Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 Eyrarbakki Bakkafisk- ur hf. lýstur gjaldþrota Selfossi. BAKKAFISKUR hf. á Eyrar- bakka var tekinn til gjaldþrota- skipta 29. apríl að beiðni eiganda fyrirtækisins. Heildarskuldir Bakkafisks hf. eru 250-300 milljónir króna. Helstu kröfuhafar eru Fiskveiðasjóður, Byggðasjóður, Landsbanki Islands og Ríkissjóður. Kröfur í búið eru margar, en hæsta einstaka krafan er 29 milljónir. Bústjóri var skipaður Sigurður Jóhsson hdl. Hann sagði að næstu skref í máléfnum búsins væri að fínna kaupanda að eignunum. Þegar hefði komið fram áhugi á kaupum á eign búsins sem er fiskverkunar- og frystihús á Eyrarbakka. Enginn fiskverkun hefur verið í húsakynnum Bakkafisks hf. frá því í nóvember-desember 1991. Sig. Jóns. Lækjartorg Oánægja með stað- setningu ísbúðar HÚ SEIGENDUR Hafnar- strætis 20 hafa snúið sér til borgarráðs og lýst yfir óánægju með staðsetningu ísbúðar sem sett hefur verið upp á Lækjartorgi framan við húsið. Farið er fram á að búðin verði færð nær Lækjar- götu og þá jafnframt fjær húsinu. Uppdrættir villandi í erindi húseigenda kemur fram að ákvörðun um staðsetningu ísbúð- arinnar hafi ekki verið kynnt þeim eða öðrum rekstraraðilum í húsinu. Eru það einkum þeir sem eru á Forstjórí Landhelgisgæslunnar um sjóslysið á Faxaflóa þeir að uppdráttur arkitekta sé vill- andi, þar sem útkrögun annarrar hæðar hússins komi ekki fram eða þak ísbúðarinnar. ísbúðin skyggi á verslun Garðars Ólafssonar og geri hana nánast að bakhúsi við skugga- sund auk þess sem ekki sjáist til eða frá Tommaborgurum yfir Lækj- artorg. Morgunblaðið/Sverrir * Uthlutun úr pokasjóði Landverndar UM 20,5 milljónum hefur verið úthlutað til 75 verkefna á sviði gróðurverndar, landbóta, fræðslu og rann- sókna úr pokasjóði Landverndar í ár. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og hafa samtals 308 verkefni verið styrkt með rúmlega 70,6 milljónum króna. Það eru matvörukaupmenn sem standa að baki pokasjóðnum en hluti þess andvirðis, sem fæst með sölu innkaupapoka í verslunum rennur í sjóðinn. Úthlutunin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar að viðstaddri frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Ekkí óeðlilega seint brugð- ist við neyðarsendingunuin ♦ ♦ GERVITUNGL yfir íslandi gáfu upp átta mismunandi staðar- ákvarðanir neyðarsendinga frá gúmbjörgunarbáti skipbrots- manna á Sæbergi AK, sem sökk á Faxaflóa sl. þriðjudags- kvöld. Tveir sjómenn frá Akranesi, Grétar Sigurðsson og Grétar Lýðsson, fórust með Sæbergi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var ekki til taks þegar neyðarsendingarnar bárust því áhafnir voru I þjálfun erlendis og auk þess var verið að koma fyrir nýjum GPS-staðarákvörðunarbúnaði um borð í þyrl- unni. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ekki hafi verið brugðist óeðlilega við neyðarsending- unum miðað við aðstæður. Gervitungl yfir íslandi nam fyrst merki frá neyðarsendi kl. 21.35 og gaf þá upp tvo mögulega staði. Annar var á 64°8’ norður og 22°05’ vestur og voru 56% líkur á að það væri réttur staður. Hinn var á 55°6’ norður og 75°6’ vestur og 44% lík- ur á að það væri réttur staður. Mikil óvissa „Þarna er óvissan sú að annar staðurinn er langt vestur og suður í hafi og hinn er í grennd við Reykjanesið. Um fimm mínútum síðar gefur annað gervitungl upp stað 64°18’ norður og 22°52’ vest- ur, sem er 20-30 mílur frá fyrri stöðurn," sagði Gunnar Bergsteins- son. Frá þriðja gervitunglinu kom enn önnur staðsetning um kl. 22, 64°25’ norður og 22°56’ vestur. 75% líkur voru á því að sá staður væri réttur, en hann var norðarlega í Faxaflóa. Gunnar sagði að kannað hefði verið hvort flugvélar sem voru á flugi yfir landinu hefðu heyrt neyð- arsendingar, en svo reyndist ekki. Því var kannað hvort sendingarnar bærust frá flugskýlum á Keflavík- urflugvelli um kl. 22. Hins vegar Rússneskur uppfinningamaður heimsækir Island Fann upp nýja aðferð til að lækna heyrnarskaða Miðhúsum. ALEXZANDR M. Melnikov- sky heimsótti Island 26. mars til 10. apríl. Melinkovsky er Moskvubúi og menntaður raf- magnsverkfræðingur með ljósgjafa og ljóstækni sem sérsvið. Hann starfar nú við vélhönnun ýmiskonar. Meln- ikovsky á einkaleyfi á 22 upp- finningum. Þar á meðal á heimilistækjum, ljóstækni, tækni fyrir tréiðnað, stanga- veiðibúnaði og lækninga- tækni. Ein merkasta uppfínning Meln- ikovskys er varanleg „protesa" fyrir heymabein eyrans sem nefnd eru hamar, ístað og steðji. Hana hefur híi,nn þróað í samvinnu við skurð- lækni og eru kostir hennar umfram hliðstæðar vestrænar aðgerðir, að „protesan“ er gerð úr varanlegum efnum og hún er stöðug. Hún hefur virkað í 80-90% tilfella. Þessi tækni læknar heymarskaða sem orsakast hafa af sjúkdómum og slysum ýmis- konar er valdið hafa rýrnum heyma- bejnanna. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Uppfinningamaðurinn ALEXZANDR M. Melnikovsky hefur fundið upp nýja aðferð til að bæta heyrnarskaða. Varanleg bót Aðgerðir þar sem þessari „prot- esu“ var komið fyrir, hófust í Rúss- landi 1987. Hingað til hafa um 49 manns gengist undir þær og til þessa hafa allir sjúklingarnir fengið bætta heyrn og ekki þurft að nota heyrnar- tæki. Meginkostur „protesunar" um- fram aðrar aðferðir er að áliti Meln- ikovskys varanleg heyrnarbót. Þessi tækni er enn hvergi notuð nema í Rússlandi og jafnvel þar er aðeins einn læknir sem kemur þess- ari „protesu" fyrir í eyra sjúklings. Melnikovsky segir þessa tækni ekki mjög útbreidda vegna þess að um 10 ár taki að fá nýjungar í læknavís- indum opinberlega viðurkenndar af heilbrigðisráðuneytinu í Rússlandi. Þessi tækni hefur ekki verið kynnt á Vesturlöndum vegna þess að höf- undarnir, Melnikovsky og skurð- læknirinn, hafa ekki fé til að vernda höfundarrétt uppfinningarinnar er- lendis. Tækni þessi hefur aðeins verið notuð á fullorðna sjúklinga, 33-65 ára. - Sveinn. taldi flugstjóri flugvélar sem lenti á Keflavíkurflugvelli rétt eftir kl. 22 sig heyra slitróttar sendingar rétt áður en flugvélin kom yfir flug- brautina. „Þetta er því ekki langur tími miðað við aðstæður. Það eru strax gerðar ráðstafanir til að leita sendinguna uppi. Flugvél Flug- málastjórnar fór í loftið til að leita laust eftir miðnætti, en þá eru rúm- lega tveir tímar liðnir frá því að sendingar fóru að berast.“ 90% sendinga án neyðar Hann sagði að það væri alltaf mikil óvissa í slíkum staðarákvörð- unum. Mikil brögð væri að því að neyðarsendar færu í gang um borð í skipum, flugskýlum eða jafnvel inni á hótelum þar sem ferjuflug: menn bera slíka senda á sér. „í yfir 90% tilfella er ekki um neyð að ræða, þess vegna þurfa menn að hafa nokkra vissu um hvað er á seyði áður en farið er af stað,“ sagði Gunnar. TF SIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var ekki til taks þar sem verið var að setja í hana nýjan GPS-staðsetningarbúnað og auk þess voru áhafnir hennar í þjálfun erlendis. „Það er ótrúleg tilviljun að það skuli koma upp á þessum fáu klukkustundum sem þarna er um að ræða. Það tekur 2-3 daga að þjálfa flugmennina, þannig að þarna eru þrjár áhafnir." Hann sagði að aðeins hefðu liðið nokkrar klukkustundir frá því að neyðar- sendingarnar hófust þar til ein af áhöfnunum var komin til landsins. Fundur um rafmagns- öryggismál VERULEGAR breytingar urðu um sl. áramót á rafmagnsör- yggismálum á íslandi. Þá tók gildi breyting á Reglugerð um raforkuvirki þar sem afnumin var prófunar- og skráningar- skylda sú sem áður hafði verið á rafföngum. í kjölfar þessara breytinga var prófunarstofa Rafmagnseftirlits ríkisins (raf- fangaprófun) lögð niður. Breytingin á reglugerðinni legg- ur meiri áhersju á markaðseftirlit en áður var. í lok árs 1992 var gerður samnngur við Bifreiðaskoð- un íslands hf. um rekstur markaðs- eftirlitsdeildar og tók hún til starfa um síðastliðin áramót. Deildin sér um framkvæmd eftirlits með raf- föngum á markaði, en öll ákvarð- anataka og úrskurðir verða eftir sem áður í höndum Rafmagnseftir- lits ríkisins. Ábyrgð og skyldur seljenda raf- fanga breyttust verulega með nýj- um reglum. Til að kynna markaðs- eftirlitið fyrir hlutaðeigandi aðilum verður haldinn opinn fundur 5. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í húsa- kynnum Bifreiðaskoðunar íslands á Hestahálsi 6-8 í Reykjavík 5. maí kl. 13. til 17. Fundargestir eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína fyrir 3. maí næstkomandi. (Fréttatilkynning) Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn íslensku minkaskinnin 10 kr. undir meðalverði Á loðskinnauppboðinu sem lauk í Kaupmannahöfn á fimmtudag fengust um 117 danskar krónur eða um 1.200 íslenskar krónur í meðalverð fyrir 11.600 minkaskinn frá íslandi, en það er tíu krón- um lægra en meðalverðið sem fékkst fyrir þær 3,2 milljónir minka- skinna sem seldar voru á uppboðinu. íslensk skinn hafa aldrei fyrr verið jafn nærri meðal verðinu á uppboðinu í Kaupmannahöfn. Arvid Kro hjá Sambandi ís- lenskra loðdýraræktenda sagði það vera mjög gleðileg tíðindi hve gott verð hefði fengist fyrir íslensku minkaskinnin. Á uppboðinu voru seld tæplega 1.700 blárefaskinn frá íslandi og var meðalverð um 3.020 íslenskar krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.