Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 23 Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Æfingar FRA björgunarsveitarnámskeiðinu á Snæfellssnesi. Námskeið í leiðsögn við bj örgunarþyrlur Ráðstefna um stöðu sjúkra barna Skoða þarf sérstöðu barna og unglinga í heilbrigðiskerfinu UMHYGGJA, félag til stuðnings sjúkum börnum, gekkst fyrir málþingi á Hótel Holiday Inn, laugardaginn 27. febrúar sl. Málefni þingsins var: Hver er staða sjúkra barna á íslandi? Hverra er ábyrgðin? Er úrbóta þörf? Erindi á ráðstefnunni héldu: Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í Heilbrígðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, Helga Hannesdóttir, barnageðlæknir, Sigríður Björnsdóttir, kennari og „art therapisti", Þórunn Elídóttir, kennari og djákni, Alda Halldórs- dóttir og Kristín Guðmundsdóttir, barnahjúkrunarfræðingar og Guð- rún Agnarsdóttir, læknir. Niðurstaða málþingsins var sú að mikilvægt væri að vekja at- hygli á aðbúnaði veikra barna, stöðu þeirra innan heilbrigðiskerf- isins og þeirri brýnu nauðsyn að skipuleggja sjúkraþjónustu barna- og unglinga. Staða sjúkra barna á íslandi hefur á undanförnum áratugum þróast til betri vegar. Ljóst er þó að langt er enn í land að mann- sæmandi sé að börnum búið þegar þau veikjast. Sá sjálfsagði réttur barna að hafa foreldra hjá sér í veikindum er ekki nægilega virtur, sérstaklega þarf að tryggja fjár- hagslega stöðu fjölskyldunnar þeg- ar barnið veikist. Einnig er mikilvægt að heil- brigðisyfirvöld skoði sérstöðu barna og unglinga í heilbrigðis- kerfinu. Grundafirði. HALDIÐ var námskeið fyrir björgunarsveitir í Snæfellsnes- sýslu fyrir skömmu og fjallaði það um leiðsögn við þyrlur í björgunarstörfum og samskipti við áhafnir þeirra. Námskeiðið var haldið á vegum Sýslumanns- embættis Snæfellssýslu í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna og Flugbjörgunarsveitina. Tvær þyrlur voru notaðar til kennslu, þyrla Landhelgisgæslunn- ar og þyrla frá varnarliðinu. Tals- verður fjöldi björgunarsveitar- manna úr allri sýslunni tók þátt í námskeiðinu. Kennt var hvernig velja skal lendingarstað og hvernig leiðbeina skal þyrlu á lendingar- svæði. Ennfremur voru samskipti við áhöfn þyrlunnar í gegnum tal- stöð og með merkjabendingum þjálfuð. Mikil áhersla var lögð á verklegar æfingar og fengu björg- unarsveitarmenn að hlaupa hálf- bognir undir hvínandi spaða þyrl- unnar með sjúkling í börum og koma honum fyrir í þyrlunni. Reynsla af þessu tagi getur reynst ómetanleg þegar á hólminn er komið og hefur þetta framtak alls staðar mælst vel fyrir. - Hallgrímur. -----♦ ♦ ♦---- Framsókn samþykkir verkfalls- heimild AÐALFUNDUR Verkakvennafé- lagsins Framsóknar var haldinn þriðjudaginn 27. april sl. Sam- þykktir voru listar stjórnar og trúnaðarmannaráðs og eftirfar- andi tillögur samþykktar: „Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkakvennafélagsins Framsókn- ar, fer þess á leit við félagsfund á fá heimild til vinnustöðvunar, ef þurfa þykir. „Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Framsóknr lýsir megnri óánægju með að ekki skuli hafa tekist að ná kjarasamningum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samnings- aðila á vinnumarkaði. Ef kjara- samningar verða ekki gerðir á næstunni mun það hafa í för með sér sérstakar launalækkanir fyrir lágtekjufólk. Fundurinn skorar á atvinnurek- endur og ríkisstjórn að koma nú þegar til móts við sanngjarnar kröf- ur verkafólks í samningaviðræðun- um. Sérstök ábyrgð hvílir á stjórn- völdum í þessu efni þar sem atvinna fjölda fólks er í hættu ef ekki verð- ur samið. Það er ábyrgðarleysi við núver- andi aðstæður í atvinnumálum og kjaramálum lágtekjufólks að ganga ekki frá kjarasamningum eins fljótt og kostur er. Verkakvennafélagið Framsókn krefst þess að aðilar vinnumarkað- arins og ríkisstjórn setjist umsvifa- laust að samningaborði og gangi frá samningum." I fyrstasiun tvöfaldu Lvinningur Dregið um tvöfaldan ◄ vinning a morgun! Veröurhaim 4 kr.? (Préttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.