þeirra náðist. 1 Sex líkamsmeiðingar voru kærðar til lögreglunn- ar. Aðfaranótt laugardags var slegist í húsi í Hamra- hverfi. Flytja varð einn á slysadeild. Veist var að dyraverði á Feita dvergnum við Höfðabakka og slegið var til lögreglumanns á Lækjartorgi og flytja varð einn á slysadeild eftir slags- mál á Duus-húsi. Undir morgun þurfti að flytja einn á slysadeild og annan í fangamóttöku eftir slags- mál á Lækjartorgi. Aðfara- nótt sunnudags kom til slagsmála á veitingahúsinu Tveir vinir. Þurfti að flytja einn í fangageymslu og annan á slysadeild. Á föstudagskvöld var til- kynnt um að reyk legði frá húsi við Skólavörðustíg. Slökkviliðið fór á staðinn ásamt lögreglu og kom þá í ljós að sýra kraumaði í potti atvinnuhúsnæðis. Eig- andinn var kvaddur til. Aðfaranótt laugardags snjóaði enn og gekk á með éljum. Er líða tók á nóttina fór að kólna og frysti við það á götum borgarinnar. Akstursskilyrði urðu slæm, sérstaklega þar sem margir höfðu skipt yfir á sumar- hjólbarðana. Menn frá borginni voru ræstir út og var saltað Iátlaust með fjór- um saltbifreiðum fram und- ir morgun. Snemma á laugardags- morgun var tilkynnt um mann vera að bauka í bif- reið honum óviðkomandi í Hæðargarði. Lögreglan handtók skömmu síðar mann þar sem hann var að reyna að ná útvarpstæki úr mælaborði bifreiðarinnar. I pokaskjatta, sem maðurinn var með, voru fleiri útvarps- tæki er hann átti erfitt að gera grein fyrir. Hann var færður í fangageymslu. „Einungis" var tilkynnt um sex innbrot um helgina. Brotist var inn í bifreið við Vesturberg aðfaranótt laugardags. Þá var brotist inn í bifreiðir við Álftaland og Búland. Farið var inn í dráttarvélagröfu aðfaranótt sunnudags og reynt var að fara inn í fyrirtæki við Ing- ólfsstræti. Þrátt fyrir snjóa og slæma færð voru 28 öku- menn kærðir fyrir að aka of hratt og 23 fyrir önnur umferðarlagabrot. Stutt er í næsta samræmda umferð- arátak lögreglunnar á Suð- vesturlandi. í frétt í Mbl. sl. laugar- dag var sagt frá úrskurði fulltrúa dómsmálaráðu- neytisins þess efnis að lög hömluðu ekki sölu áfengis utan dyra. Það var embætti lögreglustjórans í Reykja- vík sem á síðasta ári þótti ástæða til þess að fá úr- skurð ráðuneytisins hver skilgreining þess væri á hugtakinu húsnæði í skiln- ingi áfengislaganna. Túlk- un ráðuneytisins er óná- kvæm og tvíræð og virðist vera í ósamræmi við lag- anna orðanna hljóðan. Ef vilji er til breytinga á lögun- um og að tekið verði mið af breyttum kröfum er- lendra ferðamanna og ein- hverra íslendinga, þarf að endurskoða lögin þannig að þau verði ótvíræð en ekki á að vera nægilegt að breyta einungis túlkun þeirra. í áfengislögunum segir m.a. (20. gr.) að bannað sé að bera með sér áfengi út af skemmtistað. I reglugerð um sölu og veitingu áfengis segir m.a. (11. gr.) að bann- að sé að bera með sér áfengi út af veitingastað. Frá þessu eru engar undan- þáguheimildir. í lögreg- lusamþykkt Reykjavíkur segir m.a. (19. gr.) að á almannafæri megi ekki leggja eða setja neitt það, sem hindrað getur umferð. Lögreglustjóraembættið ákvað sl. haust að verði sótt sérstaklega um heimil'd til þess að mega veita áfengi utan dyra, s.s. í af- mörkuðum garði eða af- mörkuðu svæði á gangstétt, sem samþykkt hefur verið sem slíkt, þurfí leyfíshafí að uppfylla ákveðin skil- yrði, t.d. varðandi opnunar- tíma, tónlistarflutnings, ge- stafjölda og annað að feng- inni umsögn heilbrigðisyfir- valda, eldvarnareftirlits og að undangenginni grennd- arkynningu. Afgreiðslan verður byggð á bréfi ráðu- neytisins, enda ber það ábyrgð á túlkuninni. < m § Á slóð raðmorðingja hefur leyniiögreglu- maöurinn John Berlin engar vísbendingar, engar grunsemdir og engar f jarvistar- sannanir. ...og nú er komið að þeirri óttundu. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. Leikstjóri Bruce Robinson. BÖNNNUÐ INNAN 16 ÁRA. VIIMIR PETURS „SPRENGHUtGILEG! ..Otuktarlog, u--------------- hugljúf.frá- - ★ ★ ★ ’/z bærlega Chicago Suntimes. ^ hnwttinl** Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. HOWARDSEND Myndin hlaut þrenn Óskarsverð- IW) laun, m.a. besti kvenleikari: B'S j EMMATHOMPSON. Sýnd kl. 5. KRAFT AVERKAM AÐURIWN STEVE MARTIX DEBR-\ WINGER Flestir telja kraftaverk óborganleg. Þessi maöur er tilbúinn að prútta. w ***Q.E.DV. iEAP Faith Ltiktfjéri DICKMAAS Syndkl.5, 7,9.05 og 11.15. Sýndkl. 7. Síðustu sýn. Bæjarráð Hafnar óskar skýringa á uppsögnum ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ALLAR MYNDIR NEMA Á JENNIFER 8 OG KARLAKÓRINN HEKLU. HÁGÆÐASPENNUMYNDIN JENNIFER 8 Borgey dregur úr saltfiskvinnslu STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU f >** FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO SIMI22140 BÆJARRAÐ Hafnar í Hornafirði hefur óskað eftir skýring- um á þeim vinnubrögðum helsta sjávarútvegsfyrirtækis bæjarins, sem bærinn er stór hluthafi í, að segja upp hópi heimafólks á sama tíma og leitað er undanþága til að fá að ráða erlent vinnuafl. Halldór Amason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar, segir að alls ekki sé um það að ræða að fynrtækið ráði erlenda starfsmenn í stað heimamanna. I samþykkt frá því á föstu- dag lýsir bæjarráðið yfír þungum áhyggjum vegna mjög erfiðrar stöðu Borgeyj- ar hf. og sjávarútvegsfyrir- tækja almennt. Viðurkennt er að miðað við þá stöðu geti verið nauðsynlegt að grípa til ráðstafana, svo sem uppsagna starfsfólks. Bæjarráðið ítrekar þó fyrri skilyrði um forgang heima- fólks til vinnu við fyrirtækið, sem sett voru þegar bæjarfé- lagið tók þátt í endurfjár- mögnun Borgeyjar hf. á síð- astliðnu ári. Minni saltfiskvinnsla Halldór Árnason, fram- kvæmdastjóri Borgeyjar, segir að starfsfólki í saltfisk- vinnslu hafi verið sagt upp störfum, þar sem fyrirtækið ætli að draga mjög úr salt- fiskvinnslu. „Þessir starfs- menn eru með langan upp- sagnarfrest og það er fullt starf fyrir þá í saltfiskvinnsl- unni, á meðan uppsagnar- frestur liður,“ segir hann. „Önnur vinnsla hjá okkur, sérhæfð vinnsla á línum, er allt annars eðlis. Þar gengur heimafólk fyrir í störf, eins og ávallt. Við getum ekki veitt öllum starfsmönnum, sem vinna nú í saltfiskvinnsl- unni, vinnu annars staðar í fyrirtækinu og alls missa því 22 vinnuna." Halldór segir að fyrir all- löngu, eða rúmum mánuði, hefði fyrirtækið óskað eftir undanþágu til að ráða erlent vinnuafl. „Það voru konur, sem höfðu starfað hér áður við vinnslu á línum. Þeirri umsókn okkar var hins vegar hafnað og konumar komu aldrei til starfa. Þetta er eldra mál, sem kemur uppsögnun- um nú ekki við, því þetta er ekki að gerast á sama tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.