Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4, MAÍ 1993 25 íslenski Grænlandsleiðangurinn tafðist um nokkra daga Morgunblaðið/Ingimundur Stefánsson Á uppleið LEIÐANGURSMENN á leið upp að jökuljaðrinum á hundasleðum. Jökul- stormur brastá ÍSLENSKU leiðangursmenn- irnir sem ætla að ganga á skíð- um vestur yfir Grænlandsjökul töfðust um nokkra daga áður en þeir gátu haldið á jökulinn vegna staðbundins veðrafyrir- brigðis, jökulstormsins Piteraq, sem geysaði á Grænlandi. Leið- angursmenn voru bjartsýnir er þeir loks hófu gönguna sl. mið- vikudag. í bréfi sem Morgunblaðinu hef- ur borist frá Haraldi Erni Ólafs- syni, einum leiðangursmanna, er dvöl þeirra félaga í Angmagssalik og litlu einangruðu þorpi skammt frá jökulröndinni lýst sem upphafi göngunnar. Dorgað gegnum vakir „Ekið var á tveimur hundasleð- um frá litla veiðimannaþorpinu Isortoq inn ísilagðan ijörð, gegn- um fjallaskarð inn á jökullón þar sem gangan hófst. Framundan eru 600 km og farangur á sleðun- um upp fyrstu brekkurnar vegur 74 kg á mann. Tafir í þyrluflugi og hinn ill- ræmdi jökulstormur, Piteraq, töfðu fyrir okkur um nokkra daga. Við vorum ferðbúnir í Isortoq á sunnudagsmorgun 25. apríl, en þá barst viðvörun um storminn sem Grænlendingar kalla Piteraq. Hann nær gríðarlegum styrk og stendur beint af jöklinum til strandar. Við ákváðum strax að halda kyrru fyrir í þorpinu og notuðum tímann framan af degi til að slást í för með veiðimanni á hundasleða út á ísinn þar sem dorgað var gegnum vakir. Storm- urinn brast á um kvöldið og kófið var mikið þegar nýfallinn snjórinn þyrlaðist í ofsanum. Veðrið gekk niður í gær, mánudag, og er mjög ólíklegt að annað slíkt skelli á næstu daga. Strax og við náum inn á jökulinn ættum við að vera lausir við Piteraq sem helst er að vænta í útjaðri jökulsins og hefur skemmt fyrir mörgum leiðöngr- um. Bjartsýnir Við erum því bjartsýnir og vel undirbúnir að hefja gönguna. Þessir fimm dagar sem við höfum dvalið í Angmagssalik og Isortoq hafa opnað augu okkar fyrir feg- urð og sérkennum þessa lands og hinni merkilegu menningu fólks- ins. Fólkið er mjög hlýlegt og gestrisið. Lífsbaráttan er afar erf- ið í Isortoq og flest frumstætt, hvorki götur né rennandi vatn. Einn sími er í Isortoq og áðeins fimm manns tala dönsku, en aðr- ir eingöngu grænlensku.“ Þegar síðast fréttist af leið- angrinum, sl. fimmtudag, var hann kominn 12 km inn á jökulinn í 600 m hæð. Stjórnarformaður Háskólabíós um sölu eða rekstrarleigu Hagsmunum þess ógn- að með slíkri umfjöllun UMRÆÐA um kaup eða leigu Háskólabíós er að sögn Þóris Einars- sonar, sljórnarformanns, fráleit og skaðleg viðskiptahagsmunum þess. Þess var farið á leit við Útvarpsráð að Sjónvarpið fjallaði ekki um kaup eða sölu á Háskólabíói í þætti um rekstur menningarlegs kvikmyndahúss sem sýndur verður í kvöld. Halldóra Rafnar, formað- ur Útvarpsráðs, segir að dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar, Sigmundi Erni Arngrímssyni, hafi verið sent bréf 23. apríl sl. þar sem þess var farið á leit að ekki yrði fjallað um kaup eða sölu Há- skólabiós í þessu samhengi. „Háskólabíó er hvorki til sölu né leigu. Það hefur enginn ljáð máls á þessu að fyrra bragði við okkur,“ sagði Þórir Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að stjórn kvikmyndahússins hefði ekkert á móti hugmyndinni um rekstur menningarlegs kvik- myndahúss. Hins vegar kæmi ekki til greina að nefna Háskólabíó í því sambandi. Til dæmis hafi menntamálaráðuneytið í gær hafn- að tilmælum Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda um við- ræður um rekstrarleigu, á þeirri forsendu að það væri einvörðungu mál Háskólans en ekki ráðuneytis- ins. „Þessari hugmynd hefur marg- oft verið hafnað. Þetta er þáttur um ímyndað efni. Gerð hans hefur væntanlega kostað hundruð þús- unda. Viðskiptahagsmunum okkar er ógnað með slíkri umfjöllun. Hún hefur þegar spurst út fyrir land- steinana. Rekstrinum er ógnað með slíku umtali. Kannski er hugmynd- in sú að grafa undan trausti Há- skólabíós út á við,“ sagði Þórir jafn- framt. Halldóra Rafnar vissi ekki til þess að Háskólabíó hefði, í kjölfar bréfsins, verið undanskilið í um- ræðunni um rekstur menningarlegs kvikmyndahúss, enda hefði þáttur- inn ekki verið tilbúinn kl. 17 í gær og gæti því ekki svarað fyrir það. Útvarpsráð hefði ekkert á móti þætti sem fjallaði um rekstur slíks húss. Ágreiningur vegna ævisöguritunar Löghald á eign- um fellt úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði aðila af kröfum og gagnkröfum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Maríu Guðmunds- dóttur ljósmyndara af kröfum Gullveigar Sæmundsdóttur rit- stjóra um að staðfest verði löglialdi í eignum Maríu hér á landi og hún dæmd til að greiða Gullveigu um 1,5 millj. kr. í skaðabætur. Einnig var hafnað gagnkröfum Maríu um þriggja milljóna króna skaðabætur úr hendi Gullveigar. Hvor- um aðilanum var gert að bera sinn hluta málskostnaðar. Með dóminum er fallið úr gildi löghald sem gert var í húseign Maríu hér á landi til tryggingar kröfum Gullveigar. Deilur Maríu Guðmundsdóttur og Gullveigar Sæmundsdóttur voru af því sprottnar að María rifti samningi sem hún hafði gert við útgáfufyrirtækið Fróða hf. um út- gáfu á ævisögu sinni sem Gullveig skyldi skrásetja. Deilt var um hvor ætti sök á að upp úr samstarfinu slitnaði, en María rifti samningnum þegar ritun bókarinnar var vel á veg komin í ágúst 1991, og hvor bæri ábyrgð á afleiðingum þess. Gullveig taldi að þótt María hefði gert upp útlagðan kostnað útgáfu- félagsins hefði skrásetjaranum ekki verið bætt fyrirhöfn sín. Mar- ía taldi að Gullveig ætti enga kröfu á sig þar sem samningurinn hefði verið milli hennar og Fróða og Gullveig hefði tekið að sér að skrá söguna sem starfsmaður þess fyrir- tækis. Báðar áttu sök o g hvorug á kröfu á hina í niðurstöðu Jóns L. Arnalds héraðsdómara segir að í umrædd- um samningi hafi verið ákvæði um að María ætti síðasta orðið um hvað birt yrði í ævisögu hennar. Aðalástæða þess að upp úr slitnaði hafi verið ágreiningur um frá- sagnarmáta fremur en frásagnar- efni. Telja verði að Gullveig hafi gert óhaldbærar kröfur um að ráða frásagnarmáta bókarinnar, einkum að því er tók til frásagnar af árás sem María varð fyrir í New York í september 1976, og hafi hún með ósveigjanleika átt nokkra sök á að upp úr slitnaði og samningur komst ekki til framkvæmda. Þó hafi Mar- ía ekki látið á það reyna til fulln- ustu hvort krafa hennar um frá- sagnarstíl yrði tekin til greina held- ur horfið frá verki fljótt eftir að ágreiningur kom upp og hafnað valkostum sem í boði voru. Báðir aðilar hefðu átt sök á að samning- ur komst ekki til framkvæmda óg hvorugur ætti kröfu á hinn vegna þess að samningurinn flosnaði upp. „Þar sem ég átti ekki upptökin að þessu máli get ég verið ánægð með þennan dóm þó að ég hefði kosið að einhverjar af mínum kröf- um yrðu teknar til greina,“ sagði María Guðmundsdóttir við Morgun- blaðið í gær. Aðspurð kvaðst hún að svo stöddu ekki geta sagt til um hvort málinu yrði áfrýjað af hennar hálfu. Hvorki náðist í gær tal af Gull- , veigu Sæmundsdóttur né Viðari Má Matthíassyni lögmanni hennar. Ritstjóra- skipti á Pressunm GUNNAR Smári Egilsson var um helgina leystur frá störfum sem ritstjóri Press- unnar. Tveir ritsljórar verða ráðnir til blaðsins og hefur Karl Th. Birgisson þegar tek- ið við sem ritstjóri en hinn hefur ekki verið ráðinn enn. Friðrik Friðriksson útgefandi Pressunnar sagði við Morgun- blaðið, að sérstakar ástæður hefðu legið til þess að ritstjór- inn hætti störfum. Enginn ágreiningur hefði verið um rit- stjórnarstefnu blaðsins eða umfjöllun þess um atburði eða einstaklinga. Hann sagðist því ekki eiga von á að stórvægileg breyting yrði á ritstjórnarstefn- unni með nýjum ritstjórum þótt blað eins og Pressan tæki nokk- uð mið af ritstjórum sínum. Friðrik sagði að ekki lægi fyrir hver yrði ráðinn ritstjóri við hlið Karls Th. Birgissonar en viðræður stæðu yfir við nokkra menn. Karl Th. Birgisson er 29 ára gamall og hefur lokið BA-prófi í stjórnmálafræði og heim- speki. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Pressunni undan- farið eitt og hálft ár. Skoðanakönnun Heimsmyndar Sjálfstæðisflokkur fær 46,5% atkvæða SAMKVÆMT skoðanakönnun sem birt er í tímaritinu Heimsmynd myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa meirihluta sínum í borgarstjóm ef kosið yrði nú. Fengi flokkurinn nú 46,5% atkvæða og sjö fulltrúa kjörna, samkvæmt úteikningum blaðsins, en fékk 60,4% atkvæða og tíu fulltrúa í síðustu kosningum. Samkvæmt könnuninni myndi Alþýðubandalag vinna mest á, fylgi þess mælt nú er trúa í stað eins. Morgunblaðinu hefur borist at- hugasemd frá skrifstofu borgarstjóra vegna þessarar könnunar. Þar segir að tímaritið dragi þá ályktun af þess- um tölum að 3. fulltrúi G-lista nái kjöri en ekki 8. fulltrúi af D-lista. Á bak við 8. fulltrúa D-listans eru 5,8% en á bak við 3. fulltrúa G-listans eru 5,3%. Miðað við þessar hlutfallstölur sé þetta röng niðurstaða. Áf öðrum niðurstöðum könnunr- innar má nefna að Framsóknarflokk- 16% og fengi flokkurinn þrjá full- urinn eykur fylgi sitt úr 8,3% í síð- ustu kosningum og í 13,8% og bætir við sig einum manni. Kvennalistinn myndi einnig bæta við sig manni, fengi 15,3% fylgi nú í stað 6% í síð- ustu kosningum en Nýr vettvangur myndi tapa manni. Það var Félagsvísindastofnun Há- skólans sem vann þessa könnun fyr- ir Heimsmynd. Svarendahópurinn um borgarstjórnarkosningarnar var fremur lítill eða 362 talsins. VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKAN SACHS SACHS KÚPLINGAR í kcARARBRODDI ' FJÖRTÍU ÁR! MAN - BENZ - VOLVO - SCANIA Framleiöendur vandaöra vöru- og fólksflutningabifreiöa nota SACHS kúplingar og höggdeyfa sem upprunalega hluta í bifreiðar sínar. Það borgar sig að nota það besta! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.