Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 27
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 27 Reuter Sorg á Sri Lanka RANASINGHE Premadasa, forseti Sri Lanka, lét lífíð á laugardag þegar sprengja sprakk í 1. maí-göngu, sem hann tók þátt í. Eru aðskilnaðarsinnar tamíla grunaðir um verknaðinn en talið er, að tamílskur unglingspiltur hafí borið sprengjuna innanklæða. Beið hann að sjálf- sögðu bana í sprengingunni og 24 manns alls. Fyrir tveimur árum var Rajiv Gandhi, forsætisráðisráðherra Indlands, myrtur með sama hætti og er talið, að tamílar hafi þá einnig verið að verki. Þúsundir manna vottuðu Premadasa hinstu virðingu sína í gær í Colombo, höfuð- borg Sri Lanka, og eins og hér sést yfirbugaði sorgin suma. Pierre Beregovoy fellur fyrir eigin hendi Er orsökin mikil harka í stjórnmálaumræðumii? París. Frá Margrcti Elísabetu Ólafsdóttur. Rcuter. SJÁLFSMORÐ Pierre Beregovoy fyrrum forsætisráðherra Frakk- lands á laugardag hefur orðið tilefni til mikillrar gagnrýni á franska stjórnmálamenn og fjölmiðla. Vinir Beregovoy segja að hann hafi verið frekar niðurdreginn síðustu vikurnar. Annars vegar hefði hann tekið ósigur sósíalista í þingkosningunum á dögunum mjög nærri sér og hins vegar ásakanir um fjármálaspillingu en í því sambandi taldi hann vegið að heiðarleik sínum sem hann var þekkt- ur fyrir. Andlát hans hefur hleypt af stað umræðu um þá hörku og óvægni sem einkennir franska stjórnmálaumræðu. „Þeir sem ófrægðu hann drápu sem blórabögglar. Hrósuðu blöðin hann, þeir bera ábyrgð á því að hann greip til þessa örþrifaráðs," sagði Michel Beregovoy, bróðir for- sætisfáðherrans fyrrverandi sem var 67 ára, í útvarpsviðtali. „Margt sem hann las í blöðunum hafði slæm áhrif á hann,“ sagði Georges Cottineau tengdasonur hans. „Stjómmálamenn eru fólk eins allir aðrir með viðkvæma sál. Það verð- um við að hafa hugfast," sagði Bemard Koucher, fyrrum heil- brigðismálaráðherra. Franskir fjölmiðlar kipptu sér ekki upp við ásakanir af þessu tagi, sögðust vanir því að vera notaðir Beregovoy sem manni heiðarleik- ans en kusu annars að fjalla um einangrun og einsemd þeirra sem hyrfu frá völdum frekar en meint áhrif þeirra á ákvörðun hans um að svipta sig lífi. Af tillitsemi við hinn látna ákvað Eduard Balladur forsætisráðhera að fresta birtingu skýrslu um stöðu franskra efnahagsmála. Birta átti hana í vikunni en í skýrslunni er búist við að fram komi harkaleg gagnrýni á efnahagsstefnu sósíal- ista, ekki síst í tíð Beregovoy. Pierre Beregovoy gegndi opin- berum skyldustörfum á laugardag eins og ráð hafði verið fyrir gert. Tók á móti fulltrúum verkalýðs- hreyfingarinnar í Nevers, þar sem hann gegndi starfi borgarstjóra og fór á árlegt hjólreiðamót í bænum. Síðan heilsaði hann upp á ung- menni úr héraðinu. Eftir það bað hann bílstjóra sinn að aka niður að ánni rétt fyrir utan bæinn þar sem hann var vanur að fá sér göngutúr á sunnudagsmorgnum. Hann bað bílstjórann og lífvörðinn, sem fylgt hafði honum frá því hann var forsætisráðherra, að leyfa sér að vera einum smá stund sem þeir og gerðu. Lífvörðurinn mun hafa skilið skammbyssuna sína eftir í hanskahólfi bilsins, en það var hún sem Beregovy notaði til að skjóta sig í höfuðið klukkan 18:15 að stað- artíma. Hann lést ekki samstundis, heldur fjórum tímum síðar í þyrlu sem átti að flytja hann á sjúkrahús í Paris þar sem Francois Mitterrand forseti beið komu hans. ítölsku flokkarnir vilja skipta um nafn og ímynd Frjáls fjölmiðlun mikilvæg fyrir lýð- ræði og menningu ALÞJÓÐADAGUR frjálsrar fjölmiðlunar var í gær og voru ein- kunnarorð dagsins „samstaða um lýðræði". Af þessu tilefni sendu Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) frá sér yfirlýsingu um mikilvægi fijálsrar fjölmiðlunar fyrir lýðræði og menningu þjóða. í yfirlýsingu IFJ segir að æski- legast væri að blaðamenn gætu fagnað á þessum degi en flest annað en gleði væri efst í huga fjölda blaðamanna um heim allan. Vitað væri um 60 blaðamenn sem biðu bana við skyldustörf í fyrra og hundruð sem sættu misþyrm- ingum, ofsóknum eða ritskoðun. Ekkert lát væri á ofbeldinu. Um víða veröld þyrftu blaðamenn að gjalda það dýru verði að færa mönnUm fréttir. Lýðræðið stæði og félli með fijálsri frétta- mennsku. Segir í yfirlýsingunni að blaða- menn nái litlum árangri einir og sér í fjandsamri veröld. Þeir þurfí á samstöðu að halda, sé nauðsyn að treysta samstarf við annað fjöl- miðlafólk og launþegasamtök og taka saman höndum með ritstjór- um og útgefendum um að verja ritfrelsi. Til þess að réttur blaða- manna kafni ekki í umræðunni þurfí þeir að fá til liðs við sig sam- tök sem beijast fyrir tjáningar- frelsi og mannréttindum. Þannig komist málstaðurinn í öndvegi. ÞÚ ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO ! Nyja ASKO 10504 þvottavélinfrá Fönix er tiygging þínfyrir tanduhreinum þvotti á hagkvœman hátt. • Hljóðlát og þíðgeng • Svellþykkt sænskt gæðastál í • Vatsnotkun 34-63 ltr. tromlu og vatnskari Róm. Reuter. ÍTÖLSKU sljórnmálaflokkarnir, sem flestir eru rúnir öllu trausti, reyna nú að ganga í endumýjun lífdaganna í augum kjósenda með því að skipta um nafn og númer fyrir kosningarnar, sem líklega verða í haust. Vonast þeir til, að þannig geti þeir með einhverjum hætti sagt skilið við spillta fortíð. Að minnsta kosti fimm flokkar, allt frá kristilegum demókrötum til lítils nýfasistaflokks, eru að leita að brúklegu nafni fyrir kosningarnar, sem trúlega verða síðar á árinu. Meðal þeirra eru Sósíalistaflokkur- inn, sem hefur orðið fyrir hveiju spillingaráfallinu á fætur öðru og nú síðast þegar þingið neitaði að aflétta þinghelgi af Bettino Craxi, fyrrver- andi formanni flokksins, en hann er sakaður um margvíslegt misferli. Olli það svo mikilli hneykslun al- mennings, að þinginenn flokksins hafa lofað að reyna aldrei aftur að koma í veg fyrir lögsókn gegn þing- manni. Rauða rósin út í kuldann Hefur flokksstjórn Sósíalista- flokksins verið boðuð til skyndifund- ar í dag til að ræða um tillögur um nýtt nafn og svo langt á að ganga, að jafnvel rauðu rósinni, alþjóðlegu merki jafnaðarmannaflokka, verður kastað fyrir róða. Þá er líka talið hugsanlegt, að Craxi og aðrir frammámenn í flokknum, sem sakað- ir eru um spillingu, verði reknir. „Það er ekki lengur pláss í flokkn- um fyrir spillingu, fyrir þá, sem hafa verið sakaðir um alvarlega giæpi, þá, sem hafa notað flokkinn sjálfum sér til framdráttar," sagði Enzo Mattina, helsti aðstoðarmaður Giorgios Ben- venutos, núverandi formanns Sósíal- istaflokksins. Stuðningur við alla gömlu flokkana að fynverandi kommúnistum undan- skildum hefur hrapað að undanfömu og samkvæmt skoðanakönnunum fengju sósíalistar nú innan við fimm prósent en fengu 13.6% á síðasta ári. Þá óttast leiðtogar kristilegra demókrata, að yrðu kosningar haldn- ar nú myndi flokkurinn klofna í þijár fylkingar að minnsta kosti, kristilega demókrata upp á gamla móðinn, vinstrisinnaða kaþólikka og fylgis- menn umbótasinnans Marios Segnis. 25% sápusparnaður • Níðsterk tromlufesting með 35 Orkunotkun aðeins 0,4-1,8 mm stálöxli og 2 stórum kWst. burðarlegum. Gerð til að endast Sparnaðar- og hagkvæmnisrofar Fullkomið ullarþvottarkerfi 35 mínútna hraðþvottakerfi 5 skolanir og skolvatnsmagn- stillingar (ofnæmisskolun) 800/1000 snúninga lotuvinding 1 Vatnsdæla með stífluvörn (engin lósía) 63.990,- s*9r* 68.800,- m/ofe^ ÆOnix Hátúni 6A Reykjavík Sími 91-24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.